27.12.2016 Views

49.tbl.2016

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

28 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

Vildi betri vinnubrögð<br />

hjá landsliðinu<br />

Guðni hafði gríðarlega mikinn<br />

metnað sem þjálfari. Hann fór fljótlega<br />

á námskeið í Englandi eftir að<br />

hann snéri sér að þjálfun. Það verður<br />

til þess að hann er fenginn til þess að<br />

aðstoða landsliðsþjálfara. „Eftir það er<br />

ekki aftur snúið. Ég tek svo við starfi<br />

landsliðsþjálfara og starfa fyrir KSÍ<br />

í yfir 30 ár.“ Ferill Guðna hjá KSÍ er<br />

stórmerkilegur og eflaust eru margir<br />

sem ekki gera sér grein fyrir öllu því<br />

sem Guðni hefur afrekað þar innanhúss.<br />

„Mér fannst að ef ég væri í starfi<br />

hjá félagi þá yrði það að vera fullt starf.<br />

Ég var alltaf að kenna líka og vildi ekki<br />

sleppa því starfi. Þannig hentaði það<br />

vel að starfa hjá KSÍ samhliða kennslunni.“<br />

Þegar Guðni tók við A-landsliði<br />

karla árið 1980 var hann að hefja störf<br />

í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Slíkt<br />

myndi kannski ekki tíðkast hjá landsliðsþjálfara<br />

nú til dags. „Lars Lågerbeck<br />

er reyndar líka kennari, en hann<br />

hætti áður en hann tók við landsliðinu,“<br />

segir Guðni og hlær. Guðni<br />

viðurkennir að það hafi verið erfitt að<br />

sinna báðum þessum störfum. Hann<br />

náði mjög góðum árangri sem landsliðsþjálfari<br />

en hélt þó ekki áfram með<br />

liðið. „Mér fannst þurfa betri vinnubrögð<br />

í kringum landsliðið, eins og<br />

kannski enn er verið að tala um í dag.<br />

Mig vantaði vissa menn sem voru ekki<br />

til staðar. Því hafði ég ekki áhuga á að<br />

standa í svona málum.“<br />

Guðni tók síðar við 21 árs liði karla og<br />

hefur hann komið að flestum aldursflokkum<br />

landsliða karla og kvenna á<br />

undanförnum áratugum. Árið 2006<br />

tók Guðni að sér stöðu aðstoðarþjálfara<br />

hjá A-landsliði kvenna. Að sögn<br />

þeirra sem þekkja til þá átti Guðni<br />

stóran þátt í mikilli velgegni liðsins<br />

sem fór á tvö Evrópumót undir stjórn<br />

Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og<br />

Guðna. „Mér fannst gott að vera bak<br />

við sviðsljósið og ræða málin þar. Ég<br />

var oft fenginn til þess. Þannig gat<br />

ég sinnt minni vinnu en fylgt landsliðinu<br />

eftir.“ Á löngum þjálfaraferli<br />

hefur Guðni þjálfað flest okkar besta<br />

knattspyrnufólk. Hefði hann viljað<br />

gera hlutina öðruvísi á einhvern hátt?<br />

„Segir maður það ekki alltaf? Maður<br />

hefði átt að gera þetta eða hitt. Ég er<br />

þó mjög ánægður með það sem ég<br />

hef verið að gera. Það er ekkert endilega<br />

spurning um hvað mér finnst<br />

heldur frekar hvað öðrum finnst. Ég<br />

get síðan setið heima og tuðað yfir því<br />

sem ég hefði átt að gera. Þú breytir því<br />

ekkert, þetta er búið.“ Guðni er mjög<br />

lukkulegur með ferilinn en hann sér<br />

þó eftir því að hafa ekki náð að koma<br />

titlinum í Vesturbæinn árið 1991 en<br />

þá voru KR-ingar búnir að bíða ansi<br />

lengi eftir þeim stóra. „Nú er ég fluttur<br />

í Vesturbæinn en hef tjáð KR-ngum<br />

að það séu ekki leyfð félagsskipti, ég<br />

er því ennþá í Keflavík,“ segir Guðni<br />

og brosir.<br />

Guðni hefur alltaf þótt mikill fótboltaheili<br />

en hann hugsar leikinn öðruvísi<br />

en margir aðrir. „Ég horfi öðruvísi<br />

á fótbolta. Ég er oft að fylgjast með<br />

því hvað er að gerast þar sem boltinn<br />

er ekki og hvaða áhrif það getur haft<br />

á leikinn.“ Guðni er mikill keppnismaður<br />

og honum er hjartans mál að<br />

sigra. „Maður vildi vinna en ég var<br />

ekki þannig að ég færi í fýlu í marga<br />

daga ef við töpuðum. Mér finnst<br />

stundum að fólk verði að geta sagt,<br />

þetta var mér að kenna. Það er allt í<br />

lagi að gera mistök. Ég geri bara mistök<br />

og læri af þeim. En gerðu eins fá<br />

og þú getur.“<br />

Starf kennarans ákaflega gefandi<br />

- fyrir utan launin<br />

Kennarinn Guðni hóf störf í Njarðvíkurskóla<br />

nýútskrifaður úr Íþróttakennaraskólanum<br />

á Laugarvatni árið<br />

1970. Hann vann í tíu ár við skólann<br />

og líkaði ákaflega vel. „Þar var karfan<br />

númer eitt. Þarna var alveg topp<br />

íþróttafólk og ég hafði mjög gaman af<br />

því að kenna yngri krökkunum.“ Fyrst<br />

um sinn fór kennsla fram í Krossinum<br />

sáluga sem var vinsæll dansstaður á<br />

þessum árum. Það eru kannski ekki<br />

Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur: Guðni og félagar í 4. flokk eru fyrir miðja mynd en þeir voru fyrstu meistarar félagsins. Guðni stendur hægra meginn við tvo kunna<br />

kappa sem gerðu það gott utan knattspyrnunnar, Hljómana Rúnar Júll og Gunnar Þórðar.<br />

margir sem vita af því en Guðni var<br />

einn af frumkvöðlunum í körfuboltanum<br />

en hann lék með liði Keflavíkurflugvallar<br />

og síðar Njarðvíkingum.<br />

Eins var hann frambærilegur í handbolta<br />

og var m.a. valinn í landsliðsúrtak<br />

í þeirri grein. „Ég er mjög ánægður<br />

með að hafa starfað sem kennari,<br />

svona fyrir utan launin,“ segir Guðni<br />

og hlær. „Í þessu starfi sérðu árangur.<br />

Þú sérð nemendur blómstra og ná<br />

tökum á ýmsum íþróttum. Þetta er<br />

mjög gaman og nemendur gefa manni<br />

alveg gífurlega mikið.“<br />

Guðni varð sjötugur síðasta laugardag<br />

en hann er mjög vel á sig kominn ef frá<br />

eru skilin gömul meiðsli í hné frá fótboltadögunum.<br />

Hann hefur því ekki<br />

stundað líkamsrækt sjálfur síðan ferlinum<br />

lauk þar sem hann á erfitt með<br />

að hlaupa. Guðni hefur verið meira<br />

og minna í kringum íþróttir allt sitt líf.<br />

Það hefur gefið honum margt. „Það er<br />

mikil ánægja að vera í kringum ungt<br />

fólk. Spila með því og vera í hóp. Vinátta<br />

sem verður til ásamt ótalmörgum<br />

félögum og kunningjum sem maður<br />

kynnist. Ég verð þó að viðurkenna að<br />

það er erfitt fyrir fjölskyldumann að<br />

vera alla tíð í þessu. Þú þarft að eiga<br />

konu sem er sammála því að þú sért<br />

að stunda þetta. Þetta verður bara að<br />

vinnast í sameiningu.“<br />

Afrekaskráin er löng og litskrúðug hjá<br />

Guðna. Íþróttamaður ársins, kennari,<br />

þjálfari landsliðsins og fyrirliði landsliðsins<br />

um árabil. Leiðtogi í einu sigursælasta<br />

liði Íslandssögunnar í fótbolta.<br />

Guðni hefur á ferli sínum leiðbeint og<br />

mótað þvílíkan fjölda ungmenna að<br />

annað eins er fáheyrt hérlendis. Hann<br />

stefnir nú að því að njóta þess að vera<br />

sestur í helgan stein og verja tíma með<br />

fjölskyldu sinni. „Ég kvíði ekki neinu<br />

í ellinni, enda hljóta þeir að fara að<br />

hækka ellilífeyrinn,“ segir Guðni að<br />

lokum og skellir upp úr.<br />

Guðni og guðfaðirinn: Hafsteinn Guðmundsson er gjarnan<br />

nefndur guðfaðir knattspyrnunar í Keflavík<br />

Harður í horn að taka: Guðni í baráttunni í landsleik.<br />

Heiðursmaður: Guðni heiðraður þegar hann lét af störfum í FS í vor.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!