17.04.2020 Views

Víkurfréttir // 16. tölublað 2020

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Sannfær

Icelanda

– Hefur notið páskann

myndi hann hringja í 9

36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jóhann Axel Thorarensen,

flugmaður hjá Icelandair,

flaug til Kína og sótti sautján

tonn af hjúkrunarvarningi fyrir

íslenska heilbrigðiskerfið.

– Hvernig var að fljúga þessa löngu ferð til

Kína og hver var tilgangurinn?

Það var fyrir margar sakir mjög ánægjulegt að

fara í þetta flug þó svo að þetta hafi verið langt

en við flugum þetta fram og til baka. Tilgangur

flugsins var að sækja lækninga- og hjúkrunarvörur

fyrir íslenska heilbrigðiskerfið, í samstarfi

við DB Schenker, sem á að nota í baráttunni við

COVID-19-faraldurinn. Við fórum í loftið frá

Keflavík klukkan 09:50 miðvikudagsmorguninn

8. apríl síðastliðinn á Boeing 767-300 þotu Icelandair

sem búið var að undirbúa sérstaklega fyrir

þetta flug hvað varðar fyrirkomulag á því hvernig

farminum skyldi komið fyrir um borð í lestum

og farþegarými þegar komið væri á áfangastað.

Farið var í loftið til norðurs og stefna sett

í norðaustur þvert yfir Ísland. Þegar komið var

út fyrir strendur Íslands rétt sunnan við Langanes

tók við Noregshafið og svo lá leið okkar yfir

Norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland, Rússland,

Mongólíu og svo Kína. Þar flugum við rétt vestan

við Wuhan-hérað sem flestir þekkja orðið. Við

lentum í Shanghai klukkan 21:39 að íslenskum

tíma, eða tæplega tólf klukkustundum síðar. Í

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!