17.04.2020 Views

Víkurfréttir // 16. tölublað 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

lögðum við mikla áherslu á að fá til liðs við okkur fyrirtæki

og starfsfólk á Suðurnesjum og það hefur gengið

mjög vel. Undir styrkri stjórn ÍAV þjónustu hafa hér

verið 60 til 100 iðnaðarmenn við störf undanfarna mánuði.

Samheldnin hefur verið mögnuð. Það hafa allir haft

trú á verkefninu og tekið lausnamiðað á þeim áskorunum

sem upp hafa komið. Stemmningin og andinn á svæðinu

og í verkefninu hefur verið meiriháttar. Þetta er Suðurnesjaverkefni

af bestu gerð,“ segir Ingvar.

Mikilvæg tenging með Marriott

Aðspurður um hvort framboð af hótelgistingu á Suðurnesjum

sé komið í hámark segir Ingvar svo ekki vera.

Hann hefur trú á því að hvert hótel sem byggt er stækki

kökuna. „Ég hef mikla trú á því að þegar allt verður

komið á fullt skrið verði tækifæri fyrir enn fleiri hótel.

Markaðurinn er hvergi nærri mettur. Við munum til

dæmis í tengingu við Marriott fá gesti sem við hefðum

ekki annars fengið. Marriott er stærsta hótelkeðja í heiminum

og þeirra velvildarkerfi er stærsta í heiminum með

140 milljónir manna meðlima undir merkjum Marriott

Bonvoy. Það er gríðarleg landkynning að tengjast því og

stórkostlegt tækifæri fyrir okkur og landið.“

Ingvar segir að ekkert í nýja hótelinu sé þeim óviðkomandi.

„Það hefur oft verið erfitt að uppfylla þeirra

kröfur en Marriott er með skoðanir á smáum sem

stórum hlutum sem kallar á mikinn aga. Í fullu trausti

höfum við farið eftir þessu og uppfyllt þeirra ströngu

kröfur. Forráðamenn Marriott eru mjög sáttir með

okkur.“

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!