11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

VELKOMIN Í HEIMINN

Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir

Fæðingardagur: 12. febrúar 2014

Foreldrar: Hjördís Harpa Wíum Guðlaugsdóttir

og Tryggvi Hofland Sigurðsson

Fæðingarþyngd: 3395 gr

Lengd: 51 cm

Lukas Vollmer

Fæðingardagur: 27. janúar 2014

Foreldrar: Markéta Kalvachová

og Tim Vollmer

Fæðingarþyngd: 3750gr

Lengd: 52 cm

NÁMSKEIÐ

Í LISTMÁLUN

Víðir Ingólfur Þrastarson eða

Mýrmann, er búinn að vera

með tvö námskeið í listmálun í

vor við mjög góðar undirtektir.

Það fyrra var í mars og hitt

núna í byrjun maí.

Námskeiðin voru á vegum myndlistarfélags Árnesinga og þau voru haldin í listasafni Árnesinga.

Þetta voru krefjandi helgarnámskeið sem voru samt sniðin að þörfum fólks með ólíkan og jafnvel engan bakgrunn í málun.

Víðir kennir flest sem skiptir máli varðandi listmálun, allt frá grunnvinnu og myndbyggingu yfir í flókna tækni þar sem hann blandar saman gamalli

málaratækni og nýrri áherslum. Fleiri námskeið verða vonandi næsta haust og verða þau auglýst síðar.

Hægt er að fá upplýsingar um listamanninn og skoða ljósmyndir af verkunum á www.myrmann.com.

Auglýsing um kjörskrá vegna

sveitarstjórnarkosninga

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014

liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2

frá og með 21. maí 2014 til kjördags.

Skrifstofan er opin milli kl. 10:00-15:00

alla virka daga.

F.h. bæjarstjórnar Hveragerðis,

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri

Kjörfundur í Hveragerði

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn

31. maí 2014 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann dag í

Grunnskólanum í Hveragerði. Gengið er inn um aðalinngang

við íþróttahúsið.

Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi:

Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt

von á því að fá ekki að greiða atkvæði.

Þá er ekki heimilt að vera með áróður á eða við kjörstað

meðan á kjörfundi stendur svo sem barmmerki og/eða

merkingar á bifreiðum.

Hveragerði maí 2014.

Kjörstjórnin í Hveragerði.

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!