11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

STRÁKARNIR OG STELPURNAR OKKAR

BIKARINN KOM TIL BAKA

ÍSLANDSMEISTARAR Í FITNESS

RAGNAR Í ÚTRÁS

Körfuknattleiksmaðurinn og næst stærsti

Íslendingurinn, Ragnar Nathanaelsson hefur

samið við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall

Dragons. Hann mun mæta galvaskur til leiks

þann 1. september næstkomandi.

Krumminn óskar honum góðs gengis og

vonum að hann verði nú duglegur að kjósa

Ísland í næstu Eurovision fyrir okkur.

Héraðsmsót HSK var haldið sunnudaginn

4. maí í Þorlákshöfn. Bikarinn verður áfram

í Hveragerði þar sem Hamar sigraði í

stigakeppninni og eignaðist tvo HSK meistara

Bjarndísi Blöndal og Þórhall Einisson.

Nánar um mótið og myndir inn á

Badmintonsíðu Hamars á Facebook.

Tvær stúlkur úr Hveragerði sigruðu í sitthvorum

módel-fitness flokknum fyrir sig á Íslandsmóti

IFBB í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíói sem

haldið var 17.-18. apríl.

Rakel Rós Friðriksdóttir (til vinstri) varð í 1. sæti

í módelfitness - unglingaflokki og Gyða Hrönn

Þorsteinsdóttir varð í 1. sæti í módelfitness

- 171cm+ flokki.

BORGUNARBIKARINN

HAMAR 1 - KFR 0

Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum 13. maí

sl. Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og

á 22. mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson

fyrir Hamarsmenn.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en

Hamarsmenn héldu þetta út og unnu

sanngjarnan sigur á liði KFR.

Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar

menn í sumar. Hægt er að sjá dagsetningarnar

inn á www.hamarsport.is

AFREKSKYLFINGAR

Síðustu ár hafa nokkur ungmenni úr GHG keppt fyrir

hönd GHG á mótum hérlendis sem erlendis. Þessi hópur

æfir tvisvar í viku undir leiðsögn PGA þjálfarans Ingvars

Jónssonar. Þeir sem hafa náð árangri og hyggjast keppa í

golfíþróttinni geta stundað þessar æfingar.

Ástundunar- og háttvísiverðlaun GHG

Á hverju ári hljóta tveir kylfingar úr barna- og unglingahópi

GHG ástundunar- og háttvísisverðlaun, sem eru golfferð til

Bandaríkjanna. Þeir sem skarað hafa fram úr í dugnaði og

ástundun við æfingar ásamt því að vera fyrirmynd í hegðun

og framkomu koma til greina í valinu.

Katrín Eik leikur golf á Long Island í Bandaríkjunum Keppnissveit GHG 15 ára og yngri 2013

Sumarið 2014 verður farið í þriðja sinn í slíka ferð til Long Island í New York-fylki og gist hjá Magnúsi Magnússyni, velunnara GHG. Þá er golf leikið á

fegurstu golfvöllum Bandaríkjanna, PGA golfmótaröðin heimsótt, farið í skoðunarferð til New York og að sjálfsögðu kíkt í verslunarmiðstöðvar.

Við hvetjum alla krakka í Hveragerði og nágrenni til að koma og prófa golf í sumar og vonumst til að sjá sem flesta á vellinum!

Nánar um afrekshópinn og fréttir á www.ghg.is.

Páll Sveinsson

Formaður barna- og unglinganefndar GHG

Kæru lesendur

Gleðilegt sumar

Velkomin

Úrvals

gróðurmold

til sölu

GARPAR ehf.

Sími 894 0444

garparehf@@simnet.is

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!