31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Öll almenn þjónusta<br />

Byggðasafn í Reykjaskóla<br />

Grettir fæddist á Bjargi<br />

Fyrsta klaustrið<br />

Heimilisiðnaðarsafn<br />

Kántrýbær<br />

Ýmis dægradvöl<br />

Gríðarleg umferð<br />

Göngur og réttir<br />

Áhersla á Grettissögu<br />

Viðburðaferðamennska<br />

Kántrýhátíð<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði eru á nokkrum stöðum, t.d. á Blönduósi þar sem mikið hefur<br />

verið lagt í góðan frágang og þjónustu í ágætu skjóli á Blöndubökum.<br />

Fjöldi veitingastaða er á svæðinu og einnig öll almenn þjónusta svo sem<br />

apótek, heilsugæsla, sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleiga, bílaþjónusta<br />

(viðgerðir), samgöngur (áætlunarferðir og hópferðir), verslanir og ýmis<br />

önnur þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið byggð upp og getur hæglega<br />

tekið við fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Nú er unnið markvisst að uppbyggingu afþreyingar í Húnaþingi til að fá<br />

ferðalanga til að staldra við, en á það hefur skort. Byggðasafn sýslunnar<br />

er að Reykjum í Hrútafirði. Hugmyndir eru um að gera mikið úr<br />

Grettissögu en Grettir fæddist á Bjargi í Miðfirði, sennilega árið 996 og<br />

þar ólst hann upp. Fyrsti kristniboðinn á Íslandi, Þorvaldur víðförli var frá<br />

Stóru-Giljá. Minnisvarði um 1000 ár frá upphafi kristniboðs stendur hjá<br />

Gullsteini norðan þjóðvegar á þessum slóðum. Frá Þingeyrum er útsýni<br />

mikið yfir héraðið. Þar var fyrsta munkaklaustur á Íslandi stofnað árið<br />

1133 og stóð allt til siðaskipta 1550. Þar stendur nú kirkja úr höggnu<br />

grjóti byggð á árunum 1864-1877. Á Blönduósi er heimilisiðnaðarsafn<br />

sem er hið eina sinnar tegundar á landinu. Ekki má gleyma Kántrýbæ á<br />

Skagaströnd sem dregur að sér mikinn fjölda fólks á hverju ári. Þar er<br />

kúrekasafn norðursins.<br />

Þessu til viðbótar er ýmis afþreying í boði svo sem handverkshús (gallerí),<br />

golf, gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hestaleiga, hvala- og<br />

selaskoðun, sellátur, reiðhjólaleiga, sundlaugar, jeppa- og snjósleðaferðir,<br />

sjóstangveiði, og önnur veiði (silungur, lax, gæs, rjúpa).<br />

Möguleikar<br />

Í Húnaþingi eru nokkrir möguleikar á að auka umsvif í ferðaþjónustu. Á<br />

ýmsum sviðum er atvinnugreinin skemmra á veg komin á þessu svæði en<br />

víða annars staðar. Gríðarleg umferð er um Húnavatnssýslur en<br />

heimamönnum hefur ekki tekist sem skyldi að nýta sér það og fá<br />

ferðamenn til að staldra við og dvelja í héraðinu. Þarna er að miklu leyti<br />

óplægður akur sem nú er unnið markvisst við að skilgreina og koma á fót<br />

dægradvöl sem dregur að sér fólk. Eitt af því sem unnið hefur verið að og<br />

nýtur vaxandi vinsælda er þátttaka í göngum og réttum, bæði fjárréttum og<br />

stóðréttum. Líklegt er að auka megi ferðamennsku verulega á þessu sviði.<br />

Í Vestur-Húnavatnssýslu er nú lögð mikil áhersla á menningar- og<br />

sögutengda ferðaþjónustu með áherslu á Grettissögu. Nú hefur verið<br />

skilgreint sérstakt verkefni, Grettistak og gerð um það áætlun. Að mati<br />

heimamanna er vaxtarbroddur í menningunni, sem þarf að skilgreina betur<br />

og gera þannig úr garði að ferðafólki finnist ástæða til að staldra við og<br />

skoða í leiðinni ýmislegt sem héraðið hefur upp á að bjóða. Samvinna við<br />

Austur-Húnvetninga og Skagfirðinga er mikilvæg í þessu tilliti, enda er<br />

Drangey hluti af sögu Grettis og þar að auki er Drangeyjarferð mjög<br />

sérstök upplifun fyrir náttúruunnendur.<br />

Í Austur-Húnavatnssýslu er megináhersla lögð á einstaka viðburði og<br />

þannig reynt að fá gesti í héraðið. Gott dæmi um þetta er Kántrýhátíðin á<br />

Skagaströnd sem hefur verið mjög fjölmenn undanfarin ár og er orðin<br />

árviss viðburður sem hefur mikið auglýsingagildi og þýðingu við að kynna<br />

35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!