22.06.2017 Views

D.Diamond 2010-413243407_DD_ICE

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Innbyggð útsaumsmynstur<br />

Yfir 150 mynstur fylgja í minni vélarinnar og nokkur<br />

mynstur eru geymd á USB minnislyklinum. Öll þessi<br />

mynstur eru einnig á DESIGNER DIAMOND<br />

”Sampler” disklingnum sem öryggisafrit ef þið hafið<br />

fjarlægt ein-hver þeirra úr minni vélarinnar eða af<br />

minnislyklinum.<br />

DESIGNER DIAMOND ”Sampler” bók<br />

Flettið í gegn um DESIGNER DIAMOND ”Sampler”<br />

bókina til að skoða mynstur og leturgerðir.<br />

Númer mynstursins, sporafjöldi (fjöldi sporanna í<br />

mynstrinu) og stærð mynstursins er sýnt við hliðina á hverju<br />

mynstri. Tvinnalitir sem mælt er með að nota<br />

eru einnig sýndir.<br />

Undirbúningur fyrir útsaum<br />

Útsaumstækið tengt við vélina<br />

1. Rennið hólfinu fyrir fylgihlutina af vélinni.<br />

2. Tengill fyrir útsaumstækið er staðsettur fyrir aftan<br />

fríarminn, og þar er lok yfir honum. Snúið lokinu til<br />

hægri til að opna það. Útsaumstækið er svo tengt við<br />

þennan tengil.<br />

3. Rennið útsaumstækinu utan um fríarminn og að vélinni<br />

þar til það tengist við tengilinn. Ef þörf er á stillið þið<br />

fætur tækisins þannig að það sé stöðugt og sé jafnhátt<br />

vélararminum. Kveikið á aðalrofanum.<br />

4. Sprettigluggi kemur upp og segir ykkur að fjarlægja<br />

rammann af tækinu. Snertið OK. Vélin kvarðar sig nú<br />

og útsaumsarmurinn færist í byrjunarstöðu.<br />

Ath: Gætið þess að kvarða tækið EKKI með útsaums-rammann<br />

tengdan við tækið þar sem það gæti skemmt nálina, saumfótinn,<br />

rammann og/eða sjálft útsaumstækið. Fjarlægið allt efni og annað<br />

sem er nálægt vélinni áður en þið kvarðið tækið þannig að engin<br />

hætta sé á að útsaumsarmurinn rekist í eitthvað meðan á kvörðun<br />

stendur.<br />

Útsaumstækið fjarlægt<br />

1. Til að setja útsaumstækið aftur í töskuna sem fylgir<br />

því, setjið þið útsaumsarminn í byrjunarstöðu með<br />

því að velja byrjunarstöðu á skjánum (Park Position)<br />

hvort sem þið eruð í útsaums-undirbúningi (edit) eða<br />

saumaskap (Embroidery Stitch-Out).<br />

2. Þrýstið á hnappinn vinstra megin neðan á<br />

útsaumstækinu (A) og rennið tækinu til vinstri til að<br />

fjarlægja það.<br />

3. Geymið útsaumstækið ávallt í upprunalegum<br />

umbúðum.<br />

A<br />

6:3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!