22.06.2017 Views

Pfaff performance 5.0 ICE

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

PFAFF<br />

Start/stop<br />

Saumfótur upp og í extra hæð<br />

Saumfótur niður og í sveifluhæð<br />

Tafarlaus hefting<br />

Byrja á saum á ný<br />

Hraðastilling<br />

Nálin uppi/niðri<br />

Tvinnaklipping<br />

Afturábak gaumljós Aðgerðar gaumljós<br />

Afturábak hnappur<br />

Start/stop<br />

Ýtið á þennan hnapp til að láta vélina byrja að<br />

sauma án þess að þið stígið á fótmótstöðuna. Ýtið<br />

einu sinni á hnappinn til að láta vélina byrja og svo<br />

aftur til að stöðva hana.<br />

Tvinnaklipping<br />

Ýtið á þennann hnapp til að láta vélina klippa bæði<br />

yfir og undirtvinnann samstundis.<br />

Ef þið ýtið á þennan hnapp á meðan þið eruð að<br />

sauma, mun vélin ljúka við sauminn og síðan<br />

klippa tvinnana áður en nálin fer í byrjunarstöðu<br />

fyrir næsta saum. Vélin heftir fyrir sauminn, klippir<br />

bæði yfir og undirtvinnana og lyftir saumfætinum<br />

og nálinni í efri stöðu.<br />

Hægt er að forrita tvinnaklippinguna, sjá bls. 4:10.<br />

Ath: Tvinninn er klipptur sjálfkrafa þegar þið saumið<br />

hnappagöt með "sensormatic" hnappagatafætinum.<br />

Saumfóturinn fer ekki upp að lokinni tvinnaklippingu<br />

ef sjálfvirk fótlyfting hefur verið afvalin í stilli<br />

valmyndinni.<br />

Tvinnaklippingar sem framkvæmdar eru af vélinni er<br />

hægt að afvelja í stilli valmyndinni.<br />

Afturábak hnappur<br />

Ef þið viljið af einhverjum ástæðum láta vélina<br />

sauma stöðugt afturábak, þá ýtið þið á hnappinn<br />

einu sinni áður en þið byrjið að sauma. Það kviknar<br />

á gaumljósinu og vélin saumar afturábak þar til ýtt<br />

er á hnappinn á ný. Ef þið ýtið á hnappinn á meðan<br />

verið er að sauma, þá saumar vélin afturábak svo<br />

lengi sem haldið er við hnappinn. Það kviknar<br />

einnig á gaumljósinu á meðan haldið er við<br />

hnappinn.<br />

Afturábak er einnig notað þegar þið saumið<br />

handgerð hnappagöt, saumið ístoppsspor. forritaðar<br />

heftingar og við mjókkandi / breikkandi sauma<br />

(tapering).<br />

Afturábak gaumljós<br />

Þegar ýtt er á afturábak hnappinn kviknar á<br />

gaumljósinu, og einnig er kveikt á því ef vélin<br />

saumar stöðugt afturábak.<br />

Aðgerðar gaumljós<br />

Kveikt er á gaumljósinu til að gefa til kynna<br />

að viðkomandi aðgerð er virk, t.d. "tapering"<br />

(mjókkandi og breikkandi flatsaumur). Kveikt er á<br />

gaumljósinu á meðan aðgerðin er virk.<br />

3:7<br />

Vélastillingar og hnappar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!