31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6. SUÐVESTURLAND<br />

Suðvesturland er hér skilgreint frá Reykhólasveit og austur undir Eyjafjöll.<br />

Innan þessarar heildar eru mörkuð fjögur svæði, Reykjanes, Suðurland,<br />

Vestmannaeyjar og Vesturland. Verður nú fjallað um hvert þeirra fyrir<br />

sig.<br />

6.1. Reykjanes<br />

Mikill jarðhiti<br />

Bláa lónið<br />

Brimfjörur<br />

Fyrsti viti á Íslandi<br />

Framboð gistingar er<br />

um 350 rúm<br />

Öll almenn þjónusta<br />

Náttúran<br />

Á Reykjanesi eru fimm sveitarfélög. Austurmörk svæðisins eru að landi<br />

Hafnarfjarðar og Árnessýslu. Á svæðinu eru tíðar samgöngur, jafnt sumar<br />

sem vetur. Vegir eru almennt góðir og flestir lagðir bundnu slitlagi.<br />

Náttúrufegurð er afstætt hugtak og það ber að hafa í huga þegar ekin er<br />

alfaraleið um Reykjanes. Útsýni er mikið og fagurt, sjóndeildarhringurinn<br />

víður og við blasa tignarleg fjöll svo sem Snæfellsjökull, Akrafjall,<br />

Skarðsheiði og Esja. Nær má nefna Trölladyngju og Keili.<br />

Víða er að finna áhugaverða staði á Reykjanesi. Þar eru mikil fuglabjörg<br />

og stutt er í ákjósanlega staði fyrir fuglaskoðun svo sem á Hafnabergi.<br />

Brimfjörur eru stórbrotnar, t.d. við Reykjanesvita. Jarðhiti er mikill á<br />

svæðinu. Þar má nefna hverasvæðið nálægt Reykjanesvita, en þekktast er<br />

þó Svartsengi þar sem Bláa lónið er. Árið 1878 var fyrsti viti á Íslandi<br />

byggður á Valahnúki skammt norðan við Reykjanestá. Átta sjómílur<br />

suður af Reykjanesi er Eldey, lítil móbergseyja og þar er þriðja mesta<br />

súlubyggð í heiminum.<br />

Framboð á gistingu<br />

Framboð á gistingu á Suðurnesjum er töluvert og almennt má segja að vel<br />

sé fyrir henni séð. Þar eru um 170 herbergi með um 350 rúmum. Miðað<br />

við þá gistiaðstöðu sem nú er fyrir hendi og nýtingu á henni má leiða rök<br />

að því að raunhæft og skynsamlegt sé að auka framboð hennar. Nýtingin á<br />

hótelum og gistiheimilum er þokkaleg á ársgrunni, 59% samkvæmt<br />

upplýsingum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2001. Á háönn kann að skorta<br />

gistirými en til lengri tíma litið má reikna með að á almennum markaði<br />

skapist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Aðstæður eru viðunandi<br />

eftir því sem gengur og gerist á þessum markaði og þess vegna eru engin<br />

rök fyrir sértækum aðgerðum.<br />

Önnur þjónusta<br />

Fjöldi veitingastaða er á svæðinu og einnig öll almenn þjónusta svo sem<br />

apótek, heilsugæsla, sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleiga, bílaþjónusta<br />

(viðgerðir), samgöngur (áætlunarferðir innan svæðisins og hópferðir),<br />

verslanir og ýmis önnur þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið byggð upp<br />

og getur hæglega tekið við fleiri viðskiptavinum.<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!