31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Bláa lónið<br />

Ósabotnavegur<br />

Suðurstrandarvegur<br />

Landafundir/Íslendingur<br />

Brúin milli austurs-vesturs<br />

Tillögur<br />

‣ Halda áfram að nýta sérstöðu Bláa lónsins við almenna<br />

markaðssetningu Reykjaness og Íslands í heild.<br />

‣ Leggja veg um Ósabotna milli Sandgerðis og Hafna og opna með því<br />

hringleið.<br />

‣ Flýta Suðurstrandarvegi og tengja með því Reykjanes og Suðurland.<br />

‣ Kynna og markaðssetja landafundina í Vesturheimi með skírskotun til<br />

ferðar skipsins Íslendings vestur um haf.<br />

‣ Kynna Ísland sem brúna milli austurs og vesturs og tengja það<br />

jarðfræði og sögu með sýnilegum dæmum.<br />

Tekið skal fram að þó að hér séu dregin fram fáein höfuðatriði er að<br />

sjálfsögðu fjöldi annarra framkvæmda og verkefna sem unnið verður að á<br />

Reykjanesi og eru þýðingarmikil fyrir ferðaþjónustuna.<br />

6.2. Suðurland<br />

Stefnumótun<br />

Áhersla á dægradvöl<br />

Nálægð við höfuðborgina<br />

Fjölbreytni í náttúrufari<br />

Áður undir sjó<br />

Í maí á þessu ári var gefin út Stefnumótun í ferðamálum ásamt tillögum um<br />

þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið Árborg. Nokkur<br />

önnur sveitarfélög hafa staðið að hliðstæðri vinnu, t.d. Hveragerði og<br />

uppsveitir Árnessýslu. Þetta er ein af mörgum staðfestingum á því hve<br />

mikils virði er að vinna skipulega að uppbyggingu atvinnulífs og að það sé<br />

langtímaverkefni sem þurfi að takast á við í ákveðnum skrefum.<br />

Áhersla á aukið framboð afþreyingar gengur víðast sem rauður þráður í<br />

gegnum markmið og leiðir að þeim í þessari stefnumótun. Merkingar á<br />

gönguleiðum og gerð og uppsetning þjónustu- og fræðsluskilta er eitt af<br />

því sem oft er nefnt. Víða hefur mikið áunnist á þessu sviði þó margt sé<br />

ógert enn.<br />

Suðurland nýtur tvímælalaust nálægðar sinnar við höfuðborgarsvæðið og<br />

Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt könnunni Dear Visitors sumarið 2001<br />

fóru um 89% erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð eitthvað um Suðurland<br />

á ferð sinni um Ísland og allur þorri þeirra heimsótti Geysi og Gullfoss.<br />

Þetta sýnir í hnotskurn hve þessi landshluti er öflugur með tilliti til<br />

ferðaþjónustu.<br />

Náttúran<br />

Suðurland er frábrugðið öðrum landshlutum að því leyti hve láglendi er<br />

mikið og að jafnan er greiðfært um allt svæðið á öllum árstímum.<br />

Fjölbreytni er mikil í náttúrufari frá grasi grónum láglendissveitum allt<br />

upp til jökla. Mestu hraun landsins eru á þessu svæði m.a. Þjórsárhraunið<br />

sem rann fyrir um 8000 árum. Þekktar eldstöðvar eru margar og þeirra<br />

frægust er Hekla, en einnig má nefna Heimaey og Surtsey.<br />

Við lok síðustu ísaldar lá allt Suðurlandsundirlendið undir sjó en lyftist<br />

þegar jöklar minnkuðu. Hæstu fjörumörk í Ingólfsfjalli eru nú í 60 metra<br />

hæð yfir sjó. Suðurströndin er nær öll lág, sendin og hafnlaus frá náttúrunnar<br />

hendi. Frá ströndinni smáhækkar landið inn til miðhálendisins.<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!