17.01.2023 Views

Leikskólalóðir á norðurslóðum

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

saman fyrir neðan þær en ekki eins mikið

á toppnum. Leiktæki sem ýta undir rólegan

leik ættu t.d. að vera við rólegu svæðin

og jafnvel sem næst byggingunni. Vinsæl

og hávaðasöm leiktæki og leiksvæði eru

betri lengra frá byggingunni. Einnig er

mikilvægt að huga að snjóalögum þegar

leiktæki eru sett niður svo nýting þeirra

takmarkist ekki við sumarið heldur nýtist

allt árið.

Ekki eru til tölur um slys á leiksvæðum eða í

leiktækjum á leikskólum. Slysin sem gerast

á lóðunum eru helst þau að börn detta úr

of mikilli hæð, oftast ef þau hafa prílað á

staði sem þau eiga ekki að komast á. Einnig

eru minniháttar slys á veturna þegar klaki

og krapi er á lóðunum, þá eiga þau það

til að detta og slasa sig. Slys á gangstétt

sem möl hefur farið á eru oft leiðinleg, litlir

steinar sem fara auðveldlega inn í húðina.

Einn viðmælandi tengdi slysin helst við vorin,

þegar börnin eru farin að vera léttklæddari

úti. Þá er oft verra að detta heldur en í snjógallanum

og börnin vön eftir veturinn að fá

mýkri lendingu.

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

VIÐTALANNA

Almennt er hægt að nýta lóðirnar betur í skipulagt

starf, t.d. ef bekkir og borð eru á lóðunum.

Nauðsynlegt er að hafa fjölbreytt tæki og svæði

á lóðunum. Huga þarf einnig að staðsetningu

leiktækja út frá hávaða, öryggi og snjóalögum.

Flestir nefndu það að reglugerðir væru orðnar

mjög stífar þegar kemur að leiktækjum og hvað

megi setja á lóðina og vildi fá meira frelsi til að

búa sjálf til tímabundin tæki.

„Okkur er treyst fyrir börnunum alla

daga allan ársins hring en okkur er

ekki treyst til þess að velja eða gera

leiktæki handa þeim“

Viðmælendur voru einnig sammála um

mikilvægi þess að börnin kæmust út alla

daga því mikill munur væri á hegðun þeirra

og háttalagi þá daga sem ekki væri hægt

að fara út. Þeir einkennast af miklum látum,

óróleika og hávaða.

16 VIÐTÖL

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!