31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Öll almenn þjónusta<br />

Stórbrotin náttúra<br />

Lónsöræfi<br />

Jökulsárlón<br />

Þjóðgarðurinn í<br />

Skaftafelli<br />

Nokkur söfn<br />

Ýmis dægradvöl<br />

Mikil fjölbreytni<br />

Vatnajökull einstakur<br />

Jökulsárlón<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði eru víða en það þekktasta er trúlega í Skaftafelli í Öræfum.<br />

Fjöldi veitingastaða er á svæðinu og einnig öll almenn þjónusta svo sem<br />

apótek, heilsugæsla, sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleigur, bílaþjónusta<br />

(viðgerðir), samgöngur (áætlunarferðir og hópferðir), verslanir og ýmis<br />

önnur þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið byggð upp og getur hæglega<br />

tekið við fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Stórbrotin náttúra er það sem flestir sækjast eftir á Suðausturlandi, þ.e.<br />

afþreyingin er fyrst og fremst náttúrutengd. Boðið er upp á skipulagðar<br />

skoðunar og útivistarferðir víða á svæðinu og þar er mikið af fallegum og<br />

fjölbreyttum gönguleiðum. Nefna má í því sambandi Lónsöræfi sem eru<br />

hrikaleg, fjölbreytt og fögur. Svæðið var gert að friðlandi árið 1977. Þar<br />

sjást oft hreindýr yfir sumartímann.<br />

Ferðir á Vatnajökul hafa notið mikilla vinsælda og hið sama má segja um<br />

siglingu á Jökulsárlóninu við rætur Breiðamerkurjökuls. Þar er stutt til<br />

sjávar og náttúruöflin takast á með hrikalegum hætti.<br />

Í þjóðgarðinum í Skaftafelli er mikið af fallegum gönguleiðum. Sem<br />

dæmi má nefna Giljaleið að Svartafossi eða leið að rótum Skaftafellsjökuls.<br />

Lengri leiðir eru að upptökum Skeiðarár og í Bæjarstaðaskóg.<br />

Nokkur söfn eru á svæðinu m.a. Langabúð á Djúpavogi sem er safn<br />

Ríkarðs Jónssonar myndskera og minningarstofa um Eystein Jónsson og<br />

Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á Höfn í Hornafirði er Byggðasafn Austur-<br />

Skaftfellinga í Gömlu búð og Pakkhúsinu. Í vöruhúsi KASK á Höfn er<br />

Jöklasýning.<br />

Þessu til viðbótar er ýmis afþreying í boði svo sem golf, handverkshús<br />

(gallerí), gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hestaleiga, reiðhjólaleiga,<br />

sundlaugar, snjósleðaferðir, jeppa- og snjóbílaferðir, bátsferðir á<br />

Jökulsárlóni, og ýmis veiði (silungur, lax, gæs, rjúpa). Þá er ótalin veiði á<br />

hreindýrum, en hana er hérlendis aðeins hægt að stunda í<br />

Austurlandsfjórðungi<br />

Möguleikar<br />

Á Suðausturlandi eru miklir möguleikar á að auka umsvif í ferðaþjónustu.<br />

Landshlutinn býr yfir mikilli fjölbreytni frá náttúrunnar hendi og það<br />

dregur að mikinn fjölda ferðamanna.<br />

Vatnajökull á engan sinn líka í veröldinni og þar má finna gríðarleg<br />

náttúruundur svo sem í Grímsvötnum og Kverkfjöllum. Ferðir á jökulinn<br />

hafa lengi notið mikilla vinsælda og ekkert bendir til annars en að svo<br />

verði áfram. Umræða hefur verið um að gera jökulinn allan að þjóðgarði<br />

og á það er lögð mikil áhersla af heimamönnum.<br />

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og<br />

allar líkur á að svo verði áfram í vaxandi mæli. Þá er Þjóðgarðurinn í<br />

Skaftafelli mikið ævintýraland eins og fram hefur komið og þangað mun<br />

áfram koma mikill fjöldi ferðamanna.<br />

50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!