13.05.2020 Views

Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Valkostir fyrir flytjara

Þegar “auto” er valið (ráðlagt) þá setur vélin flytjarann

sjálfkrafa í samband eða tekur hann aftur úr sambandi allt

eftir þeim saum og þeim stillingum sem þið hafið valið. Til

dæmis: Flytjarinn er tekinn úr sambandi þegar þið veljið

“töluáfestingu” eða “fríhendis sauma”.

Bráðabirgða útsaums stillingar

Breytið bráðabirgða útsaums stillingum þegar þið óskið eftir

því að breyta útsaums tengdri stillingu fyrir verkefnið sem þið

eruð að vinna við. Breytingar sem gerðar eru i bráðabirgða

útsaums stillingum verða endurstilltar þegar þið byrjið á nýju

verkefni frá JoyOS advisor aðgerðinni. Þegar þið slökkvið á

vélinni verða allar stillingar sem þið hafið framkvæmt í

bráðabirgða útsaums stillingum settar aftur á sjálfgefin gildi.

Eftirfarandi stillingar er hægt að framkvæma í bráðabirgða

útsaums stillingum.

• DeLuxesauma kerfi

• Tegund af útsaumsfæti

• Valkostir tvinnaklippinga

deLuxe Stitch System

Þegar deLuxe saumakerfið er valið mun DESIGNER

BRILLIANCE 80sjálfkrafa velja hentugustu tvinnaspennu

fyrir það mynstur eða saum sem þið eruð að vinna með þ.e.a.s.

tvinnamötuneðatvinnaspennu. Til að ná sem bestum árangri

við útsauma mælum við eindregið með því að þið notið þessa

stillingu og þegar þið notið gorma útsaums fótinn.

Þegar deLuxesaumakerfið er valið þá er tvinnaskömmtun

einnig notuð þegar þið notið gormafótinn við útsauma nema t.

d. þegar virk litablokk á að saumast með nál fyrir klippivinnu

eða filt vinnu.

Veljið “upp” og þá verður flytjarinn aftur settur í samband

fyrir alla venjulega sauma. Veljið “niður” og þá verður

flytjarinn tekinn úr sambandi.

Ath: Óháð því hvaða valkostur er valinn þá mun vélin ávallt taka

flytjarann úr sambandi þegar saumfætinum er lyft í aukalega hæð.

Ath: Flytjarinn verður aftur settur sjálkrafa í “auto” þegar þið byrjið á

nýju verkefni úr JoyOS ráðgjafa aðgerðinni.

Þegar deLuxe saumakerfið er afvalið og/eða útsaums

fóturinn er fyrir fljótandi vinnu, þá verður tvinnaspenna valin

fyrir öll þau mynstur og stillingar þeim tengdum.

Fyrir suma sérstaka saumatækni og fylgihluti sem ekki er hægt

að sauma með tvinnaskömmtun, verður að afvelja deLuxe

Stitch System.

Tegund útsaumsfótar

Veljið annaðhvort Sensor Q-fótinneðafljótandi fót. Það er

nauðsynlegt að rétt stilling sé valin fyrir þann fót sem þið

ætlið að nota.

Til að ná sem bestum árangri veljið og notið Sensor Q-fótinn

og deLuxesaumakerfið. Við mælum eindregið með þessu.

Við sumar sérstakar saumatækni-aðgerðir og/eða aukahluti er

ekki hægt að nota Sensor Q-fótinn, t.d. við filtsauma.

Þegar þið notið Sensor Q-fótinn þá lækkar vélin fótinn alltaf

svo fóturinn geti haldið við efnið á meðan nálin fer niður í

gegn um efnið. Þegar fljótandi fótur er valinn þá lækkar vélin

saumfótinn í fljótandi hæð rétt fyrir ofan efnið. Þegar þið

notið fljótandi fót þá er hægt að stilla fóthæðina eftir þykkt

efnisins sem þið eruð að vinna með og/eða grófleika tvinnans.

Ath: Tegund útsaumsfótar verður sjálfkrafa sett aftur sem Sensor Q-

fótur þegar þið byrjið á nýju verkefni í JoyOS ráðgjafaaðgerðinni.

Fullvissið ykkur um að þið setjið þá Sensor Q-fót á vélina eða breytið

stillingunum fyrir fljótandi fót (R-fótinn).

Valkostir um tvinnaklippingar

Veljið á milli þriggja valkosta um tvinnaklippingar: engar klippingar, sjálfvirkar klippingar og sambland af sjáflvirkum klippingum

og sjálfvirkum klippingum á stökksporum.

Afvelja

Þegar þetta er valið, munu engar sjálfvirkar klippingar eiga

sér stað.

Ath: Afveljið klippingar þegar þið notið aukalega fylgihluti sem eru

festir í götin tvö á stingplötunni sem eru rétt fyrir ofan gríparann, því

þar eru tvinnaklippurnar staðsettar og hætta er á að þær gætu rekist í

áhaldið eða festingarnar fyrir það.

11 Stillingar 159

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!