22.06.2017 Views

DesignerRuby_manual_ICE (1)

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

HVERNIG Á AÐ VELJA MYNSTUR<br />

Þegar mynstrum er hlaðið inn í útsaums-undirbúning<br />

(Edit), er síðast valda mynstrið virkt mynstur. Valið mynstur<br />

ar alltaf með rauðan ramma í kring, en valið stafróf með<br />

blán ramma.<br />

Velja eitt mynstur<br />

Til að velja eitt mynstur getið þið annað hvort snert<br />

viðkom-andi mynstur á skjánum, eða snert táknið ”fletta í<br />

gegn um mynstur”(Step Through Designs). Það tákn gerir<br />

ykkur kleift að velja eitt af mynstrunum sem eru á skjánum<br />

ef þið viljið breyta því á einhvern hátt. Í hvert sinn sem þið<br />

snertið þetta tákn, veljið þið ávallt næsta mynstur og þá í<br />

þeirri röð sem þau voru hlaðin inn á flötinn.<br />

1. Í útsaums-undirbúningi (Edit), snertið þið Start á<br />

valreininni til að opna framlengdu valreinina. Mynstur<br />

valmyndin (Design Menu) opnast.<br />

2. Veljið mynstur af felliglugganum með því að snerta það.<br />

3. Snertið afritunar (Duplicate) táknið þrisvar sinnum.<br />

Síðasta mynstrið er með rauðan ramma í kring, sem<br />

þýðir að sé valið og virkt mynstur.<br />

4. Ef þið viljið velja fyrsta mynstrið sem þið völduð snertið<br />

þið táknið ”fletta í gegn um mynstur” (Step Through<br />

Designs). Í hvert sinn sem þið snertið táknið, færist þið<br />

yfir á næsta mynstur og í þeirri röð sem þau voru valin.<br />

5. Þegar þið hafið valið það mynstur sem þið voruð<br />

að leita að, getið þið eytt, afritað, staðsett, kvarðað,<br />

speglað, breytt stærð og/eða snúið því. Aðeins valið<br />

mynstur mun breytast í samræmi við þá aðgerð sem<br />

þið veljið.<br />

Start Valmynd<br />

Fara í gegn<br />

um mynstrin<br />

Velja allt<br />

Bæta við/<br />

fjarlægja<br />

Afrita<br />

Eyða<br />

Velja öll<br />

Ef þið viljið velja öll mynstrin, snertið þið einfaldlega<br />

táknið “velja öll” (select all). Öll mynstrin sem eru á skjánum verða þá valin. Nú<br />

getið þið fært, eytt, afritað, kvarðað, speglað, breytt stærð og/eða snúið þeim.<br />

ÞRÓAÐ VAL<br />

Valmöguleikar<br />

Um er að ræða þrjá mismunandi möguleika við að velja mynstur á skjánum.. Þetta<br />

gefur ykkur möguleika á að velja undirsett af innhlöðnum mynstrum og gera<br />

breytingar eingöngu á þeim mynstrum.<br />

1. Valið mynstur (1) - Mynstrið er merkt með heilli rauðri línu. Þið getið breytt<br />

mynstrinu eða mynstrunum. Þið getið kvarðað, snúið, breytt stærð og breytt<br />

valda mynstrinu.<br />

2. Merkt og valið - Mynstrið er merkt með doppóttri rauðri línu. Þið getið<br />

framkvæmt breytingar á merkta og valda mynstrinu. Þið getið fjarlægt þetta<br />

merkta frá völdu mynstrunum með því að ýta á táknið “bæta við/fjarlægja<br />

(Add/Remove).<br />

3. Merkt mynstur - Þegar tvö eða fleiri mynstur eru á skjánum, getið þið merkt<br />

mynstur. Mynstrið verður merkt með doppóttri svartri línu.<br />

Breytingar eins og kvörðun eða snúningur hefur engin áhrif á mynstrið. Þegar<br />

þið veljið táknið “bæta við/fjarlægja” (Add/Remove), breytist hins vegar svarta<br />

doppótta línan í rauða lína. Nú er mynstrið orðið merkt og valið.<br />

1. Valið eða valin<br />

mynstur hafa<br />

rauðan glugga í<br />

kring.<br />

2. Merkt og<br />

valin mynstur<br />

eru með rauðan<br />

doppóttan<br />

glugga í kring<br />

3. Svartur doppótturgluggi<br />

þýðir<br />

að mynstið sé<br />

merkt og ekki<br />

virkt..<br />

7:10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!