17.01.2023 Views

Leikskólalóðir á norðurslóðum

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Oft er tíminn sem nýttur er á leikskólalóðinni

eini tíminn sem börnin

eru úti, sérstaklega á veturna þar sem

myrkur er skollið á eftir leikskóladaginn.

Flestir viðmælendur nefndu

að það skipir miklu máli að hafa lóðina

aðgengilega allan ársins hring.

Lóðin er að mestu leyti nýtt í frjálsan leik

fyrir börnin og í viðtölum kom fram að það

sé mikilvægt fyrir börnin að fá tíma í frjálsan

leik. Þó er stundum farið í hópastarf,

leiki og rannsóknarferðir á lóðinni. Til

dæmis er leikskólalóðin oft nýtt í hópastarfstengd

verkefni, eins og að tína lauf

á haustin.

Svæðaskipt lóð þar sem yngstu börnin fá sitt

svæði veitir þeim meiri öryggistilfinningu.

Flestir viðmælendur telja þó að það sé mikilvægt

bæði fyrir þau og eldri börnin að hittast

eitthvað og leika saman. Á þann hátt öðlast

eldri börnin meiri ábyrgðartilfinningu og

yngri börnin læra af og líta upp til þeirra eldri.

Huga þarf að vatnssöfnun á lóðinni, hvert

vatnið rennur og hvort það geti frosið á

veturna en krapi og vatn getur safnast

saman og verið hættulegt börnum og fullorðnum.

Þá þarf að passa að ekki séu holur

á lóðinni því krapi og vatn geta safnast þar

saman á haustin. Eins skiptir máli að lóðin

nái ekki hringinn í kring um húsið og ekki

fyrir mörg horn því það gerir það erfiðara

að halda yfirsýn yfir hópinn og halda utan

um starfið.

„Við lokuðum svæðinu sem nær fyrir

hornið því það þurfti alltaf auka

starfsfólk til að vakta það svæði,

í staðinn getur starfsfólkið veitt fleiri

börnum athygli“

Fram kemur í öryggishandbók leikskólanna

frá 2014 að ef girðingarstaurar, ljósastaurar

og hlið eru úr járni t.d. galvaníseruð,

þarf að mála þau upp í 1,5 metra hæð því

annars er hætta á að börn geti fest við

þau tungu eða fingur í frosti. Leikvallatæki

þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar um

öryggi leikvallatækja og svæða og eftirliti

með þeim. Mikilvægt er að starfsfólk og

hönnuðir leikskólalóða kynni sér fyrir hvaða

aldurshópa tækin eru hönnuð. Ef leiktæki á

leikskólalóð hæfir ekki aldri ákveðins hóps

barna er mikilvægt að þess sé gætt að þau

leiki sér ekki í því.

Fallvarnarefni sem notuð eru við hönnun

lóða eru til dæmis fallvarnarefni úr endurunnu

gúmmíi, mottur og gervigras. Á nokkrum

lóðum er þó enn notuð perlumöl sem

fallvarnarefni en það er aðallega á eldri

lóðum. Huga þarf að því að öll þessi fallvarnarefni

breytast þegar frost er komið í

jörðu og geta þau misst notkunargildi sitt.

Við kaup á stöðluðum leiktækjum í dag á

alltaf að fylgja með radius í kring um tækin

sem segir til um hve stórt svæði í kringum

tækið á að vera fallvarnarefni.

Greining var gerð á öllum leikskólalóðunum 14

sem heimsóttar voru á tímabilinu. Rýnt var

í hvaða tæki, yfirborðsefni og önnur atriði

einkenna lóðirnar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!