13.05.2020 Views

Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

Leiðarvísir fyrir Husqvarna Designer Brilliance 80

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fríhendis gorma-aðferð

Gerið fríhendis gorma-aðferð virka til að setja vélina í þá

aðgerð og fyrir gorma-virkan fót þ.e.a.s. Q-fótinn með

nemanum. Flytjarinn fer sjálfkrafa úr sambandi.

Gorma-aðferðar fóturinn lyftist og lækkar í hverju spori til að

halda við efnið á stingplötunni á meðan sporið er myndað.

Þegar þið saumið, færið þið efnið sjálf.

Mælt er með Q-fætinum með nemanum nema þegar verið er

að nota sérstaka tækni eða fylgihluti þar sem ekki er hægt að

nota Q-fótinn.

Táknið fyrir fríhendis fótinn verður sýnt í

sauma ráðleggingunum.

Ráð: Einnig er hægt að kaupa aukalega fáanlegan fríhendis fót þar sem

fremri hluti hans er opinn, og fæst hann hjá umboðsaðilum okkar.

Fríhendis fljótandi

Gerið fríhendis fljótandi virkt til að stilla vélina á fríhendis

fljótandi aðgerð fyrir fljótandi fætur þ.e.a.s. R-fótinn.

Flytjarinn fer sjálfkrafa úr sambandi.

Þegar þið saumið á litlum hraða mun fóturinn lyftast og

lækka í hverju spori til að halda við efnið á stingplötunni á

meðan sporið verður myndað. Á meiri hraða “flýtur”

saumfóturinn ofan á efninu á meðan saumað er. Þið færið

efnið sjálf með höndunum.

Ef bilið á milli efnis og neðri brúnar á saumfæti er of mikið

þegar þið saumið fríhendis, getur efnið flögrað upp og niður

með nálinni og orsakað að vélin hlaupi yfir spor. Í slíkum

tilfellum er hægt að lækka saumfótinn og minnka þar með

bilið á milli fótsins og efnisins, og koma í veg fyrir að vélin

hlaupi yfir spor..

Ath: Gætið þess þó að lækka saumfótinn ekki of mikið. Það verður

að vera hægt að færa efnið frjálslega undir saumfætinum.

Til að stilla hæðina á saumfætinum í fríhendis aðgerð, snertið

þið stjórnhæðina fyrir fótarhæð

Fríhendis fljótandi fótartákn kemur í sauma

ráðleggingar.

Ath: Ef fríhendis fljótandi er gert virkt, notið þið ekki gormafótinn,

þar sem það gæti skemmt þann fót.

Ath: Gerið sporbreiddaröryggið virkt ef saumurinn þarfnast þess.

7 Saumað 89

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!