27.12.2016 Views

50.tbl.2016

37. árg.

37. árg.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

56 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Borða fisk<br />

á aðfangadagskvöld<br />

●●Í Póllandi tíðkast að bjóða upp á tólf rétti á aðfangadagskvöld og eiga þeir að<br />

tákna gæfu alla tólf mánuðina á nýja árinu.<br />

Börn af pólskum uppruna<br />

á jólatrésskemmtun<br />

■■Jólatrésskemmtun Krakka Akademíunnar var haldin í húsnæði Keilis<br />

á Ásbrú laugardaginn 17. desember síðastliðinn. Jólasveinninn mætti og<br />

gladdi börnin með ýmsum gjöfum. Í Krakka Akademíunni læra börn af<br />

pólskum uppruna pólsku á sama hátt og jafnaldrar þeirra í Póllandi. Meðfylgjandi<br />

myndir voru teknar á skemmtuninni.<br />

Það er jólaös í Pólsku búðinni Mini<br />

Market í miðbæ Reykjanesbæjar eins<br />

og víðast hvar í verslunum þessa dagana.<br />

Þar versla Pólverjar í jólamatinn<br />

sem er nokkuð frábrugðinn þeim<br />

hefðbundna íslenska. Á veisluborðinu<br />

á aðfangadag í Póllandi tíðkast að<br />

bjóða upp á tólf rétti og á það að tákna<br />

velsæld alla mánuðina á nýja árinu.<br />

Ekki er kjöt í neinum réttanna. Að<br />

sögn Agnesar Agnieszku hjá Pólsku<br />

búðinni er aðalrétturinn yfirleitt fiskréttur<br />

sem kallaður er „carb.“ Meðal<br />

annarra rétta á aðfangadagskvöld eru<br />

síld, rauðrófusúpa eða sveppasúpa<br />

með ravioli, hálfmánar með káli og<br />

sveppum og birkikaka. Undir dúkinn<br />

á veisluborðinu er sett hey til að<br />

minnast þess að Jesús hafi verið lagður<br />

í jötu eftir fæðingu. „Ofan á dúkinn<br />

á miðju borði setjum við alltaf brauð<br />

eða oblátu og deilum henni áður en<br />

við óskum hvert öðru gleðilegra jóla<br />

og gleðilegs árs og byrjum að borða,“<br />

segir Agnes.<br />

Við pólskt jólaveisluborð er alltaf eitt<br />

autt sæti, svona til öryggis ef óvæntur<br />

gestur skyldi kíkja við. Einnig tíðkast<br />

að fólk bjóði til sín þeim sem ekki<br />

eiga fjölskyldu til að verja aðfangadagskvöldi<br />

með. Eftir jólamáltíðina<br />

eru jólalög sungin saman og sælgætismolar<br />

eru hengdir á jólatréð og<br />

börnin fá leyfi til að næla sér í nokkra.<br />

Beata Mioduszewska og Martyna Praznowska, starfsmenn Pólsku búðarinnar í<br />

Reykjanesbæ. VF-mynd/dagnyhulda<br />

„Undir dúkinn á veisluborðinu er sett hey til að minnast<br />

þess að Jesús hafi verið lagður í jötu eftir fæðingu“<br />

OPNUNARTÍMAR UM<br />

JÓL OG ÁRAMÓT<br />

Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag,<br />

jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.<br />

Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega.<br />

Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is<br />

Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.<br />

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!<br />

HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTUR YFIR JÓL<br />

OG ÁRAMÓT Í KEFLAVÍKURKIRKJU<br />

AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER<br />

Jólin allsstaðar, hátíðar barnaog<br />

fjölskyldustund kl. 16:00.<br />

Aftansöngur kl. 18:00.<br />

Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30. Miðnæturstund<br />

í kirkjunni. Karlakvartettinn Kóngarnir syngur.<br />

JÓLADAGUR 25. DESEMBER<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.<br />

Helgistundir á Hrafnistu á jóladag<br />

Nesvellir – hjúkrunarheimili kl. 15:00.<br />

Hlévangur – hjúkrunarheimili kl. 15:30.<br />

GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00.<br />

NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR<br />

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.<br />

Kór Keflavíkurkirkju syngur við allar stundirnar<br />

undir stjórn Arnór Vilbergsonar organista.<br />

Sr. Erla og sr. Eva Björk þjóna ásamt<br />

messuþjónum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!