22.06.2017 Views

Husqvarna Opal 670_650 ICE

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FALDUR<br />

Tæknin fyrir falda í SAUMARÁÐGJAFANUM velur sýnilegan fald sem hentar best fyrir efnið og þykktina sem þið völduð.<br />

Fyrir ofin efni, leður og vinyl verður beinn saumur valinn. Fyrir teygjanleg efni verða teygjanlegir beinir saumar valdir.<br />

Faldur á gallabuxur<br />

Þegar sauma þarf yfir grófa þversauma á mjög grófum efnum,<br />

á saumfóturinn erfitt með að komast yfir þessa “bröttu”<br />

þversauma. Notið þá aukalega fáanlega alhliða áhaldið (nr.<br />

4131056-01) til að jafna út hæðina á saumfætinum þegar þið<br />

komið að þversaumunum.<br />

Ýtið á nálin uppi/nálin niðri til að velja neðri stöðuna. Byrjið<br />

að sauma á móts við miðjuna að aftan. Þegar þið nálgist<br />

þversauminn, stöðvið þið og vélin stöðvast með nálina ofan<br />

í efninu. Lyftið saumfætinum og setjið áhaldið undir fótinn<br />

aftan frá.<br />

Hliðarnar á alhliða áhaldinu eru mismunandi á hæð. Notið þá<br />

hlið sem hentar fyrir þá þykkt sem þið eruð að sauma. Setjið<br />

saumfótinn niður, og saumið varlega yfir þykka þversauminn.<br />

Stöðvið aftur áður en þið farið yfir sauminn og vélin er aftur<br />

með nálina ofan í faldinum. Fjarlægið alhliða áhaldið og setjið<br />

það aftur undir saumfótinn en nú framan frá.<br />

Saumið nokkur spor þar til allur saumfóturinn er kominn fram<br />

hjá þversaumnum og hvílir á alhliða áhaldinu. Stöðvið á ný,<br />

nálin er í efninu, þið lyftið saumfætinum og fjarlægið áhaldið<br />

og látið saumfótinn setjast ofan á faldinn.<br />

Ráð: Þegar þið saumið gróft gallabuxnaefni er gott að nota sérstaka<br />

“denim” nál en hún er sérhönnuð til að fara í gegn um þykk og gróf efni.<br />

Þær fást hjá næsta umboðsmanni HUSQVARNA.<br />

Gallabuxnafaldur - ofin þykk efni og faldur<br />

Teygjanlegur faldur<br />

Veljið teygjanlegt meðal efni og fald og<br />

SAUMARÁÐGJAFINN velur ”flatlock” saum. Farið eftir<br />

öðrum ráðleggingum á skjánum.<br />

Brjótið faldinn niður á rönguna og saumið með ”flatlock”<br />

saum á réttunni. Klippið síðan umfram efnið frá á röngunni.<br />

7<br />

Teygjanleg meðal efni og faldur<br />

“Flatlock” saumur fyrir falda á<br />

teygjanleg efni og beltaslaufur.<br />

Saumað – 49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!