31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4. SKIPTING Í SVÆÐI<br />

Hvert svæði ákveðin heild<br />

Tiltekin markaðssvæði<br />

Mismunandi afstaða til<br />

svæðisskiptingar<br />

Munur á afstöðu<br />

heimamanna og<br />

ferðaþjónustuaðila í<br />

Reykjavík<br />

Fimm meginsvæði<br />

Innan þeirra minni svæði<br />

Varast oftúlkun<br />

Landinu er skipt í svæði út frá því að hvert þeirra fyrir sig myndi ákveðna<br />

heild með tilliti til fjarlægða og framboðs á þjónustu. Til að geta staðið<br />

undir nafni sem ferðaþjónustusvæði verður eitthvað áhugavert að vera til<br />

staðar t.d. í náttúrufari og/eða menningu sem fær fólk til að koma þangað<br />

og dvelja þar. Einnig er nauðsynlegt að framboð þjónustu sé nægilegt.<br />

Með þetta í huga er hægt að hugsa sér ákveðin markaðssvæði sem<br />

seljendur þjónustu líta til þegar þeir skipuleggja sína starfsemi. Hið sama<br />

á við um kaupendur þjónustunnar. Í þeirra huga verða til sérstök<br />

markaðssvæði út frá ferðatíma og framboði á fjölþættri afþreyingu og<br />

þjónustu sem þar er að finna. Þarna hafa samgöngur mikið að segja og<br />

breytingar á þeim geta haft áhrif á mörk tiltekinna markaðssvæða.<br />

Hvalfjarðargöngin eru gott dæmi um það.<br />

Af samtölum við fjölda fólks sem vinnur við ferðaþjónustu má ráða að<br />

svæðisskipting veltur mjög á því frá hvaða sjónarhorni og hagsmunum<br />

málin eru skoðuð. Sem dæmi um þetta má nefna meginhluta Suðurlands<br />

og Vesturlands. Að ýmsu leyti er það allt eitt markaðssvæði, alveg vestan<br />

úr Dölum og austur undir Eyjafjöll, en innan þess eru þó tiltekin héruð eða<br />

minni svæði með sína sérstöðu og sérkenni. Þetta eru einingar sem hægt<br />

er að skilgreina sérstaklega út frá ákveðnum forsendum, t.d. framboði á<br />

gistingu eða sérstökum aðdráttarþáttum sem ýmist eru manngerðir eða frá<br />

náttúrunnar hendi. Hvert hérað hefur sín einkenni og sína sérstöðu og<br />

fyrir þá sem stunda þar ferðaþjónustu er mikilvægt að undirstrika hið<br />

sérstaka í samkeppni um viðskiptavinina.<br />

Nokkur munur er á því hvernig heimamenn og þeir sem starfa við<br />

ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu skynja og skilgreina markaðssvæðin.<br />

Ekkert er algilt í þessum efnum en almennt má segja að þeir síðarnefndu<br />

hafi svæðin stærri. Það kemur ekki á óvart enda má eðli málsins<br />

samkvæmt gera ráð fyrir að þeir sem skilgreina sig út frá sinni<br />

heimabyggð og sínum hagsmunum horfi til minna svæðis en hinir sem<br />

annast almenna markaðssetningu fyrir landið allt.<br />

Niðurstaðan er því sú að skilgreina fimm meginsvæði, en innan þeirra eru<br />

minni einingar sem hafa tiltekna sérstöðu. Að sjálfsögðu er ekki um<br />

hreinar línur að ræða eins og í lögbundinni stjórnsýslu og skörun getur<br />

verið með ýmsum hætti eftir því út frá hvaða hagsmunum línurnar eru<br />

dregnar. Þess vegna má ekki oftúlka þá skiptingu sem fram kemur á 2.<br />

mynd, enda er hún aðeins dregin upp og sýnd til að glöggva sig á<br />

meginlínum. Með þær í huga og helstu segla íslenskrar ferðaþjónustu,<br />

staðsetningu þeirra, eðli og ástand má gera tillögur um aðgerðir sem ríkið<br />

getur staðið fyrir eitt og sér eða í samvinnu við aðra.<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!