19.09.2015 Views

Þinggerð 53 ársþings

Skoða - Knattspyrnusamband Íslands

Skoða - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Knattspyrnusamband Íslands<br />

<strong>Þinggerð</strong><br />

Þingskjal 28<br />

<br />

Framsögu hafði Eggert Steingrímsson.<br />

Niðurstöður milliþinganefndar<br />

um fjármál knattspyrnuhreyfingarinnar<br />

Inngangur<br />

Á 52. ársþingi KSÍ á Akureyri var samþykkt að skipa 5 manna milliþinganefnd til að skoða fjármál<br />

knattspyrnuhreyfingarinnar. Nefndinni bar að skoða fjármál hreyfingarinnar í heild, fjárhagsstöðu<br />

félaga og KSÍ og umfang reksturs þeirra. Nefndin skyldi skila niðurstöðum og/eða tillögum fyrir<br />

næsta ársþing KSÍ.<br />

Á stjórnarfundi 24. september 1998 voru eftirtaldir skipaðir í nefndina: Eggert Steingrímsson,<br />

formaður, Birgir Runólfsson, Elvar Guðjónsson, Elías Hergeirsson og Jóhannes Ólafsson.<br />

Starfsmaður nefndarinnar var Geir Þorsteinsson.<br />

Gögn þau sem nefndinni voru tiltæk til að reyna að meta umfang og fjárhagsstöðu knattspyrnudeilda<br />

fengust hjá ÍSÍ. Hverju félagi (hverri deild) er skylt að skila niðurstöðum ársreikninga til ÍSÍ. Því<br />

miður er nokkur misbrestur á því auk þess sem smærri félög skila sum hver sameiginlegri<br />

niðurstöðu fyrir alla íþróttastarfssemi. Þetta leiðir til þess að upplýsingar þær sem nefndin fékk eru<br />

ekki að öllu leyti fullnægjandi og varð nefndin að áætla nokkra þætti í rekstri félaga þannig að<br />

heildarmynd fengist. Það er mat nefndarinnar að þrátt fyrir þessa annmarka séu niðurstöður<br />

nefndarinnar trúverðugar. Nefndin studdist við upplýsingar frá ÍSÍ fyrir rekstrarárin 1996 og 1997.<br />

Umfang<br />

Við skoðun á tekjum og gjöldum hefur nefndin skipt knattspyrnuhreyfingunni í fjóra hluta:<br />

a) KSÍ<br />

b) Félög í efstu deild karla (ED)<br />

c) Félög í 1. deild karla (1D)<br />

d) Önnur félög (ÖF)<br />

KSÍ<br />

Í rekstarreikningi fyrir 1997 kemur fram að 8 m. kr. halli var á rekstri sambandsins. Tekjur voru 149<br />

m. kr. og gjöld 157 m. kr.<br />

Efsta deild karla (ED)<br />

Tekjur félaganna í efstu deild fyrir starfsárið 1997 námu alls 386 m. kr. og gjöld 359 m. kr.<br />

Upplýsingar fengust frá öllum félögum deildarinnar.<br />

1. deild karla (1D)<br />

Tekjur félaganna í 1. deild fyrir starfsárið 1997 námu alls 173 m. kr. og gjöld 168 m. kr.<br />

Upplýsingar lágu fyrir hjá 7 félögum en nefndin áætlaði fyrir 3 félög.<br />

Önnur félög (ÖF)<br />

Tekjur og gjöld annarra félaga fyrir starfsárið 1997 voru hvort tveggja áætluð af nefndinni alls 190<br />

m. kr. en upplýsingar liggja fyrir frá mörgum félögum. Í þessum hópi eru alls um 40 félög.<br />

Af ofangreindu má sjá að heildartekjur knattspyrnuhreyfingarinnar fyrir starfsárið 1997 voru alls<br />

898 m. kr. en heildargjöld 874 m. kr. Hiklaust má fullyrða að umfang hreyfingarinnar sé ekki undir<br />

54

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!