27.12.2016 Views

50.tbl.2016

37. árg.

37. árg.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

68 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 22. desember 2016<br />

Keflavík er á toppi Domino’s deildar kvenna. Liðið<br />

er skipað ungum leikmönnum sem hafa komið<br />

upp úr yngri flokkum liðsins. Á meðal þeirra eru<br />

þær Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir<br />

og Birna Valgerður Benonýsdóttir en þær<br />

hafa spilað stórt hlutverk í leik liðsins á tímabilinu.<br />

Allar hafa þær orðið lykilleikmenn umferðarinnar<br />

og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á<br />

tímabilinu. Þær æfa allt að fimm sinnum í viku<br />

ásamt því að stunda lyftingar. Við fengum þessar<br />

efnilegu og ungu stelpur til þess að svara nokkrum<br />

spurningum.<br />

„TELJUM OKKUR ALVEG GETA<br />

AXLAÐ ÞESSA ÁBYRGГ<br />

●●Höfum komið mörgum skemmtilega á óvart l Frábær liðsheild sem nær vel saman<br />

Emelía Ósk Gunnarsdóttir<br />

hefur spilað með U15, U16, U18 á yngra ári og eldra og A-<br />

landsliðinu. Hún er 18 ára og byrjaði að æfa körfu 7 ára, áhuginn<br />

kviknaði af því að bróðir hennar æfði og hana langaði að<br />

prófa.<br />

Erfiðasti andstæðingurinn er Snæfell. „Mér finnst mjög<br />

gaman að spila í meistaraflokki og ennþá skemmtilegra að<br />

vera með svona stórt hlutverk í þessum flokki. Tímabilið hefur<br />

byrjað mjög vel og skemmtilega og við höfum komið mörgum<br />

skemmtilega á óvart.“<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

How the Grinch Stole Christmas kemur mér í jólaskapið.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Uppáhalds jólalagið er Snjókorn falla<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem<br />

þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Það hefur alltaf verið hefð að krakkarnir<br />

á heimilinu skreyti tréð.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú<br />

hefur fengið?<br />

Eftirminnilegasta jólagjöfin<br />

er uppblásna kórónan mín.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Á aðfangadag eru rjúpur<br />

í matinn en við systurnar<br />

borðum ekki rjúpu svo við<br />

fáum oftast hamborgarahrygg.<br />

Hvenær eru jólin komin<br />

fyrir þér?<br />

Þegar ég er búin í prófum<br />

og það er byrjað að snjóa þá<br />

eru jólin komin.<br />

Hvernig brástu við þegar þú<br />

komst að leyndarmálinu um<br />

jólasveininn?<br />

Ég man ekki eftir því hvernig ég<br />

brást við leyndarmáli jólasveinsins.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Á jóladegi er morgunganga með<br />

fjölskyldunni og seinna um daginn<br />

förum við í jólaboð.<br />

Sjónvarpsþættir: One Tree Hill.<br />

Kvikmynd: Love and Basketball.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Zara Larsson.<br />

Leikari: Jim Carrey.<br />

Skyndibiti: Saffran og Serrano.<br />

Tónlist í laumi: River Flows in You.<br />

Hver myndi vinna í 21? Thelma myndi pottþétt vinna í 21.<br />

Birna Valgerður Benonýsdóttir<br />

er 16 ára og spilar með unglingaflokki og meistaraflokki. Hún<br />

hefur verið þrisvar sinnum í landsliði, U15 árin 2014 og 2015<br />

og U16 árið 2016 og var einnig valin í 15 manna æfingahóp A-<br />

landsliðsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket<br />

í haust. „Ég byrjaði að æfa í fyrsta bekk, vegna þess að mamma<br />

mín spilaði einhvern tíma og mér fannst þetta rosalega spennandi.<br />

Í yngri flokkunum var það alltaf Grindavík hjá mér, en<br />

núna eru öll liðin frekar jöfn bara. Mér finnst mjög gaman<br />

að fá tækifæri til þess að spila í efstu deild, frábær hópur og<br />

mjög skemmtilegt að spila með öllum þessum stelpum. Þetta<br />

er fyrsta tímabilið mitt í meistaraflokki og deildin hefur alveg<br />

staðist mínar væntingar.“<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

Harry Potter maraþon er klassískt um hátíðarnar,<br />

kemur mér alltaf í hátíðarskap.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Ég bara hef ekki hugmynd.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað<br />

sem þú gerir alltaf um<br />

hátíðarnar?<br />

Amma og afi koma alltaf<br />

til okkar á aðfangadag<br />

og við borðum hamborgarahrygg<br />

saman,<br />

svo jólaboðin hjá<br />

fjölskyldunni.<br />

Eftirminnilegasta<br />

jólagjöf sem<br />

þú hefur fengið?<br />

Ég fékk gallabuxur frá<br />

mömmu og pabba einhvern<br />

tíma fyrir löngu.<br />

Þær eru eiginlega ógleymanlegar.<br />

Hvað er í matinn á aðfangadag?<br />

Hamborgarahryggur.<br />

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?<br />

Þegar allir eru byrjaðir að borða á<br />

aðfangadag.<br />

Hvernig brástu við þegar<br />

þú komst að leyndarmálinu<br />

um jólasveininn?<br />

Hvaða leyndarmáli???<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Uppi í sófa í náttfötum að horfa<br />

á myndir með fjölskyldunni og<br />

borða nammi.<br />

Sjónvarpsþættir: Ætli það sé ekki SKAM.<br />

Kvikmynd: Það eru alltof margar.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Þeir eru einnig rosalega margir.<br />

Leikari: Johnny Depp hefur alltaf verið í uppáhaldi.<br />

Skyndibiti: Ætli það sé ekki Villi bara.<br />

Tónlist í laumi: Tónlist frá ’00 er lúmskt góð stundum.<br />

Hver myndi vinna í 21? Thelma Dís.<br />

Thelma Dís Ágústsdóttir<br />

er 18 ára og spilar með unglinga- og meistaraflokki Keflavíkur.<br />

Hún hefur spilað með U15, U16, U18 ára landsliðum Íslands og<br />

nú síðast tvo landsleiki með A-landsliðinu.<br />

Hún byrjaði að æfa 5 ára en móðir hennar var í körfu og fór<br />

með hana á fyrstu æfinguna.<br />

Upp yngri flokkana voru Haukar alltaf erfiðasti andstæðingurinn<br />

en í meistaraflokki er það Snæfell.<br />

„Mér finnst bara gaman að fá svona stórt hlutverk á þessu tímabili.<br />

Þetta er fjórða tímabilið okkar Emelíu í meistaraflokki og<br />

við teljum okkur alveg geta axlað þessa ábyrgð. Tímabilið er<br />

búið að vera mjög skemmtilegt, enda er okkur búið að ganga<br />

mun betur en búist var við af okkur. Það er skemmtilegt á<br />

æfingum, við erum frábær liðsheild sem nær vel saman og ekki<br />

má gleyma þjálfurunum og kvennaráðinu sem eru að standa<br />

sig gríðarlega vel,“ segir Thelma.<br />

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?<br />

Elf er uppáhalds jólamyndin mín og kemur mér yfirleitt í mikið<br />

jólaskap.<br />

Uppáhalds jólalag?<br />

Kósýheit par exelans með Baggalút er uppáhalds jólalagið.<br />

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?<br />

Rétt fyrir jól fer ég bíltúr og ber út jólakort fyrir fjölskylduna með<br />

frænkum mínum. Fjölskyldan fer líka alltaf í jólaboð til ömmu<br />

og afa.<br />

Eftirminnilegasta jólagjöf<br />

sem þú hefur fengið?<br />

Eftirminnilegasta jólagjöfin er örugglega<br />

sjónvarp sem ég fékk frá<br />

mömmu og pabba fyrir tveimur<br />

árum og þurfti að leita að því út<br />

um allt hús.<br />

Hvað er í matinn<br />

á aðfangadag?<br />

Við borðum alltaf hamborgarhrygg<br />

á aðfangadag.<br />

Hvenær eru jólin<br />

komin fyrir þér?<br />

Mömmukökurnar hjá<br />

ömmu og skinkuhornin<br />

hennar mömmu koma<br />

með jólin.<br />

Hvernig brástu við þegar<br />

þú komst að leyndarmálinu<br />

um jólasveininn?<br />

Ég var svolítið svekkt en<br />

sagði mömmu og pabba<br />

ekkert frá því þegar ég komst<br />

að leyndarmálinu um jólasveininn<br />

þannig að ég hélt<br />

áfram að fá í skóinn í nokkur ár.<br />

Hvernig verð þú jóladegi?<br />

Náttföt, hangikjöt og NBA<br />

einkenna jóladag.<br />

Sjónvarpsþættir:<br />

Núna er ég að klára Person Of Interest sem eru mjög góðir.<br />

Ég held samt að það sé ekkert að fara að toppa Friends.<br />

Kvikmynd: Stella í Orlofi.<br />

Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé.<br />

Leikari: Will Smith.<br />

Skyndibiti: Langbest.<br />

Tónlist í laumi: Mér finnst ABBA lögin alltaf góð.<br />

Hver myndi vinna í 21? Úff, ég veit ekkert hver myndi vinna í<br />

21. Ætli við þurfum ekki bara að taka leik?

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!