22.06.2017 Views

D.Diamond 2010-413243407_DD_ICE

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Stillingar á sporum og saumum<br />

Saumavélin velur bestu stillingar fyrir valið spor eða<br />

valinn saum. En þið getið breytt þeim stillingum og breytt<br />

grunnstillingum.<br />

Breytingarnar sem þið framkvæmið hafa eingöngu<br />

áhrif á valinn saum, og þegar þið veljið annan saum<br />

verður viðkomandi saumur aftur settur á sjálfgefnar og<br />

upprunalegar stillingar. Breytingarnar ykkar verða ekki<br />

sjálfkrafa vistaðar þegar þið slökkvið á vélinni. Þið getið<br />

vistað breyttu spori í ”mínir saumar” (sjá kafla 5, forritun)<br />

Sauma-aðgerð<br />

Vista í ”mína sauma”<br />

ALT<br />

Hvað er spor eða saumur ?<br />

Spor er eitt einstakt spor, eins og í beinu spori, eða tvö<br />

spor í zik zak. Spor er einnig fullsaumaður einn saumur<br />

í útsaumsmynstri sem er samsettur af fjölda einstakra<br />

spora, eins og sporin í 3ja þrepa zik zak eða öll sporin í<br />

einstökum skrautsaum.<br />

ALT<br />

Stjórnhnapparnir á skjánum geta tekið breytingum eftir<br />

því hvaða spor þið hafið valið. Sumir saumar eru með<br />

fleiri en einn stjórnhnapp, og í þeim tilfellum kemur ALT<br />

hnappurinn í ljós. Þegar þið snertið ALT munu einn eða<br />

báðir stjórnhnappar breytast. Örvarnar á ALT hnappnum<br />

gefa til kynna hvor þeirra er virkur. Snertið ALT á ný til að<br />

fara til baka á fyrri stjórnhnapp. Hér á eftir lýsum við þeim<br />

mismunandi hnöppum sem geta komið upp þegar spor er<br />

valið.<br />

Staðsetning spors<br />

Á ákveðnum sporum, til dæmis á beinu spori breytist<br />

sporbreiddarhnappurinn í sporleguhnapp. Notið + til að<br />

færa sporið til hægri í fætinum en - til að færa sporið til<br />

vinstri þegar um bein spor er að ræða. Hægt er að velja<br />

um 29 mismunandi stöður (fyrir bein spor).<br />

Saumar sem eru með breiðum sporum en eru með beinan<br />

jaðar öðru megin, er hægt að láta sauma út frá vinstri eða<br />

hægri jaðri með því að snerta ALT hnappinn.Sporlegunni<br />

er aðeins hægt að breyta í samræmi við hámarks<br />

sporbreidd. Breyting á sporlegu getur einnig haft áhrif til<br />

takmörkunar á sporbreidd.<br />

4:6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!