27.12.2016 Views

49.tbl.2016

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

54 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

VERÐA<br />

NORÐURLJÓS<br />

Í KVÖLD?<br />

Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir<br />

starfar í samfélagsmiðladeild Icelandair<br />

Hildur Björk Pálsdóttir<br />

hildur@vf.is<br />

„Við fáum alls kyns fyrirspurnir til<br />

okkar í gegnum samfélagsmiðla,<br />

allt frá því að breyta bókunum yfir í<br />

hvenær norðurljósin sjást á Íslandi.<br />

Farþegarnir okkar eru líka virkir í að<br />

skrifa skemmtilegar athugasemdir<br />

við það markaðsefni sem Icelandair<br />

birtir,“ segir Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir,<br />

en hún starfar í samfélagsmiðladeild<br />

Icelandair, sem var stofnuð fyrr á<br />

þessu ári.<br />

Markaðs- og auglýsingaaðferðir hafa<br />

tekið miklum breytingum á undanförnum<br />

árum og hafa mörg fyrirtæki<br />

stofnað sérstakar samfélagsmiðladeildir.<br />

Þar starfar fólk við það að birta<br />

efni og upplýsingar og svara fyrirspurnum<br />

fyrir hönd fyrirtækis síns á<br />

samfélagsmiðlum eins og Facebook,<br />

Twitter og Snapchat. Fyrsta samfélagsmiðladeildin<br />

hjá íslensku fyrirtæki<br />

var stofnuð árið 2011 og hefur þeim<br />

farið ört fjölgandi, enda kröfur viðskiptavinanna<br />

að breytast og einnig<br />

vettvangur markaðssetningar, þá sérstaklega<br />

sem beint er að ungu fólki.<br />

Sigrún Ýr er menntaður almannatengill,<br />

en hún lauk BSc prófi í „Mass<br />

Communications,“ sem þýða mætti<br />

sem boðskipta- og fjölmiðlafræði, og<br />

útskrifaðist hún af almannatengslabraut<br />

frá Florida International University<br />

í Miami. „Sem menntaður almannatengill<br />

nýtist námið mér vel að<br />

því leyti að ég lærði vel inn á alla samfélagsmiðla,<br />

hvaða áhrif þeir geta haft.<br />

Ég svara fyrir hönd fyrirtækisins um<br />

leið og ég passa upp á ímynd þess. Ég<br />

starfaði einnig sem umsjónarmaður<br />

í farþegaafgreiðslu Icelandair hjá IGS<br />

og fyrri reynsla á flugvellinum kemur<br />

sér mjög vel í þessu starfi,“ segir Sigrún<br />

Ýr.<br />

Aðspurð um helstu verkefni starfsmanna<br />

samfélagsmiðladeildarinnar<br />

segir hún þau vera að fylgjast með<br />

öllum samfélagsmiðlum Icelandair,<br />

sem eru Facebook, Twitter, Instagram,<br />

YouTube og LinkedIn og svara fyrirspurnum<br />

sem berast þeim frá öllum<br />

heimshornum. „Einnig fylgjum við<br />

eftir því markaðsefni sem Icelandair<br />

sendir frá sér á samfélagsmiðlum<br />

samhliða því að vaka yfir ímynd<br />

vörumerkisins. Við erum átta manns<br />

í deildinni, en hún tilheyrir Service<br />

Center Icelandair sem er undir Söluog<br />

markaðsviði og vinnum við í nánu<br />

samstarfi við flest öll svið fyrirtækisins.“<br />

Farþegar Icelandair leita mjög mikið<br />

til fyrirtækisins í gegnum samfélagsmiðla<br />

og fer sá hópur ört stækkandi<br />

að sögn Sigrúnar. „Flestir eru beintengdir<br />

við þessa miðla á snjallsímum<br />

sínum og því auðvelt að hafa samband<br />

við okkur í gegnum þá. Icelandair er<br />

til staðar þar allan sólarhringinn að<br />

þjónusta viðskiptavini sína.“ Spurð<br />

út í kröfur viðskiptavina um svartíma<br />

segir Sigrún Ýr að öllu jöfnu sé svartími<br />

Icelandair innan þrjátíu mínútna.<br />

„Einstök flóknari tilfelli taka lengri<br />

tíma, þegar leita þarf til annarra deilda<br />

fyrirtækisins. En með góðu samstarfi<br />

milli deilda náum við að þjónusta farþegann<br />

eins og best verður á kosið.“<br />

Sigrún Ýr starfaði áður sem umsjónarmaður í Farþegaafgreiðslu IGS á Keflavíkurflugvelli og segir reynsluna þaðan nýtast<br />

vel í starfi sínu hjá Icelandair.<br />

„Flestir eru beintengdir<br />

við þessa miðla á<br />

snjallsímum sínum“<br />

Sigrún Ýr á útskriftardaginn sinn í Miami í Bandaríkjunum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!