17.01.2023 Views

Leikskólalóðir á norðurslóðum

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

Verkefnið Leikskólalóðir á norðurslóðum var unnið sumarið 2022 fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur er Karen Lind Árnadóttir sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnarðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tekin voru saman þau tæki sem

eru algengust á leikskólalóðum á

Norðurlandi, en einnig þau sem eru

vinsælust. Þá er einnig sagt frá leiktækjum

sem eru óalgeng og hafa verið

sett upp af starfsfólki en virðast

virka vel.

Vinsælustu tækin á þeim leikskólalóðum

sem skoðaðar voru eru sandkassar, rólur,

kast-alar, klifurtæki, rennibrautir og kofar.

Önnur leiktæki sem eru algeng, en eru þó

ekki á öllum leikskólalóðum, eru gormatæki,

jafnvægisslár, vegasölt, staurar, dekk og

borð í sandkössum. Á einni leikskólalóðini er

trékrókódíll sem er vinsæll hjá yngri börnum.

Á einum leikskóla á Akureyri hafði starfsmaður

tekið að sér að smíða strætó úr brettum,

gömlum plaststólum og stýri og er

strætóinn mikið notaður. Á nokkrum stöðum

er vatnskrani sem börnin geta gengið í að

vild og var starfsfólk sammála um að það

væri bæði þroskandi og skemmtilegt fyrir

þau. Gróðurkassar á einni leikskólalóðinni

hafa fengið nýjan tilgang eftir að ræktun

þar var hætt vegna mikillar vinnu við slíkt

en í dag nýtast þeir sem hálfgerður sandkassi

og er draumurinn hjá starfsfólkinu þar

að setja í hann ýmsar ólíkar gerðir af sandi,

möl og mold. Hægt er að gera bílabraut á

milli kassanna og þar með leika sér með

ýmsar gerðir áferða.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!