31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ættfaðir Sturlunga, Hvamm-Sturla Þórðarson bjó að Hvammi í<br />

Hvammssveit og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri.<br />

Margt má þarna finna sér til dægradvalar sem tengt er sögunni. Fleira<br />

mætti nefna t.d. hina óborganlegu Ólafseyjarför Grettis Ásmundarsonar<br />

þegar hann fór frá Reykhólum til að sækja nautið sem sagt er frá í<br />

Grettissögu.<br />

Rótgróin íþróttamenning<br />

Fjölþætt dægradvöl<br />

Fjöldi safna<br />

Margt í boði<br />

Vænlegt vaxtarsvæði<br />

Reykholt og Snorri<br />

Sturluson<br />

Landafundir, Eiríkur og<br />

Leifur heppni<br />

Mögnuð náttúra<br />

Snæfellsness<br />

Þegar litið er til þess sem heldur uppi orðstír héraða og staða má ekki<br />

gleyma nútímanum. Mörgum er tamt að líta til fornrar frægðar en þá má<br />

ekki gleyma því sem nú er efst á baugi og eitt af því sem heldur nafni<br />

Vesturlands á lofti er góð frammistaða í íþróttum. Þar er Akranes efst á<br />

blaði enda er staðurinn til fyrirmyndar í því hverju mikill áhugi og tiltekin<br />

hefð geta komið til leiðar. Góð frammistaða í fótbolta er gleggsta dæmið<br />

um það. Ímynd staðarins er því tengd íþróttamenningu en einnig<br />

fjölbreyttu safnasvæði.<br />

Þessu til viðbótar er ýmis afþreying í boði svo sem golf, handverkshús<br />

(gallerí), gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hestaleiga, hvalaskoðun,<br />

kajakleiga, reiðhjólaleiga, sundlaugar, snjósleðaferðir, sjóstangveiði, og<br />

önnur veiði (silungur, lax, gæs, rjúpa) og fjölbreyttar siglingaferðir um<br />

Breiðafjörð.<br />

Mörg söfn eru á svæðinu m.a. Byggðasafnið í Görðum á Akranesi,<br />

Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi, Búvélasafnið á Hvanneyri,<br />

Náttúrugripasafnið og Sjómannagarðurinn (sjóminjasafn) á Hellissandi,<br />

Gamla pakkhúsið (byggðasafn) í Ólafsvík, Norska húsið í Stykkishólmi<br />

sem hýsir byggðasafn héraðsins, Byggðasafn Dalamanna á Laugum og<br />

Eiríksstaðir í Haukadal.<br />

Möguleikar<br />

Vesturland á að hafa alla möguleika á að blómstra sem ferðaþjónustusvæði.<br />

Umferð ferðamanna er mikil og héraðið hefur upp á margt að<br />

bjóða. Með bættum samgöngum aukast tækifærin og af samtölum við þá<br />

sem vinna við markaðssetningu og sölu í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu<br />

er greinilegt að þar er litið til Vesturlands sem eins helsta<br />

vaxtarbroddsins á næstu árum. Þetta er mikilvægt að heimamenn á<br />

Vesturlandi nýti sér vel til að bæta afkomu fyrirtækja og einstaklinga sem<br />

vinna við þjónustu sem tengist ferðamönnum.<br />

Í Borgarfirði hefur átt sér stað mikil uppbygging í menningar- og<br />

sögutengdri ferðaþjónustu með áherslu á Reykholt. Þar eru án efa miklir<br />

möguleikar sem þarf að skilgreina betur og taka föstum tökum. Einnig eru<br />

uppi hugmyndir um að nýta orðstír Egils Skalla-Grímssonar og gera<br />

sérstakt Egilssetur. Dalamenn hafa unnið ötullega við að halda á lofti<br />

sögu landafunda og tengt það Eiríki rauða og Leifi syni hans. Eyrbyggja<br />

er sú saga Íslendingasagna sem einkum tengist Snæfellsnesi sem<br />

undirstrikar að allt Vesturland á sér afar ríka sögu þó hún sé mest bundin<br />

við Borgarfjörð og Dali.<br />

Aðdráttarafl Snæfellsness er meira fólgið í náttúru svæðisins og<br />

fjölbreytileika hennar. Fjallasvæðið milli Kerlingarskarðs og Holtavörðuheiðar<br />

er ósnortið og dýmætt framtíðarsvæði þar sem t.d. má merkja<br />

skemmtilegar gönguleiðir. Miklar vonir eru bundnar við Þjóðgarðinn<br />

Snæfellsjökull sem stofnaður var árið 2001 og þá möguleika sem hann<br />

gefur ef vel er á málum haldið.<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!