22.06.2017 Views

D.Diamond 2010-413243407_DD_ICE

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Efnið spennt í ramma<br />

Til að ná sem bestum árangri við útsaum er nauðsynlegt að<br />

setja stöðugleikaefni undir efnið sjálft. Þegar þið spennið<br />

stöðugleikaefni og efni í ramma þarf að gæta þess að þau<br />

séu bæði slétt og vel spennt í rammann.<br />

1. Opnið hraðlæsinguna (A) á ytri rammanum og losið<br />

um skrúfuna (B). Fjarlægið innri rammann og setjið ytri<br />

rammann á sléttan flöt og látið skrúfuna á rammanum<br />

snúa að ykkur og til hægri (B). Það er lítil ör á miðjunni<br />

á neðri brún rammans, sem á að standast á við ör sem<br />

er á innri rammanum.<br />

2. Setjið stöðugleikaefnið og efnið þannig að réttan snúi<br />

upp ofan á ytri rammanum. Setjið innri rammann<br />

ofan á efnið og þannig að litla örin vísi á neðri hluta<br />

rammans.<br />

3. Þrýstið innri rammanum nú þétt inn í ytri rammann.<br />

4. Lokið hraðlæsingunni (A). Stillið nú þrýstinginn á<br />

ytri rammanum með því að snúa skrúfunni (B). Til<br />

að góður árangur náist verður efnið að vera stíft í<br />

rammanum.<br />

Undirbúningur fyrir útsaum<br />

A<br />

B<br />

Rennið rammanum á tækið<br />

Fullvissið ykkur um að hólfið fyrir fylgihlutina á útsaumstækinu<br />

sé lokað. Rennið útsaumsrammanum framan<br />

frá á tækið þar til hann smellur á sinn stað.<br />

Til að fjarlægja rammann af útsaumstækinu ýtið þið á<br />

gráa hnappinn á tengingunni fyrir rammann og rennið<br />

rammanum síðan fram á við að ykkur.<br />

Sjálfvirk klipping á stökksporum<br />

Þessi saumavél er með sjálfvirka klippingu fyrir stökk-spor.<br />

Þessi aðgerð sparar ykkur tíma eftir að útsaum líkur. Þegar<br />

þið saumið mun vélin klippa yfirtvinnann í stökksporunum<br />

og toga tvinnaendann niður á röngu efnisins.<br />

Sjálfgefna aðgerðin er að þessi aðgerð er virk. Til að slökkva<br />

á þessari aðgerð, farið þið í SET valmyndina, ”stillingar á<br />

vél” (Machine Settings) og afveljið sjálfvirka klippingu á<br />

stökksporum (Automatic Jump Stitch Trim).<br />

Ath: Vélin mun einnig klippa tvinnann eftir að þið hafi ð skipt um<br />

tvinnalit. Þegar þið byrjið að sauma með nýja litnum, haldið þið<br />

aðeins í tvinnaendann þannig að þið getið auðveldlega fjarlægt hann<br />

eftir klippingu.<br />

Ekki eru öll mynstur forrituð með klippingu á stökksporum.<br />

Hins vegar er hægt að bæta skipunum fyrir<br />

klippingu í öll mynstur með því að nota 4D útsaums<br />

hugbúnaðinn. Lesið meira um sjálfvirka klippingu<br />

stökkspora í kafla 3.<br />

6:4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!