17.04.2020 Views

Víkurfréttir // 16. tölublað 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Marta Eiríksdóttir

marta@vf.is

Sjúkraliðanám opnar

Fjölmargar ástæður eru fyrir því að velja sjúkraliðanám eins og sést á viðtölum

við eftirfarandi aðila. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt. Starfsumhverfi

sjúkraliða býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi.

Starfsmöguleikar eru margvíslegir

og óháðir búsetu því sjúkraliðar eru

eftirsóttir um allt land. Góðir möguleikar

á ná framgangi í starfi og um

leið hærri launum.

Sjúkraliðastarfið er þroskandi og

hvetjandi og gefur innsýn inn í fjölbreytileika

mannlífsins.

Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja

hefur sjúkraliðabraut verið starfrækt

frá árinu 1989 og þaðan hafa

fjölmargir nemendur útskrifast, þeir

sem starfa sem sjúkraliðar og þeir

sem fóru seinna í hjúkrunarfræðinám

eða annað.

Víkurfréttir höfðu samband við

Ásu Einarsdóttur, fagstjóra sjúkraliðabrautar

við Fjölbrautaskóla

Suðurnesja, og spurðu hana út í

námið, einnig voru tveir nemendur

teknir tali sem stunda nám á sjúkraliðabraut.

Nemendur taka fyrst og fremst

áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og

verklega, og aðra heilbrigðistengda

áfanga í líffæra- og lífeðlisfræði,

sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum,

siðfræði, sýklafræði og

sálfræði,“ segir Ása.

Vantar fleiri karlmenn

Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu

og fer hún fram bæði á Suðurnesjum

og í Reykjavík.

„Vinnustaðanám nemenda fer fram

á Landspítala og HSS undir handleiðslu

reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara

frá skólanum. Nemendur

okkar hafa aðallega verið af

Suðurnesjum, langflestir eru konur,

af rúmlega 180 útskrifuðum sjúkraliðum

frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

eru aðeins fjórir karlmenn en

það vantar mjög karlmenn í sjúkraliðastéttina,“

segir Ása og kallar eftir

fleiri karlmönnum en einn karlmaður

stundar nú nám á sjúkraliðabraut

í FS.

Næg atvinna hér og erlendis

„Sjúkraliðanám er 206 eininga

nám með námslok á 3. hæfniþrepi.

Námið tekur þrjú ár og lýkur með

prófi af sjúkraliðabraut. Að loknu

námi sækja nemendur um löggildingu

starfsheitisins sjúkraliði.

Nám á Íslandi gefur líka réttindi á

Norðurlöndum ef fólk langar út fyrir

landsteinana að vinna. Atvinnumöguleikar

eru mjög góðir, eins og

komið hefur fram á undanförnum

mánuðum, þá vantar sjúkraliða til

starfa um land allt,“ segir Ása og

Áhersla lögð á hjúkrun og

heilbrigðistengdar greinar

Ása Einarsdóttir hefur starfað við

sjúkraliðabraut FS síðan í janúar

árið 1989. Sjálf er hún með BS próf

í hjúkrunarfræði og MA próf í uppeldis-

og menntunarfræði. Áður

starfaði Ása sem hjúkrunarfræðingur

á Landakoti, á gjörgæslu og

skurðdeild, sjúkrahúsinu á Húsavík

og við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,

sjúkradeild og heilsugæslu.

„Nám á sjúkraliðabraut hjá FS

hefur verið í boði síðan árið 1989.

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!