17.04.2020 Views

Víkurfréttir // 16. tölublað 2020

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ígulkerjahrogn

og makrílsneiðar

Stjórn Royal Iceland er samtals með um 100 ára

reynslu í fisksölu á erlendum mörkuðum.

F.v.: Kristján Hjaltason, Jón Magnús

Kristjánsson og Lúðvík Börkur Jónsson.

í sushi

Fyrirtækið Royal Iceland í Njarðvík stundar veiðar og vinnslu á tegundum

sem fæstir Íslendinga leggja sér yfirleitt til munns en þykja ómissandi lostæti

í asíska eldhúsinu. Má þar nefna ígulker og sæbjúgu en líka beitukóng

og makríl. Fyrirtækið er stærsti kaupandi þorskhrogna á landinu. Fyrirtækið

opnaði á síðasta ári sérhæfða verksmiðju í bænum Znin í Póllandi þar sem

framleiddar eru vörur inn á asíska markaðinn í Evrópu.

Lífi er haldið í

ígulkerjunum alveg

fram að vinnslu

sem er flókin og

vandasöm en

það er eftir miklu

að slægjast því

ígulkerjahrogn

eru dýrasta

sjávarafurðin sem

seld er frá Íslandi ...

Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri

og stjórnarformaður

Royal Iceland, segir starfsemina

hérna heima markast mjög af vertíðum.

Hrognavinnsla úr bolfiski

stendur yfir í um þrjá mánuði meðan

á vetrarvertíð stendur. Fyrirtækið er í

föstum viðskiptum við um 40 báta en

kaupir líka hrogn á fiskmörkuðum.

Alls er unnið úr 300–500 tonnum

af hrognum á ári. Mikill hluti þess

fer í hrognamassa sem seldur er að

stórum hluta til kavíarframleiðenda

í Svíþjóð og Noregi, eins og Kalles

og Mills. Framleiðslan er þó mun

fjölbreyttari en svo og skiptist í tíu

vöruflokka og marga undirflokka.

Dæmi um afurðir er mentaiko fyrir

japanskan markað, tarama smurálegg

fyrir grískan markað, þorskhrognapulsur

og reykt þorskhrogn.

Stórir í vinnslu á makríl

Vinnsla á grásleppuhrognum tekur

við af þorskhrognavertíðinni. Royal

Iceland gerir út bát á grásleppuveiðar.

Fyrirtækið er ennfremur

stór aðili í vinnslu á makríl á Íslandi.

Hráefnið er eingöngu krókamakríll.

Fyrirtækið gerir út eigin báta

á þessar veiðar og kaupir hráefni af

öðrum líka. Makríllinn er flakaður

og fluttur út frystur. Hluti af makrílvinnslunni

fer einnig fram í nýju

verksmiðjunni í Póllandi.

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!