31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Dulúð Snæfellsjökuls<br />

Ævintýralegt lífríki<br />

Breiðafjarðar<br />

Snæfellsnes hefur upp á margt að bjóða fyrir náttúruskoðendur.<br />

Snæfellsnesfjallgarður er tilkomumikill með Ljósufjöllum,<br />

Drápuhlíðarfjalli, Helgrindum og Snæfellsjökli. Norðan á nesinu eru Enni<br />

og Búlandshöfði og þar stendur stakt hið stílhreina Kirkjufell við<br />

Grundarfjörð. Strandlengjan er mjög fjölbreytt og Breiðafjörður er<br />

ævintýraheimur út af fyrir sig. Fyrir botni hans eru grösugar sveitir<br />

Dalasýslu og Reykhólahreppur þar sem Vaðalfjöll eru einkennismerki<br />

byggðarinnar en þau eru fornir gígtappar.<br />

Framboð á gistingu<br />

Fjölbreyttir möguleikar eru á gistingu á Vesturlandi. Á Akranesi og í<br />

Borgarfirði eru um 400 herbergi með um 800 rúmum. Á Snæfellsnesi eru<br />

um 270 herbergi með um 600 rúmum og í Dölum og Reykhólasveit eru<br />

um 80 herbergi með um 180 rúmum til afnota í ferðaþjónustu.<br />

Framboð gistingar er<br />

um 1580 rúm<br />

Mörg orlofshús<br />

Bæta þarf nýtingu<br />

Öll almenn þjónusta<br />

Egill Skalla-Grímsson<br />

Snorri Sturluson<br />

Magnaðar söguslóðir<br />

Framboð gistingar er mjög mikið á Vesturlandi eins og framangreindar<br />

tölur bera með sér, þ.e. um 750 herbergi með um 1580 rúmum. Þar eru<br />

nokkur hótel og fjöldi annarra gistihúsa og gististaða, t.d. heimavistir<br />

skóla, bændagisting bæði í sérhúsum og í herbergjum á heimilum bænda.<br />

Þá er ótalinn mikill fjöldi orlofshúsa í þessum landshluta.<br />

Almennt má segja að vel sé fyrir gistingu séð á Vesturlandi. Hins vegar er<br />

nýtingin á hótelum og gistiheimilum lítil á ársgrunni, 26% samkvæmt<br />

upplýsingum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2001 og það veldur þekktum<br />

vanda í starfsgreininni. Á háönn kann að skorta gistirými á einstökum<br />

stöðum en til lengri tíma litið má reikna með að á almennum markaði<br />

skapist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði eru mörg á Vesturlandi, enda víða skjólsælt og umhverfi<br />

fagurt. Fjöldi veitingastaða er á svæðinu og einnig öll almenn þjónusta<br />

svo sem apótek, heilsugæsla, sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleiga,<br />

bílaþjónusta (viðgerðir), samgöngur (áætlunarferðir og hópferðir),<br />

verslanir og ýmis önnur þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið byggð upp<br />

og getur hæglega tekið við fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Vesturland á sér afar ríka sögu. Egill Skalla-Grímsson bjó að Borg á<br />

Mýrum og saga hans er mjög tengd þessum slóðum. Gunnlaugur<br />

ormstunga Illugason var frá Gilsbakka í Hvítársíðu. Reykholt er einn<br />

merkasti sögustaður landsins. Snorri Sturluson bjó lengst af í Reykholti<br />

þar sem hann var veginn af mönnum Gissurar jarls árið 1241. Hann er<br />

einn kunnasti rithöfundur, skáld og fræðimaður sem Ísland hefur alið.<br />

Eyrbyggja er sú saga Íslendingasagna sem einkum tengist Snæfellsnesi og<br />

Dalirnir eru aðal sögusvið Laxdælu. Þessar sögur greina m.a. frá Þórólfi<br />

Mostrarskeggi, landnámsmanni sem hafði svo mikinn átrúnað á fjalli<br />

nokkru að hann kallaði það Helgafell. Það er skammt frá Stykkishólmi.<br />

Þar var klaustur á sínum tíma og þar er leiði einnar kunnustu konu<br />

Íslendingasagna, Guðrúnar Ósvífursdóttur.<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!