11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Golfleikjanámskeið í júní

Golfklúbbur Hveragerðis býður upp á golfleikjanámskeið í

sumar. Námskeiðin fara fram á golfvellinum við Hótel Örk.

Námskeiðin eru þrjú talsins:

• 10.-13. júní

• 16.-20. júní

• 23.-27. júní

Golfæfingar GHG fyrir börn og unglinga

hefjast þriðjudaginn 27. maí.

Golfklúbbur Hveragerðis stendur fyrir golfæfingum

fyrir börn og unglinga í allt sumar á Golfvellinum á

Hótel Örk. Æfingarnar eru tvisvar í viku, þriðjudaga og

fimmtudaga kl. 16:00 – 17:30.

Leiðbeinendur verða Birgir Busk og Ólafur Dór

Steindórsson. Margt verður brallað í sumar, t.d. verður

leikið næturgolf og farið í golfferð í haust.

Nánari upplýsingar á heimasíðu GHG

www.ghg.is.

Á lokadegi hvers námskeiðs verður haldið golfmót sem lýkur

með verðlaunaafhendingu og grillveislu.

Á námskeiðunum verður farið í undirstöðuatriði

golfíþróttarinnar og allskyns golfleiki þar sem skemmtun og

fróðleikur fara saman.

Námskeiðin eru hugsuð fyrir nemendur af yngsta- og

miðstigi grunnskóla (6-12 ára). Umsjón er í höndum Páls

Sveinssonar, leiðbeinendur verða Jón Bjarni Sigurðsson og

Melkorka Elín Sigurðardóttir.

Námskeiðsgjald er kr. 5.000, verð fyrir systkini kr. 3000

hvert.

Æskilegt er að nemendur hafi meðferðis nesti, öll hreinlætisog

nestisaðstaða er til staðar á Hótel Örk. Þátttakendur þurfa

að hafa hlífðarfatnað tiltækan, golfklúbburinn getur útvegað

golfkylfur og golfbolta.

Skráning fer fram hjá Páli í síma 822-9987

og á pallsv@hveragerdi.is

HEILSUBÆRINN HVERAGERÐI

Hveragerði hefur alla burði til þess að verða til fyrirmyndar varðandi heilsueflingu. Hér er

dásamlegt umhverfi til útivistar, frábær sundlaug og miklu púðri hefur að undanförnu verið eytt í

eflingu íþróttamannvirkja sem ekki var vanþörf á. Hér blómstrar íþróttaiðkun bæjarbúa sem aldrei

fyrr, fólk er ýmist í Zumba, Crossfit eða skokkhópnum.

Frístundastyrkir

Til þess að Hveragerði verði til fyrirmyndar sem heilsueflandi samfélag má ekki gleyma

börnunum okkar. Bæjarfélagið hefur eytt miklum fjármunum í bætta íþróttaaðstöðu en við

teljum að aðalatriðið hafi setið á hakanum, það er að tryggja aðgengi barna að fjölbreyttu íþróttaog

tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Kostnaður vegna tómstunda barna er stór útgjaldaliður fjölskyldufólks, ekki síst í barnmörgum fjölskyldum.

Ýmsar leiðir er hægt að fara til að létta undir með fólki og stuðla þannig að jafnari tækifærum barna til fjölbreytts tómstundastarfs en rannsóknir hafa

sýnt að forvarnargildi þess er margvíslegt og ótvírætt. Víða hér á landi hafa verið innleiddir frístundastyrkir en með þeim er hægt að lækka þennan

kostnað umtalsvert og teljum við nauðsynlegt að bæjarfélagið taki upp slíka styrki. Æskilegt væri að bæjarfélagið gæti einnig stuðlað að auknu

samstarfi deilda Hamars þannig að yngstu iðkendurnir fengju aukin tækifæri til þess að prófa hinar ýmsu greinar með því að greiða eitt gjald fyrir sem

haldið væri í lágmarki.

Öll börn fái hollan mat í skólum

Í heilsueflandi samfélagi er annað atriði sem skiptir ekki minna máli en hreyfing og það er mataræði. Hvergerðingar eru upp til hópa mjög meðvitaðir

um hollt mataræði - hver hefur ekki heyrt minnst á paleo, lágkolvetna mataræði eða hvað þetta heitir nú allt. Í þessu samhengi má ekki gleyma

börnunum okkar en næring gegnir mikilvægu hlutverki í öllu skólastarfi þar sem gott mataræði getur til dæmis haft áhrif á einbeitingu, hegðun og

námsárangur. Mikilvægt er að venja börn á gott mataræði frá unga aldri en auðveldara er að móta hegðun en að breyta henni.

Börnin okkar verja stórum hluta dagsins í skólum bæjarins og skólaseli og mikilvægt er að tryggja að þar hafi börnin okkar aðgengi að hollum og

fjölbreyttum mat samhliða hreyfingu og útiveru. Við fögnum því að grunnskólinn sé nú þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli sem á

vonandi eftir að eflast enn frekar um leið og við teljum mikilvægt að leikskólar og frístundaheimili fylgi sambærilegum stefnum. Innan heilsueflandi

skólaverkefna eru skólar hvattir til þess að mynda heildræna stefnu á sviði næringar og framfylgja opinberum ráðleggingum um mataræði og

næringu.

Við viljum að Hveragerði marki sér sess sem alvöru heilsueflandi bæjarfélag, þar sem skólar bæjarins fylgja heilsueflandi stefnu, tryggja aðgengi barna

að næringarríkum og fjölbreyttum mat og stuðla að auknum jöfnuði barna að tómstundaiðkun.

Bjarney Sif Ægisdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir skipa 4. og 6. sæti Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði.

11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!