13.05.2020 Views

Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Nálar

Saumavélanálin leikur ávallt stórt hlutverk í öllum saumum.

Notið aðeins gæðanálar. Og eingöngu nálar af gerðinni 130/

705H. Nálarnar sem fylgja með vélinni eru af mest notuðu

nálargrófleikunum.

Gætið þess að grófleiki nálarinnar sé ávallt í réttu hlutfalli

við grófleika tvinnans sem þið notið. Grófur tvinni þarfnast

grófari nálar með stærra auga.

Alhliða nál

Alhliða nálarnar eru með dálítið afrúnnaðan odd og hægt er

að fá þær í ýmsum grófleikum. Þær eru fyrir alhliða sauma á

hin ýmsu efni og grófleika af efnum.

“Stretch” nál fyrir teygjanleg efni

“Stretch” nálar eru með sérstakt úrtak til að koma í veg fyrir

að vélin hlaupi yfir þegar og ef efnin gefa eftir þegar nálin

kemur í þau. Fyrir prjón, sundfatnað., flís, gerviefni og leður.

Útsaums nál

Útsaums nálar eru einnig með sérstakt úrtak, afrúnnaðan odd

og aðeins stærra auga til að koma í veg fyrir skemmd á

viðkvæmum efnum. Þessar nálar á að nota þegar þið notið

málmþræði og aðra sérstaka tvinna við úsaum og

skrautsauma.

“Denim” gallabuxna nál

“Denim” nálar eru mjög oddhvassar til að fara örugglega í

gegn um þétt og þykk ofin efni án þess að nálin bogni. Fyrir

tjalddúk, gallabuxnaefni og mikroefni.

“Wing” húllsaumsnál

Wing nálarnar eru með nokkurs konar vængi á hliðunum til

að gera göt í efnið þegar þið saumið húllsauma í efni sem

henta fyrir slíkt.

Áríðandi upplýsingar um nálar

Skiptið oft um nálar. Notið ávallt beina nál með góðum oddi

(A).

Skemmd nál (B) getur orsakað að vélin hlaupi yfir spor, slíti

tvinnann o.fl. Skemmd nál getur einnig skemmt út frá sér t.d.

saumfætur og stingplötu.

Notið ekki nálar sem ekki eru symmetrískar (C) þ.e.a.s. koma

ekki jafnt út til hliðanna frá miðleggnum því þær geta

skemmt vélina.

30 2 Undirbúningur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!