31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

annarra gistihúsa og gististaða, t.d. heimavistir skóla, bændagisting bæði í<br />

sérhúsum og í herbergjum á heimilum bænda.<br />

Á háönn kann að skorta gistirými á einstökum stöðum en til lengri tíma<br />

litið má reikna með að á almennum markaði skapist jafnvægi milli<br />

framboðs og eftirspurnar. Þar af leiðandi er ekki mælt með sértækum<br />

aðgerðum.<br />

Öll almenn þjónusta<br />

Fjölbreytt náttúra<br />

Úrval gönguleiða<br />

Nokkur söfn<br />

Hvalaskoðun<br />

Ýmis dægradvöl<br />

Auðug náttúra<br />

Mývatnssveit<br />

Jökulsárgljúfur<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði eru á nokkrum stöðum, t.d. á Húsavík, í Vaglaskógi,<br />

Mývatnssveit og í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Fjöldi veitingastaða<br />

er á svæðinu og einnig öll almenn þjónusta svo sem apótek, heilsugæsla,<br />

sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleigur, bílaþjónusta, (viðgerðir),<br />

samgöngur (áætlunarferðir og hópferðir), verslanir og ýmis önnur<br />

þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið byggð upp og getur hæglega tekið<br />

við fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Mikil fjölbreytni í náttúrunni og tækifæri til að skoða hana er algengasta<br />

dægradvölin í Þingeyjarsýslum, með öðrum orðum þá er afþreyingin fyrst<br />

og fremst náttúrutengd. Goðafoss og hvernig hann tengist Kristnisögunni<br />

og Þorgeiri Ljósvetningagoða vekur áhuga margra. Þá eru ferðir um<br />

Mývatnssveit og með Jökulsá niður í Ásbyrgi vinsælar, enda<br />

ævintýraheimur fyrir náttúruunnendur.<br />

Mikið úrval gönguleiða er í héraðinu, stuttra og langra. Í Mývatnssveit má<br />

nefna gönguleið upp á Hverfjall og um Dimmuborgir. Einnig stikaða leið<br />

frá Reykjahlíð upp á Hlíðarfjall og að Leirhnjúk við Kröflu. Hið sama má<br />

segja um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum en innan marka hans er m.a.<br />

Ásbyrgi. Þá er ótalinn Öskjuvegurinn en það er nokkurra daga gönguleið<br />

úr Herðubreiðarlindum niður í Svartárkot í Bárðardal.<br />

Á Húsavík er Safnahúsið, en það hýsir fjölþætta starfsemi um þjóðlegan<br />

fróðleik, muni og minjar. Þar er einnig Hvalamiðstöðin sem er safn um<br />

flest það sem viðkemur hvölum og hvalaskoðun jafnframt því sem fjallað<br />

er um nýtingu hvalastofnsins að fornu og nýju. Á Kópaskeri er Bóka- og<br />

byggðasafn Norður-Þingeyinga og í Mývatnssveit er Gestastofa<br />

Náttúruverndar ríkisins.<br />

Til viðbótar sögutengdu efni má finna ýmsa afþreyingu svo sem golf,<br />

gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, hestaleigu, kajak- og kanósiglingar<br />

og útsýnisflug. Einnig má stunda fjölbreytta veiðimennsku (silungur, lax,<br />

gæs, rjúpa). Fjölsóttasta afþreyingin er hvalaskoðun frá Húsavík en<br />

aukning hennar hefur verið ævintýri líkust.<br />

Möguleikar<br />

Þingeyingar hafa mikla möguleika á að auka umsvif í ferðaþjónustu.<br />

Svæðið er meðal þeirra fjölbreyttustu frá náttúrunnar hendi og það hvetur<br />

mikinn fjölda ferðamanna til heimsóknar. Mývatnssveit er mikill<br />

ævintýraheimur bæði hvað snertir jarðfræði og ýmsa þætti lífríkisins,<br />

einkum fuglalíf. Hið sama má segja um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og<br />

með góðum vegi vestan Jökulsár opnast fleiri möguleikar sem margir bíða<br />

eftir. Þá opnast með betri hætti einstök hringleið sem hægt verður að<br />

útfæra með ýmsum útúrdúrum og tengja afþreyingu sem verið er að<br />

byggja upp.<br />

44

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!