11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Prúðbúin á 17. júní, 4 ára Fyrstu skrefin í tónlistinni, 8 ára Unglingurinn að æfa sig, 14 ára

Það er frábært að vera tónlistarmaður í

sveitinni. Yndislegt að hafa svona náttúru og

ró og næði í kringum sig“.

Fyrir nokkrum árum bjó Lay Low um tíma rétt fyrir utan Selfoss og

þegar kom að því hjá henni og Agnesi, sambýliskonu hennar, að finna

framtíðarhúsnæði þá kallaði sveitasælan á hana. Þær höfðu búið í lítilli

íbúð á Hverfisgötunni þegar þær duttu niður á húsnæði í Ölfusinu.

Lay Low tókst að sannfæra Agnesi um að prófa að búa í sveitinni

og þær sjá ekki eftir þeirri ákvörðun. Þær vinna báðar heima fyrir en

sinna þó ólíkum verkefnum þar sem Lay Low semur tónlist á meðan

Agnes sér um bókhald fyrir nethýsingarfyrirtæki. „Það er frábært að vera

tónlistarmaður í sveitinni. Yndislegt að hafa svona náttúru og ró og næði

í kringum sig. Líka mjög gott að keyra í bæinn – þá fær maður tíma til að

hlusta á það sem maður er að gera eða bara hafa þögn. Þetta er bara

yndislegt“ segir Lay Low sem vinnur statt og stöðugt að því að fá vini og

vandamenn til að flytja hingað.

Innt eftir helstu kostum sem hún nefnir við þá segir hún tvímælalaust

þá að það er hægt að fá stærra hús eða íbúð fyrir mikið minna verð en

í bænum og svo er stutt að fara til Reykjavíkur. „Margir eru hræddir við

Hellisheiðina en þá er svo þægilegt að hafa strætó. Ég notaði hann mikið

í vetur ef færðin var erfið“ segir Lay Low og bætir við að hún skipuleggi

sig bara öðruvísi fyrir vikið. Þær eiga tvo ketti og einn hund sem er

að hennar sögn alsæll í sveitinni því honum þótti „hundfúlt að vera í

bænum“ enda sveitahundur í grunninn.

„lo – la – lay – lo ...eitthvað“

Í daglegu tali er Lay Low kölluð Lovísa af vinum og vandamönnum en

þó er sífellt að færast í aukana að fólk kalli hana Lay Low og finnst henni

það bara kósý. Upphaflega átti Lay Low að vera heiti á hljómsveit og

líkt og upphaf tónlistarferils hennar þá kom nafnið upp á óvæntan hátt.

„Það er ekkert frábær saga en fyndið af því leyti að ég var að byrja og var

ekki búin að ákveða að ætla að syngja ein. Það var hringt í mig fyrir fyrstu

tónleikana og spurt um hvað ætti að setja á plakatið. Vinkona mín hjálpaði

mér að finna nafn með því að segja hratt „lo – la – lay – lo ...eitthvað“ og

þá kom Lay Low og það átti að vera nafn á hljómsveit en svo festist þetta

svona“ segir Lay Low brosandi.

Framundan eru spennandi tímar hjá Lay Low en ásamt því að koma

sér vel fyrir í sveitinni þá er hún að undirbúa útgáfu plötu erlendis og

einnig mun hún fara reglulega út til að spila.

Það má með sanni segja að í lífi hennar togist á miklar andstæður milli

þess að njóta kyrrðarinnar í sveitasælunni og semja tónlist og þess að

heimsækja helstu stórborgir heimsins og troða upp á tónleikum fyrir

framan mörg hundruð manns. Líklega á það vel við hana því sjálf lýsir

hún sér sem rólegri persónu sem er heimakær en notar hvert tækifæri

til að stríða eða eins og hún kemst sjálf að orði „ég er svolítið stríðin. Það

er gott að vera lúmsk róleg en samt svolítið stríðin“ segir Lay Low og brosir

stríðnislega.

Lay Low hefur ekki sótt marga viðburði hér í Hveragerði en fer þó

oft í sund og þekkir orðið heilmikið af fólki þar. „Búin að kynnast

allskonar fólki í pottinum sem er mjög skemmtilegt. Svo fór ég á nokkrar

brenniboltaæfingar í vetur og það var æði“ segir Lay Low og svarar að fólk

hafi verið alveg ófeimið við að skjóta á hana „held að það hafi verið af því

ég var ekkert svo góð sko“ bætir hún við hlæjandi.

Á sumardaginn fyrsta kom hún fram og spilaði á sundlaugarbakkanum

í Laugaskarði en það var ekki í fyrsta skipti sem hún stígur á stokk

hér í Hveragerði. „Það var þegar enginn vissi hver ég var. Þá spilaði ég á

einhverri kosningaskrifstofunni. Það var árið 2006. Held að það hafi verið

hjá Vinstri grænum“ segir Lay Low. Þar sem talið var komið út á pólitískar

brautir þá könnum við afstöðu hennar til sameiningar sveitarfélaganna

Hveragerðis og Ölfuss. „Ég veit rosalega lítið um þetta en hef aðeins reynt

að googla þetta. Sem ný í Ölfusinu þá finnst mér þetta góð hugmynd,

sérstaklega að leyfa fólki að kjósa um það hvort það hafi áhuga eða ekki.

En það vantar smá kynningarbækling um þetta allt saman“ segir Lay Low.

Í Toe Rag studios í London að taka upp aðra plötuna mína,

Farewell Good Night’s Sleep (2008)

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!