17.04.2020 Views

Víkurfréttir // 16. tölublað 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sólmundur, Rúnar og

Katla eru nýir stjórnendur

hjá Skólamat.

VF-myndir/pket.

Nemendur skilningsríkir

með breytingar

– Þrír nýir stjórnendur hafa tekið til starfa. Af 120 starfsmönnum Skólamatar

eru sjötíu Suðurnesjamenn. Sífellt verið að þróa nýja rétti.

„Þrátt fyrir þessar skorður á tímum COVID-19 hefur fyrirtækinu þó áfram tekist að bjóða

upp á hollan og bragðgóðan mat. Almennt ríkir mikil ánægja með þessar tímabundnu

breytingar og nemendur skilningsríkir og kátir með tilbreytinguna,“ segir Jón Axelsson,

framkvæmdastjóri hjá Skólamat ehf., sem fagnaði nýlega sínu tuttugusta starfsafmæli.

Það hefur á undanförnum misserum gengið í gegnum nokkrar jákvæðar breytingar.

Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti og skólaárið 2019–2020 er þeirra stærsta starfsár

til þessa. Í vetur hefur Skólamatur þjónustað allt að 12.500 manns í hádegismat og um

7.000 manns í öðrum máltíðum dagsins.

Hjá Skólamat starfa nú um 120 starfsmenn og þar af 70 á Suðurnesjum. Á síðustu mánuðum

hafa verið gerðar breytingar á stjórnendateymi fyrirtækisins og þrír nýir starfsmenn

bæst við stjórnendahópinn.

Áskorun í þróun nýrra rétta

Rúnar Smárason var ráðinn sem yfirmatreiðslumaður

Skólamatar í nóvember

2018. Rúnar starfaði áður sem

aðstoðarveitingastjóri á veitingasviði

IKEA. Rúnar er 48 ára, þriggja barna

faðir í sambúð með Heiðdísi Lilju

Magnúsdóttur. Þau búa í Garðabæ.

„Starf mitt sem yfirmatreiðslumaður

er mjög fjölbreytt. Ég sé um

allan daglegan rekstur á eldhúsinu og

sérfæðiseldhúsinu. Í því felst meðal

annars að huga að uppskriftunum,

sinna gæðamálum, innkaupum og

samskiptum við birgja. Við höfum

gert miklar breytingar á síðasta ári

með það að markmiði að auka gæði

hráefnanna sem við erum að nota.

Við erum alltaf að leita leiða til þess

að auka gæðin og bæta þjónustuna

til viðskiptavina okkar“ segir Rúnar

Smárason og bætir við að stærsta

áskorunin í starfinu sé að þróa nýja

rétti sem eru til þess fallnir að henta

börnum í leikskóla jafnt sem elstu

bekkjum grunnskólanna.

Fjölbreytt og lifandi starf

Sólmundur Einvarðsson hóf störf

sem lagarstjóri hjá Skólamat í maí

2019 en tók við stöðu rekstrarstjóra

í ágúst síðastliðinn. Sólmundur er

37 ára. Hann er þriggja barna faðir,

í sambúð með Elísabetu Sigurðardóttur

og eru þau búsett í Garðinum.

„Þetta er ótrúlega fjölbreytt

og lifandi starf. Mín helstu verkefni

eru að sinna daglegum rekstri fyrirtækisins,

innkaupum, birgðahaldi

og lagerstýringu. Ég skipulegg líka

hvaða magn við sendum frá okkur

og hef yfirumsjón með akstrinum.

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!