22.06.2017 Views

Husqvarna Opal 670_650 ICE

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BÚTASAUMUR<br />

Bútasaumur samanstendur yfirleitt af þremur efnislögum, tveimur efnum og svo vattefni á milli þeirra. Til að sauma þrjú lög<br />

saman, stendur fjöldi sauma og saumatækni ykkur til boða. Þegar bútasaumurinn er búinn getið þið gengið frá jöðrunum með<br />

skáböndum, saumað þá sem púða, flíkur eða önnur smærri verkefni.<br />

Crazy Quilt saumur<br />

Skreytið fatnaðinn með skrautsaumum. Saumana getið þið saumað<br />

með samlitum tvinna eða tvinna í allt öðrum litum. Notið skrautlegan<br />

tvinna eins og Rayon útsaumstvinna eða grófan baðmullartvinna. Þið<br />

finnið sauma sem henta vel fyrir “crazy quilt” í saumavalmynd 2.<br />

Bútasaumur með handavinnuútliti<br />

Saumið eftirlíkingu af handavinnútliti með því að nota glæran tvinna<br />

og handavinnu útlits sauminn (2:2). Þræðið nálin með glærum<br />

“monofilament” tvinna og notið lit á spóluna sem hentar við efnið sem<br />

þið ætlið að sauma á.<br />

Til að ná góðu útliti á handavinnusporinu er nauðsynlegt að sauma<br />

sauminn með mikilli spennu á yfirtvinnanum. Fullvissið ykkur um að<br />

stilla tvinnaspennuna í samræmi við ráðleggingarnar á skjánum (<strong>650</strong>) (á<br />

<strong>670</strong> verður tvinnaspennan stillt sjálfvirkt).<br />

Saumið eftir einum af saumunum í verkefninu. Handavinnuútlitinu er<br />

náð fram með því að toga undirtvinnann upp á réttuna.<br />

Ath: Þegar þið saumið með þessum saum, fer árangurinn eftir því hvaða efni,<br />

vattefni og tvinna þið notið. Fullvissið ykkur um árangurinn með því að<br />

sauma fyrst á afgangsefni og stillið tvinnaspennuna í samræmi við árangurinn.<br />

Fríhendis bútasaumur<br />

Fríhendis bútasaumur heldur ekki einungis efra efninu vattefninu<br />

og botnefninu saman, heldur bætir við þau áferð og annarri áferð á<br />

bútasauminn.<br />

Þið getið notað ýmsa tækni við fríhendis bútasaum. Skreytið<br />

bútasauminn að eigin vild, það er aðeins ykkar eigin hugmyndaflug sem<br />

takmarkar hvað þið gerið. Tvær aðferðir við fríhendis tækni eru t.d.<br />

hringir og punktaáferð (stippling).<br />

Fríhendis punktaaðferð er dæmigerð og rangl saumar með jöfnu<br />

millibili. Þegar þið saumið með punktaaðferð saumið þið bara<br />

einskonar hrafnaspark á flötinn. Önnur aðferð er að sauma í hringi á<br />

efnið og mynda með því nokkurs konar steinaáferð.<br />

Fríhendis bútasaumur er saumaður án þess að flytjarinn sé í<br />

sambandi. Þið færið efnið sjálf með höndunuum og ákvarðið þar<br />

með sporlengdina. Þegar þið saumið fríhendis er alltaf best að nota<br />

fríhendis saumfótinn með opnu tánni, en hann fæst aukalega og er nr.<br />

4130376-46).<br />

Byrjið á því að þræða efnin saman í gegn um öll lögin, og byrjið út frá<br />

miðjunni og út á við.<br />

1. Setjið fríhendis saumfótinn með opnu tánni á vélina og takið<br />

flytjarann úr sambandi. Veljið nálin uppi/niðri og notið stöðuna<br />

nálin niðri..<br />

2. Saumið með jöfnum meðal hraða en hreyfið efnið af handahófi,<br />

því við það verða sporin jöfn. Sporlengdin er eingöngu háð því<br />

hversu hratt eða hægt þið færið efnið.<br />

Fríhendis punktaaðferð<br />

(stippling)<br />

Fríhendis fótur með opna tá<br />

(aukalega fáanlegur nr. 4130376-46)<br />

Fríhendis saumur með<br />

hringlaga hreyfingum<br />

Ráð! Æfið fríhendis saum á afgangsefnum og vatti sem hefur<br />

fallið til. Það er áríðandi að færa hendurnar á svipðuðum<br />

hraða og saumhraðinn er til að fyrirbyggja að sporin verði of<br />

löng eða of stutt. Með því að halda jöfnum hraða verða sporin<br />

einnig jafnari og fallegri.<br />

Saumað – 55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!