14.05.2020 Views

Brother 888 - M50 / M60 / M62 / M63

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Gangtruflanir og ráð við þeim

■ Orsök

Yfirtvinninn ekki rétt þræddur

Ef yfirtvinninn er ekki rétt þræddur verður sporið aldrei

myndað og yfirtvinninn bara togaður niður á röngu

efnisins og flækist í spóluhúsinu sem orsakar skröltið.

■ Lausn:

Fjarlægið flækjuna og lagfærið þræðinguna á

yfirtvinnanum.

Fjarlægið tvinnaflækjuna. Ef ekki er hægt að

fjarlægja hana notið þá skæri til að klippa hana.

• Nánar í "hreinsun á grípara" á bls. 55.

Fjarlægið yfirtvinnann úr vélinni.

Þræðið vélina á ný og farið eftir leiðbeiningunum í

"þræðing á yfirtvinna" á bls. 15.

Röng tvinnastilling

■ Lýsing á vandamáli

• Lýsing 1: Undirtvinninn er sýnilegur á réttunni.

(sjá mynd hér að neðan).

• Lýsing 2: Yfirtvinninn er eins og ein samfelld lína

á réttunni.

• Lýsing 3: Yfirtvinninn er sýnilegur á röngunni.

(sjá mynd hér að neðan).

• Lýsing 4: Undirtvinninn er eins og ein samfelld lína

á röngunni.

• Lýsing 5: Saumurinn á röngunni er laus og ekki

strekktur.

■ Orsök / lausn

Orsök 1

Vélin er ekki rétt þrædd.

<Með lýsingum 1 og 2 hér á undan>

Þræðing á undirtvinnanum er ekki rétt.

Stillið tvinnaspennuna á 4 og farið síðan á bls. 57 og

leiðréttið tvinnaspennuna.

<Með lýsingum 3 og 5 hér á undan>

Þræðing á yfirtvinna er ekki rétt.

Stillið tvinnaspennuna á 4 og farið síðan á bls. 57 og

leiðréttið tvinnaspennuna.

Orsök 2

Þið eruð ekki með rétta nál og tvinna fyrir efnið

sem verið er að sauma.

Grófleiki nálarinnar verður að vera af réttum grófleika

fyrir þann tvinna og það efni sem þið eruð að sauma.

Ef þið eruð með fína nál og grófan tvinna á þunnu efni

þá verður sporið aldrei fallegt. Fín nál og fínn tvinni

eru fyrir fín efni - gróf nál, grófur tvinni eru fyrir gróf efni.

• Skoðið "Efni/tvinni/nálar" á bls. 19 og veljið rétta

blöndu af nál, tvinna og efni fyrir það sem þið

eruð að sauma.

Orsök 3

Yfirtvinnaspennan er ekki rétt stillt.

Stillið hana á ný.

Skoðið “Yfirtvinnaspennan stillt" á bls. 27.

Yfirtvinnaspennan er ekki sú sama fyrir fín efni og gróf

efni, og ekki sú sama fyrir fínan tvinna og grófan tvinna.

* Stillið tvinnaspennuna með því að sauma á

afgangsbúta af sama efni og sauma á

Lýsing 1 Lýsing 3

a

b

c

d

e

a f

1 Rangan á efninu

2 Undirtvinninn sýnilegur á réttunni

3 Yfirtvinninn

4 Réttan á efninu

5 Undirtvinninn

6 Yfirtvinninn sýnilegur á röngunni

c

d

e

Athugið

• Ef þræðingar á yfir og undirtvinna eru ekki réttar

þá verður ekki hægt að stilla tvinnaspennuna rétt.

Yfirfarið , þræðingarnar og stillið tvinnaspennurnar að

því loknu.

• Ef undirtvinninn er sýnilegur á réttunni:

Snúið þá tvinnastillinum rangsælis til að losa á

yfirtvinnaspennunni.

• Ef yfirtvinninn er sýnilegur á röngunni:

Snúið þá tvinnastillinum réttsælis til að herða á

yfirtvinnaspennunni.

58

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!