31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Galdramál á Ströndum<br />

Ýmis dægradvöl<br />

Nokkur söfn<br />

Fjölbreyttar gönguleiðir<br />

Hornstrandir sérstakar<br />

Gönguleiðir við þéttbýli<br />

Látrabjarg við vestasta<br />

odda Evrópu<br />

Menning sjávarbyggða<br />

Sagnareki á Vestfjörðum<br />

Ákveðin heildarímynd<br />

Fjögur innri svæði<br />

Galdramál eru mjög tengd Vestfjörðum og á Ströndum eru þeim nú gerð<br />

góð og verðug skil með sýningu á Hólmavík.<br />

Þessu til viðbótar er ýmis afþreying í boði svo sem golf, handverkshús<br />

(gallerí), gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hestaleiga, reiðhjólaleiga,<br />

sundlaugar, snjósleðaferðir, sjóstangveiði, og önnur veiði (silungur, lax,<br />

gæs, rjúpa). Kajakróður er vaxandi dægradvöl og boðið er upp á bæði<br />

stuttar og langar ferðir.<br />

Nokkur söfn, merkar minjar og sýningar eru á svæðinu m.a. Minjasafn<br />

Egils Ólafssonar á Hnjóti, Melódíur minninganna á Bíldudal, Safn í<br />

minningu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, alþjóðlegt brúðusafn á Flateyri,<br />

Sjóminjasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði en þar er jafnframt<br />

elsta hús á Íslandi, Tjöruhúsið byggt árið 1734, Náttúrugripasafnið í<br />

Bolungarvík og Ósvör sem er endurgerð sjóbúð sem minnir á tíma<br />

árabátaútgerðar. Einnig Sauðfjársetur á Ströndum og Galdrasýning á<br />

Hólmavík.<br />

Möguleikar<br />

Á Vestfjörðum eru margir möguleikar sem nýta má betur. Áberandi er<br />

samkvæmt áður nefndri könnun hvað landslagið og náttúran eru<br />

ferðamönnum hugleikin. Á svæðinu eru nær ótæmandi möguleikar á<br />

gönguleiðum þar sem hægt er að njóta friðsældar í stórbrotnu umhverfi<br />

fjarri skarkala heimsins en þó í nálægð við þá þjónustu sem á þarf að<br />

halda.<br />

Í hugum margra eru Hornstrandir sér á parti hvað þetta varðar og svo er<br />

vissulega að ýmsu leyti en hinu má ekki gleyma að merktar hafa verið<br />

aðgengilegar gönguleiðir nærri þéttbýlisstöðum og áform eru um að halda<br />

þeirri vinnu áfram, enda af miklu að taka.<br />

Á Suðurfjörðum stendur Látrabjarg upp úr sem aðdráttarafl fyrir<br />

ferðamenn. Þar þarf að bæta aðgengi og búa til nýja möguleika með<br />

samgöngubótum. Á Bjargtöngum er vestasti oddi Evrópu og á þessu<br />

svæði má spyrða saman í skemmtilega heild ævintýraferð sem innifelur<br />

vottorð um komu þangað ásamt för á Látrabjarg og til viðbótar nasasjón af<br />

sérstakri menningu svo sem safnið á Hnjóti ber vott um.<br />

Af framansögðu er ljóst að náttúrutengd ferðaþjónusta skiptir mestu máli<br />

og möguleikarnir felast í að halda áfram umbótum á því sviði með góðum<br />

upplýsingum, merkingum á stöðum og gönguleiðum, bættum vegum og<br />

nýlagningu vega. Þetta má tengja menningu sjávarbyggða og sögu<br />

einstakra staða. Dæmi um það er Gísla saga Súrssonar og unnið hefur<br />

verið að merkingum gönguleiða og sögustaða í verkefni sem kallast<br />

Sagnareki á Vestfjörðum.<br />

Samantekt<br />

Af samtölum við ýmsa þá sem vinna að framgangi ferðaþjónustu á<br />

Vestfjörðum má ráða að Vestfirðir sem heild hafa ákveðna ímynd og hún<br />

laðar fólk á svæðið. Hins vegar kom greinilega fram að vegna vegalengda<br />

og ýmissa annarra þátta má skilgreina fjögur svæði innan landshlutans sem<br />

hvert um sig hefur sína sérstöðu. Það eru Suðurfirðir og Barðaströnd, í<br />

öðru lagi Norðurfirðir og Djúp, í þriðja lagi Hornstrandir og í fjórða lagi<br />

Strandir.<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!