17.01.2023 Views

Leikskólalóðir á norðurslóðum

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

SUMARIÐ 2022

LEIKSKÓLALÓÐIR

Á NORÐURSLÓÐUM

KAREN LIND ÁRNADÓTTIR

UMSJÓN ANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

OG ARNAR BIRGIR ÓLAFSSON

STYRKT AF NÝSKÖPUNARSJÓÐI

NÁMSMANNA


HÖFUNDUR

UMSJÓN

Karen Lind Árnadóttir

B.S. Landslagsarkitektúr, Landbúnaðarháskóli Íslands.

Anna Kristín Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA

Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt FÍLA

2 ÁGRIP

Unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna


ÁGRIP

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum

var unnið sumarið 2022

fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði

námsmanna. Höfundur er Karen

Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr

grunnnámi í landslagsarkitektúr frá

Landbúnarðarháskóla Íslands vorið

2022. Verkefnið var unnið í samstarfi

við Teiknistofu Norðurlands

og voru umsjónaraðilar verkefnisins

Anna Kristín Guðmundsdóttir og

Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar

FÍLA.

Viðfangsefni verkefnisins er að

skoða hvaða þættir við hönnun

leikskólalóðar eru mikilvægir fyrir

skólastarfið. Leikskólabörn verja

stórum hluta barnæsku sinnar

úti á leikskólalóðum og er mikilvægt

að hönnun taki mið af skólastarfinu

og veiti börnum aðgang að

náttúrulegu og skapandi umhverfi.

Í verkefninu er sett fram verkfærakista

sem er samantekt úr viðtölum

við starfsmenn leikskóla á Norðurlandi.

Verkfærakistan er sett fram

á myndrænan hátt en þar koma

fram atriði sem eru mikilvæg fyrir

hönnun leikskólalóða og er gerð

ítarlega grein fyrir hvernig hvert

atriði virkar á lóðinni og hvernig

árstíðirnar hafa áhrif. Verkefnið fjallar

um mikilvæga þætti fyrir hönnun

leikskólalóða og ítarlega er gerð

grein fyrir leiktækjum og búnaði á

lóð, uppskiptingu svæða og hvernig

hægt er að skapa rými fyrir mismunandi

leikþarfir. Jafnframt er

mikilvægt að huga að árstíðunum

við hönnun leikskólalóða til að

skapa öruggt og skemmtilegt leikumhverfi

allan ársins hring.

EFNISORÐ Á ÍSLENSKU

Landslagsarkitektúr

Leikskólalóðir

Kennslufræði

Börn


4 EFNISYFIRLIT

EFNISYFIRLIT


Ágrip.................................................

INNGANGUR......................................

Markmið

Aðferðir

Athugunarsvæði

BAKGRUNNUR...................................

Hlutverk leikskólalóða

VIÐTÖL..............................................

VERKFÆRAKISTA..............................

Svæðaskipting lóðar

Algengustu leiktækin

Algeng leiktæki

Aðrir þættir

UMRÆÐUR.........................................

HEIMILDIR.........................................

VIÐAUKI............................................

5

6

7

8

10

12

12

13

18

20

36

52

66

76

78

80


6 INNGANGUR

INNGANGUR


Leikskólalóðir skipa stórt hlutverk í skólastarfi

leikskólabarna. Þar kynnast börnin

umhverfi sínu og efla hreyfi- og félagsþroska.

Við hönnun leikskólalóða skiptir því

miklu máli að skapa ævintýralegt og náttúrulegt

leikumhverfi sem býður upp á fjölbreyttar

upplifanir barnanna.

Leikskólabörn verja almennt um 60% af

vökutíma sínum í leikskólanum og þar af um

25% eða þremur klukkutímum úti á lóðinni.

Tíminn sem börnin verja á lóðinni er oft eini

tíminn sem börnin eru úti, sérstaklega yfir

vetrartímann. Því er mikilvægt að aðstaðan

á lóðinni sé góð og hugað sé að því að

börnin komist út á lóðina allan ársins hring.

Mikill munur er á nýtingarmöguleikum á

leikskólalóðum á norðlægum slóðum eftir

árstíðum. Sumar leikskólalóðir fyllast af snjó

á veturna og öll leiktæki geta þá farið á kaf.

Til eru rannsóknir um leiktæki, þ.e.a.s hverskonar

leiktæki eru vinsælust en litlar upplýsingar

eru til um hvernig nýting á þeim

breytist eftir árstíðum þegar fannfergi er

mikið og frost er í jörðu.

Til þess að skilja betur það starf sem fram

fer á norðlægum leikskólalóðunum var farið

í vettvangsferð og rýnt í 14 leikskólalóðir

á Norðurlandi. Viðtöl voru tekin við 29

starfsmenn sem starfa með börnum á leikskólalóðum.

Gengið var um lóðirnar og þau

tæki og svæði skoðuð sem starfsmenn töldu

virka vel. Eins var rýnt í það sem ekki virkar.

Viðmælendur voru með mislanga starfsreynslu

og bakgrunn, þ.e. leiðbeinendur,

menntaðir leikskólakennarar, iðjuþjálfar, leikskólastjórar

og nemar í leikskólafræðum.

Leitast var eftir því að heimsækja fjölbreyttar

leikskólalóðir, minni og stærri, gamlar

og nýjar.

Nýsköpunargildi verkefnisins felst í að auka

þekkingu innan fagsviðs landslagarkitektúrs

á hönnun leikskólalóða og gildi þeirra í leikskólastarfinu.

Lítið er til af rannsóknum á viðfangsefninu

miðað við íslenskt umhverfi frá

sjónarhorni landslagsarkitekta.

Út frá verkefninu varð til verkfærakista sem

landslagsarkitektar geta nýtt sér við hönnun

leikskólalóða.

MARKMIÐ

Markmið verkefnisins var að rýna í

hönnun leikskólalóða á Norðurlandi

og skoða hvaða hönnunarþætttir eru

mikilvægir fyrir skólastarfið. Afurð

verkefnisins er verkfærakista sem

nýtist landslagsarkitektum við hönnun

leikskólalóða og sem kennsluefni

fyrir nema í landslagsarkitektúr.


AÐFERÐIR

Verkefninu er skipt upp í tvo hluta og

byggir á eigindlegri aðferðarfræði.

Í inngangskafla er fjallað um markmið og

aðferðafræði verkefnisins og rýnt í hvert

hlutverk leikskólalóða er. Seinni hluti verkefnisins

byggir á viðtölum og er samantekt

sett fram sem verkfærakista.

Farnar voru vettvangsferðir og leikskólalóðirnar

skoðaðar ásamt því að viðtöl voru tekin

við leikskólakennara og skólastjórnendur

sem gáfu innsýn í hlutverk lóðarinnar í leikskólastarfinu

og mikilvægi búnaðar og landslags

fyrir hreyfi- og félagsþroska barna á

leikskólaaldri. Einnig voru teknar ljósmyndir

af hverri og einni lóð ásamt leiktækjum.

Fjórtán leikskólalóðir voru heimsóttar og

rætt var við 29 leikskólastarfsmenn, auk þess

sem gengið var með þeim um lóð viðkomandi

leikskóla. Rýnihópurinn var fjölbreyttur

með ólíkan bakgrunn og byggir verkefnið á

viðtölum við hann.

Oftast var rætt við einn starfsmann í einu

en í nokkrum viðtölum voru tveir eða fleiri

viðmælendur en þá mynduðust líka

áhugaverðar umræður. Lagðar voru fram

nokkrar grunnspurningar og leitast eftir því

að fá svör við þeim. Samtalið fór þó oft í

aðrar áttir, sem var mikilvægt fyrir verkefnið,

til að ná fram mikilvægum sjónarmiðum

starfsfólksins. Margir áhugaverðir punktar

komu fram í viðtölunum sem fengu sess í

skýrslunni og bættust jafnvel inn á spurningalistann

fyrir næstu viðmælendur.

Til að ná sem bestu flæði í viðtölunum voru

þau tekin upp og skrifuð upp eftir á. Hvert

viðtal tók að meðaltali um 35 mínútur. Hver

heimsókn endaði á vettvangsferð um lóðina

og var skýrsluhöfundur þá kominn með góða

mynd af lóðinni eftir viðtölin. Nafnleynd er

á viðtölunum og ekki kemur fram hvaða upplýsingar

komu frá hvaða leikskóla.

8 AÐFERÐIR


INNGANGUR

MARKMIÐ

AÐFERÐIR

BAKGRUNNUR

HLUTVERK LEIKSKÓLALÓÐA

SAMTAL

VIÐTÖL

GREINING

VERKFÆRAKISTA

LOKAORÐ

Mynd 1. Uppbygging verkefnis


ATHUGUNARSVÆÐI

Til að fá sem besta mynd af leikskólum

á norðlægum slóðum var rýnt í nokkrar

lóðir á Norðurlandi. Leikskólalóðirnar voru

allar heimsóttar á meðan verkefnið var

unnið, í júní og júlí 2022. Því eru heimildir

starfsfólks um það hvernig lóðin og notkun

hennar breytist eftir árstíðum mikilvægar

til að fá sem skýrasta mynd af leikskólalóðum

yfir aðrar árstíðir.

Á athugunarsvæðinu að finna 31 leikskólalóð.

Sjö þeirra eru samtengdar og samnýttar

með grunnskóla. Á svæðinu voru 1911

börn skráð í leikskóla árið 2020 skv. nýjustu

tölum frá Hagstofunni. Sex ára börn eru

ekki inni í þessari tölu þar sem þau reiknast

inn í grunnskólatölur.

FJÖLBREYTTAR LÓÐIR

Leitast var við að velja fjölbreyttar leikskólalóðir

t.d. með tilliti til staðsetningar,

inn í landi og við sjó, skjólsæl svæði og

opin svæði fyrir vindi. Einnig var leitast

við að rýna í litlar, stórar, nýjar og gamlar

lóðir. Þó hafa leiktæki verið endurnýjuð

á elstu lóðunum. Ekki náðist að heimsækja

leikskólalóðir sem samnýttar eru með grunnskólum

á þeim svæðum.

FJÖLDI BARNA

Heimsóttar voru lóðir við litla og stóra leikskóla.

Á fámennustu lóðinni voru börnin 13

en 134 á þeirri fjölmennustu.

10 ATHUGUNARSVÆÐI

FJÖLDI LÓÐA

Heimsóttar voru 14 leikskólalóðir á Norðurlandi

á svæðinu frá Hvammstanga til Húsavíkur

eins og mynd 2 sýnir. Ljósbleikur

punktur á myndinni merkir einn leikskóla

og dökkbleiki punkturinn á Akureyri merkir

fimm leikskóla.

Mynd 2. Staðir heimsóttir á norðurlandi


NORÐURLAND

Ólafsfjörður

Hofsós

Húsavík

Hólar

Dalvík

Grenivík

Sauðárkrókur

Hvammstangi

Akureyri

Hrafnagil

Fjöldi leikskóla

Fjöldi viðmælenda

5

1

Hvammstangi

Sauðárkrókur

Hofsós

Hólar

Ólafsfjörður

4

3

1

3

1

Dalvík

Akureyri

Hrafnagil

Grenivík

Húsavík

3

7

1

3

3


12 BAKGRUNNUR

BAKGRUNNUR


HLUTVERK LEIKSKÓLALÓÐA

Börnin verja drjúgum tíma í leikskóla

eða að meðaltali sex klukkustundum

á dag. Samkvæmt Aðalnámskrá

grunnskólanna, Barnasáttmála

Sameinuðu þjóðanna og Landlæknisembættinu

er nokkuð ljóst að aðgangur

leikskólabarna að leikskólalóð

skiptir miklu mál. Lóðin er mikilvægt

námsrými sem kennir börnunum m.a.

að umgangast náttúruna og stuðlar

að fjölbreyttri hreyfingu sem er

öllum lífsnauðsynleg.

AÐALNÁMSKRÁ LEIKSKÓLA

Í Aðalnámskrá leikskólanna er talað um

mikilvægi námsrýma á lóðinni:

„Leikskólalóð er mikilvægt námsrými sem

á að hvetja börn til leiks, til að rannsaka,

hreyfa sig og tjá sig á mismunandi vegu. Til

að svo megi vera þarf að huga að fjölbreytileika,

m.a. í landslagi, jarðvegi, gróðri og

þeim efnivið sem börnin hafa aðgang að.

Nærumhverfi leikskóla er margbreytilegt og

mismunandi eftir staðsetningu leikskólans.

Náttúran býður upp á fjölbreyttan efnivið

og margvísleg tækifæri til rannsókna og

uppgötvana. Manngert umhverfi í nágrenni

leikskóla er einnig mikilvægt námsumhverfi

sem börn þurfa að fá tækifæri til að kynnast

og læra af.“

(Aðalnámskrá leikskólanna, kafli 8)

Þá segir einnig í Aðalnámskránni að leikskólalóðin

sé mikilvæg fyrir bæði þroska og

lýðheilsu barna og að leikskólabörn eigi að

fá tækifæri til fjölbreyttrar útiveru og hreyfingar.

Þá segir þar einnig að húsnæði

og búnaður leikskóla, leikvöllur og nærumhverfi

myndi námsumhverfi leikskóla því

leikskólabörn læra bæði úti og inni.

„Skipulag, hönnun og nýting námsumhverfis

endurspeglar þau viðhorf og gildi

sem liggja að baki leikskólastarfinu. Umhverfið

er jafnframt mikilvægur áhrifaþáttur

í námi barna og þarf hönnun þess, nýting

og skipulag að taka mið af reynslu, áhuga

og þroska ólíkra barna. Þegar námsumhverfi

leikskóla innan- og utandyra er skipulagt þarf

að hafa í huga markmið leikskólastarfsins,

notagildi og fagurfræðilega þætti. Umhverfið

þarf að vera öruggt, heilsusamlegt og

jafnframt hvetjandi og aðlaðandi. Leggja

skal alúð í skipulag og hönnun umhverfis þar

sem verk barna njóta sín. Námsumhverfi

leikskóla þarf að henta fjölbreyttum hópum

barna og starfsfólks. Það þarf að geta tekið

breytingum og þróast með tilliti til þarfa og

áhuga þeirra sem þar dvelja. Börn og for-

eldrar eiga að fá tækifæri til að hafa áhrif á

skipulagningu námsumhverfisins í samráði

við starfsfólk leikskóla.“

(Aðalnámskrá leikskólanna, kafli 8)

BARNARÁTTMÁLINN

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

kemur fram að menntun eigi að hjálpa

börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína,

hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim

að þekkja réttindi sín og að virða réttindi

annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika.

Menntun á að hjálpa þeim að

lifa friðsamlega og að vernda náttúruna.

HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI

Samkvæmt Landlæknisembættinu er

grunnurinn að lífsvenjum og heilbrigði á

fullorðinsárum lagður í æsku. Dagleg hreyfing

gegnir lykilhlutverki fyrir andlega, líkamlega

og félagslega vellíðan fólks alla ævi og

er börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt

og þroska. Þar segir einnig að fjölbreytt

hreyfing við hæfi stuðli að betri líkamshreysti

og aukinni hreyfifærni. Hreyfing getur

líka verið sameiginlegur leikur sem skapar

meðal annars tækifæri til að auka félagslega

færni, eignast vini og efla sjálfstraust.


14 VIÐTÖL

VIÐTÖL


INNGANGUR AÐ VERKFÆRAKISTU

Samtöl skýrsluhöfundar við starfsfólk leikskólanna

áttu sér stað í júní og júlí árið

2022. Þegar talað er um starfsfólk leikskólanna

nær það yfir alla viðmælendur í

þessari skýrslu.

NÝTING LÓÐARINNAR

Leikskólabörn verja allt að þremur klukkustundum

á dag úti á leikskólalóðinni og er

nánast allur sá tími nýttur í frjálsan leik þó

einstöku sinnum sé farið í skipulagt starf

á lóðinni. Nefndu nokkrir viðmælendur að

ef nýta ætti lóðina í skipulagt starf ætti að

taka þann tíma af inniverunni og hafa alltaf

hluta af útiverunni frjálsan leik. Viðmælendur

voru sammála um að hægt væri að nýta

lóðina betur í almennt leikskólastarf ef t.d.

bekkir og borð væru á lóðinni.

„Þó að við vitum kannski ekki allt

með hönnunaratriðin þá vitum við

með praktíkina“

Þá væri hægt að færa hluta af því starfi sem

fram fer innandyra út.

Nokkrir nefndu mikilvægi þess að stúka

yngri börnin af þar sem þau geta auðveldlega

orðið hrædd í látunum frá eldri börnunum.

„Yngri börnin geta orðið hrædd við

lætin í eldri börnunum“

Á nokkrum lóðum var lóðinni skipt upp eftir

aldri og létu allir vel af því. Huga þarf vel að

því að hafa fjölbreytt tæki og rými á lóðinni

sem koma til móts við hreyfiþörf, rólega

leiki og ímyndunarleiki fyrir alla aldurshópa.

Sum tæki henta betur en önnur fyrir

þessa leiki og verður farið betur í það hér

á eftir.

NÝTING LÓÐAR ALLAN

ÁRSINS HRING

Mikilvægt er að hægt sé að komast út á lóðina

allan ársins hring og við hönnun lóða

sé ríkjandi vindátt skoðuð og hugað sé að

snjósöfnun á svæðinu. Á veturna geta nokkur

eða öll tækin farið á kaf eða hálfkaf og

þá breytast nýtingarmöguleikar lóðanna.

Börnin fara þá oft að moka í snjónum eða

renna sér en þá er oft meiri hasar og læti.

En þegar mikill snjór er á lóðinni eða vont

veður er oft erfitt að fara með börnin út.

„Dagar sem börnin komast ekki út

eru erfiðir fyrir börnin og maður

finnur það sjálfur hvað það munar

miklu fyrir mann sjálfan að komast út“

Best er að staðsetja tækin á stöðum þar sem

ekki safnast mikill snjór. Gott er að hafa

hóla eða brekkur en oftast minnka brekkurnar

á veturna þar sem snjórinn safnast


saman fyrir neðan þær en ekki eins mikið

á toppnum. Leiktæki sem ýta undir rólegan

leik ættu t.d. að vera við rólegu svæðin

og jafnvel sem næst byggingunni. Vinsæl

og hávaðasöm leiktæki og leiksvæði eru

betri lengra frá byggingunni. Einnig er

mikilvægt að huga að snjóalögum þegar

leiktæki eru sett niður svo nýting þeirra

takmarkist ekki við sumarið heldur nýtist

allt árið.

Ekki eru til tölur um slys á leiksvæðum eða í

leiktækjum á leikskólum. Slysin sem gerast

á lóðunum eru helst þau að börn detta úr

of mikilli hæð, oftast ef þau hafa prílað á

staði sem þau eiga ekki að komast á. Einnig

eru minniháttar slys á veturna þegar klaki

og krapi er á lóðunum, þá eiga þau það

til að detta og slasa sig. Slys á gangstétt

sem möl hefur farið á eru oft leiðinleg, litlir

steinar sem fara auðveldlega inn í húðina.

Einn viðmælandi tengdi slysin helst við vorin,

þegar börnin eru farin að vera léttklæddari

úti. Þá er oft verra að detta heldur en í snjógallanum

og börnin vön eftir veturinn að fá

mýkri lendingu.

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

VIÐTALANNA

Almennt er hægt að nýta lóðirnar betur í skipulagt

starf, t.d. ef bekkir og borð eru á lóðunum.

Nauðsynlegt er að hafa fjölbreytt tæki og svæði

á lóðunum. Huga þarf einnig að staðsetningu

leiktækja út frá hávaða, öryggi og snjóalögum.

Flestir nefndu það að reglugerðir væru orðnar

mjög stífar þegar kemur að leiktækjum og hvað

megi setja á lóðina og vildi fá meira frelsi til að

búa sjálf til tímabundin tæki.

„Okkur er treyst fyrir börnunum alla

daga allan ársins hring en okkur er

ekki treyst til þess að velja eða gera

leiktæki handa þeim“

Viðmælendur voru einnig sammála um

mikilvægi þess að börnin kæmust út alla

daga því mikill munur væri á hegðun þeirra

og háttalagi þá daga sem ekki væri hægt

að fara út. Þeir einkennast af miklum látum,

óróleika og hávaða.

16 VIÐTÖL



18 VERKFÆRAKISTA

VERKFÆRAKISTA


SVÆÐI UPP VIÐ HÚS RÓLEG SVÆÐI OPIN SVÆÐI

Höfundur nýtti þá umræður sem

sköpuðust í viðtölum til að þróa verkfærakistu

fyrir hönnun leikskólalóða

sem landslagsarkitektar geta

nýtt sér við hönnun leikskólalóða á

norðlægum slóðum.

Verkfærakistan dregur saman helstu hönnunarþætti

sem eru mikilvægir til að styrkja

skólaumhverfi leikskólabarna.

Verkfærakistan skiptist annars vegar í svæði

sem eru æskileg á leikskólalóðinni (opin

svæði, lokuð svæð, hólar o.fl.) og hinsvegar

í leiktæki bæði sem flestum viðmælendum

fannst vera nauðsynleg og einnig

önnur leiktæki sem hafa verið að virka vel.

Undir hverju tæki kemur fram hversu

algengt tækið er.

STÍGUR HÓLL GRÓÐUR

RÓLA KLIFURTÆKI KOFI

SANDKASSI RENNIBRAUT KASTALI

STAURAR ÞRAUTABRAUT SKÚLPTÚR

GORMATÆKI JAFNVÆGISSLÁ VEGASALT

DRULLUSVÆÐI

GRJÓT

VATNSKRANI

Mynd 3. Verkfærakista fyrir hönnun á leikskólalóðum á norðurslóðum.


SVÆÐASKIPTING

LÓÐAR

20 VERKFÆRAKISTA


Oft er tíminn sem nýttur er á leikskólalóðinni

eini tíminn sem börnin

eru úti, sérstaklega á veturna þar sem

myrkur er skollið á eftir leikskóladaginn.

Flestir viðmælendur nefndu

að það skipir miklu máli að hafa lóðina

aðgengilega allan ársins hring.

Lóðin er að mestu leyti nýtt í frjálsan leik

fyrir börnin og í viðtölum kom fram að það

sé mikilvægt fyrir börnin að fá tíma í frjálsan

leik. Þó er stundum farið í hópastarf,

leiki og rannsóknarferðir á lóðinni. Til

dæmis er leikskólalóðin oft nýtt í hópastarfstengd

verkefni, eins og að tína lauf

á haustin.

Svæðaskipt lóð þar sem yngstu börnin fá sitt

svæði veitir þeim meiri öryggistilfinningu.

Flestir viðmælendur telja þó að það sé mikilvægt

bæði fyrir þau og eldri börnin að hittast

eitthvað og leika saman. Á þann hátt öðlast

eldri börnin meiri ábyrgðartilfinningu og

yngri börnin læra af og líta upp til þeirra eldri.

Huga þarf að vatnssöfnun á lóðinni, hvert

vatnið rennur og hvort það geti frosið á

veturna en krapi og vatn getur safnast

saman og verið hættulegt börnum og fullorðnum.

Þá þarf að passa að ekki séu holur

á lóðinni því krapi og vatn geta safnast þar

saman á haustin. Eins skiptir máli að lóðin

nái ekki hringinn í kring um húsið og ekki

fyrir mörg horn því það gerir það erfiðara

að halda yfirsýn yfir hópinn og halda utan

um starfið.

„Við lokuðum svæðinu sem nær fyrir

hornið því það þurfti alltaf auka

starfsfólk til að vakta það svæði,

í staðinn getur starfsfólkið veitt fleiri

börnum athygli“

Fram kemur í öryggishandbók leikskólanna

frá 2014 að ef girðingarstaurar, ljósastaurar

og hlið eru úr járni t.d. galvaníseruð,

þarf að mála þau upp í 1,5 metra hæð því

annars er hætta á að börn geti fest við

þau tungu eða fingur í frosti. Leikvallatæki

þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar um

öryggi leikvallatækja og svæða og eftirliti

með þeim. Mikilvægt er að starfsfólk og

hönnuðir leikskólalóða kynni sér fyrir hvaða

aldurshópa tækin eru hönnuð. Ef leiktæki á

leikskólalóð hæfir ekki aldri ákveðins hóps

barna er mikilvægt að þess sé gætt að þau

leiki sér ekki í því.

Fallvarnarefni sem notuð eru við hönnun

lóða eru til dæmis fallvarnarefni úr endurunnu

gúmmíi, mottur og gervigras. Á nokkrum

lóðum er þó enn notuð perlumöl sem

fallvarnarefni en það er aðallega á eldri

lóðum. Huga þarf að því að öll þessi fallvarnarefni

breytast þegar frost er komið í

jörðu og geta þau misst notkunargildi sitt.

Við kaup á stöðluðum leiktækjum í dag á

alltaf að fylgja með radius í kring um tækin

sem segir til um hve stórt svæði í kringum

tækið á að vera fallvarnarefni.

Greining var gerð á öllum leikskólalóðunum 14

sem heimsóttar voru á tímabilinu. Rýnt var

í hvaða tæki, yfirborðsefni og önnur atriði

einkenna lóðirnar.


SVÆÐIN

Atriði sem komu fram í viðtölum

SVÆÐI UPP VIÐ HÚS RÓLEG SVÆÐI OPIN SVÆÐI

22 VERKFÆRAKISTA

Mjög vinsæl.

Yngri börnin sækja mest í rýmið

upp við húsið.

Nýtist í rólega leiki.

Gott að hafa rólegt svæði upp

við húsið og við útganginn.

Mikilvægt allan ársins hring og

sérstaklega á veturna.

Mjög vinsæl.

Allir aldurshópar sækja í róleg

svæði þó oftast séu það sömu

börnin.

Góð fyrir einveru.

Gott að hafa fleiri róleg svæði

á lóðinni heldur en eingöngu

upp við hús. Börnin dreifast

meira og finna frekar eitthvað

við sitt hæfi.

Vinsæl hjá börnum sem vilja

hreyfa sig mikið. Hentar vel

fyrir ærslaleiki.

Hentar öllum aldurshópum þó

aðallega þeim elstu.

Góð fyrir hreyfingu og leiki.

Gott að hafa opin svæði fjær

rólegu svæðunum og lengra frá

leikskólabyggingu.


STÍGUR HÓLL GRÓÐUR

Vinsæll fyrir hjólaleiki fyrir

börnin og göngu og gæslu fyrir

starfsfólk.

Allir aldurshópar.

Góður til að stýra umferð um

svæðið.

Gott að hafa hann í hring í gegnum

lóðina og fjær byggingu.

Vinsæll hjá börnum sem vilja

hreyfa sig mikið.

Allir aldurshópar.

Góður fyrir hreyfi- og klifurþörf.

Gott að hafa hann fjær rólegum

svæðum.

Vinsæll hjá þeim sem vilja

rólega leiki.

Allur aldurshópur.

Góður fyrir einveru, rólega

leiki eða rólega hópleiki. Hentar

líka fyrir ærslaleik og klifur.

Gott að hafa þá nálægt rólegri

svæðum.


SVÆÐI UPP VIÐ HÚS

Allar leikskólalóðirnar voru með stétt fyrir

framan innganginn í leikskólabygginguna,

ýmist steypta eða hellulagða. Á nokkrum

lóðum var timburpallur sem gerði svæðið

enn hlýlegra.

UMRÆÐA

Svæðin upp við leikskólabygginguna eru

oftast róleg og börnin þar yfirleitt í rólegum

leik. Þessi svæði gefa mikla öryggistilfinningu

fyrir yngri börnin. Þar er hurðin inn í

bygginguna þar sem börnin eru kölluð inn

af þeirra kennara og þar birtast oft foreldrar

til þess að sækja börnin sín. Mikilvægt

er að halda svæðinu upp við húsið rólegu

og setja ekki hávaðasöm leiktæki á stéttina.

Sandkassi hentar þó vel á þessi svæði. Oft

er gott skjól fyrir vindi upp við húsið en þar

getur líka safnast mikill snjór.

„Lykilatriði er að hafa hita í stéttinni

upp við húsið svo að allir komist

eitthvað út, sama hvernig viðrar“

Ef hringlaga göngu- og hjólastígur er á lóðinni

er gott að hafa hann í nokkurri fjarðlægð

frá leikskólabyggingunni og rólega svæðinu

upp við hana og þá frekar göngustíg að

hringnum. Oft getur myndast æsingur á

stígnum, sérstaklega í kringum hjólin, sem

getur skapað hættu fyrir yngri börn ef

stígurinn er upp við eða liggur í gegnum

svæðið upp við húsið.

Mynd 3. Snjóþungt svæði upp við hús.

24 VERKFÆRAKISTA

Mynd 4. Upp við byggingu, pallur til suðurs


ÁRSTÍÐIR

Ef sólin skín á svæðið er notalegt að sitja

úti á stéttinni. Mikilvægt er að halli frá lóð

liggi ekki upp að svæðinu þar sem vatn

getur þá safnast saman á haustin og veturna

og jafnvel frosið. Á veturna er nauðsynlegt

að auðvelt sé að moka það eða

að hiti sé í stétt svo að hægt sé að fara út

á svæðið allan ársins hring. Oft er þetta

eina svæðið sem hægt er að vera með þau

yngstu í snjóþungum vetrardögum.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Við aðalútgang frá leikskólabyggingu og

út á leikskólalóð.

SLYSATÍÐNI

Slys gerast helst á þessu svæði ef önnur

tæki eru nálægt. Ef sandur eða möl berst

á stéttina geta bæði börn og fullorðnir

runnið þar til. Ekki er æskilegt að hjólastígur

liggi í gegnum svæðið þar sem

börnin komast oft á mikla ferð á hjólunum

og geta þá skollið á önnur börn í leik.

Mynd 5. Upp við byggingu á yngribarna deild


RÓLEG SVÆÐI

Á nokkrum leikskólalóðunum voru fleiri og

smærri róleg svæði. Runnabeð og trjágróður

verða oft að rólegum svæðum. Róleg svæði

virðast oftast vera þar sem ákveðin rýmismyndun

á sér stað, ekki oft á opnu svæði.

UMRÆÐA

Oft eru það sömu börnin sem sækja í rólegu

svæðin. Mikilvægt er að hafa nokkur róleg

svæði á lóðinni, ekki eingöngu upp við hús.

Eldri börnin sækja oft í róleg svæði en vilja

oft vera í meira næði frá starfsfólki. Á

einni leikskólalóðinni var svæði innan um

mikinn gróður og há tré orðið að rólegu

og vinsælu leiksvæði, þó svæðið hafi ekki

verið hugsað sem slíkt í upphafi. Rýmið sem

gróðurinn og girðingin mynda hafði gert

svæðið hálflokað, sem hentar vel í rólega

leiki. Börnin nýta svæðið t.d. til að moka

með skóflu í fötur í moldinni. Svæðið er

því orðið að hálfgerðu drullusvæði sem var

ekki ætlunin þegar lóðin var hönnuð.

„Mikilvægt að halda svæðinu svona

og leyfa börnunum að þróa svæðið

áfram enda svæðið orðið að mikilvægu

leiksvæði“

Algengt er að rólegu svæðin séu kofasvæði,

drullusvæði eða svæði sem mynda

rými t.d. innan um gróður.

26 VERKFÆRAKISTA

Mynd 6. Gróður og drullusvæði


ÁRSTÍÐIR

Rými sem myndast af trjám og gróðri taka

mismunandi ásýnd eftir árstíðum. Þá getur

snjór safnast saman á skjólsælli stöðum.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning rólegra svæða

er upp við hús en einnig má gera fleiri

róleg svæði í jaðri lóðanna, fjær rólum og

kastala.

SLYSATÍÐNI

Slys gerast helst ef önnur tæki eða hjólastígur

liggja í gegnum rólega svæðið.

Mynd 7. Þægilegt fyrir börnin að sitja saman í hring á rólegu svæði


OPIN SVÆÐI

Á flest öllum lóðunum voru einhvers konar

opin svæði sem nýttust í fjölbreytta leiki. Á

nokkrum svæðum voru fótboltamörk en oft

voru svæðin auð og opin fyrir hringleiki.

Opna svæðið á flestum lóðunum var grasi

gróið en þó var fallvarnarefni á nokkrum

þeirra. Á einni lóðinni var svæðið í hvíld

þar sem það var orðið að drullusvæði við

fótbotlamörkin eftir miklar rigningar. Börnin

virtu það og létu svæðið í friði.

UMRÆÐA

Tilgangi svæðanna er auðvelt að breyta

sem gefur fjölbreytni í leikskólastarfið, en

opin svæði hafa mestu möguleikana í að

breyta lóðinni tímabundið.

„Börnunum finnst breytingar á lóðinni

eða svæðum alltaf spennandi

og skemmtilegar“

Til dæmis er vinsælt að eiga létt fótboltamörk

til að setja upp á slíkum svæðum sérstaklega

fyrir þá sem hafa mikla hreyfiþörf.

„Að koma með eitthvað nýtt á lóðina

hvort sem það eru fótboltamörk

eða hlutir í aðra hringleiki er alltaf

spennandi og skemmtilegt“

Þar sem gras er á opna svæðinu þarf oft

að hvíla svæðið eftir mikla rigningu. Eins á

vorin þegar snjórinn er að bráðna og frost

að fara úr jörðu og þá getur svæðið orðið að

einu drullusvæði. Ef um föst fótboltamörk

er að ræða er gott að hafa gummímottur

undir og fyrir framan markið þar sem þar

er yfirleitt mesta álagið. Starfsfólk lóðana

sem ekki voru með opin svæði voru sammála

um að mikilvægt væri að gera ráð fyrir

opnu svæði í hönnnun leikskólalóða.

Mynd 8. Opið svæði

28 VERKFÆRAKISTA

Mynd 10. Opið svæði nýtt í leiki og samverustund.


ÁRSTÍÐIR

Opin svæði nýtast nánast allan ársins

hring. Á vorin geta þau þó verið eitt drullusvað

og þarf að vernda það á meðan grasið

er að taka við sér eftir veturinn. Á sumrin

er hægt að fara í allskonar leiki og nýtist

það best á þeim árstíma. Oft eru svæðin

það opin að ekki safnast mikill snjór á þau

á veturna.

Mynd 9. Opið svæði nýtt fyrir fótboltamörk.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning fyrir opin svæði er

fjarri leikskólabyggingunni og ekki í nálægð

við róleg svæði eða leiktæki.

SLYSATÍÐNI

Slys á opnu svæði fara algjörlega eftir því

hvaða leikir eru þar í boði. Árekstrar geta

orðið í fótbolta og öðrum hlaupaleikjum.


STÍGAR

Á flestum lóðunum mynda stígar hring utan

um svæði eða leiktæki. Á einni lóðinni lá

stígurinn í hring og inn á rólega svæðið við

leikskólabygginguna en þar myndast oft

mikil hætta þegar börnin nýta stíginn til að

hjóla á. Á þeim leikskóla vildi starfsfólkið

fá stíginn frá rólega svæðinu en að annar

stígur myndi liggja að hringnum. Á nokkrum

lóðum liggur stígur upp á lítinn hól og þar

myndast þá brekka sem vinsælt er að hjóla

niður. Þar þarf að passa upp á að leiktæki

séu ekki sett upp við stíginn fyrir neðan

brekkuna. Stígarnir voru oftast malbikaðir

en á nokkrum af nýjustu lóðunum voru þeir

með gúmmí fallvarnarefni.

Nokkrir nefndu að þeir vildu frekar hafa

fallvarnarefni í stígunum þar sem börnin

komast oft á mikinn hraða á hjólunum.

„Best er að aðal stígurinn liggi ekki

í gegnum svæðið næst húsinu þar

sem það svæði flokkast undir rólegt

svæði, þó má stígur liggja frá rólega

svæðinu og að aðalstígnum“

Þá þarf einnig að huga að efnisvali í nálægð

við stígana. Möl upp við stíg getur verðir

varasöm þar sem mölin getur borist upp á

stíginn og börn og fullorðnir geta runnið til

og dottið og hjól fipast.

30 VERKFÆRAKISTA

UMRÆÐA

Flestir viðmælendur voru sammála um að

góður stígur væri mikilvægur en staðsetningin

á honum og hvert hann liggur þarf að

vera úthugsað.

Fram kemur í öryggishandbók leikskólanna

að göngustígar og gangstéttir eiga að vera

með slétt yfirborð og flestir viðmælendur

lögðu áherslu á að huga þyrfti vel að þessum

málum þar sem lítil misfella getur verið

varasöm. Ef meira en 2 cm mishæð er til

staðar er hætta á falli. Þá þarf að sópa stíga

ef eitthvað hefur borist á þá.

Mynd 11. Göngustígur hringin í kringum svæðið


ÁRSTÍÐIR

Á sumrin eru stígarnir vinsælir í hjólaleiki

og þar ferðast börnin um svæðið. Á haustin

og veturna getur hálka, bleita og snjór

safnast fyrir sem takmarkar notkun stígsins.

Það mætti laga með því að hafa stíginn upphitaðann.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning er hvar sem er á

leiksvæðinu, en fjær rólega svæðinu. Þá má

stígurinn gjarnan liggja í hring.

SLYSATÍÐNI

Slys gerast helst þegar hjólað er á stígnum

og ef stígurinn liggur yfir önnur svæði þar

sem börn eru að leik.

Mynd 12. Gögnustígur sem fær nýtt hlutverk, alltaf vinsælt að breyta til.


HÓLAR

Mynd 13. Ljósastaur upp við hólinn sem skapar hættu þegar börnin renna niður, einnig er

toppurinn of oddhvass og lítið rými fyrir börnin að setjast á þotuna uppi.

32 VERKFÆRAKISTA

Hóla eða brekkur var að finna á öllum lóðunum

sem heimsóttar voru. Algengast var

að hóll stæði í jaðri lóðarinnar en einnig

á miðri lóð. Brekkurnar voru alltaf í jaðri

lóðarinnar þar sem efst í henni var girðing.

Á nokkrum lóðum voru tveir eða fleiri hólar

og á tveim lóðum var gil ofaní lóðina, þar

safnaðist oft vatn sem getur verið varasamt.

UMRÆÐA

Hólar eru vinsæll leikstaður ekki síst á veturna

þegar brekkurnar breytast í sleðabrekkur.

Hólar og brekkur minnka oft á vetruna

því snjórinn safnast frekar fyrir í hliðum

þeirra en á toppnum.

„Oft er hóllinn eða brekkan það eina

sem er í boði á lóðinni á veturna ef

mikill snjór er á lóðinni og jafnvel

öll leiktæki farin í kaf“

Það sem þarf að huga að við gerð hóla er að

þeir séu ekki of oddhvassir efst því nauðsynlegt

er að börnin geti sest á snjóþotu á

sléttum fleti efst uppi á hólnum og að þau

eigi það ekki til að renna afturábak niður

hinumegin við hólinn. Einnig þarf að huga

að leiktækjum, ljósastaurum og öðru í kring

svo ekki skapist hætta af þegar börnin renna

sér niður. Leiktæki sem stendur aðeins upp

úr jörðinni fyrir neðan hól getur verið mjög

hættulegt. Það sama á við um ljósastaura

og dæmi eru um að leikskólakennarar hafi

þurft að bólsta staura með dýnum á veturna

til koma í veg fyrir slys.

„Oft þarf mikla gæslu við hólana, ekki

síst vegna þess að ef blindsvæði

myndast fyrir aftan þá, þá á starfsfólk

erfitt með að fylgjast með öllum

svæðum“

Á einni leikskólalóðinni voru tvær brekkur á

móti hvor annarri en starfsfólk var búið að

fá samþykki fyrir því að því yrði breytt þar

sem mikil hætta skapaðist þegar börn væru

að renna niður af sitthvorum hólnum og

gætu skollið saman. Á nokkrum leikskólum

var hóllinn á miðri lóðinni og því erfitt að

stýra hvert eða í hvaða átt börnin renna.

Í slíkum tilfellum þarf að passa allt svæðið

í kringum hólinn svo ekki verði árekstar.

Voru viðmælendur sammála um að betra

væri ef hóllinn væri út í enda lóðarinnar.

Hólar og brekkur safna ekki vatni og því

þarf sérstaklega að huga að staðsetningu

þeirra. Á einni lóðinni var brekka sem hallaði

að leikskólabyggingunni sem gerir það

að verkum að þar safnast mikið vatn fyrir,

beint fyrir framan útidyrahurðina.

Mynd 14. Tré upp við hólinn sem hefur ekki verið vandamál hingaðtil og börnin virðast átta sig

betur á og sjá tré heldur en ef um væri að ræða ljósastaur.


ÁRSTÍÐIR

Mikilvægt er að hafa sléttan flöt efst uppi á hólnum þar sem börnin geta

auðveldlega staðsett snjóþotuna án þess að renna af stað.

Oddhvassir hólar eru ekki góðir og

geta verið slysagildra.

Hólar nýtast allt árið. Á haustin og veturna

eru þeir nýttir vel í að renna á snjóþotum.

Á sumrin nýtast þeir í klifur hjá yngri

börnum og í aðra leiki hjá öllum aldurshópum.

Hólarnir eru viðkvæmastir á vorin

þegar snjór og frost er að fara úr jörðu,

þá eiga þeir það til að verða að drullu

svæði. Hólarnir gefa börnunum yfirsýn yfir

svæðið.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Mynd 15. Hólar á móti hvor öðrum og leiktæki í miðjunni sem skapar hættu. Börnin geta skollið á leiktækin eða sama þegar þau koma niður sitthvorn hólinn. Búið að að fá það í gegn að hólarin

verði jafnaðir við jörðu og í staðinn verður aðeins einn hóll.

Ákjósanleg staðsetning fyrir hól er fjær byggingu

en þó ekki of nálægt girðingu þar sem

börnin geta runnið á hana. Þó nefna nokkrir

að þeir vilji hólinn í enda lóðar þar sem

girðingin nær upp á hann. Þá myndast

ekki blindsvæði fyrir aftan hann og börnin

renna síður aftur á bak þegar þau eru búin

að staðsetja sig upp á hólnum á snjóþotu.

SLYSATÍÐNI

Mynd 16. Hólar á móti hvor öðrum sem skapar hættu. Börnin geta skollið sama þegar þau koma niður sitthvorn hólinn.

Slys gerast helst ef leiktæki eða staurar

eru staðsett við hólinn. Hálka getur myndast

á hólnum og þá geta börnin dottið.

Mynd 17. Þegar hóllinn er upp við grindverkið myndast bæði felustaður fyrir börnin og þau eiga það til að renna á girðinguna á veturna.


GRÓÐUR

Einhvers konar gróður var að finna á öllum

lóðunum, þó í mismiklu magni. Á eldri lóðum

voru yfirleitt nokkur stór og gróin tré. Á

nýrri lóðunum var líka að finna tré en þar var

oftast varnargirðing utanum til að hlífa þeim

fyrstu árin. Runna var að finna á nokkrum

stöðum, ýmist sem hekk eða stakir í minni

einingum. Ekki var mikið um blóm þó að nokkrar

runnategundir blómstruðu. Oft mynduðu

runnarnir og trén rými eða felustaði.

UMRÆÐA

Flestir viðmælendur vilja gróður á lóðina,

bæði sem skjól fyrir vindi en einnig svo að

börnin kynnist náttúrunni betur.

„Gróðurinn bíður upp á tækifæri til

þess að ræða um litina á trjánum, taka

brotnar greinar með inn, stinga þeim

í vatn og fylgjast með hvað gerist“

Þá fylgir gróðrinum ýmis skordýr sem börnum

finnst gaman að skoða. Á einni lóðinni

voru tvö stór tré í brekku sem notuð eru til

að renna sér í á veturna. Þó að flestir tali

um að staurar og leiktæki gangi ekki í eða

við brekku virtust trén á þessari lóð ekki

trufla og ekkert um slys af þeirra völdum.

Mögulega er náttúrulæsið og rýmisskynjun

önnur og betri þegar um er að ræða tré og

gróður heldur en ljósastaura. Viðmælendur

lögðu áherslu á að gott væri að stúka gróðurinn

af með lágri girðingu fyrstu árin til að

forðast ágang. Nokkrir nefndu að runnar væru

ekki ákjósanlegur kostur þar sem auðvelt er

að fela sig á bak við þá.

„Það er nauðsynlegt að hafa fjölbreyttan

gróður á lóðinni en ekki of

þéttan svo að börnin týnist ekki á

bak við hann“

Þá er gróður líka góður fyrir rýmismyndun

og býður upp á fjölbreytt leiksvæði.

34 VERKFÆRAKISTA

Mynd 19. Gróður sem myndar rými


ÁRSTÍÐIR

Gróður tekur ýmsum breytingum eftir árstíðum

og getur nýst í leikskólastarfið í formi

náttúrulæsis. Tilvalið er að hafa sígrænan

gróður með lauffallandi gróðri. Gaman er

fyrir börnin að fylgjast með gróðri vakna til

lífsins á vorin og ná fullum blóma yfir sumarið.

Á haustin fellur svo aftur af trjánum

og á veturna verða þau alveg auð.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Í útjaðri lóðarinnar og við róleg svæði.

Hægt er að nota gróður í rýmismyndun,

háan og lágan gróður

SLYSATÍÐNI

Slys verða aðallega ef börnin eru að klifra

í trjám og detta niður.

Mynd 20. Gróður sem myndar rými fyrir rólegan leik.


36 VERKFÆRAKISTA

LEIKTÆKI


Tekin voru saman þau tæki sem

eru algengust á leikskólalóðum á

Norðurlandi, en einnig þau sem eru

vinsælust. Þá er einnig sagt frá leiktækjum

sem eru óalgeng og hafa verið

sett upp af starfsfólki en virðast

virka vel.

Vinsælustu tækin á þeim leikskólalóðum

sem skoðaðar voru eru sandkassar, rólur,

kast-alar, klifurtæki, rennibrautir og kofar.

Önnur leiktæki sem eru algeng, en eru þó

ekki á öllum leikskólalóðum, eru gormatæki,

jafnvægisslár, vegasölt, staurar, dekk og

borð í sandkössum. Á einni leikskólalóðini er

trékrókódíll sem er vinsæll hjá yngri börnum.

Á einum leikskóla á Akureyri hafði starfsmaður

tekið að sér að smíða strætó úr brettum,

gömlum plaststólum og stýri og er

strætóinn mikið notaður. Á nokkrum stöðum

er vatnskrani sem börnin geta gengið í að

vild og var starfsfólk sammála um að það

væri bæði þroskandi og skemmtilegt fyrir

þau. Gróðurkassar á einni leikskólalóðinni

hafa fengið nýjan tilgang eftir að ræktun

þar var hætt vegna mikillar vinnu við slíkt

en í dag nýtast þeir sem hálfgerður sandkassi

og er draumurinn hjá starfsfólkinu þar

að setja í hann ýmsar ólíkar gerðir af sandi,

möl og mold. Hægt er að gera bílabraut á

milli kassanna og þar með leika sér með

ýmsar gerðir áferða.


ALGENGUSTU LEIKTÆKIN

Atriði sem komu fram í viðtölum

SANDKASSI RENNIBRAUT KASTALI

38 VERKFÆRAKISTA

Mjög vinsæll.

Yngri börnin sækja mest í hann.

Nýtist í rólega leiki.

Gott að hafa þá nálægt húsi.

Mjög vinsæl.

Allur aldurshópur. Oft tvær

rennibrautir á lóð, ein fyrir

yngri og ein fyrir eldir.

Góð fyrir hreyfiþörf.

Gott að setja hana í hól eða

kastala.

Vinsæll hjá börnum sem vilja

hreyfa sig mikið.

Allur aldurshópur. Oft tveir

kastalar á hverri lóð, einn fyrir

yngri og einn fyrir eldri.

Góður fyrir hreyfi og klifurþörf.

Gott að hafa hann fjær rólegu

svæðunum.


RÓLA KLIFURTÆKI KOFI

Vinsæl og nýtast bæði í rólega

einveruleiki og hasarleiki.

Allir aldurshópar, oft eru nokkrar

gerðir af rólum í boði og ungbarnaróla

fyrir þau yngstu.

Góð fyrir hreyfiþroska, samhæfingu

og rólega einveruleiki.

Gott að hafa hana fjær byggingu

og með yfirsýn yfir lóðina.

Vinsælt hjá börnum sem vilja

hreyfa sig mikið.

Allur aldurshópur.

Gott fyrir hreyfi og klifurþörf og

krefst athygli og útsjónasemi.

Gott að hafa tækið fjær rólegu

svæðunum en þó verður leikurinn

oft rólegri heldur en í

kastalanum.

Vinsæll hjá þeim sem vilja

ró- lega leiki og skjól.

Allur aldurshópur.

Góður fyrir einveru, rólega leiki

eða rólega hópleiki.

Gott að hafa hann nálægt rólegri

svæðum og í sandkassa.


SANDKASSI

Sandkassa var að finna á öllum lóðunum

og var hann nánast alltaf staðsettur nálægt

leikskólabyggingunni. Í nokkrum sandkössum

voru borð og stólar og nokkrir voru með

kofa í miðjum kassanum.

UMRÆÐA

Bleyta, krapi og frost í jörðu hafa áhrif á

notkunarmöguleika sandkassans sem nýtist

þá illa á veturna. Þó er hann oft notaður í

snjómokstur og aðra snjó leiki á veturna og

fötur og skóflur nýtast í það. Kantar á sandkassanum

eru vinsælir í leik þar sem börnin

hella sandi úr fötunum á sléttan flöt og sandurinn

endar oft fyrir utan sandkassann.

Sandkassinn nýtist í fínni hreyfingar og

rólega leiki. Því er gott að hafa hann nálægt

byggingunni þar sem þar myndast oftast

rólegur leikur. Sandkassinn er bæði góður

fyrir börn sem vilja leika sér ein og þau sem

vilja leika sér saman.

„Börn vilja alltaf setja sandinn á

sléttan flöt og gott er að hafa borð

og bekki í sandkassanum fyrir slíkt,

það minnkar það að sandurinn berist

út fyrir kassann“

40 VERKFÆRAKISTA

„Sandkassinn er oft eina svæðið

á lóðinni þar sem börn sem hafa

mikla sköpunarþörf geta leikið“

Hann er mikið notaður á sumrin og fram eftir

hausti ef veðrið er gott. Allur aldurshópur

sækir í hann en þó er hann vinsælastur hjá

yngri börnunum.

Best er að hafa fínni gerð af sandi í sandkassanum

en þó ekki of rykugan. Sandkassinn

þarf að vera aðgengilegur fyrir moksturstæki

svo auðvelt sé að skipta um sand.

Passa þarf að niðurföll séu ekki nálægt sandkassa

þar sem sandurinn getur auðveldlega

stíflað þau.

Mynd 21. Sandkassi með bekk.


ÁRSTÍÐIR

Sandkassinn er vinsæll á sumrin. Á haustin

og veturna þegar frost er í jörðu og eða

snjór nýtist sandkassinn ekki nema þá í að

moka snjó. Í mikilli rigningu geta myndast

pollar og því mikilvægt að hafa dren.

Mynd 22. Sandur fer mikið útfyrir sandkassa.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Í sandkassanum myndast oftast rólegur

leikur og yngstu börnin sækja mikið í sandkassann.

Því er ákjósanlegt að staðsetja

hann nálægt leikskólabyggingunni.

SLYSATÍÐNI

Ekki er mikið um slys í sandkössum en

þó voru nokkrir sem nefndu að mikilvægt

væri að hafa sandkassann þannig að sem

minnst færi úr honum. Ef sandur berst á

stétt getur flöturinn orðið háll.

Mynd 23. Sandur dreyfist á gangstétt.

Mynd 24 Sandkassi með bekk og góðum fleti til að lsetja sandinn á.


RÓLUR

Rólur voru á öllum lóðum nema á einni, ýmist

hefðbundar einstaklingsrólur, dekkjarólur eða

ungbarnarólur. Einnig var aparóla á tveimur

leikskólum. Róluhringur er vinsæll á þeim leikskólum

þar sem hann er í boði og flestir sammála

um að það sé fín lausn á uppsetningu.

í gönguleið að öðrum leiktækjum. Flestir

leikskólastarfsmenn nefndu að þeir vildu

fleiri rólur á lóðina þar sem spenna myndast

oft á milli krakkanna við að skiptast á

að nota rólurnar.

Mynd 25. Dekkjarólur eru alltaf vinsælar og ýtir undir samvinnu þar sem tvö börn geta setið á

móti hvert öðru og þurfa að vera samtaka.

UMRÆÐA

„Þar læra þau samt sem áður að

standa í röð og bíða, ásamt því að

deila“

42 VERKFÆRAKISTA

Rólur eru vinsælar hjá öllum aldurshópum

og nýtast þær bæði í rólega leiki sem og í

hasar leiki.

„Alltaf mikill hávaði og æsingur í

róluleiknum og skapar hættu þegar

litlu börnin labba fyrir“

Þó að oft myndist hasarleikir í og við rólurnar

sækja oft börn sem vilja næði í þær,

enda eins og þau séu svolítið ein í sínum

leik. Á einum leikskólanum voru rólurnar

staðsettar við leikskólabygginguna og mynduðust

oft mikil læti á því svæði sem truflaði

leik barnanna á stéttinni við bygginguna.

Starfsmenn á þeim leikskóla sögðu allir að

betra væri að fá rólurnar lengra frá byggingunni.

Staðsetning rólanna er mikilvæg,

ekki aðeins er gott að hafa þær lengra frá

byggingunni, heldur þarf einnig að passa að

þær séu ekki á göngusvæði minni barna eða

Þó að flestir vildu fleiri rólur á lóðina voru

nokkrir sem nefndu að þeir vildu rólulausa

leikskólalóð. Við leikskóla á Akureyri var

eina rólan á svæðinu fjarlægð þar sem hún

var orðin slitin og hættuleg. Ný róla átti að

koma í staðinn en frá því að rólan var tekin

niður og ný róla átti að koma upp var starfsfólk

lóðarinnar á einu máli um að óþarfi væri

að setja róluna aftur upp. Ástæðan var sú

að það hafði myndast annar og betri leikur

á svæðinu þar sem rólan var. Skiptar

skoðanir eru á ungbarnarólum. Oft virka þær

róandi fyrir börnin en hætta er á að þær geti

endað sem geymsla fyrir börnin. Flestir voru

þó sammála um að ungbarnarólur væru

góðar fyrir hreyfiþroska yngstu barnana.

Dekkjarólur eru góðar fyrir samvinnu og

leik þar sem tveir geta setið og rólað saman.

Þær mættu vera með og í bland við þessar

hefðbundnu.

Mynd 26. Körfuróla


ÁRSTÍÐIR

Rólurnar nýtast allt árið um kring ef ekki er

mikill snjór. Þó gerist það að ekki er hægt

að róla vegna mikils snjóþunga.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Rólur eru yfirleytt mjög vinsælar og mikill

æsingur getur fylgt leikjum tengdum þeim.

Gott er því að hafa þær fjær leikskólabyggingunni

og alls ekki við göngustíg þar sem

börn geta gengið fyrir rólurnar. Þá er gott

að hafa útsýni úr rólunum yfir lóðina.

SLYSATÍÐNI

Slys gerast helst ef önnur börn ganga fyrir

rólurnar eða ef börnin eru komin á mikla

ferð og detta niður.

Mynd 27.Hefðbundnu rólurnar eru algengastar, þær eru einnig vinsælar og börnin komast

hraðast á þeim.

Mynd 28. Ungbarnarólur sem halda vel utanum börnin þegar þau róla. Þau þurfa þó oftast

hjálp við að róla.


KASTALI

Kastali var á flestum lóðunum en þó ekki öllum.

Á nokkrum lóðunum voru tveir kastalar

sem voru aldursskiptir, annar var fyrir yngri

börnin en hinn sem var þá meira krefjandi

fyrir þau eldri. Einnig var að finna nokkra

kastala sem ætlaðir eru öllum aldurshópum

en erfiðara er fyrir yngsu börnin að príla

upp á hæsta pallinn og krefst það góðrar

hreyfigetu til að komast í hæsta hluta kastalans.

UMRÆÐA

Nýjustu kastalarnir eru getuskiptir og eiga

yngstu börnin ekki að komast um allan kastalann.

Almennt er börnunum ekki hjálpað

upp í kastala heldur eiga þau sjálf að læra

að príla og að passa að fara ekki hærra en

þau treysta sér til. Grind með neti sem hægt

er að klifra í er vinsæl á þeim stöðum þar

sem slíkt er í boði. Oft eru kastalar ætlaðir

þeim yngstu ekki nógu öruggir þar sem hlið/

grindverk nær ekki allan hringinn uppi og

þau geta því dottið niður. Þó fallið sé ekki

hátt þá er það hátt fyrir yngstu börnin.

„Það er sérstök vakt í kringum

kastalann og aukinn mannskapur í

kringum þessi tæki og slysin aðallega

ef þau eru að gera eitthvað

annað heldur en á að nýta tækin“

Oft þegar börnin hafa klifrað upp setjast

þau niður en átta sig ekki á að þau setjast

alveg á brúnina, enda oft aðeins rúmlega

eins árs. Kastalinn nýtist best á sumrin en

þó er hann eitt af fáum leiktækjum sem getur

nýst allt árið ef hann er staðsettur á snjóminna

svæði.

Mynd 29.Kastali að sumri til.

44 VERKFÆRAKISTA

Mynd 31. Algengast að kastali sé með nokkrum leiðum upp og einni rennibraut.


ÁRSTÍÐIR

Kastalinn nýtist nánast allt árið um kring.

Þar sem kofi er undir kastalanum myndast

oft gott skjól fyrir veðri og vind.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Leikur í kastalanum verður oftast hraður og

mikill hávaði getur fylgt leikjum þar. Ákjósanleg

staðsetning er því fjær leikskólabyggingunni.

SLYSATÍÐNI

upp á umfram getu en komast ekki aftur niður.

Á sumum stöðum er ekki grindverk allan

hringinn í turni og börn geta þá dottið niður.

Mynd 30. Sami kastali og á mynd 29, að vetri til.

Mynd 32. Kastali með tröppum sem auðveldar yngri börnum að komast upp á svæðið sem er ætlað fyrir yngri börnin.


KLIFURTÆKI

Klifurtæki var að finna á flestum leikskólalóðum

en þau koma oft í stað kastala.

Þau voru í öllum stærðum og gerðum og oftast

voru einhverskonar kaðlar sem börnin

gátu prílað í. A-laga klifurveggur var á nokkrum

lóðum.

UMRÆÐA

Klifurtæki eru oft aldursskipt enda mikilvægt

að hafa slík tæki við allra hæfi. Á

leikskólanum á Hrafnagili fannst starfsfólki

ekki endilega nauðsynlegt að hafa sérstakt

klifurtæki á lóðinni en þó þyrfti að bjóða

upp á eitthvað til að koma til móts við klifurþörf

barnanna. Þar er náttúran í kring mikið

notuð í starfið og fá börnin útrás fyrir klifurþörf

með því að klifra í trjám, bæði á lóðinni

og utan hennar.

„Börn hafa mikla þörf á að klifra

og tæki sem er krefjandi þar sem

börnin byrja á að komast á ákveðinn

stað og komast alltaf hærra eða

lengra eru mjög góð fyrir sjálfstraustið

og jafnvægið“

Á nokkrum leikskólum var ekki kastali til

staðar en þá voru önnur klifurtæki í boði sem

nýttust fyrir klifurþörf, til dæmis A-laga flekar

með tökkum/pinnum fyrir veggjaklifur. Eins og

í kastölunum er börnum ekki hjálpað upp

heldur eiga þau að læra að fara bara upp í

þá hæð sem þau treysta sér aftur niður úr.

46 VERKFÆRAKISTA

Mynd 33. Staurar með tökkum


ÁRSTÍÐIR

Klifurtæki nýtast nánast allt árið um kring

ef snjórinn er ekki of mikill. Það getur þó

verið sleipt í rigningu eða frosti.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Klifurtæki henta í rólega leiki og börnin

virðast geta unað sér ein þar í leik og þjálfað

klifurtæknina. Klifurtæki geta því verið

nálægt leikskólabyggingu, ef þess er óskað.

Mynd 34. A-laga klifurtæki

SLYSATÍÐNI

Það er hætta á falli í klifurtækjum þó almennt

sé það reynslan að börn passa sig

betur í klifurtækjum heldur en kastölum.

Mynd 35. Klifurtæki sem krefst mikillar færni og útsjónasemi sem fylgir þroska barnsins.


RENNIBRAUT

Rennibraut var að finna á öllum lóðunum.

Oftast voru þær í kastala en einnig algengt

að þær voru í hól. Á tveim lóðum var rennibrautin

stök. Á nokkrum lóðum voru tvær

rennibrautir getuskiptar, þau börn sem gátu

klifrað upp brannan stiga gátu farið niður

bratta rennibraut.

UMRÆÐA

Rennibrautir eru vinsælar hjá öllum aldurshópum.

Yfirleitt er rólegur leikur í kringum

rennibrautina en þó getur hann farið út í

hasar og læti sérstaklega ef rennibrautin er

tengd kastalanum. Þar er oft erfið leið upp

að rennibrautinni, sérstaklega fyrir yngstu

börnin. Ef aðgengið að rennibrautinni er

ekki fyrir alla þá er mikilvægt að hafa aðra

minni rennibraut í boði fyrir þau yngstu. Á

nokkrum lóðum var rennibrautin niður hól

og starfsmenn voru sammála um að það

væri öruggasta rennibrautin.

„Gott að hafa rennibrautina í hól því

flestir komast upp að slíkri rennibraut,

ýmist upp þrep í brekkunni

eða með því að príla upp hólinn.

Þá er líka engin fallhætta í kringum

rennibrautina“

Ókosturinn við að hafa rennibrautina í hól

er að þá fer hún fyrr á kaf á veturna og oft

hverfur hún alveg. Það gerist hins vegar

yfirleitt ekki þegar hún er í kastala.

Mynd 35. Rennibraut í hól. Grjót innan öryggissvæðis

48 VERKFÆRAKISTA

Mynd 36.Rennibraut í hól/brekku


ÁRSTÍÐIR

Nýtist allt árið en á veturna getur hún fyllst

af snjó.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Róleg svæði henta vel fyrir rennibrautir

sem og hasar svæði. Hólar á lóðum eru

gjarnan nýttir fyrir rennibrautir eða þær

tengdar við kastala. Rennibrautir sem eru

niður hól þjálfa börnin betur í að klifra og

þau detta síður niður þar sem fallhæðin er

aldrei mikil.

SLYSATÍÐNI

Slys geta orðið í rennibrautum, sérstaklega

hjá yngri börnum sem setjast of nærri

brúninni og detta niður. Eins ef brautin er

of brött og þau renna á miklum hraða á

næsta barn.

Mynd 37.Algengast er að rennibraut á lóðinni sé í kastala.


KOFI

Á flestum lóðum var að finna einn eða fleiri

kofa. Algengast var að þeir stæðu einir og

sér en oft voru þeir hluti af kastalanum á

svæðinu.

UMRÆÐA

Kofar eru vinsælir hjá öllum aldurshópum

og nýtast í fjölbreytta leiki sem ýta undir

ímyndunaraflið. Þar er farið í búðarleik,

dúkkuleik og sjóræningjaleik svo eitthvað

sé nefnt. Mikilvægt er að staðsetja kofa þar

sem börnin geta farið inn í þá og falið sig,

bæði í feluleik og til þess að fá næði.

„Börnin sækja mikið í þröng rými og

vilja geta falið sig og þó það sjáist

vel inn í kofann finnst þeim sem

rýmið haldi utan um þau og geri

þau ósýnileg“

Þar sem kofarnir standa einir og sér myndast

oftar rólegri leikir en meiri hasar

myndast þegar kofarnir eru í kringum eða í

kastalann. Á nokkrum lóðum var kastalinn

í sandkassanum og létu starfsmenn vel af

því, þar væri mikið mokað og sullað með

sand og kofinn nýttur sem búð. Ókosturinn

við að hafa kofann í sandkassanum er að

það gerir það erfiðara að skipta um sand.

Mynd 38. Kofi sem myndar rými en er opinn og sést inn í hann frá öllum áttum

50 VERKFÆRAKISTA

Mynd 39. Kofi í kastala, góð nýting en oft stangast á rólegur leikur sem yfirleitt fylgir kofanum

og hasarleik sem yfirleitt fylgir kastala.


ÁRSTÍÐIR

Nýtist allt árið ef hann fer ekki á kaf í snjó.

Myndar gott rými og skjól fyrir rigningu,

snjó og vindi.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Engin sérstök staðsetning er ákjósanlegri

en önnur fyrir kofa. Þar er oftast rólegur

leikur en þó getur myndast hasar ef um

eltingaleik er að ræða, þá sérstaklega ef

kofinn er í kastalanum.

SLYSATÍÐNI

Slys geta helst orðið ef börnin príla upp á

þak kofans og detta niður.

Mynd 40. Kofi með öðrum þroskaleikjum.


ALGENG LEIKTÆKI

Atriði sem komu fram í viðtölum

GORMATÆKI JAFNVÆGISSLÁ VEGASALT

Mjög vinsæl.

Yngri börnin sækja mest í þau.

Nýtist í rólega leiki og

ærslaleiki.

Vinsæl.

Allur aldur.

Góð fyrir samhæfingu og

jafnvægið.

Vinsælt hjá börnum sem

vilja hreyfa sig mikið.

Allur aldur og algengt er að

hafa tvö, annað fyrir yngri og

hitt fyrir eldri

52 VERKFÆRAKISTA

Gott að hafa slík tæki nálægt

húsi þar sem yngstu börnin eru.

Gott að setja hana í hól

eða kastala.

Gott fyrir hreyfiþörf og

jafnvægi.

Gott að hafa það nær rólegu

svæði.


STAURAR ÞRAUTABRAUT SKÚLPTÚR

Vinsælir.

Allur aldur.

Góð fyrir hreyfiþroska, rýmisskynjun

og rólega leiki.

Gott að hafa þá fjær byggingu

og með yfirsýn yfir lóðina.

Vinsæl hjá börnum með mikla

hreyfiþörf.

Allur aldur.

Góð fyrir hreyfi- og klifurþörf og

krefst athygli og útsjónarsemi.

Gott að hafa hana fjær ærslasvæðum

og tækjum.

Vinsæll hjá þeim sem vilja

rólega leiki.

Allur aldur.

Góður fyrir einveru, rólega

leiki eða rólega hópleiki.

Gott að hafa þá nálægt

rólegri svæðum.


GORMATÆKI

Gormatæki var að finna á nokkrum leikskólum

á svæðinu. Þar sem lóðirnar voru

aldursskiptar var nánast alltaf að finna eitt

eða fleiri gormatæki á yngra svæðinu.

UMRÆÐA

Gormatæki eru aðallega notuð af yngri börnunum.

Þau eru góð fyrir þeirra hreyfiþroska

og geta verið bæði róandi og krefjandi.

Gormatæki eru ekki mikið notuð af eldri

börnum og voru flestir sammála um að nóg

væri að hafa eitt til tvö slík gormtæki á leikskólalóðinni.

Gormatækin eru til í fjölbreyttum

útgáfum til að mynda sem vegasölt.

„Gormavegasölt ýta undir það að

tveir og tveir leiki saman, en það

er einmitt það sem yngstu börnin

þurfa að læra“

Þá er gormurinn það stífur að eitt barn getur

vegað þó að enginn sitji á móti. Gorma vegasölt

eru mun öruggari en hefðbundin

vegasölt, sérstaklega fyrir þau allra yngstu,

þar sem þau skella ekki niður ef hoppað er

af þeim. Á einni lóðinni var gormatæki upp við

brekku sem skapar hættu á veturna þegar

börnin renna sér niður og til stendur að færa

það á öruggari stað.

54 VERKFÆRAKISTA

Mynd 41. Gormatæki eru vinsælli hjá yngri börnum. Hér eru tvö saman sem gætu stuðlað að

leik milli tveggja barna þó þau eru ein í sínu.


Mynd 42 Gormatæki

ÁRSTÍÐIR

Nýtist aðallega á vorin, sumrin og haustin

en fer oft á kaf á veturna.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Gormatæki eru aðallega notuð í rólega leiki

og af yngri börnum. Ákjósanleg staðsetning

er við ungbarnasvæðið eða nálægt leikskólabyggingunni.

SLYSATÍÐNI

Slys í og við gormatæki eru ekki algeng.

Þó þarf að huga vel að staðsetningu þeirra

og setja þau ekki upp við brekku þar sem

börn geta runnið á þau á veturna.

Mynd 43. Vegasalt á gormi er góð lausn til að fá vegasalt á lóðina þar sem hefðbundnu vegasöltin hafa

nánast öll verið fjarlægð vegna slysahættu. Hér geta börnin ýmist vegað saman eða eitt og sér.


JAFNVÆGISSLÁ

Jafnvægisslár var að finna á nokkrum lóðum

og oftast voru þær nokkrum sentimetrum frá

jörð en á nokkrum stöðum voru þær hærri.

UMRÆÐA

Jafnvægisslá er góð fyrir hreyfiþroska og

æfir jafnvægi og samhæfingu og flestir voru

sammála um það að mikilvægt væri að hafa

eina slíka á lóðinni. Þá nefndu viðmælendur

að þar sem jafnvægisslá stendur stök myndi

mögulega myndast annar leikur við hana en

ef sláin væri t.d. upp við kastalann. Ef sláin

er nálægt sandkassanum eða við rólegri

svæði myndast frekar rólegur leikur við slána.

Staðsetning jafnvægisslárinnar á lóðinni

stýrir því hvernig hún nýtist.

„Oftast myndast rólegir leikir við

slána en einstaka sinnum myndast

æsingur ef börnin eru í hlaupaleik“

Á einni lóðinni var jafnvægissláin aðeins

10 cm frá jörð og nefndi starfsfólkið þar

að það væri alveg nóg. Hún hefði alveg sama

tilgang og jafnvægisslá sem er hærra frá

jörð. Slysahættan verður hins vegar minni

og börnin duglegri og óhræddari við að fara

á hana og æfa sig.

Mynd 44. Jafnvægisslá og þautabraut fer vel saman.

56 VERKFÆRAKISTA

Mynd 45. Jafnvægisslá og þautabraut fer vel saman.


ÁRSTÍÐIR

Nýtist aðallega á vorin, sumrin og haustin

en fer oft á kaf á veturna.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Jafnvægisslá hentar víða á lóðinni, stök eða

í tengslum við önnur tæki, þar sem hún nýtist

bæði í rólega leiki og hasarleiki. Mögulega

væri hægt að hafa eina jafnvægisslá

á hasarsvæði og aðra við rólegra svæði.

Mikill notkunarmunur yrði þá á slánum.

SLYSATÍÐNI

Slys geta orðið ef sláin er of há og börnin

detta af henni.


VEGASALT

Vegasölt voru á nokkrum lóðunum. Flest

voru á gormi en þó var að finna gömlu

hefðbundnu en þó með gummí undir sætum.

UMRÆÐA

Vegasölt eru vinsælli meðal yngri barna og

nýtast oftast í rólegan leik. Búið er að fjarlægja

flest eldri vegasölt af leikskólalóðum

vegna slysahættu.

Á nokkrum stöðum voru vegasölt með

dekkjum undir til að dempa fallið en það

skellur samt alveg jafn hratt upp og getur

valdið slysum. Einn viðmælandi nefndi að

vegasöltin væru það leiktæki sem tengir

eldri og yngri börnin hvað best saman því

oft koma eldri börnin og vega við þau yngri.

„Gorma vegasölt eru að taka við

af þessum gömlu hefðbundu vegasöltum

en þau skella ekki niður þó

að farið sé af þeim sem var helsta

slysahættan við eldri vegasölt“

58 VERKFÆRAKISTA

Mynd 46.Vegasalt á gormi.


ÁRSTÍÐIR

Nýtist aðallega á vorin, sumrin og haustin

en fer oft á kaf á veturna.

Mynd 47.Vegasalt

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning er á miðri leikskólalóð

þar sem vegasaltið er það tæki

sem tengir eldri og yngri börnin hvað best

saman í leik.

SLYSATÍÐNI

Slys verða helst við gömlu vegasöltin, bæði

þegar börnin skella niður og eins þegar

vegasaltið skellur upp og undir höku. Þessi

vegasölt hafa verið fjarðlægð á flestum

stöðum og ekki er mikið um slys á gorma

vegasöltum.

Mynd 48.Vegasalt á gormi.


STAURAR

Á nokkrum lóðum voru viðarstaurar sem

mynduðu ýmiss konar rými. Þessir staurar

standa lóðrétt upp úr jörðinni með sirka metra

millibili og eru þeir stundum í beinni línu

en oftast í óreglulegum þyrpingum.

UMRÆÐA

Staurarnir voru vinsælir á þeim stöðum sem

þeir voru. Á einni lóðinni nefndi starfsfólk þó

að þeir væru lítið notaðir. Á þeim stöðum þar

sem staurarnir nýttust hvað best var skipulega

unnið með þá t.d. spotti settur á milli

þeirra og þannig búinn til leikur eða ef þeim

var raðað upp í framhaldi af þrautabraut

eða rými gert á milli þeirra.

„Stundum förum við út með spotta

og strengjum á milli staurana og það

finnst börnunum mjög skemmtilegt,

þá er kominn annar leikur og

tilgangur með staurunum“

Á sumum stöðum eru staurarnir nýttir til

smíða, t.d. með því að festa spýtur á milli

þeirra og þá verður rýmið annað. Á sumum

stöðum skipti ekki máli þó ekki væri boðið

upp á neitt með staurunum. Rýmið á milli

stauranna virtist vera nóg fyrir ímyndunaraflið.

60 VERKFÆRAKISTA

Mynd 49. Staurar sem búið er að bæta timbri við


ÁRSTÍÐIR

Nýtist allt árið og getur myndað skemmtilegt

nýtt rými þegar snjórinn myndar nýtt

landslag.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Engin sérstök staðsetning hentar frekar

en önnur undir staura en bæði rólegur og

hasarleikur myndast í kringum staurana.

SLYSATÍÐNI

Engar upplýsingar eru til um slys vegna

staura en þó þarf að staðsetja þá vel og

ekki nálægt brekku þar sem börnin geta

runnið á þá.

Mynd 50. Staurar sem eru hluti af þrautabraut


ÞRAUTABRAUT

Á flestum lóðum var að finna einhverskonar

þrautabrautir. Oft voru staurar, jafnvægisslár

og klifurtæki sem mynduðu brautina.

Á einni lóðinni var bíldekkjum raðað í línu

og nýtt sem þrautabraut. Dekkin voru ýmist

grafin hálf ofan í jörð eða laus sem gaf þá

svigrúm til að breyta þrautabrautinni.

UMRÆÐA

Þrautabraut getur nýst í kraftmikla leiki

sem og rólega. Jafnvægi er æft, klifurþörf

mætt sem og útsjónarsemi. Þrautabrautin

nýtist í samleiki sem og einveruleiki. Dekk

sem mynda þrautabraut eru vinsæl þar sem

þau eru. Vinsælt er að ganga eftir þeim eða

hoppa á milli þeirra enda mynda þau þá

einskonar þrautabraut. Einnig er hægt að

skríða undir eða setjast inn í þau og fela sig

í allra stærstu dekkjunum. Fjölbreyttur leikur

myndast við dekkin og minnir uppröðun

dekkjanna á Lagarfljótsorminn.

„Þá eru laus dekk einnig nýtt sem

viðbót við þrautabrautina en þau

víkkar þannig út leikinn og leikrýmið“

Á einni leikskólalóð á Akureyri eru laus

dekk mikið notuð til annarra leikja. Dekkin

eru nýtt á þann hátt að þau eru látin renna

niður brekku og myndast mikil samvinna í

þeim leik. Börnin eru lengi að koma dekkjunum

upp brekkuna og þurfa að passa vel

að engin börn séu fyrir. Yfirleitt er starfsfólk

með til að passa upp á að allt fari vel

fram en mikill sigur er fólginn í því fyrir

börnin að koma dekkjunum upp og sjá þau

síðan renna niður brekkuna.

62 VERKFÆRAKISTA

Mynd 51. Þrautabraut


ÁRSTÍÐIR

Nýtist aðallega á vorin, sumrin og haustin

en ef þrautabrautin er há getur hún nýst

nánast allt árið.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Engin sérstök staðsetning var nefnd sem

ákjósanleg fyrir dekk en á leikskólanum

þar sem dekkin mynduðu drekann og voru

mjög vinsæl voru þau höfð fjær byggingunni

og ekki í nálægð við hasartækin.

SLYSATÍÐNI

Mynd 52. Þrautabraut með jafnvægisslá.

Ef laus dekk eru látin rúlla niður brekku

eins og er vinsælt á einum leikskólanum er

hætta á að þau lendi á öðrum börnum ef

ekki er farið varlega.

Mynd 53. Þrautabraut úr dekkjum.


SKÚLPTÚR

Skúlptúra var að finna á nokkrum leikskólalóðum.

Yfirleitt eru þeir í formi ákveðins

hlutar t.d. bátur, strætó, lest o.fl.

UMRÆÐA

Skúlptúr á borð við bát eða annað álíka

tæki á leikskólalóð er alltaf vinsælt á þeim

stöðum þar sem slíkt er að finna. Áður fyrr

var vinsælt að setja gamla báta á leikskólalóðir

en þeir uppfylla ekki reglugerðir

og hafa því verið fjarðlægðir. Nýsmíðaðir

bátar sem uppfylla reglur um leiktæki á

leikskólalóðum hafa verið settir á nokkrar

lóðir og eru þeir vinsælir. Í bátum er ýmislegt

hægt að brasa og misjafnt hvort þar

myndist rólegur leikur eða hasarleikur.

Leikirnir tengjast oft sjóræningjum og breytast

oft í eltingaleik. Einnig er vinsælt að

príla á bátnum og krefst það oft tækni sem

þjálfar fín- og samhreyfingar barnanna.

„Yngri börin sem standa í bátnum

eru í augnhæð við okkur starfsfólkið

sem gerir það auðvelt að ræða við

þau og leika með þeim“

Á einni lóðinni er rýmið þar sem börnin

standa í bátnum í augnhæð starfsfólksins.

64 VERKFÆRAKISTA

Mynd 54. Bátur í sjó.


ÁRSTÍÐIR

Nýtist aðallega á vorin, sumrin og haustin.

Á veturna geta lægri skúlptúrar farið alveg

á kaf í snjó.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Engin sérstök staðsetning er hentug fyrir

skúlptúra á leikskólalóðum á borð við báta.

Þó er hægt að stýra aðeins hvernig leikur

myndast í bátnum. Ef báturinn er nálægt

kastala geta orðið meiri læti í honum.

SLYSATÍÐNI

Mynd 55. Skúlptúr í sandkassa.

Slys verða helst ef börnin eru að hlaupa

um eða príla og detta.

Mynd 56. Bátur í góðri hæð þar sem börnin og kennarar eru í augnhæð.


66 VERKFÆRAKISTA

AÐRIR ÞÆTTIR


Óhefðbundin leiktæki var að finna á nokkrum

lóðum en það eru þau tæki og svæði sem

ekki eru pöntuð eftir stöðlum eða sett á

lóðina við lóðarhönnun. Á þeim lóðum þar

sem þau leiktæki og svæði voru fann höfundur

fyrir sterkri tengingu viðmælenda við

tækin og svæðin. Þar má aðallega nefna

drullusvæði, vatnssvæði og minni tæki sem

hönnuð voru og smíðuð af starfsfólki leikskólalóðanna.

Þegar talið barst af þeim

tækjum og svæðum fann höfundur fyrir stolti

viðmælenda og meiri tenginu þeirra við þau

svæði og tæki. Á einum stað var heimatilbúinn

strætisvagn sem gerður var úr brettum,

gömlum stólum og stýri og lét starfsfólk

vel af honum.

Hér á næstu síðum verður farið yfir nokkra

af þeim hlutum sem viðmælendur nefndu að

þau vilji hafa á drauma leikskólalóðinni.


AÐRIR ÞÆTTIR

Atriði sem komu fram í viðtölum

DRULLUSVÆÐI

GRJÓT

VATNSKRANI

Mjög vinsælt.

Vinsælt.

Mjög vinsæll.

Allur aldur.

Hentar best fyrir elstu börnin.

Allur aldur.

68 VERKFÆRAKISTA

Nýtist í rólega leiki.

Gott að hafa þá fjær

leikskólabyggingu.

Góð fyrir hreyfiþörf og

jafnvægi.

Gott að hafa það fjær leikskólabyggingu

og jafnvel setja þá í hól.

Góður fyrir rólega leiki.

Gott að hafa hann nær rólegum

svæðum og fjær leikskólabyggingu.


BEKKIR

MÖL

Vinsælir hjá starfsfólki.

Nýtast aðallega fyrir starfsfólk

þegar hugga þarf yngri börnin.

Gott að hafa þá við rólega svæðið

við leikskólabygginguna.

Vinsæl.

Allur aldur.

Góð fyrir rólega leiki og

náttúrulæsi.

Gott að hafa hana fjær

göngustíg og stéttum.


DRULLUSVÆÐI

Á flestum leikskólalóðanna var einhverskonar

drullusvæði en börnin sækja mikið í

að moka og drullumalla. Þessi svæði voru

oft ekki skipulögð sem drullusvæði heldur

höfðu börnin búið þau til með því að grafa

holu í grasið, hól eða gróðurbeð. Áberandi

margir viðmælendur nefndu að þeir vilji þannig

svæði á leikskólalóðina, hvort sem hægt

væri að loka því eða hafa það opið allt árið.

„Átt að geta verið með drullubú á

hverri einustu lóð. Ef við förum til

útlanda þá má allt þar en það má

ekki neitt hér. Þetta er svo leiðinlegt

og það má aldrei gera neitt“

Helst er það faglært starfsfólk sem vill slík

svæði þar sem þau hafa góð áhrif á þroska

barna. Oft þarf hins vegar að sannfæra

foreldra um ágæti slíkra svæða og að það

sé í lagi að vera í skítugum fötum og að það

sé alveg nóg að skola bara útifötin”.

„Það er nóg að skola bara útifötin“.

Mynd 57. Drullusvæði sem er í boði fyrir börnun. Var partur af hönnun.

GRJÓT

70 VERKFÆRAKISTA

Flestir viðmælendur voru frekar hlynntir

því að hafa grjót á lóðinni og finnst það

skapandi fyrir börnin. Þó voru nokkrir sem

vildu alls ekki sjá grjót á lóðinni, sérstaklega

ekki upp við húsið og sandkassann þar

sem yngri börnin halda sig. Er hætt við að

grjótið endi allt í sandi og þá á það til að

verða hált, sem eykur slysatíðni. Með því að

hafa grjótið lengra frá inngangi eru minni

líkur á því að yngri börnin sæki í það en

þau eiga það frekar til að meiða sig á því.

Margir viðmælendur nefndu að það væri

gott að hafa grjót á lóðinni til að búa til náttúrulegt

umhverfi. Þá er áhugavert hvernig

grjóti er raðað saman á einni lóðinni á athugunarsvæðinu

en þar er það í horni langt frá

byggingunni og sandkassa og tilheyrir frekar

náttúrulegra svæði og brekku.

Mynd 60. Grjót í hól


ÁRSTÍÐIR

Drullusvæðið nýtist best á vorin, sumrin

og haustin. Nýtist ekki á veturna eða þegar

frost er komið í jörðu.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning er fjær byggingu

svo mold og drulla berist síður inn.

SLYSATÍÐNI

Möguleg slys geta orðið ef börnin renna

til í blautri moldinni en yfileitt er þó mjúk

lending.

Mynd 58. Drullusvæði sem myndast í hól.

Mynd 59. Drullusvæði sem myndast í hól.

ÁRSTÍÐIR

Nýtist best á vorin, sumrin og haustin.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning er fjær leikskólabyggingu

og sandkassavæði og fjær yngri

barna svæðum.

SLYSATÍÐNI

Ef grjótið er nálægt sandkassa getur það

orðið þakið sandi og þar með hált og börnin

geta dottið á því.

Mynd 61. Grjót í á rólegu svæði.


VATNASVÆÐI

Vatnasvæði var ekki að finna á mörgum

lóðum en aðeins 2 af 14 lóðum voru með

slíkt svæði.

„Börnin elska að leika sér með vatn

og búa til alls konar leiki í kringum

það“

Þessi vatnasvæði eru mikið notuð og eru

vinsæl. Ýmist eru börnin að leika sér að

vatninu við kranann eða brasa við það að

bera vatn í fötum fram og til baka á ákveðin

svæði, t.d. drullusvæði. Á ungbarnadeildinni

á einni lóðinni var vatnasvæðið mikið

notað. Kraninn virkar þannig að það þarf

að halda litlum pinna/krana uppi til að opna

fyrir vatnið. Þetta er haft svona svo vatnið

flæði ekki allan daginn úr krananum ef hann

er ekki í notkun. Börnin eru hins vegar fyrir

löngu búin að finna það út að ef þau setja

lítinn stein undir kranann þá rennur stanslaust

úr krananum. Mögulega væri hægt að

koma í veg fyrir þetta með því að hafa kranann

aðeins á lofti og ekki upp við brautina

sem heldur steininum uppi.

Mynd 62. Renna til að sulla með vant.

BEKKIR

72 VERKFÆRAKISTA

Bekki var ekki að finna á mögum lóðum en

margir viðmælendur nefndu að gott væri að

hafa bekki til að setjast á t.d. þegar hjálpa

þarf börnunum eða hugga þau.

„Gott er að geta sest niður með börn

sem þurfa hjálp við fatnað sinn eða

þegar starfsfólk þarf að hugga þau“

Borð og bekkir geta nýst vel í leikskólastarfið

og leiki.

„Þegar vel viðrar er hægt að færa

starfið með börnunum út ef borð og

bekkir eru til staðar“

Mynd 64. Bekkir umm við hús.


ÁRSTÍÐIR

Á vorin, sumrin og haustin áður en það

fer að frysta. Loka þarf fyrir kranann yfir

vetrartímann.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Æskileg staðsetning er við róleg svæði

og gæta þarf að vatnssöfnun geti ekki átt

sér stað.

Mynd 63. Renna með vatnskrana.

SLYSATÍÐNI

Enginn nefndi slys af völdum vatnsvæða

en þó þarf að hafa í huga að vatnið geti

ekki safnast saman í polla.

ÁRSTÍÐIR

Nýtist allan ársins hring ef bekkurinn fer

ekki á kaf í snjó.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning fyrir bekki er upp

við hús þar sem oft þarf að setjast niður til

að aðstoða yngstu börnin.

SLYSATÍÐNI

Enginn nefndi það að slysahætta væri

af bekkjum en þó þarf að huga að staðsetningu

og fallvörn ef börnin ná að príla

upp á bekkina.

Mynd 65. Bekkir á opnu svæði.


MÖL

Á nokkrum lóðunum var möl notuð sem fallvarnarefni

en misjafnt var hvort viðmælendur

væru ánægðir með þá lausn eða ekki.

Þó nefndu nokkrir að börnin sæki í mölina

og vilji oft leika sér í henni. Hún hefur að

mörgu leyti sama leikgildi og sandurinn og

nýtist í ýmsan leik.

ÁKJÓSANLEG

STAÐSETNING

Ákjósanleg staðsetning er fjær gangstétt,

stíg eða grasi. Gott er að hafa kant sem

heldur mölinni vel á sínu svæði.

74 VERKFÆRAKISTA

SLYSATÍÐNI

Slysin gerast helst ef möl berst á slétta

fleti eins og gangstíga eða stéttir þar sem

börn og fullorðnir ganga um en auðvelt er

að renna til á mölinni.



76 UMRÆÐUR

UMRÆÐUR


UMRÆÐUR

Í þessu verkefni var rýnt í leikskólalóðir á

norðurlandi og sjónarmið starfsfólks lóðanna

tekin saman. Með það í huga að bæta leik

og starfsumhverfi þeirra sem nýta lóðina.

Spurningar voru lagðar fyrir viðmælendur

en þeim síðan gefinn kostur á að koma með

eigin punkta og bæta inn í spurningalistann.

Margt kom á óvart í viðtölunum og oft stang -

aðist á hvað fólki fannst gott eða slæmt. Á

heildina litið voru viðmælendur þó oftast

sammála um hvað þyrfti að hafa í huga við

hönnun lóðanna. Höfundur taldi mikilvægt

að ekki aðeins heimsækja athugunarsvæðin

til að fá betri innsýn í lóðirnar heldur einnig

ræða við starfsfólk leikskólanna á staðnum.

Það skiptir máli að draga fram raddir þeirra

sem starfa á leikskólalóðum og ýta undir

hugmyndir þeirra svo starfsfólk skynji að

þau geti haft áhrif á umhverfi sitt. Þá er

einnig gott að hafa starfsfólk með í ráðum

varðandi staðsetningu leiktækja og leiksvæða.

Ein spurningin snéri að því hvernig

draumaleikskólalóðin ætti að vera að mati

viðmælenda. Þegar að þessari spurningu

kom voru viðmælendur oftast búnir að ræða

kosti og galla allra tækja og svæða á lóðinni

og hverju þeir myndu vilja bæta við,

fjarlægja eða breyta. Áberandi var að flest

allir viðmælendur vildu meiri náttúru inn á

drauma leikskólalóðina, náttúrulegri leiktæki,

að börnin og starfsfólk hefðu leyfi til

að smíða sjálf, tímabundin leiktæki og meira

frelsi þegar kemur að leiktækjasköpun. Þá

var áhugavert að viðmælendur voru flestir

sammála um að vatn og drullusvæði mætti

vera á öllum lóðum. Flestir nefndu að mikilvægt

væri að komast út allt árið hvernig sem viðrar.

Hægt er að nýta þessa skýrslu sem

leiðarvísi við hönnun leikskólalóða. Þó er

alltaf gott að hafa starfsfólkið með í ráðum

í hönnunarferlinu og sérstaklega þegar um

breytingu á gamalli lóð er að ræða. Þau vita

hvar mesta snjósöfnunin er og hvar mesta

skjólið er að finna. Samtal skiptir máli, ekki

aðeins til að gera lóðirnar eins góðar fyrir

börnin og mögulegt er heldur líka til þess

að gera vinnu umhverfi starfsfólks gott.

Verkefnið var skemmtilegt í vinnslu og gaf

það af sér mikla og víðtæka þekkingu á

starfi og nýtingu leikskólalóða sem á að

geta nýst landslagsarkitektum við hönnun

leikskólalóða í framtíðinni. Verkfærakistan

er ekki tæmandi listi og vel hægt að bæta

inn í eða vinna áfram með hana.

Hægt væri að vinna verkefnið áfram út frá

viðtölum og því sem kom fram þar og hægt

að senda spurningalista á starfsfólk leikskóla

á norðurslóðum til að fá enn meiri og

ítarlegri nálgun. Fleiri gætu jafnvel komið

að verkefninu eins og sálfræðingar, umhverfissálfræðingar,

foreldrar o.fl. Áhrif útisvæða

á fyrstu skref barna í menntakerfinu

er mikilvægt og fyrir hreyfiþörf, útivist og

skynjun á umhverfi sínu eru leikskólalóðir

stór hlekkur í þeirri keðju. Það er því mikilvægt

að leikskólalóðin sé örvandi, þægileg

og aðgengileg allt árið um kring.


HEIMILDIR


HEIMILDIR

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. (e.d.). Barnasáttmálinn - styttri útgáfa, sótt af https://barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnstyttriutgafa.html

Lög um leikskóla nr. 90/2008.

Menntamálaráðuneytið. (1999). Aðalnámskrá leikskóla 1999. Sótt af: file:///C:/Users/Notandi/Downloads/ALalmennurhluti%20(2).pdf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sótt af: https://www.stjornarradid.is/

media/menntamalaraduneyti- media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf

Barnaheill (e.d.). Um samtökin. Barnasáttmálinn. Sótt af http://www.barnaheill.is/Umsamtokin/Barnasattmalinn/

Hagstofa Íslands (e.d.). Börn í leikskólum sem nutu sérstaks stuðnings 1998-2018. Sótt af https://px.hagstofa.

is:443/pxis/sq/8c4755e6-952c-4a92-9db5-47790496fe01

Umboðsmaður barna. (e.d.). Barnasáttmálinn. Sótt af https://www.barn.is/barnasattmalinn/

MYNDIR

Höfundur tók allar myndir.


VIÐAUKI


VIÐAUKI

SPURNINGAR

Hvert er hlutverk lóðarinnar í skólastarfinu?

Eru einhver leiktæki eða svæði sem nýtast í kennslu/leikskólastarfið? Breytist það eftir árstíðum?

Hvaða leiktæki og svæði eru mikilvæg fyrir hreyfiþroska? Breytist það eftir árstíðum?

Hvaða leiktæki og svæði eru mikilvæg fyrir rólega leiki? Breytist það eftir árstíðum?

Hvernig svæði eru vinsælust? Breytist það eða notkun þess eftir árstíðum?

Hvernig eru hvaða svæði nýtt?:

- Náttúrulæsi

- Hlaup

- Hjól

- Kyrrð

Hvaða leiktæki eru vinsælust? Breytist það eða notkun þess eftir árstíðum?

Hvaða leiktæki nýtast allt árið?

Eru einhver leiktæki vel nýtt og mættu vera fleiri af?

Eru einhver leiktæki sem vantar fyrir ákveðinn aldur eða hóp?

Eru einhver leiktæki sem mættu missa sín?

Er eitthvað leiktæki sem hefur háa slysatíðni?

Hvar gerast slysin helst?

Hvernig er draumaleikskólalóðin?

Hvernig sérðu fyrir þér leikskóla framtíðarinnar?


Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!