22.06.2017 Views

D.Diamond 2010-413243407_DD_ICE

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Áríðandi upplýsingar um breytingar á<br />

stærð<br />

Þar sem mynstur eru upprunalega búin til fyrir ákveðna<br />

mynsturstærð, er áríðandi að gera sér grein fyrir eftirfarandi atriðum<br />

í sambandi við breytingar á stærðum. Saumið alltaf sýnishorn<br />

af mynstri sem stærð hefur verið breytt, áður en þið saumið það á<br />

endanlega fl ík eða annað.<br />

• Breyting á stærð er alltaf hlutfallsleg. Ef þið minnkið<br />

mynstur um 30%, þá verður það 30% minna bæði<br />

á lengd og breidd. Ef mynstrið er með mikið af<br />

smáatriðum má búast við því að sum af þeim hverfi<br />

eða verði bjöguð og/eða að þau verði mjög þétt.<br />

Sum mynstur ætti ekki að minnka um meira en 25%,<br />

sérstaklega ef þau innihalda mikið af smáatriðum.<br />

• Hægt er að stækka mynstur þannig að þau verði stærri<br />

en ramminn, en gætið alltaf að því að breytt mynstur<br />

komist fyrir í rammanum. Ef mynstrið er stærra en<br />

ramminn er ekki hægt að sauma það.<br />

• Ef þið stækkið mynstur of mikið, gætuð þið séð<br />

óreiðu í sporunum. Byrjið þá upp á nýtt og stækkið<br />

hlutfallslega minna til að ná betri árangri. Eftir því<br />

hve mikið minni er laust í vélinni gætu sum mynstur<br />

reynst of flókin til að breyta stærðinni í vélinni. Notið<br />

þá heldur 4D Embroidery hug-búnaðinn til að stækka<br />

stór og flókin mynstur. Þessi hugbúnaður fæst hjá<br />

umboðinu.<br />

Útsaumsundirbúningur<br />

• Byrjið ávallt á upprunalega mynstrinu þegar þið ætlið<br />

að breyta stærð. Þetta er til að tryggja sem best gæði á<br />

sporunum. Ef mynstur sem hefur verið stærðarbreytt<br />

er vistað og það síðan stærðarbreytt á ný, getur það<br />

haft í för með sér mjög óregluleg spor. Til að ná sem<br />

bestum árangri við stærðarbreytingu byrjið þá alltaf<br />

með mynstur í upprunalegri stærð.<br />

• Allt eftir því hvað þið breytið stærð á mynstri mikið<br />

og einnig eftir því hversu mörg spor eru í viðkomandi<br />

mynstri, mun stærðarbreytingin taka lengri eða<br />

skemmri tíma. Stærðarbreyting á mjög stóru og flóknu<br />

mynstri gæti tekið þó nokkrar mínútur og eftir að þið<br />

hafið ýtt á OK, er ekki hægt að hætta við og þið verðið<br />

að bíða eftir því að ferlinu ljúki.<br />

• Það skiptir ekki máli í hvaða röð þið stillið stærðina,<br />

snúninginn, speglunina o.s.frv. Þegar þið snertið OK,<br />

byrjar vélin alltaf að breyta stærðinni fyrst og síðan<br />

kemur snúningurinn og að lokum speglunin o.s.frv.<br />

• Við mælum með því að þið notið frekar kvörðun í<br />

stað stærðarbreytingar, ef þið ætlið að breyta stærð<br />

um minna en 20%, og það sama á við um mynstur<br />

sem hafa verið hönnuð með einföldum eða<br />

þreföldum sporum eins og krosssaumsmynstur.<br />

Í slíkum tilfellum viljið þið ekki bæta sporum við<br />

mynstrið - þið viljið bara gera mynstrið stærra eða<br />

minna með því að gera hvert upprunalegt spor<br />

stærra eða minna.<br />

7:8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!