11.05.2020 Views

Krumminn maí 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FRÍSTUNDAKORT - FYRIR BÖRNIN OKKAR

Frjálsir með Framsókn í Hveragerði líta svo á að það sé hlutverk sveitarfélags að jafna aðstöðu barna og unglinga á

grunnskólaaldri til tómstunda-, lista- og íþróttaiðkunar. Leið að þessu takmarki eru frístundakort, sem standa börnum

til boða víða um land. Markmiðið er að leggja áherslu á, styðja og hvetja börn og ungmenni, til þess að taka þátt í

uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið eykur jöfnuð í sveitarfélaginu

og einnig fjölbreytileika í íþrótta- og tómstundastarfi. Kortið veitir hverju barni rétt á allt að 30.000 kr endurgreiðslu af

þátttöku- eða æfingagjöldum á ári.

Eins og málum er nú háttað hjá okkur í Hveragerði eru gerðir þjónustusamningar við íþrótta-, æskulýðs- og

tómstundafélög en frístundakortið mun ekki hafa áhrif þar á. Til að nýta sér fyrirgreiðslu bæjarfélagsins eru börnin okkar

því bundin af því að iðka einhverja þá íþrótt, eða tómstund, sem hér er í boði. En veröldin er stærri en bærinn okkar! Væntanlega hafa einhverjir

áhuga á öðrum íþróttum eða tómstundum en hér eru í boði. Fari viðkomandi út fyrir bæinn til að sinna hugðarefnum sínum, fylgir honum engin

fyrirgreiðsla, á sama hátt og þeim sem iðka sín áhugamál innan bæjarmarkana. Þessu vilja Frjálsir með Framsókn breyta. Við teljum að greiðslurnar

eigi að fylgja börnunum, en með því gefst þeim færi á að stunda þær íþróttir eða tómstundir sem þau kjósa. Óháð því hvort það er í boði í bænum

eða ekki.

Garðar Rúnar Árnason, skipar 1. sæti á lista Frjálsir með Framsókn

Viðgerðar- og

saumaþjónusta

Ósk Gísladóttir

Arnarheiði 28

Sími: 483 5299

Gsm: 842 5299

HÁRSNYRTISTOFAN

ópus

Breiðumörk 2

Hveragerði

Sími 483 4833

Garðplöntusalan

BORG

Þelamörk 54

810 Hveragerði

Sími: 483 4438

borg@borghveragerdi.is • www.borghveragerdi.is

Opið alla daga kl.10-20

FYRIRTÆKJAKYNNING

Krumminn kíkti í kaffi á skrifstofu

sem er búin að vera í nærri tólf

ár við Breiðumörkina. Þar er oft

mikið um að vera enda er um margvíslegan rekstur að ræða. Þar kemur fólk

til að ræða um tryggingar, endurnýja happdrættin sín eða jafnvel kaupir sér

húseignir til að búa í. Þar vinna þau Kristinn G. Kristjánsson og Ingibjörg Sverrisdóttir.

Við tókum þau tali og spurðum um hagi þess og tilurð þessa reksturs. „Ég keypti jörðina Kvisti í Ölfusi árið

1977 en fluttist svo til Hveragerðis árið 1983. Sótti í fyrstu vinnu hjá Landsbankanum á Selfossi en árið 1989 tók

ég við starfi bæjargjaldkera hjá Hveragerðisbæ og vann þar til ársins 2003 en þá tók ég við starfi þjónustustjóra

fyrir Vís í Hveragerði og sameinaði þar með aukavinnuna við aðalvinnuna“ segir Kristinn og bætir við að hann

hafi í aukavinnu annast milligöngu um sölu fasteigna í sínu nærumhverfi síðan 1986. Árið 2006 öðlaðist

hann svo full réttindi sem löggiltur fasteignasali og það má því segja að hann hafi annast milligöngu um

fasteignir fyrir Hvergerðinga í um 30 ár.

Garðplöntur í úrvali

Tré, runnar, fjölær blóm,

ávaxtatré, matjurtaplöntur,

sumarblóm, mold, áburður og fl.

Austurmörk 16,

Verið

Hveragerði

velkomin

þökkum viðskiptin

GSM: 868 9390

Lars, Ragnheiður

Lóreley Sigurjónsdóttir

og starfsfólk.

Einkaþjálfari

og alþjóðlegur

Zumbakennari (zin)

Aðspurður segir hann skipta miklu máli að ríkja þagmælsku og trúnað milli fólks því þegar hugað er að

fasteignakaupum þarf oft að skoða málin ofan í kjölin og þá koma stundum upp fjölskylduaðstæður

og persónuleg málefni. Ingibjörg hefur starfað á skrifstofu Fagvís í hlutastarfi frá árinu 2005 en hún fékk

réttindi sem löggiltur leigumiðlari árið 2010. Bakgrunnur hennar er úr garðyrkjunni en hún er alin upp í

Biskupstungunum og flutti í Ölfusið árið 1989. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf. Hingað kemur fólk með

margskonar málefni, jafnt í tryggingargeiranum sem og í fasteignahugleiðingum. Síðan eru fastir viðskiptavinir

að endurnýja happdrættismiðana sína“ segir Ingibjörg glaðbeitt og segir starfið gefandi og skemmtilegt. „Ég

hef kynnst fjölmörgum í gegnum starfið hér og tíminn líður svo hratt að dagarnir eru alltaf of stuttir“.

NÆSTI KRUMMI KEMUR ÚT FYRIR

BLÓM Í BÆ. MINNUM Á AÐ PANTA

AUGLÝSINGAR OG SENDA GREINAR

TÍMANLEGA

KRÚNK KRÁ KRÁ

Krumminn óskar þeim velfarnaðar á komandi sumri og þakkar fyrir góðar móttökur.

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!