08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

XXII. árgangur – Desember <strong>2013</strong>


2 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong>


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 3<br />

Leiðari<br />

Ágætu sveitungar og samferðamenn<br />

Enn kveður <strong>Eyvindur</strong> sér hljóðs og er að venju fleytifullur af athygliverðu efni um menn og málefni.<br />

Við í ritstjórn viljum þakka öllum þeim sem hafa sent okkur greinar stef og stökur bæði<br />

fyrr og síðar og sömuleiðis alla velvild aðra. Svo vil ég þakka öðrum ritnefndarmömmum fyrir<br />

þeirra fórnvúsu vinnu.<br />

<strong>Eyvindur</strong> hefur alla tíð reynt að standa sig sem héraðsfréttablað í Vaðlaþingum hinum fornu<br />

og freistað þess að fylgjast vel með og reifa það sem er efst á baugi hjá hinum ýmsu félögum,<br />

samtökum og einstaklingum hverju sinni. Þá hefur <strong>Eyvindur</strong> alla jafna í lengstu lög forðast að<br />

vera pólitískur þó að sumir ritstjórnarmenn og leiðarahöfundar hafi stundum átt erfitt með að<br />

sitja á strák sínum og þá sérdeilis undirritaður.<br />

Það hefur nefnilega ýmislegt gengið á í þjóðlífinu sem og annars staðar í heimi hér. Nú bíða<br />

menn og vona að ráðamenn sem aðrir hafi lært af reynslunni og treysta því að þjóðlíf þroskist<br />

til betri vega..<br />

Það er nefnilega margt svo ótrúlega gott og vænt við það að vera Íslendingur. Við virðumst<br />

til dæmis búa við mikla náð í veðurfari, oftast nær, ef við horfum til heimsbyggðarinnar og við<br />

meiri nægtir en margar aðrar þjóðir.<br />

Undirritaður er um margt nokkuð lítilsigldur maður en reisir stundum til útlanda. Og hann<br />

hlakkar til hverju sinni að koma heim aftur og snæða skyr saltket, smér og aðrar íslenskar afurðir<br />

slíkar sem bera af öðrum í flestum greinum og hana nú!<br />

Því er það von okkar að atvinnulíf megi blómstra um byggðir landsins og að landbúnaður<br />

verði áfram ein af kjölfestum samfélagsins.<br />

Því telur <strong>Eyvindur</strong> að hlúa megi betur að því unga fólki sem víða er að taka við búsforráðum<br />

í þeim geira.<br />

Ein af þeim greinum sem nú birtist í Evindi heitir „Ávarp til Eyfirðinga“ og er skrifuð af ungum<br />

bónda frá Ytri-Tjörnum sem hyggst bjóða sig fram til þingfarar. Þetta er afar athygliverður<br />

pistill sem lýsir ástandinu í byggðum landsins og þó sérdeilis hér í Eyjafirði árið 1916.<br />

Við grípum aðeins niður í pistilinn:<br />

„Ég skal þá strax taka það fram, að ég er ekki járnbrautarmaður eins og stendur. Það er ekki<br />

rétt að eyða fleiri milljónum í 2-3 sýslur á meðan allar aðrar sýslur landsins eru meira og minna<br />

ógreiðfærar og varla reiðfærar fyrir vegleysum, hvað þá að komist verði með kerrur og vagna<br />

nema með mestu örðugleikum og sliti á vögnum og hestum, nema aðeins á nokkrum stöðum<br />

lítilsháttar upp frá verslunarstöðunum. Alstaðar þarf að lengja akbrautirnar....“<br />

Síðan skrifar hann:<br />

„Þannig er það hringinn í kring í sýslunni, vegirnir of víða vegleysur, nema þá yfir hásumarið<br />

þegar líka alstaðar er fært að fara. Góðir vegir eru sem allir vita lífæðar héraðanna.“ Og enn: „Ég<br />

þarf naumast að tala um árnar óbrúuðu...“<br />

Svo mörg voru þau orð.<br />

Ó þjóð mín mín þjóð. Ertu nokkuð svo illa stödd? Undirritaður fer stundum um hina góðu<br />

vegi landsins með erlenda túrhesta oftast nær þýska.<br />

Einu sinni var farinn hringur í Eyjafirði og var keyrt fram á býli, kirkjur og aðskiljanlegan<br />

búfénað, oft stansað og myndir teknar. Á einum stað voru kýr álengdar á beit og enn var því<br />

stöðvað. Fólk þusti út og mundaði vélarnar. Eins og allir vita eru kýr forvitnar og þessar komu<br />

því nær og flestar með júgurhöld. Segir þá ein konan stundarhátt. „Nei sko hvað Íslendingar eru<br />

siðsamir. Meira að segja kýrnar ganga með brjóstahöld“.<br />

Svo vil ég þakka öðrum ritnefndarmönnum fyrir þeirra fórnfúsu vinnu.<br />

Bestu aðventu- og jólakveðjur,<br />

f.h. ritnefndar Hannes Blandon.<br />

Ritnefnd Eyvindar<br />

1. TÖLUBLAÐ • 21. ÁRGAGNUR<br />

Forsíðumynd:<br />

Ysti hluti Staðarbyggðar<br />

Ljósmynd:<br />

Benjamín Baldursson<br />

Útgáfa:<br />

Menningarmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar<br />

Prófarkarlestur:<br />

Bryndís Símonardóttir<br />

Umbrot og prentun:<br />

GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja<br />

Efnisyfirlit<br />

Illur lækur eða Heimasetan .. 4<br />

Búsetan hverrar krónu virði . 8<br />

Föndurfreyja ............................ 10<br />

Kristnesþorp ............................ 12<br />

Hvalbeinin á Hrafnagili ......... 13<br />

Mamma og Gunna ................. 14<br />

Ljóð – Kristín Sigfúsdóttir .... 14<br />

Ferðalag Karlakórsins ............ 16<br />

Strákarnir hans Hreiðars....... 18<br />

Dagur íslenskrar tungu.......... 20<br />

Kristín frá Skriðu .................... 22<br />

Ábæjarferðin ........................... 23<br />

Addi og Addi ........................... 24<br />

Tónlistaskólinn 25 ára ........... 28<br />

U.M.F. Samherjar .................... 30<br />

Ljósmyndir ............................... 32<br />

Kvenfélögin .............................. 34<br />

Kvenfélagið Iðunn .................. 35<br />

Sigríður Schiöth ...................... 37<br />

Örnefni ..................................... 41<br />

Theodóri og Guðmundu ....... 48<br />

Vísur Hallmundar .................. 52<br />

Héraðsskjalasafnið ................. 53<br />

Ávarp til Eyfirðinga ................ 57<br />

Páll Ingvarsson ........................ 59<br />

Rímur ........................................ 60<br />

Skírnir, fermingar, giftingar<br />

og andlát ................................... 61<br />

Prentgripur<br />

Benjamín Baldursson<br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

Hannes Örn Blandon<br />

Margrét Aradóttir<br />

Páll Ingvarsson<br />

Helga Gunnlaugsdóttir


4 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

1<br />

Jónas Hallgrímsson<br />

Illur lækur eða Heimasetan<br />

Kveðið eftir þjóðkunnu spánsku kvæði<br />

Daníel Þorsteinsson<br />

Líflega<br />

°<br />

mp<br />

2 5 3 2 2 4 2 U 5<br />

&b 8 œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8 œ œ 8 œ j ‰ œ œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ œ 8<br />

Læk-ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

eft - ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér.<br />

mp<br />

2 5 3 2 2 4 2 U 5<br />

&b 8<br />

œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8 œ œ 8 œ j ‰ œ œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ œ 8<br />

Læk-ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

eft - ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér.<br />

mp<br />

U<br />

2 5 3 2 2 4 2 5<br />

& b 8 œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ œ 8 œ 8 œ ‰ J<br />

œ œ 8 œ œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8<br />

‹<br />

Læk-ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

eft - ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér.<br />

mp<br />

? 2 5 3 2 2 4 2 U<br />

¢ b<br />

5 8 œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8 œ œ 8 œ J ‰ œ œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ œ 8<br />

Læk-ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

eft - ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér.<br />

A tempo<br />

11 mf<br />

°<br />

5 3 5 4 5 4 5<br />

&b 8 œ œ nœ<br />

œ œ 8 œ J œ 8 œ œ nœ<br />

œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ nœ<br />

œ œ 8 œ J œ œ 8<br />

Nú fór ill - a, móð ir mín! Mér var það samt ekki' að kenn - a. Sást - u litl - a læk-inn<br />

renn - a<br />

Læk-ur<br />

gott í laut-u<br />

á, leik - ur und - ir sól - ar-brekk-<br />

um, faðm-ar<br />

hann á ferl - i þekk-um<br />

mf<br />

5 3 5 4 5 4 5<br />

&b 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ 8 œ œ œ j œ 8 œ 8 8 8<br />

nœ<br />

œ œ œ œ œ œ j œ œ œ œ<br />

Nú fór ill - a, móð ir mín! Mér var það samt ekki' að kenn - a. Sást - u litl - a læk-inn<br />

renn - a<br />

Læk-ur<br />

gott í laut-u<br />

á, leik - ur und - ir sól - ar-brekk-<br />

um, faðm-ar<br />

hann á ferl - i þekk-um<br />

mf<br />

5 3 5 4 5 4 5<br />

& b 8 œ œ # œ œ j 8 œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ # œ œ j 8 œ œ œ œ 8<br />

‹<br />

Nú fór ill - a, móð ir mín! Mér var það samt ekki' að kenn - a. Sást - u litl - a læk-inn<br />

renn - a<br />

Læk-ur<br />

gott í laut-u<br />

á, leik - ur und - ir sól - ar-brekk-<br />

um, faðm-ar<br />

hann á ferl - i þekk-um<br />

mf<br />

?<br />

¢ 5 œ œ œ œ 3 œ œ œ<br />

b<br />

5 4 5 4 5 8 J 8 8 œ œ œ œ J 8 œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ<br />

8 J 8 8<br />

Nú fór ill - a, móð ir mín! Mér var það samt ekki' að kenn - a. Sást - u litl - a læk-inn<br />

renn - a<br />

Læk-ur<br />

gott í laut-u<br />

á, leik - ur und - ir sól - ar-brekk-<br />

um, faðm-ar<br />

hann á ferl - i þekk-um<br />

17<br />

° 5 4 5 3 5 4 5<br />

&b 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ j ‰ œ œ œ œ œ 8 J 8 œ œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ J œ 8<br />

græn-a<br />

laut að gamn-i<br />

sín, breikk-<br />

a, þar sem brekk-an<br />

dvín, bull - a þar og hoss-a<br />

sér?<br />

fjól - a gul og rauð og blá einn - i þeirr - a eg vil ná, og svo skvett - ir hann á mig.<br />

5 4 5 3 5 4 5<br />

& b 8 œ œ œ œ j 8<br />

œ œ œ j ‰ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ # œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ 8<br />

græn-a<br />

laut að gamn-i<br />

sín, breikk-<br />

a, þar sem brekk-an<br />

dvín, bull - a þar og hoss-a<br />

sér?<br />

fjól - a gul og rauð og blá einn - i þeirr - a eg vil ná, og svo skvett - ir hann á mig.<br />

5 4 5 3 5 4 5<br />

& b 8 nœ<br />

œ bœ<br />

œ 8 œ œ œ j ‰ 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ J J 8 œ œ œ œ j œ œ 8 œ 8<br />

‹<br />

græn-a<br />

laut að gamn-i<br />

sín, breikk-<br />

a, þar sem brekk-an<br />

dvín, bull - a þar og hoss-a<br />

sér?<br />

fjól - a gul og rauð og blá einn - i þeirr - a eg vil ná, og svo skvett - ir hann á mig.<br />

? 5 œ œ j 4 5 3 5 4 5<br />

¢ b8 œ œ œ œ œ 8 J ‰ 8 œ œ œ œ j œ œ 8 œ 8 œ œ œ # œ<br />

j 8 œ œ nœ<br />

8<br />

græn-a<br />

fjól - a<br />

laut<br />

gul<br />

að<br />

og<br />

gamn-i<br />

sín,<br />

rauð og blá<br />

breikk-<br />

a,<br />

einn - i<br />

þar<br />

þeirr<br />

sem<br />

- a<br />

brekk-an<br />

dvín,<br />

eg vil ná,<br />

Copyright © <strong>2013</strong> Daníel Þorsteinsson<br />

bull<br />

og<br />

- a þar og<br />

svo skvett - ir<br />

rit...............<br />

hoss-a<br />

sér?<br />

hann á mig.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 5<br />

23<br />

rit.<br />

°<br />

p<br />

5 4 5 3 8 8 8 8 5 3 4<br />

& b U U<br />

œ œ nœ<br />

œ œ œ 8 8 b b b b<br />

J œ œ œ œ œ œ j œ œ œ œ œ j œ œ œ œ œ<br />

Vert-u<br />

ó-<br />

hrædd,<br />

Ill - ur læk - ur!<br />

eft-ir-leið-is<br />

Eft-ir-leið-is<br />

1. 2. Tregablandið<br />

eg skal gá að mér! eg skal mun - a þig! Klukk-an<br />

mín, svo<br />

p<br />

5 4 5 3 8 8 8 8 5 3 4<br />

& b U U<br />

œ œ œ œ j œ œ œ œ œ œ œ œ j 8 8 b b b<br />

œ œ œ œ œ j œ b<br />

œ œ œ œ<br />

Vert-u<br />

ó-<br />

hrædd,<br />

Ill - ur læk - ur!<br />

eft-ir-leið-is<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér! eg skal mun - a þig! Klukk-an<br />

mín, svo<br />

U<br />

U<br />

p<br />

5 4 5 3 8 8 8 8 5 3 4<br />

& b œ œ # œ œ j œ œ 8 8 b b b b<br />

œ œ nœ<br />

œ bœ<br />

œ œ nœ<br />

œ bœ<br />

œ œ J J œ œ œ œ<br />

‹<br />

Vert-u<br />

ó-<br />

hrædd,<br />

Ill - ur læk - ur!<br />

eft-ir-leið-is<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér! eg skal mun - a þig! Klukk-an<br />

mín, svo<br />

p<br />

? 5<br />

¢ b<br />

4 5 8<br />

œ œ œ œ 3 8<br />

œ œ œ œ œ œ j U<br />

8 8 5 3 U 4 8 8 b b J œ œ œ œ œ j œ œ œ<br />

b b<br />

œ œ œ œ<br />

30<br />

Vert-u<br />

ó-<br />

hrædd, eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér! eg skal mun - a þig! Klukk-an<br />

mín, svo<br />

Ill - ur læk - ur! Eft-ir-leið-is<br />

°<br />

&b b b b œ # #<br />

#<br />

œ ˙ œ œ œ bœ<br />

#<br />

bœ<br />

nœ<br />

œ nœ<br />

œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ<br />

hvít og hrein, hún er nú öll vot að neð-an.<br />

Hef-urð<br />

- u þá heyrt og séð 'ann, hvern-ig<br />

ertn-in<br />

mf<br />

&b b b b # #<br />

#<br />

œ œ #<br />

˙ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ<br />

hvít og hrein, hún er nú öll vot að neð-an.<br />

Hef-urð<br />

- u þá heyrt og séð 'ann, hvern-ig<br />

ertn-in<br />

mf<br />

& b b b b œ œ ˙ # #<br />

#<br />

œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ # œ œ œ œ<br />

‹<br />

hvít og hrein, hún er nú öll vot að neð-an.<br />

Hef-urð<br />

- u þá heyrt og séð 'ann, hvern-ig<br />

ertn-in<br />

mf<br />

?<br />

¢ b b b b œ œ ˙ œ œ # #<br />

#<br />

bœ<br />

nœ<br />

œ bœ<br />

nœ<br />

œ œ œ œ œ œ œ œ œ #<br />

hvít og hrein, hún er nú öll vot að neð-an.<br />

Hef-urð<br />

- u þá heyrt og séð 'ann, hvern-ig<br />

ertn-in<br />

mf<br />

œ œ œ œ<br />

2<br />

36<br />

°<br />

mp<br />

p<br />

mp<br />

& # # # # n n<br />

n<br />

œ n b b œ œ ˙ œ œ œ œ œ œ ˙ œ œ œ œ œ œ ˙ b b œ œ œ œ<br />

úr hon-um<br />

skein. Ég hef orð-ið<br />

ögn of sein, og<br />

mp<br />

p<br />

svo skvett-i<br />

hann á mig. Ill-ur<br />

læk-<br />

ur!<br />

mp<br />

& # # # # n n<br />

n n b<br />

œ œ œ ˙ œ œ œ œ b b b<br />

œ œ ˙ œ œ œ œ œ œ ˙ œ œ œ œ<br />

úr hon-um<br />

skein. Ég hef orð-ið<br />

ögn of sein, og svo skvett-i<br />

hann á mig. Ill-ur<br />

læk-<br />

ur!<br />

mp<br />

p<br />

mp<br />

#<br />

& #<br />

# # n n<br />

n<br />

œ œ œ n<br />

˙ œ œ œ œ œ œ ˙ œ œ b œ œ œ b œ ˙ b b b b œ œ œ œ<br />

‹<br />

úr hon-um<br />

skein. Ég hef orð-ið<br />

ögn of sein, og svo skvett-i<br />

hann á mig. Ill-ur<br />

læk-<br />

ur!<br />

mp<br />

p<br />

mp<br />

?#<br />

¢ #<br />

# # n n<br />

n<br />

œ œ œ ˙ n œ œ œ œ b b b b<br />

œ œ ˙ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ<br />

úr hon-um<br />

skein. Ég<br />

hef orð-ið<br />

ögn of sein, og<br />

svo skvett-i<br />

hann á mig. Ill-ur<br />

læk-<br />

ur!


6 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

3<br />

42<br />

rit.<br />

A tempo<br />

°<br />

mp<br />

2 5 3 2 2 4<br />

&b b b b œ œ œ œ œ œ œ b<br />

nœ<br />

w 8 œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8 œ œ 8 œ j ‰ œ œ 8<br />

?<br />

¢ b<br />

4 œ œ œ œ 5 œ œ j 8 8 œ œ 4 œ œ œ 8 J ‰ 5 3 5 4 8 œ œ œ œ j œ œ 8 œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ nœ<br />

5 8<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal mun-a<br />

þig! Læk-ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

mp<br />

2 5 3 2 2 4<br />

&b b b b œ<br />

b<br />

œ œ œ œ œ œ œ w 8<br />

œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8 œ œ 8 œ j‰ œ œ 8<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal mun-a<br />

þig! Læk -ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

mp<br />

2 5 3 2 2 4<br />

& b b b b œ œ œ œ œ œ œ œ w b 8 nœ<br />

œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ 8<br />

œ œ 8 œ ‰ œ œ J 8<br />

‹<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal mun-a<br />

þig! Læk -ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

?<br />

¢ b b b b œ œ œ œ œ bœ<br />

nœ<br />

œ w mp<br />

2 5 3 2 2 4<br />

b 8 œ œ 8 8 œ œ œ 8 8 J ‰ œ œ 8<br />

Eft-ir-leið-is<br />

eg skal mun-a<br />

þig! Læk -ur<br />

renn-ur<br />

í laut- u, ligg-ur<br />

og til þín sér: Allt-af<br />

51<br />

rit...........................<br />

A tempo<br />

mf<br />

° 4 2 U 5 3 5 4 5 4<br />

&b 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ nœ<br />

œ œ 8 œ J œ 8 œ œnœ<br />

œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ nœ<br />

œ J 8<br />

eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér. Læk-ur<br />

fer um laut-ar-drag,<br />

leik-ur<br />

sér að væt-a<br />

meyn-a,<br />

þeg-ar<br />

stíg-ur<br />

mf<br />

4 2 U 5 3 5 4<br />

&b 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ 8 œ œ œ j œ 8 œnœ<br />

5 4<br />

œ œ 8 8<br />

eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér. Læk-ur<br />

fer um laut-ar-drag,<br />

leik-ur<br />

sér að væt-a<br />

meyn-a,<br />

þeg-ar<br />

stíg-ur<br />

U mf<br />

4 2 5 3 5 4 5 4<br />

& b 8 œ œ œ œ 8<br />

œ œ œ œ œ 8 œ œ # œ œ j 8 œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ # œ œ j 8<br />

‹<br />

eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér. Læk-ur<br />

fer um laut-ar-drag,<br />

leik-ur<br />

sér að væt-a<br />

meyn-a,<br />

þeg-ar<br />

stíg-ur<br />

mf<br />

? 4 2 U 5 3 5 4 5 4<br />

¢ b8 œ œ œ œ 8<br />

œ œ œ œ 8<br />

œ œ œ œ 8<br />

œ œ œ<br />

œ J 8 œ œ œ œ J 8 œ œ œ œ 8<br />

œ œ œ œ J 8<br />

eft-ir-leið-is<br />

eg skal gá að mér. Læk-ur<br />

fer um laut-ar-drag,<br />

leik-ur<br />

sér að væt-a<br />

meyn-a,<br />

þeg-ar<br />

stíg-ur<br />

60<br />

° 4 5 4<br />

&b 8<br />

œ œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ j ‰ 5 3 5 4 8<br />

œ œ œ œ 8<br />

œ œ J œ 8 œ œ œ œ 8 œ œ J œ<br />

5 8<br />

þar á stein-a.<br />

Það er fall -egt<br />

hátt-a- lag! Ég fer ekk-ert<br />

út í dag, un- i, móð - ir góð, hjá þér!<br />

4 5 4<br />

& b 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8<br />

œ œ œ j ‰ 5 3 5 4 8 œ œ œ œ j 8 œ œ# œ 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ<br />

5 8<br />

þar á stein-a.<br />

Það er fall -egt<br />

hátt-a- lag! Ég fer ekk-ert<br />

út í dag, un- i, móð - ir góð, hjá þér!<br />

4 5 4 5 3 5 4<br />

& b 8 œ œ œ œ 8 nœ<br />

œbœ<br />

œ 8 œ œ œ j ‰ 8 œ œ œ œ J 8 œ œ œ J 8 œ œ œ œ j œ œ 8 œ<br />

‹<br />

þar á stein-a.<br />

Það er fall -egt<br />

hátt-a- lag! Ég fer ekk-ert<br />

út í dag, un- i, móð - ir góð, hjá þér!<br />

5 8<br />

þar á stein-a.<br />

Það er fall -egt<br />

hátt-a- lag! Ég fer ekk-ert<br />

út í dag, un- i, móð - ir góð, hjá þér!


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 7<br />

67<br />

rit.....................<br />

° 5 4 5 4 5<br />

& b U<br />

8 œ<br />

œ n œ œ 8 œ œ J œ œ 8 œ œ # œ œ bœ<br />

J 8<br />

œ nœ<br />

œ 8<br />

Vert<br />

Vert<br />

Vert<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, vert - u ó - hrædd, eft - ir - leið - is,<br />

5 4 5 4 5<br />

& b<br />

U<br />

8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ œ 8 # œ œ œ œ j 8 nœ<br />

œ œ œ 8<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, vert - u ó - hrædd, eft - ir - leið - is,<br />

U<br />

5 4 5 4 5<br />

& b 8 œ œ # œ œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ J 8 nœ<br />

œ œ œ 8<br />

‹<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, vert - u ó - hrædd, eft - ir - leið - is,<br />

? 5 œ œ œ œ 4 œ œ œ 5 4 U 5<br />

¢ b8 J 8 bœ<br />

8 œ œ œ œ œ œ œ œ<br />

J 8 8<br />

Vert<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, vert - u ó - hrædd, eft - ir - leið - is,<br />

4<br />

° 5 4 5 3<br />

& b A tempo<br />

8 œ œ nœ<br />

œ œ 8 œ J œ œ 8 œ œ œ œ j 8 œ<br />

¢<br />

71<br />

vert<br />

vert<br />

vert<br />

vert<br />

rit. al fine<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, eg skal gá að mér!<br />

5 4 5 3<br />

& b 8 œ œ œ œ j 8 œ œ œ œ 8 œ œ œ œ j 8<br />

œ<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, eg skal gá að mér!<br />

5 4 5 3<br />

& b 8 bœ<br />

œ œ œ 8 œ J<br />

œ œ œ 8 nœ<br />

œ bœ<br />

œ J 8 œ<br />

‹<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, eg skal gá að mér!<br />

5 4 8 œ œ œ œ œ œ œ œ 5 œ œ<br />

3 J 8 8 œ œ j œ 8<br />

- u ó - hrædd, eft - ir - leið - is, eg skal gá að mér!<br />

? b<br />

"Það er ákaflega misjafnt hvort eða hvernig kvæði ýta við manni með þeim hætti að það kvikni lag.<br />

Sum ljóð hreinlega kalla eftir tónum meðan önnur sitja hjá þögul og kyrr, sjálfum sér nóg.<br />

Eitthvað var það í hryn þessa kvæðis Jónasar sem vakti athyglina, einhver óþreyja í orðunum sem<br />

leiddi af sér þessar órólegu, taktskiptu línur en svo er líka í kvæðinu ákveðinn léttleiki og húmor sem ýtti<br />

undir þessa nálgun við það.<br />

Þrátt fyrir að kvæðið Illur lækur sé, eins og skáldið orðar það, "kveðið eftir þjóðkunnu spánsku kvæði" þá<br />

finnst mér sviðsmyndin íslensk: Lækur rennur í lautu um sumarbjartan dag, stúlkan sér litrík blóm sem<br />

hana fýsir að týna en þá skvettir lækurinn á hana í kvikindisskap sínum og vætir klukkuna hennar sem var<br />

svo hvít og hrein fyrir. Í þeim hluta lagsins dregur ský fyrir sólu enda stúlkan leið yfir framkomu lækjarins.<br />

Annars er lagið er fremur bjart og leikandi með tilvitnun í íslenska þjóðlagahefð bæði hvað varðar tóntegund og takt.<br />

Laglínan virðist ekki geta ákveðið hvort hún eigi að tilheyra lýdískri kirkjutóntegund, sem var einkennandi fyrir<br />

íslensku þjóðlögin, eða dúr. Og líkt og í lögum eins og til dæmis Hani, krummi, hundur, svín þá flakkar lagið í<br />

sífellu á milli takttegunda en það var í raun hrynur orðanna sjálfra sem réði því.<br />

Lagið var frumflutt í vor sem leið í hlöðunni á Stóra-Dunhaga af kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls<br />

undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur."<br />

Hrafnagilshverfi í nóvember <strong>2013</strong>,<br />

Daníel Þorsteinsson.


8 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Benjamín Baldursson<br />

Búsetan hér hverrar krónu virði<br />

Bjartan nóvemberdag lagði <strong>Eyvindur</strong> leið sína fram í fjörð. Sólin<br />

sigldi með fjallabrúnum og náði að senda milda geisla um lendur<br />

framfirðinga. Sumstaðar var snjólaust a.m.k. í hinu marg rómaða<br />

Grundarplássi en alhvít jörð þegar því sleppti. Ferðinni var heitið<br />

á syðsta bæ í sveitinni, Hólsgerði. Þar búa sæmdarhjónin Sigríður<br />

Bjarnadóttir og Brynjar Skúlason ásamt fjórum börnum sínum,<br />

þeim Frey, Fjölni, Kristínu og Kolbrá.<br />

Eftir að hafa snætt hádegisverð með fjölskyldunni bauð húsfreyja<br />

til stofu og með desertskál í hendi hóf <strong>Eyvindur</strong> að demba<br />

á þau spurningaflóði.<br />

Er ekki um að gera að vera á þjóðlegu nótunum og kanna fyrst ætt,<br />

uppruna og skólagöngu?<br />

Brynjar: „Ég er fæddur á Lynghóli í Skriðdal á Fljótsdalshéraði<br />

og ólst þar upp. Foreldrar mínir eru Skúli Jónasson frá Þuríðarstöðum<br />

í Fljótsdal og Jónína Guðmundsdóttir frá Geirólfsstöðum<br />

í Skriðdal. Ég var í skóla á Hallormsstað en byrjaði reyndar í<br />

svo kölluðum Seljaskóla þar sem kennt var á bæjunum einn dag<br />

í viku, þ.e.a.s. fyrsta og öðrum bekk. Frá þriðja bekk og upp úr<br />

vorum við á heimavistarskólanum á Hallormsstað. Eftir það lá<br />

leiðin í Lauga í Reykjadal, Menntaskólann á Egilsstöðum, Bændaskólann<br />

á Hólum og Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.“<br />

Sigríður: „Ég er Skagfirðingur, frá Eyhildarholti í Hegranesi,<br />

sem var í Rípurhreppi. Foreldrar mínir eru Bjarni Gíslason sem<br />

var bóndi þar og skólastjóri Grunnskóla Rípurhrepps og Salbjörg<br />

Márusdóttir húsfreyja, ættuð frá Bjarnastöðum í Blönduhlíð.<br />

Ég gekk í Grunnskóla Rípurhrepps og fór síðan í Gagnfræðaskólann<br />

á Sauðárkróki. Við krakkarnir úr Nesinu fórum þangað<br />

þrjú síðustu ár grunnskólans. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann<br />

á Akureyri, svo í Bændaskólann á Hólum, þar sem við Brynjar<br />

kynntumst“. Segir Sigríður og horfir brosandi til bónda síns.<br />

Eftir bændaskólann skrapp hún austur á land og nam við Hússtjórnarskólann<br />

á Hallormsstað.<br />

Þetta hefur verið ást við fyrstu sýn?<br />

„Það er nú það“ segir Sigríður og skellihlær. „Þetta allavega endaði<br />

þannig“.<br />

Hvað kom til að þið fluttuð hingað í Eyjafjörðinn?<br />

„Ég hef oft sagt það að þetta hafi verið það næsta sem ég kom<br />

honum í Skagafjörðinn. En svona án gríns þá erum við bæði fædd<br />

og uppalin í sveit og vildum búa í sveit samhliða því að stunda<br />

vinnu tengda því námi sem við stunduðum og vorum búin að líta<br />

í kringum okkur eftir jörðum“, segir Sigríður og Brynjar bætir<br />

við að það hafi ráðið miklu að þau fengu bæði vinnu á Akureyri<br />

eftir nám.<br />

Sigríður og Brynjar í stofunni heima í Hólsgerði.<br />

Ljósm.: Benjamín Baldursson<br />

Hvaða væntingar höfðu þið svo til samfélagsins hérna í sveitinni.<br />

„Við gerðum ráð fyrir hefðbundnu sveitalífi í sjálfu sér, þar sem<br />

væri mikil samstaða meðal fólks og auðvelt að kynnast og allir<br />

hjálpuðust að. Það hefur alveg gengið eftir. Það er óhemju góð<br />

samheldni hérna innfrá“, segir Brynjar og kona hans tekur undir<br />

það og segir gott á milli fólksins, hlýr hugur og þar af leiðandi<br />

notalegt umhverfi.<br />

Því næst er Sigríður spurð um það hvort mikill munur sé á<br />

Eyfirðingum og Skagfirðingum og telur hún Eyfirðinga öllu alvarlegra<br />

fólk. „ Skagfirðingar eru glaðlyndari og kannski pínulítið<br />

kærulausari“, segir hún en finnst það ýkjur hjá Bjarna Maronssyni<br />

í Ásgeirsbrekku þegar hann sagði að eyfirskir bændur brosi<br />

helst aldrei nema ef vera skildi þegar þeir líta ofan í mjólkurtankinn<br />

sinn!<br />

Þá berst talið að búskapnum og kemur fram að þau eru með<br />

150 kindur, 10 nautgripi og 20 hross.<br />

Hvernig samræmist þetta vinnunni?<br />

„Frítíminn fer að mestu í þetta,“ segir Brynjar og bætir svo við að<br />

þetta samræmist nokkuð vel vinnunni en því sé ekki að leyna að<br />

talsverð vinna fari í það að sinna skepnunum. Hestamennskan<br />

hefur verið mikið áhugamál hjá þeim hjónum og er Brynjar formaður<br />

hestamannafélagsins Funa. „Við höfum reynt að sinna<br />

hestamennskunni eins og tíminn leyfir. Þetta verður stundum<br />

svolítil afgangsstærð hjá manni, en við förum í hestaferðir a.m.k.<br />

annað hvert ár og stundum á hverju ári. Börnin hafa komið með<br />

okkur í nokkrar ferðir en hafa mismunandi mikinn áhuga eins<br />

og gengur. Við höfum verið að temja fyrir okkur og einnig sent<br />

nokkur trippi í tamningu hjá öðrum og erum í ræktuninni líka.<br />

Þetta er stórt áhugamál hjá okkur og hugsuð fyrst og fremst<br />

þannig en ekki beinlínis sem búgrein“ segir Brynjar. Sigríður<br />

segir mjög ánægjulegt að fara í hestaferðir í góðra vina hópi.<br />

Undirbúningurinn og allt í kringum hestaferðirnar sé skemmtilegur<br />

og gaman þegar fólk hittist og ferðin hefst. Þessar hestaferðir<br />

hafi verið afar ánægjulegar. Brynjar segir að þau fari yfirleitt<br />

í ferðirnar seinni part sumars og helst frá Hólsgerði því<br />

dýrt sé að keyra hrossin langar leiðir áður en lagt er upp. „Það<br />

er sérstaklega gaman að geta tekið ungu trippin með. Þau fá þá<br />

þessa grunnþjálfun við að hlaupa með, auka kjarkinn og styrkjast<br />

líkamlega. Það er svo mikilvægt að geta tekið þau með í ferðina<br />

þó svo að maður ríði ekki á þeim,“ segir hann.<br />

Fjölskyldan flutti í Hólsgerði 1. ágúst 1999 og hefur lagt gjörva<br />

hönd á margt síðan. Þau hafa stundað umtalsverða skógrækt frá<br />

haustinu 2001 og hafa plantað hvorki meira né minna en 250<br />

þúsund plöntum í 100 hektara lands. Þar liggur ómæld vinna að<br />

baki.<br />

Þau hjónin hafa einnig tekið þátt í félagsmálum af miklum


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 9<br />

krafti og Sigríður verið formaður kvenfélagsins. Þau hafa setið<br />

í ótal nefndum á vegum sveitarfélagsins, að ógleymdum kirkjukórnum<br />

þar sem þau syngja bæði. Sigríður hefur ásamt sonum<br />

sínum tekið þátt í uppfærslum á leikritum hjá Freyvangsleikhúsinu<br />

og þeir báðir hjá Leikfélagi Akureyrar. „Auðvitað er þetta<br />

stundum svolítið pússluspil og þétt keyrsla en með útsjónarsemi<br />

þá hefur þetta gengið upp,“ segir hún. „Ef vilji er fyrir hendi að<br />

láta þetta ganga upp þá hefst það.“<br />

Brynjar rifjar upp að hann hafi dottið inn í sveitarstjórn sem<br />

varamaður fyrir nokkrum árum og var þá í skipulagsnefnd og<br />

með stjórnum allra félaga taldist honum til að hann væri þá í alls<br />

níu stjórnum og nefndum. „Þá sá ég að þetta var ekki hægt,“ segir<br />

Brynjar og hlær og bætir við að hestamannafélagið hafi auðvitað<br />

tekið mestan tíma undanfarin misseri.<br />

Nú eru þið komin með hitaveitu.<br />

„Já, þegar við fluttum hingað var hitað upp með rafmagni en ég<br />

fékk fljótt áhuga á að kynda með viði og við settum upp góða<br />

og öfluga viðarkyndingu sem við vorum með í fjögur ár og þrælvirkaði<br />

og nýtist vel á köldum svæðum þar sem skógur er í næsta<br />

nágrenni. Þetta gaf góða raun í sjálfu sér en það er þó engan veginn<br />

hægt að bera þetta saman við lúxusinn að vera með hitveitu,“<br />

segir Brynjar.<br />

Hvenær kom hún til?<br />

„Við vorum eitt ár í Skagafirði, vorum í hestanámi á Hólum og<br />

bjuggum í húsi sem var kynt með hitaveitu. Eftir þá dvöl ákváðum<br />

við að láta slag standa og fórum að skoða þetta mál fyrir alvöru,<br />

reiknuðum út hver kostnaðurinn væri og fundum fljótt út að<br />

þetta myndi borga sig,“ segir hann. „ Við vorum þarna á virkum<br />

dögum og komum svo heim um helgar. Þá fundum við muninn,<br />

hvað það er í raun mikill lúxus að vera með hitaveitu, hrein forréttindi,“<br />

segir Sigríður.<br />

Búið var að bora tilraunaholur norðan við bæinn í Hólsgerði<br />

og vitað hvaða hola gæfi mest og heitast vatn og segir Brynjar<br />

að þá hafi ekki verið eftir neinu að bíða. Kostnaður við virkjun<br />

holunnar hafi numið um tveimur milljónum. Hann vill klára að<br />

hitaveituvæða sveitina og vísar öllu hangsi á bug í þeim efnum.<br />

Sigríður tók á dögunum við nýju starfi sem mjólkureftirlitsmaður.<br />

Svæðið sem hún sinnir er afar víðfemt, Húnavatnssýslur,<br />

Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsla ásamt Austurlandi, alla leið í Berufjörð.<br />

Hún segir að starfið leggist vel í sig. „Ég hef unnið talsvert<br />

í þessum geira sem ráðunautur í nautgriparækt. En það sem kom<br />

mér mest á óvart er hvað mikil vöktun er á mjólkinni sem slíkri,<br />

það er að segja gæðum hennar og sú vitund mætti gjarnan skila<br />

Hólsgerðisbörnin, frá vinstri: Freyr(20), Kristín(14),Kolbrá(12),<br />

Fjölnir(16). (Mynd í einkaeigu)<br />

sér betur til neytenda. Bændur eru yfirleitt ánægðir með þessa<br />

vöktun og líta ekki á mig sem einhverja löggu, þeir taka það alvarlega<br />

ef eitthvað kemur upp á og leysa það.“<br />

Er júgurbólgan á undanhaldi?<br />

„Nei, því miður held ég að hún sé ekki á undanhaldi en þetta er<br />

mjög misjafnt milli búa. Sumir eru harðir á förgun meðan aðrir<br />

reyna meðhöndlun. Þetta er eitthvað sem við verðum aldrei<br />

laus við en getum vissulega skapað ýmislegt í umhverfinu til að<br />

minnka smit og reyna þannig að halda henni í skefjum,“ segir<br />

Sigríður.<br />

Þú ert í krefjandi námi Brynjar.<br />

„Já, ég ákvað fyrir rúmu ári að skella mér í doktorsnám. Ég hef<br />

verið að vinna hjá Norðurlandsskógum í allmörg ár og var að<br />

fara að skipta yfir í rannsóknir aftur en þá fékk ég tækifæri til að<br />

komast inn á danskan styrk í sambandi við jólatrjáarækt. Ég er að<br />

vinna við tegund sem heitir fjallaþinur sem er líklegasta tegundin<br />

sem gæti komið í staðinn fyrir innfluttan normannsþin, það er<br />

að segja tegund sem við getum þá ræktað hér á landi sem hið<br />

íslenska jólatré. Verkefnið snýst um það að finna þau kvæmi og<br />

kynbæta það besta sem við finnum í því til að það verði nothæft<br />

sem framleiðsluvara á Íslandi. Ég þarf að taka nokkra doktorskúrsa<br />

í Danmörku og er núna að safna gögnum bæði fyrir Ísland<br />

og Danmörku og vinn síðan úr þeim og get verið hvar sem er, en<br />

vel auðvitað að vera sem mest á Akureyri. Þetta verður þriggja ára<br />

törn. Þintegundirnar halda barrinu miklu betur, hafa fallegan lit<br />

og það er góður ilmur af þessum trjám og aðlaðandi að hafa þau<br />

í stofunni á jólunum. Við getum auðvitað framleitt stafafuru,<br />

rauðgreni og ýmsar tegundir en við getum tæplega mætt þessum<br />

innflutningi öðruvísi en að framleiða svipaða vöru.“<br />

Eins og áður hefur komið fram hafa börn þeirra hjóna, samhliða<br />

námi verið í tónlistarnámi, leiklist og ýmsu þess háttar<br />

og segir Brynjar að börnin hafi oft komið í bæinn eftir skóla og<br />

þannig hafi þau reynt að lágmarka akstur sem sé mikill og eldsneytis<br />

kostnaðurinn sé vissulega sligandi. En þau hjónin eru<br />

sammála um að það megi gera fjölmargt fyrir það að búa á svona<br />

fallegum stað eins og Hólsgerði er.<br />

Sigríður á skrifstofu sinni í Mjólkursamlaginu<br />

Ljósm.: Benjamín Baldursson


10 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

Föndurfreyja<br />

Starfsheiti Ingu Sigrúnar Ólafsdóttur í<br />

símaskránni er föndurfreyja. Það gefur<br />

okkur nokkra vísbendingu um áhuga<br />

hennar á handverki.<br />

Inga er fædd í Litla-Garði í Saurbæjarhreppi<br />

1951 og þar ólst hún upp. Ung<br />

að árum hóf hún búskap í Saurbæ ásamt<br />

manni sínum Sveinbirni Daníelssyni árið<br />

1966. Þar bjuggu þau í rúman aldarfjórðung,<br />

eignuðust 4 börn er uxu úr grasi í<br />

sveitinni. Auk bústarfa og barnauppeldis<br />

var hún símstöðvarstjóri í Saurbæ um<br />

árabil.<br />

Ritnefnd Eyvindar frétti af einstökum<br />

altarisdúk í Saurbæjarkirkju og var bent á<br />

að hafa samband við Ingu S. Ólafsdóttur.<br />

Undirrituð þekkir Ingu og veit að hún er<br />

snjöll handverkskona. Eitt símtal og Inga<br />

féllst á viðtal við Eyvind en þó fyrst og<br />

fremst að kynna handverkið.<br />

Nú þurfti viðmælandinn góðan ljósmyndara.<br />

F yrir valinu varð Jenný Karlsdóttir<br />

þekkt handverkskona með meiru.<br />

Ég hafði samband við sóknarnefndarkonurnar<br />

Elísabetu í Sandhólum og Lilju<br />

í Gullbrekku, ekki stóð á þeirra aðstoð.<br />

Þökk sé þeim.<br />

Ferðin hófst á bæjarferð tíðindamanns<br />

Eyvindar, síðan renndum við Jenný fram<br />

í Saurbæ. Í kirkjunni beið Beta í Sandhólum<br />

með sitt ljúfa bros á vör og dúkinn<br />

góða á altarinu. Myndatökur hófust.<br />

Saurbæjarkirkja á annan dúk, sá er með<br />

heklaðri blúndu, einnig gersemi.<br />

Jenný hefur um árabil, ásamt vinkonu<br />

sinni, safnað myndum og upplýsingum<br />

um altarisdúka á Norðurlandi. Þessa<br />

dúka hafði hún ekki fest á filmu, því slógum<br />

við 2 flugur í einu höggi.<br />

Nú lá leiðin aftur til Akureyrar til<br />

fundar við Ingu. Hún vill að það komi


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 11<br />

afdráttarlaust fram að afkomendur<br />

sæmdar hjónanna, Gunnhildar og Daníels<br />

fyrrum ábúenda í Saurbæ, hafi gefið<br />

dúkinn til minningar um þau á 100 ára<br />

afmæli þeirra. Hún hafi einungis unnið<br />

dúkinn, kniplað blúnduna og fengið dúkefnið,<br />

úrvals hörefni, sent frá Bandaríkjunum.<br />

Dúknum fylgir fallegt gjafabréf frá<br />

gefendum.<br />

Inga á mikið af fallegum knipluðum<br />

skrautmunum en sitthvað fleira leynist<br />

í pokahorninu hjá henni. Mesta athygli<br />

vakti knipluð mynd af Saurbæjarkirkju.<br />

Hún er algjörlega hennar hönnun. Í<br />

öðrum verkum styðst hún gjarnan við<br />

leiðbeiningar. Eitt sinn réðst hún í það<br />

stórvirki að knipla hatt. Lang tímafrekast<br />

var hattbarðið, lauslega áætlað 12 tíma<br />

vinna á dag í heila viku.<br />

Hún á glæsilega útsaumaða stóla (rennibrautir)<br />

ásamt borði. Það verk var hafið<br />

áður en hún yfirgaf sveitina. Hún og móðir<br />

hennar Heiða í Litla-Garði hjálpuðust<br />

að. Inga saumaði munstrið en Heiða fyllti<br />

út í kring.<br />

Flosuð mynd „Drottinn blessi heimilið“<br />

og útskorin hilla prýða heimilið. Heklaður<br />

dúkur með svönum var á borði í<br />

stofunni. Sagði hún að hann væri kominn<br />

til ára sinna. Púði með refilsaumi vermir<br />

rass gesta í eldhúsinu. Þá sýndi hún okkur<br />

skrautkúlur með orkeruðum rósum.<br />

Rokkfjölskyldan eru prjónaðar dúkkur og<br />

dýr, dót sem gleður augað.<br />

Áhugi á handavinnu hefur alltaf blundað<br />

með henni. Árin í sveitinni voru yfirleitt<br />

notuð til hagnýtari starfa s.s. að prjóna og<br />

sauma föt á fjölskylduna og jafnvel aðra.<br />

Mikil breyting varð á högum Ingu er<br />

hún fluttist í bæinn. Hún starfaði og<br />

starfar enn hjá öldruðum, einkum við<br />

að aðstoða þá við handavinnu. Tími til<br />

að sinna eigin hugðarefnum varð nægur.<br />

Hún segir: „Nú er ég að leika mér“.<br />

<strong>Eyvindur</strong> þakkar Ingu fyrir að veita<br />

lesendum blaðsins innsýn í sitt fallega og<br />

fjölbreytta handverk.<br />

Myndir: Jenný Karlsdóttir


12 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Kristnesþorp.<br />

Ljósm.: Jóhann Ólafur Halldórsson<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Kristnesþorp – hvað verður um þig?<br />

Það er reisulegt að líta heim að Kristnesspítala þegar komið er að<br />

honum úr norðri. Byggingin er tignarleg og yfir henni er virðuleikablær.<br />

Neðan við Kristnesspítala er nokkur þyrping íbúðahúsa<br />

sem standa við tvær götur austan við aðalbygginguna. Þegar<br />

farið er eftir efri götunni að sumri til finnst vegfaranda jafnvel<br />

að hann sé staddur í suðrænu landi, þar sem hár trjágróður á aðra<br />

hönd varpar skugga yfir götuna og inn á milli trjánna má greina<br />

grasflatir og stalla líkt og á herragarði. Ofan við garðinn tekur<br />

svo við stórt skógarsvæði með greiðfærum stígum sem ætlaðir<br />

eru til útivistar og hressingar fyrir sjúklinga spítalans og aðra<br />

sem vilja.<br />

Fljótlega eftir að Kristneshæli var reist sem berklaspítali 1927<br />

var farið að byggja húsnæði fyrir starfsmenn því ekki þótti gott<br />

að þeir byggju inni í hælinu sjálfu til lengdar. Byrjað var á að reisa<br />

hús fyrir yfirlækninn rétt norðan við spítalann og síðan reis hvert<br />

húsið á fætur öðru fyrir hjúkrunarfólk og aðra starfsmenn, ýmist<br />

einbýlishús eða hús með 2 – 4 íbúðum og stökum herbergjum.<br />

Þar á meðal var hornhúsið þar sem starfsstúlkurnar höfðu herbergi.<br />

Gekk það stundum undir nafninu Glaumbær enda oft glatt<br />

á hjalla þar sem 6 – 10 ungar stúlkur bjuggu saman. Síðasta húsið<br />

var byggt um 1970 og stendur það nyrst við neðri götuna. Þegar<br />

þetta litla þorp stóð í blóma var þarna líflegt mannlíf, fjölskyldur<br />

með börn sem léku sér í leikjum þess tíma, svo sem einkróna og<br />

vinkvink í pottinn á sumrin og veltust um í snjónum og grófu sér<br />

snjóhús í skaflana á vetrum. Að sumu leyti var þetta litla samfélag<br />

eins og eyland í sveitinni því þarna var allt til alls. Iðnaðarmenn<br />

sem sáu um viðhald bygginga og muna, en líka lítil verslun<br />

sem félag sjúklinga rak, sorphirða, reglulegar daglegar ferðir með<br />

farþega til og frá Akureyri með hælisbílnum og dagheimili fyrir<br />

börn, löngu áður en það var tekið upp annars staðar í sveitinni.<br />

Nú eru að ég held 19 íbúðir í þorpinu, allt frá litlum stúdíóíbúðum<br />

yfir í sæmileg einbýlishús. Einungis hluti þessara íbúða<br />

eru nú notaða r af starfsmönnum Kristnesspítala. Í nokkrum<br />

íbúðanna eru starfsmenn sjúkrahússins á Akureyri enda er<br />

Kristnesspítali orðinn hluti þess og þar nú reknar tvær deildir<br />

FSA, endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild. Að auki býr<br />

í einhverjum íbúðum fólk sem á hvorugum staðnum vinnur, þar<br />

sem ekki er eftirspurn eftir húsnæðinu meðal starfsmanna. Ein<br />

lítil íbúð mun vera notuð annað slagið fyrir sjúklinga í endurhæfingu<br />

og svo er nokkuð af stökum herbergjum á jarðhæðum<br />

tveggja húsa sem að mestu eru nýtt sem geymslur, ýmist fyrir<br />

íbúa, gamalt dót sjúkrahússins eða fólk sem hefur búið þarna.<br />

Nokkrar íbúðanna standa auðar og Glaumbær er dimmur og<br />

hljóður nema þau kvöld sem Helgi og hljóðfæraleikararnir<br />

skjótast þangað inn og æfa sig. Einkum eru það allra minnstu<br />

íbúðirnar sem standa auðar eða íbúðir sem hafa skemmst vegna<br />

viðhaldsleysis. Nær ekkert viðhald hefur verið á húsunum í mörg<br />

ár og þau eru sum að grotna niður. Einhverjir íbúar hafa farið<br />

þess á leit að fá að kaupa hús sem þeir búa í með það fyrir augum<br />

að gera upp og búa áfram í þeim en ekki fengið. Ég þekki ekki<br />

allar ástæður þess en m.a. hefur verið borið við að fyrst þurfi að<br />

ganga frá lóðamálum en Legatssjóður Jóns Sigurðssonar á landið<br />

sem byggingarnar standa á. Þeim sem sjá um húseignir sjúkrahússins<br />

er vorkunn, því að á niðurskurðartímum er ekki veitt fé<br />

til viðhalds, enda er það tæplega á forgangslista ríkisins að eiga<br />

og reka leiguíbúðir út í sveit.<br />

En hvað væri hægt að gera við öll þessi hús? Einhverjum hefur<br />

dottið í hug að gera þetta að orlofshúsum. Hver ætti að eiga þau<br />

og sjá um? Og hentar að vera með orlofsíbúðir við hlið sjúkrahúss?<br />

Aðrir hafa látið sér detta í hug að það mætti stofna fast-


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 13<br />

eignafélag sem keypti þau á matsverði, gerði upp og seldi eða<br />

leigði húsin til fólks sem vill eiga heima í Eyjafjarðarsveit en er<br />

ekki tilbúið til að byggja sér einbýlishús í Hrafnagilshverfinu.<br />

Kannski hentar eitthvað af húsnæðinu fyrir minni fyrirtæki? Ég<br />

legg til að sveitarstjórnarmenn skoði í alvöru hvaða framtíð þeir<br />

vilja sjá fyrir þessa byggð og vinni að því að sæmandi lausn finnist.<br />

Það væri ekki gott afspurnar ef þarna yrði smám saman til<br />

hálfgert draugaþorp illa farinna húsa. Það gæti hins vegar auðgað<br />

og styrkt mannlífið í sveitinni enn frekar ef þarna yrði lagfært,<br />

breytt og endurhannað þannig að þessar íbúðir yrðu eftirsóttar<br />

til búsetu fyrir alls konar fólk, fólk sem er að hefja búskap, minni<br />

og stærri fjölskyldur og einstaklinga.<br />

Páll Lárusson Rist<br />

Hvalbeinin í Laugarhólnum á Hrafnagili<br />

Ljósm.: Helga Gunn.<br />

Það muna margir Eyfirðingar ennþá Laugarhólinn<br />

á Hrafnagili. Hann var til þess<br />

að gera stutt suðvestur frá gamla Þinghúsinu.<br />

Laugarhóllinn var fagurlega gerður<br />

hóll, sem teygði barm sinn fram á slétta<br />

grundina. Náttúran sá líka oft um að<br />

klæða hann sínum bestu klæðum, gróðurinn<br />

á framhluta hólsins var svo fíngerður<br />

og litskrúðugur, að það fór varla fram hjá<br />

neinum sem þarna átti leið um.<br />

Við barm hólsins að norðan var Hrafnagilslaugin.<br />

Vafalaust er hún hin sama og<br />

getið er um í Víga-Glúms sögu þar sem<br />

sagt er frá örlagaríkasta brúðkaupi á Íslandi,<br />

á vegum Víga-Glúms á Munkaþverá,<br />

þar sem heimasætan á Tjörnum<br />

fram fór með aðalhlutverkið.<br />

Að haustlagi 1941 var ég með vörubíl<br />

sem skráður var hjá setuliðinu á Hrafnagili.<br />

Nú var orðin breyting á, því búið<br />

var að taka það mikið magn af sandi úr<br />

hólnum að ásýnd Laugarhólsins var horfin<br />

með öllu.<br />

Ensku braggarnir voru þannig upp<br />

byggðir að það þótti henta vel að hlaða<br />

sandi upp að þeim til einangrunar, en<br />

síðan var moldarlagi komið fyrir. Því næst<br />

var farið út í Grísarármýri og stungnar<br />

sniddur til að hlaða að. Það voru eingöngu<br />

íslenskir verkamenn sem þetta verk unnu.<br />

Það var líka fallega og vel gert.<br />

Menn gerðu sér enga grein fyrir því<br />

hvað það var hættulegt að taka sandinn úr<br />

hólnum eins og að var staðið. Það var ekki<br />

fyrr en banaslys varð að farið var að vinna<br />

með skynsemi. Sprungur gátu myndast<br />

inni í hólnum, þótt þær sæust ekki, og<br />

þó nokkuð stór stykki gátu fallið fram og<br />

breitt ótrúlega mikið úr sér.<br />

Á einum stað í hólnum var afgirt svæði<br />

þar sem ekki mátti taka sand, en svo hafði<br />

borið við um sumarið þegar verið var að<br />

taka sand að eitthvað grunsamlegt sást í<br />

sandinum, en við nánari athugun kom í<br />

ljós að hér var um hvalbein að ræða. Sandurinn<br />

í hólnum var þannig að víða mátti<br />

stinga hann niður með spaða svo stæðan<br />

héldi sér, eða stálið, eins og sagt er með<br />

hey sem skorið er niður í hlöðu, þannig<br />

var það á þeim stað sem beinafundurinn<br />

varð. Þá erum við komin að sjálfum<br />

hvalnum. Aðalbeinin í honum, það er að<br />

segja hryggurinn, var líkastur því að vera<br />

drapplitaður en aftur á móti voru rifbeinin,<br />

sem lágu bogadregin út í sandinn, ryðbrún<br />

og jókst sá litur til endanna. Það var<br />

ekkert hægt að hrófla við beinunum því<br />

við það runnu þau út í sandinn. Það mátti<br />

líka strjúka þau niður með fingurgómunum.<br />

Vegna afstöðu beinanna, þá mun<br />

hvalurinn hafa snúið austur og vestur í<br />

hólnum. Það gat hver og einn, sem sá þessi<br />

bein, ímyndað sér hvað hvalurinn hafi<br />

verið stór en hryggjarliðurinn og rifbeinin<br />

gáfu góða vísbendingu um stærðina. Ég<br />

held að allir sem sáu þessi bein hafi verið<br />

sammála um að þetta hafi verið þó nokkuð<br />

stórt dýr, án þess að vera neitt stórhveli.<br />

Afstaða hvalsins í hólnum kom mér til að<br />

halda að á þessum tíma hafi sjórinn gengið<br />

þó nokkuð langt inn í fjörðinn. Það hefur<br />

því ekki verið byggilegt í Eyjafjarðarsveit<br />

á þessum tíma en vel gæti ég trúað að<br />

það hafi verið veiðilegt. Þetta þótti og var<br />

merkur fundur og vafalaust hefur kunnáttufólk<br />

á þessu sviði verið kallað til eða<br />

komið svo einhversstaðar gæti verið hægt<br />

að finna haldbetri lýsingar á þessum fundi<br />

en það sem ég er að segja 72 árum árum<br />

seinna, eftir minni.<br />

En nú kemur upp í huga okkar áleitin<br />

spurning um aldur þessa beinafundar.<br />

Í Náttúrufræðingnum frá 1943 ritar<br />

Steindór Steindórsson frá Hlöðum grein<br />

um þennan fund, en hann kom á staðinn<br />

og gerði athuganir og uppdrátt af staðnum.<br />

Steindór telur að beinin séu frá lokum<br />

jökultímans, það er að segja um tíu þúsund<br />

ára gömul.<br />

Ég læt svo staðar numið með frásögu<br />

af þessum beinafundi, en svona rétt til<br />

gamans langar mig til að segja frá smá<br />

atviki sem átti sér stað á þessum tíma og<br />

getur um leið haft sögulegt gildi, hvernig<br />

tímarnir voru á þessum árum. Málum var<br />

þannig háttað að það var lítils háttar eftir<br />

að ganga frá einum herskálanum, það er<br />

að nokkrar sniddur vantaði til að hlaða<br />

að honum, en varkamennirnir voru farnir<br />

af staðnum. Því varð það að ráði að hermennirnir<br />

sæju um verkið. Það var einn<br />

fagran haustdag að haldið var út í Grísarármýri<br />

til að ná í sniddurnar. Hermennirnir<br />

tóku með sér spaða og gaffla, riffla sína<br />

höfðu þeir líka meðferðis svona til öryggis<br />

ef þjóðverjar kæmu fram eftir, þarna rétt<br />

fyrir neðan Kropp.<br />

Ég lagði nú bílnum þar sem best var að<br />

taka efni. Hafist var nú handa en verkið<br />

sóttist bæði seint og illa. Eftir nokkurn<br />

tíma voru þó komin upp á pallinn fáein<br />

snifsi en þau virtust vera með öllu ónothæf.<br />

En nú vildi svo vel til að lítilsháttar hafði<br />

ég komið að því verki að stinga sniddur,<br />

bað ég því um að fá lánaðan spaða. Þegar<br />

fyrsta sniddan leit dagsins ljós þá brutust<br />

út fagnaðarlæti og húrrahróp. Nú þurfti<br />

ég ekki annað en sýna strákunum hvernig<br />

staðið væri að verki, þeir voru fljótir að ná<br />

því að geta stungið fallegar sniddur og allir<br />

vildu nú taka þátt í þessu nýja fyrirbæri.<br />

Eftir skamma stund var komið gott hlass<br />

á bílinn sem þeir stukku upp á þegar heim<br />

var haldið. Það voru glaðir drengir sem<br />

komu heim til sín með það sem þurfti til<br />

að geta gengið frá sínum dvalarstað fyrir<br />

veturinn, sem var nú á næsta leiti.


14 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Helga Hallgrímsdóttir, Hvammi<br />

Mamma og Gunna á berjamó á Fésbókinni<br />

Eins og margir vita orti Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona frá Kálfagerði,<br />

kvæði og ljóð og skrifaði sögur og leikrit og voru ritverk<br />

hennar gefin út í heild í þremur bindum á árunum 1949-51.<br />

En það rötuðu ekki öll kvæði Kristínar í ritsafnið. Eitt þessara<br />

kvæða er „Gunna á berjamó“ sem hefur verið í miklu uppáhaldi<br />

hjá mömmu síðan hún var barn. Hún fór oft með þetta<br />

kvæði fyrir mig og bróður minn þegar við vorum lítil og ég<br />

man hvað það setti að mér mikinn óhug þegar kom að „illu<br />

Tröllagjá“ og „höggormurinn“ kom skríðandi á móti Gunnu. Í<br />

dag dvelur mamma í góðu yfirlæti á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð<br />

á Akureyri og er enn að fara með kvæðið um Gunnu<br />

á berjamó og er upptaka af því meira að segja komin á Fésbókarsíðu<br />

heimilisins og hefur fólk haft gaman af að heyra farið með<br />

þetta skemmtilega kvæði sem svo sannarlega er ástæða til að<br />

forða frá gleymsku. En það er ekki tilviljun að kvæði Kristínar<br />

Sigfúsdóttur skáldkonu frá Kálfagerði hafa verið í uppáhaldi hjá<br />

mömmu alla tíð.<br />

Móðir mín, Lilja Jónsdóttir, sem lengst af bjó í Kristneshæli<br />

og síðar í Litla-Hvammi, er fædd í Vaglagerði í Skagafirði 18.<br />

júní 1921. Foreldrar hennar voru Rannveig Sveinsdóttir og Jón<br />

Kristjánsson kennari og organisti við Grundarkirkju og víðar.<br />

Þau eignuðust 15 börn og komust 11 þeirra til fullorðins ára.<br />

Mamma var næst yngst. En þegar hún var 6 ára gömul veiktist<br />

móðir hennar af berklum og þurfti, haustið 1927, að leggjast inn<br />

á Kristneshæli sem þá var að taka til starfa. Þá koma Kristín og<br />

Pálmi Jóhannesson eiginmaður hennar, inn í líf mömmu. Þau<br />

áttu bæði hjartarúm og húsrúm til að taka að sér litla stúlku þegar<br />

erfiðleikar steðjuðu að fjölskyldu hennar. Sjálf lýsir mamma<br />

því þegar hún kom í Kálfagerði með eftirfarandi orðum: „Ýmislegt<br />

er mér minnissætt frá þessum degi, ekki síst er ég stóð í<br />

Helga Hallgrímsdóttir og móðir hennar Lilja Jónsdóttir.<br />

bæjardyrunum og horfði á eftir föður mínum, hann leit ekki til<br />

baka og ég hélt ró minni. Í kringum mig var systkinahópurinn<br />

á bænum, þrjár glaðar og fallegar stúlkur, sú yngsta nokkrum<br />

árum eldri en ég og tveir bræður. Ég var lítil eftir aldri og ég held<br />

að þeim hafi öllum fundist sjálfsagt að bera mig á höndum sér.<br />

Svo var ég allt í einu sest upp í fangið á ókunnri konu, þar fann<br />

ég samúð og frið, sem ég þurfti sannarlega við þessar aðstæður“.<br />

Það var ekki sjálfgefið á þessum árum, að börn sem tekin voru<br />

í fóstur, væru tekin inn í fjölskylduna. En mamma var heppin,<br />

fjölskyldan í Kálfagerði tók hana að sér og þarna eignaðist hún<br />

ekki aðeins fósturforeldra sem báru hag hennar fyrir brjósti sér<br />

alla tíð, heldur líka fóstursystkini sem reyndust henni vel.<br />

Gunna á berjamó<br />

eftir Kristínu Sigfúsdóttur frá Kálfagerði<br />

Ég ætla að segja ykkur sögu af mér.<br />

Einn sumardag í fyrra mig langaði í ber.<br />

Ég var heim við bæinn ömmu minni hjá,<br />

á engjunum var fólkið að raka og slá.<br />

Mér leiddist sjaldan heim , ég lék mér kisu hjá,<br />

Fyrir löngu síðan átti hún kettlinga þrjá.<br />

Einn var fagur gulur, einn var bara grár,<br />

einn var reyndar hosóttur, hvítur og blár.<br />

Ég passaði nú greyin og gaf þeim ket og mjólk.<br />

Þeir greindir voru allir og töluðu eins og fólk.<br />

Þeir sögðu reyndar aldrei annað en „Mjá“,<br />

svo enginn þurfti að fara í deilur við þá.<br />

Mér þóttir vænst um Hosa, því hann fór fyrst að sjá<br />

og hoppaði og lék sér um bæinn til og frá.<br />

Hann reif mig líka stundum svo rann mér blóð úr kinn,<br />

þá reiddist ég sem snöggvast við litla kisa minn.<br />

Þá var Fríða skrítin, en það var brúðan mín,<br />

á þrílitumsokkum svo dæmalaust fín<br />

Með röndótta svuntu í rauðum léreftskjól<br />

hún Rænka hérna gaf mér hana eitt sinn um jól.<br />

Höfuðið var stoppað með hreinni lambaull<br />

hún gekk ekki í skóla , en talaði ekki bull.<br />

Augabrýr úr tvinna og augun prjónshaus blár<br />

og ullarlagð af Móru hún bar sem fléttað hár.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 15<br />

Hún gekk nú aldrei bjálfinn því Glói fótinn beit.<br />

hann Glói það var hvolpur sem allt reif og sleit.<br />

Skemmdarvargur mesti sem skaði var að,<br />

ég skammaði hann duglega fyrir verkið það.<br />

Ég fór nú inn í bæinn og Fríðu mína bar,<br />

ég fór að leita að ömmu, í búri hún var.<br />

Hún stóð þar við bekkinn og hélt á pottbrauðsneið<br />

sem hún var að smyrja og rétti mér um leið.<br />

„Ó góða amma“ sagði ég svo undur undur blíð,<br />

ætli ég mætti skreppa sem snöggvast upp í hlíð.<br />

Ég fer með græna vettlinginn og fylli hann með ber<br />

og færi bæði mömmu og Nonna og þér.<br />

„Vertu heima barn mitt því kvöldið kemur senn<br />

og krækiberin eru bara „vísirar“ enn.<br />

Hún sagði þetta hún amma þó væru bestu ber<br />

það blöskrað hefði líklega fleirum en mér.<br />

En út á kvíamóinn ég má nú fara samt,<br />

hún mamma hefði leyft það því það er svo skammt.<br />

„Æ, farðu litli þrákálfur“ sagði hún seinast reið<br />

samt var það víst lítið því hún brosti ögn um leið.<br />

Ég hlustaði ekki á meira en hélt nú af stað<br />

Hosa litla mætti, er kom ég út á hlað.<br />

Æ, kæri litli Hosi ég kenni í brjóst um þig<br />

kannske að þú öfundir nú Fríðu og mig.<br />

Hann glennti bara upp augun sín gulleit og smá<br />

og gráthljóð var í röddinni er hann sagði „Mjá“.<br />

En hvernig átti ég að bera þau bæði í senn?<br />

Það byrjuðu nú vandræðin fyrir mér enn.<br />

Ég leit nú all í kring, og sá hvar sokkur lá<br />

sem Sigga þvoði um daginn og breiddi varpann á.<br />

En ef ég tæki sokkinn og setti þau í hann.<br />

á svipstundu þarna úrræði besta ég fann.<br />

Þá sá ég lítinn fugl sem að sat á viðargrein<br />

og söng svo undur fjörugt og röddin var svo hrein.<br />

Mig langaði strax að eiga hann og læddist hægt á tá,<br />

en litli fuglinn þaut upp, er til mín hann sá.<br />

Ég elti hann býsna lengi því alltaf flaug hann skammt,<br />

ég ætlaði ekki að meiða hann en hræddur var hann samt.<br />

Fyrir löngu síðan sokkinn ég lagði mér frá,<br />

og loksins hvarf svo fuglinn og myrkrið datt á.<br />

Nú mundi ég eftir Álfhól og illu Tröllagjá<br />

og ýmsu sem í rökkrinu sagt var mér frá.<br />

Þá heyrði ég kallað „Gunna“ með heldur styggri rödd<br />

og heyrði það var Nonni og þóttist betur stödd.<br />

„Hérna ertu“ sagði hann „stelpa þín“, amma sendi mig<br />

auminginn er lifandi skelfing hrædd um þig.<br />

Ég sagði honum kjökrandi söguna af mér<br />

að sokkurinn var týndur og engin fundin ber.<br />

„Ráðug ertu“ sagði hann og hló um leið svo hátt<br />

mér heyrðist gegna álfar við klettabandið grátt.<br />

„Það er best við leitum á leiðinni heim<br />

en líklegt að þú tapir nú alveg báðum þeim“.<br />

Mér lá nú við að gráta en lét hann ekki sjá<br />

og labbaði bara á undan og starði veginn á.<br />

Þá sá ég eitthvað skríðandi koma á móti mér.<br />

„Ó, mamma þarna voðastór höggormur er“.<br />

„Hvað sérðu“ sagði hann „stelpa, því stekkurðu eins og flón“<br />

því sterkur var hann sjálfur og hugaður sem ljón.<br />

„Nú sé ég hvað þú hræðistþað er sokkurinn þinn,<br />

ég sé í kattarglyrnur á bak við snúninginn.<br />

Ég varð nú heldur fegin, en illt mér þótti þó<br />

að þetta flaug um bæinn og vinnufólkið hló,<br />

en mamma aðeins brosti og kyssti mig á kinn<br />

og kallaði mig elskulega heimskingjann sinn.<br />

Fyrst tók ég nú Hosa, hann fór að brölta þá<br />

Fríðu minni demdi ég þar ofan á.<br />

Leiðin gekk nú skrykkjótt en loksins hún þraut<br />

leit ég yfir móinn með ber í hverri laut.


16 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Páll Ingvarsson<br />

Ferðalag Karlakórs Eyjafjarðar til<br />

Austurríkis 5. – 13. október <strong>2013</strong><br />

Lagt var af stað í rútu frá Akureyri suður í Leifsstöð að kvöldi<br />

4. október og tímanlega mætt þar til að ná flugi frá Keflavík<br />

til München. Á leiðinni suður gripu ýmsir í hljóðnemann til<br />

að stytta mönnum stundir. Kveðskapur, brandarar og sögur<br />

heyrðust en ein sagan vakti mesta kæti. Sigurður Baldursson í 1.<br />

tenór var sögumaður og hóf söguna á því að segja að einu sinni<br />

hefði hann næstum drepið mann. Hann var mjólkurbílstjóri<br />

fyrir mörgum árum og sótti mjólk til bænda í Langadal og víðar<br />

í Húnavatnssýslu. Á Æsustöðum í Langadal var bóndi sem átti<br />

traktor sem oft var tregur í gang. Stillti bóndi því traktornum oft<br />

við mjólkurhúsið og fékk Sigga til að draga hann í gang eftir að<br />

hafa tæmt mjólkurtankinn. Þetta gekk ágætlega lengi vel, en dag<br />

einn þegar tankurinn var tæmdur og bóndinn búinn að tengja<br />

traktorinn aftan í mjólkurbílinn ók Siggi af stað, en var svolítið<br />

utan við sig svo hann gleymdi alveg bóndanum og traktornum<br />

sem hann var að draga í gang og ók eins og leið lá að næsta bæ,<br />

en það er nokkuð langt á milli bæja í Langadal. Var Siggi kominn<br />

á 90 km hraða, ók yfir brú og þurfti svo að beygja og varð litið í<br />

baksýnisspegilinn. Sá hann þá að bóndinn sat skelfingu lostinn á<br />

traktornum en með lífsmarki. Siggi nam staðar og var í hálfgerðu<br />

sjokki. Sat hann nokkra stund í sætinu að jafna sig og bóndinn<br />

sat á sínum traktor og var svartur í framan! Bóndinn klöngraðist<br />

af traktornum og losaði reipið aftan úr mjólkurbílnum og sagði<br />

ekki orð. Siggi var þá kominn út og það eina sem honum datt í<br />

hug að segja var: „Fór helvítis traktorinn ekki örugglega í gang?“<br />

Bóndi svaraði ekki en ók burtu í fússi og bað Sigga aldrei aftur að<br />

draga traktorinn i gang. Í tilefni af þessari sögu orti Árni Geirhjörtur:<br />

Siggi margar sögur kann<br />

af sveitaskrílnum.<br />

Á Æsustöðum hann myrti mann<br />

með mjólkurbílnum.<br />

Flugið til München gekk vel og svo var farið í rútu og ekið til<br />

Salzburg og gist þar eftir að hópurinn hafði leitað að hótelinu<br />

góða stund. Soran rútubílstjóri hafði bent hópnum í vitlausa átt<br />

þegar hann vísaði okkur á hótelið. Það hefur eflaust verið tilkomumikil<br />

sjón að sjá 50 manns draga á eftir sér ferðatöskur yfir<br />

brú og svo aftur til baka í gagnstæða átt.<br />

Strax um kvöldið áttum við heimboð til kvennakórsins Frauenzimmer<br />

sem var á ferðinni á Íslandi í sumar og söng þá m.a. í<br />

Laugarborg. Þar sungu báðir kórarnir og svo tók við veisla mikil.<br />

Daginn eftir fór hópurinn að skoða Arnarhreiðrið sem Hitler<br />

fékk í afmælisgjöf frá Nasistaflokknum þegar hann varð fimmtugur<br />

en framkvæmdir við þetta mannvirki og veg upp á fjallið<br />

þar sem það er staðsett tóku einungis 13 mánuði á árunum 1937-<br />

38. Samkvæmt upplýsingum leiðsögumanns okkar, sem var<br />

innfæddur sagnfræðingur á leðurstuttbuxum er sagt að Hilter<br />

hafi þjáðst af lofthræðslu og þess vegna ekki dvalið þar nema við<br />

Leitin að hótelinu í Salzburg.<br />

einstaka móttöku erlendra sendimanna eða þjóðhöfðingja. Því<br />

miður vorum við svo óheppin að við sáum varla handa okkar skil<br />

vegna þoku á fjallinu en útsýni þaðan er sagt frábært.<br />

Næst var ekið til Vínarborgar og þar dvaldi hópurinn næstu<br />

daga. Vín er tilkomumikil borg með fallegum byggingum og<br />

greinilegt af þeim að mikil velmegun ríkti þar á tímum keisaraveldisins<br />

á 19 öld og fyrrihluta síðustu aldar. Einn daginn gengum<br />

við um einn stærsta garð sem við höfum augum litið.<br />

Horft yfir Schönbrunnenhöll.<br />

Ljósm.: H.G.<br />

Ljósm.:P.I.<br />

Garður þessi stendur við Schönbrunnen sem var höll sem<br />

keisarinn notaði fyrir sumardvalarstað áður fyrr.<br />

Annan dag var farið í dagsferð um hinn fagra Dónárdal með<br />

leiðsögn Elinore Guðmundsson. Þar var gengið upp í kastalarústir<br />

þar sem Ríkharður ljónshjarta er sagður hafa verið fangi<br />

um rúmlega árs skeið eftir að hann hafði farið krossferð sína<br />

til borgarinnar helgu, Jerúsalem. Lausn fékk hann ekki fyrr en


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 17<br />

mikil stemmning, gekk um miðborgina og dáðist að glæsibyggingum<br />

eða kíkti í verslanir. Þó ferðalagið væri ekki skipulagt<br />

sem söngferðalag með tónleikum og tilheyrandi, var oft sungið<br />

þegar þannig lá á mannskapnum eða Petru kórstjóra. Sem dæmi<br />

má taka söng utan við veitingastaði á ferðum okkar, í Arnarhreiðrinu,<br />

í klausturkirkjunni og kastalarústunum. Við fengum<br />

líka óvænt heimboð til nýskipaðs sendiherra Íslands í Austurríki,<br />

Auðuns Atlasonar í sendiherrabústaðinn. Þar var ekki í kot<br />

vísað, hátt til lofts og vítt til veggja. Auk þess að syngja þar nokkur<br />

lög af lagaskrá var afmælissöngurinn sunginn þar fyrir föður<br />

sendiherrans, Atla Heimi Sveinsson tónskáld sem átti einmitt 75<br />

ára afmæli og var þarna staddur.<br />

Glæsibygging í Vín.<br />

Ljósm.: H.G.<br />

Petra og Árni Geirhjörtur dást að útsýninu í Arnarhreiðrinu. Ljósm.: H.G.<br />

Séð yfir Dónárdalinn frá kastalarústunum.<br />

Sungið hjá sendiherra.<br />

Ljósm.: P.I.<br />

Ljósm.: H.G.<br />

Ferðahópurinn samanstóð af kórfélögum, mökum þeirra og<br />

fáeinum öðrum gestum, alls 50 manns. Alltaf þurfti að gera<br />

manntal þegar lagt var af stað í rútu, en þetta urðu alls 10 rútuferðir<br />

ef ég man rétt og var það Haukur Harðarson sem annaðist<br />

talningu af mikilli kostgæfni og honum að þakka að enginn<br />

týndist á ferðalaginu. Tveir kórfélagar voru mest áberandi með<br />

kveðskap í ferðinni, þeir Árni Geirhjörtur og Pétur læknir, enda<br />

báðir þekktir hagyrðingar. Þegar líða fór á ferðina fóru ýmsir<br />

fleiri að kveða sér hljóðs í bundnu máli en fóru sumir frjálslega<br />

með stuðla og höfuðstafi. Var þetta hin besta skemmtun.<br />

Þegar Vínardvölinni lauk var haldið í rútu til München og gist<br />

þar síðustu nóttina. Ekki gafst tími til að sjá Bayern München<br />

leika knattspyrnu og var sumum slétt sama. Svo var flogið til<br />

Keflavíkur, komið við í fríhöfninni og síðan beint út í rútu sem<br />

ók mannskapnum rakleiðis norður. Þar með lauk þessari þriðju<br />

utanlandsferð kórsins frá stofnun hans 1996.<br />

Kom öllum saman um það að fararstjórn í höndum þeirra<br />

Petru og Árna hefði tekist prýðilega í alla staði og eiga kórfélagar<br />

eflaust eftir að rifja þessa ferð upp margoft, með gleði í sinni.<br />

lausnargjald mikið, greitt í silfri, hafði skilað sér frá móður hans<br />

á Englandi. Einnig var komið í stærsta klaustur í Evrópu og þvílíkt<br />

ríkidæmi sem gaf þar að líta.<br />

Stórkostlegt bókasafn og kirkjan var ótrúlega hlaðin skrauti.<br />

30 munkar eru í klaustrinu en þeir munu hafa um 340 manns<br />

í vinnu við ýmis konar búrekstur, víngerð og skólakennslu. Um<br />

kvöldið var svo farið í kvöldverð á ferðaþjónustubæ þar sem var<br />

hlaðið veisluborð af afurðum héraðsins, bæði mat og drykk.<br />

Suma daga var hópurinn á eigin vegum og fór fólk þá til dæmis<br />

að skoða markaðinn, sem var mjög áhugaverður og þar ríkti


18 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Brynjólfur Ingvarsson<br />

Strákarnir hans Hreiðars<br />

Þegar kynslóð undirritaðs var að alast upp, vaxa úr grasi og<br />

komast síðan hægt og bítandi til vits og ára, um og upp úr miðri<br />

síðustu öld, var nánast ekkert eins spennandi og fótboltinn.<br />

Ungmennafélagið Framtíð í Hrafnagilshreppi átti þá afreksmenn<br />

og hetjur í frjálsíþróttum eins og Skjóldalbræður yngri og frambærilegt<br />

keppnislið í knattspyrnu undir forystu Helga Schiöth<br />

í Hólshúsum, sem hafði komist í landslið á yngri árum og það<br />

var toppurinn. Keppt var í sérstökum Framtíðar búningum:<br />

Svartar stuttbuxur og hvít stuttermaskyrta með svörtum kraga<br />

og svörtum ermalíningum. Þessir menn voru lifandi goðsagnir<br />

í augum okkar smápollanna. Draumurinn var að geta einhvern<br />

daginn borið sig saman við þessi ofurmenni og til þess var mikið<br />

á sig lagt. Það var ennþá mikilvægara en að vinna sig í álit sem<br />

kúasmali hjá stórbændum, þó að það starf væri tekið alvarlega.<br />

Ekki datt manni annað í hug en að iðkun knattspyrnu í Hrafnagilshreppi<br />

hefði byrjað á þessum árum og aldrei heyrðist talað<br />

um markvissar fótboltaæfingar framan Akureyrar fyrir stríð. Alvörugefnir<br />

kúabændur þögðu vandlega yfir þessu eins og bókum<br />

Halldórs Laxness. Af skiljanlegum ástæðum.<br />

En þetta átti heldur betur eftir að breytast. Ljósmynd frá 1938?<br />

var óvænt dregin upp úr skúffu, ættuð úr dánarbúi Ragnars<br />

Skjóldal, sem sýnir vaska drengi úr Hrafnagilshreppi á aldrinum<br />

15-29 ára, augljóslega fótboltalið undir forystu Hreiðars<br />

Eiríkssonar frá Dvergsstöðum, seinna garðyrkjubónda í Laugabrekku<br />

og Grísará. Hann heldur á boltanum, leiðtogalegur á<br />

svip. Á þessum árum var Hreiðar búinn með bændaskólann á<br />

Hvanneyri og orðinn sundkennari við Hrafnagilslaug og eftir<br />

það vinnumaður hjá Friðjóni í Reykhúsum. Aðrir á myndinni<br />

eru tveir Hvammsbræður, Snorri og Guðlaugur, tveir elstu<br />

Ytra- Gilsbræður, Ragnar og Páll, Bjarni Rafnar, læknissonur,<br />

Kristneshæli, Jón Davíðsson á Kroppi, Karles Tryggvason frá<br />

Jórunnarstöðum, vinnumaður á Espihóli, Páll Rist á Litla-Hóli<br />

og loks tveir bræður frá Dvergsstöðum, áður á Botni, Þorbjörn og<br />

Hallgrímur. Þetta verða samtals 11 knattspyrnumenn, keppnislið<br />

Hrafnagilshrepps. Knattspyrnufélagið Örin. Auk þess er á<br />

myndinni utanhreppsmaður, mjög líklega Ármann Helgason frá<br />

Þórustöðum, Öngulsstaðahreppi. Myndin gæti verið tekin eftir<br />

kappleik á velli neðan við Þórustaði. Horft til norðurs. Þrír eru í<br />

Efsta röð frá vinstri: Jón Davíðsson (1914-1969), Þorbjörn Indriðason (1917-1979), Ragnar Skjóldal (1914-2009), Karles Tryggvason<br />

(1909-1991), Bjarni Rafnar (1922-2005).<br />

Miðröð: Páll Rist (1921-), Páll Skjóldal (1916-1997), Snorri Halldórsson (1919-2009).<br />

Neðsta röð: Ármann Helgason (1917-2006), Hallgrímur Indriðason (1919-1998), Hreiðar Eiríksson (1913-1995), Guðlaugur Halldórsson<br />

(1923-2001). Hér þarf ýmsa fyrirvara. Aðalgallinn við þessa myndskýringu er sá, að Bjarni Rafnar (16 ára) og Guðlaugur Halldórsson (15 ára)<br />

sýnast vera harðfullorðnir menn. Eða blekkir ljósmyndin??<br />

Eftirmynd: GÖJ


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 19<br />

keppnisbúningi, Bjarni Rafnar og Ytra-Gilsbræður. Nokkrar efasemdir<br />

eru um Guðlaug frá Hvammi. Áður voru uppi ágiskanir<br />

um Erik Kondrup (1917-1998), Ara L Fossdal Björnsson (1907-<br />

1965), sem var atvinnuljósmyndari, Jón Kjartansson frá Klúkum<br />

(1913-1977) og jafnvel enn fleiri. Ekki er ljóst hvers vegna Ragnar<br />

einn átti mynd, kannski leynast fleiri eintök í fórum afkomenda<br />

hinna. Eitt er víst, að þarna hafa bjargast merkileg menningarverðmæti,<br />

þökk sé afkomendum Ragnars Skjóldal. Hitt er einnig<br />

ómetanlegt að einn úr fótboltaliðinu, Páll Rist, er enn á lífi og<br />

man þessa tíma vel. Minnispunktar frá Páli eru uppistaðan í<br />

þessari frásögn. Hann varð reyndar svo frægur að eignast með<br />

árunum keppnisbúning á sig, en óvíst er hvort fleiri hafi náð svo<br />

langt á framabrautinni.<br />

En hvar æfði knattspyrnufélagið Örin á þessum árum? Páll<br />

Rist upplýsir, að völlurinn hafi verið á lítt grónum mel austan<br />

við Laugarborg, vestan þjóðbrautar. Þar var tiltölulega slétt og<br />

stórgrýtislaust svæði, mörkin að norðan og sunnan. Það var ekki<br />

fullkomlega lárétt alls staðar, miðjan ívið hærri en umhverfið og<br />

hallaði þaðan til norðausturs. Aldrei þótti það tiltökumál. Hólmgeir<br />

Þorsteinsson bóndi á Hrafnagili léði fótboltastrákum þennan<br />

skika úr landi sínu og var það drengskaparbragð. Þeir komu<br />

hjólandi til æfinga á kvöldin og undu glaðir við sitt. Þetta var í<br />

rauninni eina afþreyingin sem var í boði fyrir lífsglaða unglinga á<br />

þessum árum. Sennilega hafa einhverjir þeirra skolað af sér eftir<br />

æfingar í nýbyggðri sundlauginni (án þess að fara í sturtu). Sá<br />

ósiður var a.m.k þekktur í tíð undirritaðs.<br />

Brynjólfur Ingvarsson eldri (Brynki á Snös).<br />

Allar hugsanlegar skekkjur og missagnir eru á ábyrgð undirritaðs.<br />

Ábendingar, leiðréttingar og athugasemdir eru vel þegnar.<br />

Sími 8958255. Netfang: bringv@gmail.com<br />

Myndir: Gunnar Örn Jakobsson Hvammstanga og Páll Ingvarsson<br />

Reykhúsum<br />

Heimildir: Páll Rist, Kristín S Ragnarsdóttir, Haraldur Hannesson í<br />

Víðigerði, Jóhann Helgason frá Þórustöðum, Viktor A Guðlaugsson<br />

o . fl .<br />

Við endum þetta spjall með tveimur myndum af frekar öldruðum<br />

sóknarmönnum úr liði Framtíðarinnar. Þeir eru að ,,taka<br />

miðju” á gamla fótboltavellinum. (Brynjólfur Ingvarsson og Páll<br />

Rist).<br />

Ekki er laust við að gömlu framherjarnir séu fótboltalegir með<br />

sig á myndinni og eflaust nýbúnir að rifja upp eldgamla meistaratakta.<br />

Það eru 50-60 ár síðan þeir hittust síðast inni á fótboltavelli.<br />

Brynjólfur Ingvarsson og Páll Rist.<br />

Brynjólfur og Páll taka miðju.


20 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Hugrún Sigmundsdóttir<br />

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóv.<br />

Fjölbreytt nám og kennsla í Krummakoti<br />

Öspin.<br />

Í leikskóla Eyjafjarðarsveitar, Krummakoti, eru nú fimmtíu<br />

og fimm nemendur á þremur aldursskiptum deildum. Aldur<br />

barnanna er frá átján mánaða og upp í tæplega sex ára og því<br />

töluverður munur á starfi deilda eftir aldri og þroska. Grunnhugmyndafræðin<br />

er þó alltaf sú sama; að stuðla að því að hvert barn<br />

fái að njóta sín á eigin forsendum og fái tækifæri til að þroskast<br />

og dafna í umhverfi þar sem ríkir virðing, umhyggja, góðvild og<br />

festa. Ung börn læra best í leik og daglegu starfi, jafnt úti sem inni.<br />

Í leikskólanum læra þau gjarnan í samvinnu við önnur börn og<br />

þegar þau fá stuðning og hvatningu frá kennara.<br />

Í Krummakoti leggjum við okkur fram um að nota margvíslegan<br />

efnivið og fjölbreyttar kennsluaðferðir og trúum því að<br />

þannig náum við best að vekja áhuga barnanna á þeim viðfangsefnum<br />

sem unnið er með hverju sinni. Einnig er lögð áhersla á<br />

aðkomu barnanna sjálfra að viðfangsefnum og leitast við að fá<br />

fram þeirra eigin hugmyndir og vinna út frá þeim eins og kostur<br />

er. Lýðræðisleg vinnubrögð sem ýta undir sjálfstæði, jafnrétti,<br />

skapandi og gagnrýna hugsun til hagsmuna fyrir heildina eru<br />

áherslur sem koma skýrt fram í nýrri aðalnámskrá fyrir öll skólastig.<br />

Grunnþættir menntunar samkvæmt aðalnámskrá eru: læsi,<br />

heilbrigði og velferð, sköpun, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi<br />

og jafnrétti. Galdurinn er að samþætta þessa grunnþætti inn í<br />

leikskólastarfið þannig að áherslurnar nái að skína í gegn í starfinu<br />

og lita nám barnanna. Það hafa kennarar haft að leiðarljósi við<br />

gerð nýrrar skólanámskrár fyrir leikskólann sem nú er unnið að.<br />

Dagur íslenskrar tungu er gjarnan haldinn hátíðlegur í skólum<br />

landsins, en þann dag, 16. nóvember árið 1807, fæddist skáldið<br />

og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson. Haldið var upp á<br />

daginn föstudaginn 15. nóvember með því að bjóða foreldrum<br />

barnanna ásamt vinum okkar úr 1. bekk grunnskólans á svolitla<br />

söngdagskrá. Nemendur af hverri deild stigu á svið og fluttu atriði<br />

sem búið var að æfa fyrir daginn. Yngstu börnin riðu á vaðið með<br />

köngulóarhatta sem þau höfðu útbúið úr endurnýtanlegum efnivið<br />

(eggjabökkum) og sungu um Kalla litla könguló. Þriggja ára<br />

börnin sungu lag um litina og notuðu tákn með tali í sínum flutningi.<br />

Fjögurra og fimm ára börnin sungu svo lag um Búkollu. Þetta<br />

var hin besta skemmtun og góð þjálfun í tjáningu og framkomu<br />

fyrir unga fólkið í leikskólanum. Leikskólinn vill byggja undir það<br />

góða í hverri manneskju og hefur dygðastarf því verið áhersluþáttur<br />

í starfinu um langt skeið. Unnið er með eina dygð á hverri önn<br />

og að þessu sinni er það dygðin hugrekki sem er í sviðsljósinu. Það<br />

þarf sannarlega hugrekki til að stíga fram og flytja texta fyrir aðra<br />

og æfingin skapar jú meistarann eins og máltækið segir. Í lýðræðisþjóðfélagi<br />

eiga líka allir jafnan rétt á að koma skoðunum sínum á<br />

framfæri og því um að gera að byrja snemma að leggja grunn að því.<br />

Að lokinni sameiginlegri dagskrá buðu nemendur á elstu deild,<br />

Öspinni, foreldrum sínum á uppskeruhátíð í tilefni loka á söguaðferðarverkefni<br />

um Búkollu. Verkefnið er nokkurs konar þemaverkefni<br />

og unnið í anda skoskrar fyrirmyndar (story line) þó svo<br />

að ævintýrið um hana Búkollu sé nú alíslensk þjóðsaga. Verkefnið


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 21<br />

Björkin.<br />

Furan.<br />

byrjaði strax í september á því að börnin fóru í vettvangsferð í<br />

námunda við Hrafnagilsbýlið og sáu þar kú eina og yfirgefna út<br />

á túni. Í framhaldi af þessum fundi vöknuðu ótal spurningar sem<br />

börnin vildu fá svör við. Hvað var kýrin að gera þarna alein í kuldanum?<br />

Var hún týnd? Hver átti hana? Var einhver að leita hennar?<br />

Rætt var um hvort börnin þekktu einhver ævintýri um kýr og<br />

barst þá talið fljótt að sögunni um Búkollu. Þetta var sem sagt<br />

kveikjan að verkefninu sem átti sannarlega eftir að vinda upp á sig.<br />

Börnin vildu fara á bókasafnið og fá lánaðar bækur með sögum af<br />

kúm. Ýmsar útgáfur af Búkollusögu voru fengnar að láni og lesnar.<br />

Margvíslegar umræður og vangaveltur áttu sér stað. Sem dæmi<br />

má nefna spurningar eins og hvers vegna var kýrin svo mikilvæg<br />

í sögunni um Búkollu? Hvaða afurðir koma frá kúnum? Hvernig<br />

eru þær framleiddar? Hvernig var lífið í „gamla daga“? Voru sömu<br />

hlutir mikilvægir þá og nú? Hvers vegna fékk sögupersónan nýja<br />

skó áður en hún lagði af stað að leita? Börnin fóru í heimsóknir í<br />

Hrafnagil og fylgdust með mjöltum og fengu gefins mjólk í brúsa.<br />

Þau fengu heimsókn frá Minjasafninu þar sem þau kynntust<br />

áhöldum og aðferðum sem notaðar voru til að vinna úr mjólkinni<br />

fyrir tíma mjólkursamlaganna. Í framhaldi af því bjuggu þau til sitt<br />

eigið smjör og ost úr Hrafnagilsmjólkinni og notuðu á brauðið sitt<br />

í nónhressingunni þann daginn. Mikil sköpun átti sér stað í verkefninu<br />

þar sem börnin unnu ýmiskonar myndverk, sömdu sína<br />

eigin útgáfu af sögunni og útbjuggu skuggaleikhús, máluðu með<br />

foreldrum sínum myndir úr ævintýrinu á foreldradegi, sömdu<br />

saman ljóð og leikþátt. Á uppskeruhátíðinni fluttu börnin ljóðin<br />

og leikþáttinn. Þar voru margar Búkollur, skessur og karlssynir<br />

og einfaldar og skemmtilegar tæknibrellur notaðar við að búa til<br />

vatnið sem og að láta það hverfa þegar nautið svolgraði það allt í<br />

sig. Eldurinn var líka áhrifamikill og mátti næstum heyra í honum<br />

snarkið þegar börnin hristu „logana“ sína. Að lokum fengu gestir<br />

að sjá skuggaleiksýninguna og hlýða á Búkollusögu barnanna<br />

ásamt því að sjá skyggnukynningu á verkefninu. Nemendur og<br />

starfsfólk fór stolt og ánægt heim eftir vel heppnaðan dag og þó<br />

að það sé ferlið sjálft sem skiptir mestu máli í námi barnanna þá<br />

er líka gaman og gagnlegt að fá til sín góða gesti, sýna starfið og<br />

uppskera.<br />

Úr Krummakoti sendum við öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar<br />

góðar óskir um indæla aðventu og gleðileg jól. Fyrir hönd starfsfólks,<br />

Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjórnandi.


22 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Kristín Gunnarsdóttir frá Skriðu<br />

Kristín er fædd á Helgastöðum 12. júlí 1924. Foreldrar hennar voru þau Albína Kristjánsdóttir og Gunnar Sigfússon. Þau bjuggu á<br />

Helgastöðum 1916 – 1926, í Skriðu 1926 – 1936 og á Hrísum 1936 - 1941. Albína og Gunnar voru síðustu ábúendur í Skriðu sem árið<br />

1937 var sameinuð Fjósakoti sem nú heitir Hríshóll. Kristín Sigfúsdóttir skáldkona var föðursystir Kristínar og Páll J. Árdal kennari<br />

og skáld ömmubróðir hennar. Orðlist í lausu og bundnu máli var og er mörgum ættmennum Kristínar í blóð borin.<br />

Skriða í Saurbæjarhreppi,<br />

æskuheimili Kristínar.<br />

Æska mín í Eyjafirði<br />

Langt inn í dalnum svo ljúft er að búa<br />

loftið svo tært og himinninn blár.<br />

Fuglar um himininn frjálslega fljúga,<br />

fagur er söngurinn glaður og hár.<br />

Eitthvað í loftinu læðist að mér,<br />

mig langar að vera í næði með þér.<br />

Vorið er fagurt og vekur oss gleði,<br />

vindarnir þjóta um hæðir og grund.<br />

Fuglinn í móunum býr nú á beði<br />

birtast þar ungar að liðinni stund<br />

og lækurinn skoppar og leikur við stein,<br />

lágvaxin hrísla bíður þar ein.<br />

Ennþá er morguninn mildur og fagur<br />

minnist ég liðinna stunda um sinn.<br />

Er úti um hagana hljóp maður glaður<br />

og hlustaði á fluguna suða við kinn.<br />

Spóinn í heiðinni spinnur sín hljóð<br />

og springa út blómin við sumarsins óð.<br />

Bærinn er horfinn og brekkan mín líka,<br />

blasa við gróin og nýslegin tún.<br />

Fífill og sóley ég finn ekki slíka<br />

og fjarlæg er æskan svo indæl var hún.<br />

Fjöllin mín háu svo fögur og hlý<br />

það færir mér gleði að sjá þau á ný.<br />

Af Sigurði gamla<br />

Það mun hafa verið þegar ég var 6 ára að þessir atburðir gerðust sem mig langar til að segja frá. Þeir sýna hve gamalt fólk, sem ekki átti<br />

börn eða ættingja til að hugsa um sig, átti erfitt.<br />

Það var í hríðarveðri seint í nóvember að barið var að dyrum og ég heyrði mömmu segja „Guð hjálpi mér“. Ég varð forvitin og fór fram<br />

til að sjá hvað væri að gerast. Úti stóð gamall maður sem ég þekkti. Hann hafði komið nokkrum sinnum og mamma stundum gefið<br />

honum sokka og vettlinga. Hann hét Sigurður Pálsson og var ákaflega barngóður. En það einkennilega var að í þetta sinn var hann<br />

með kind í bandi og poka með dóti. Hann hafði verið á bæ nokkuð frá og fólkið þar ekki viljað hafa hann lengur. Hann lagði af stað í<br />

góðu veðri en svo fór að hríða á hann á leiðinni. Til okkar kom hann, af því að pabbi var í hreppsnefnd, til að biðja hann að tala sínu<br />

máli við oddvitann. Kindin var látin út í fjós svo að henni hlýnaði og hlynnt var að Sigurði eftir bestu getu. Það var alltaf rúmstæði<br />

í eldavélarkompunni og rúmið búið upp þegar svona fólk kom og ílentist, oft í nokkrar vikur. Kindin fór aldrei burtu. Pabbi fóðraði<br />

hana í marga vetur og lagði lömbin inn á reikninginn hans Sigurðar í KEA.<br />

Gamalt fólk bað oft góðbændur að fóðra fyrir sig kind, þannig hafði það smávegis fjárráð. Þá var enginn ellistyrkur og fólk þurfti<br />

föt og ef til vill langaði það að hafa eitthvert lítilræði hjá sér. Ég man að gamalt fólk gaf mér stundum kandís og rúsínur.<br />

Fyrsta vorið sem ærin var heima var hún tvílembd. Um haustið kom svo Sigurður að sjá lömbin áður en þau fóru í sláturhúsið.<br />

Þetta voru hrútur og gimbur og vildi hann gefa mér gimbrina. Pabbi vildi það helst ekki en því varð ekki þokað og ég var orðin fjáreigandi.<br />

Seinna var látin lifa gimbur undan henni og þá átti ég tvær ær. Lengra komst ég ekki í fjárbúskap.<br />

En af Sigurði er það að segja að hann lenti hjá frekar ungum hjónum sem voru með lítil börn. Hjónunum þótti gott að hafa hann<br />

til að gæta þeirra þegar þau voru í útiverkum. Það hefur líka verið gott fyrir börnin, hann var svo hlýr og góður maður.<br />

Kristín Gunnarsdóttir


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 23<br />

Ábæjarferð kórs Laugalandsprestakalls<br />

Séra Dalla Þórðardóttir og<br />

Daníel Þorsteinsson.<br />

Þegar gerist stundum síðsumars,<br />

að flökkuárátta nær<br />

tökum á Kór Laugalandsprestakalls<br />

og þessi fríði hópur<br />

leggst í ferð til messusöngs<br />

gjarnan utan alfaraleiðar. Á<br />

síðasta ári urðu Brettingsstaðir<br />

fyrir valinu og var þá<br />

sóknarprestur með í för til<br />

messugjörðar, en hann átti<br />

ekki heimangengt í þetta<br />

sinn. Nú var ferðinni heitið<br />

að Ábæ í Skagafirði, þar sem<br />

prófastur Skagfirðinga sr.<br />

Dalla Þórðardóttir efndi til<br />

guðsþjónustu, en hefð er<br />

komin messu þar um verslunarmannahelgi ár hvert.<br />

Það var sunnudaginn 4. ágúst að kórfélagar söfnuðust saman<br />

við Laugarborg og skiptu menn sér niður á hinn fjórhjóladrifna<br />

bílakost kórsins. Sextán kórfélagar og nokkrir makar ásamt<br />

Daníel Þorsteinssyni organista bjuggust til ferðar á 4 fjallabílum<br />

en sá 5. fór hina leiðina, þ.e.a.s. um Laugafell. Skagafjörður<br />

heilsaði með sólskini og norðan golu. Gerður var stuttur stans<br />

í Varmahlíð, en síðan ekið sem leið liggur fram Lýtingsstaðahrepp.<br />

Eftir því sem lengra var ekið fór vegurinn að mjókka og<br />

versna, síðan beygt inn Austurdal, en þar er víða snarbratt frá<br />

veginum niður í Jökulsárgljúfrið og ekki laust við að ugg setti<br />

að sumum. Haldið var að Skatastöðum þar sem hópurinn áði<br />

um stund og settust menn með nestisskjóður sínar sunnan undir<br />

vegg gamla íbúðarhússins. Þar hefur ekki verið föst búseta í 24<br />

ár, en nýrra húsið er notað á sumrin. Er menn voru mettir tóku<br />

nokkrir ævintýragjarnir á rás niður tún, þar sem kláfurinn bauð<br />

upp á „flugferð“ yfir ána, en Jökulsá eystri er hið mesta forað og<br />

hefur löngum verið hættulegur farartálmi. Kláfurinn var endurbyggður<br />

og lagfærður oft, seinast 2007 og er hið mesta þarfaþing<br />

þegar ferja á ýmis konar varning yfir, s.s. kindur og kórfólk.<br />

Hinir óku sem leið lá aftur út að brúnni góðu, sem reist var<br />

1961 og komst þá bærinn Merkigil loks í vegasamband við umheiminn.<br />

Áður en kom að brúnni þurfti að taka talsvert krappa<br />

beygju við vegamótin, hvar áður stóð bærinn Skuggabjörg, en þar<br />

stefndi í vandræði. Langir menn eiga langa jeppa og sá lengsti<br />

í hópnum lenti í brasi með að ná 45 gráðu beygju þar sem svo<br />

mjóir vegir mætast. Þegar bíllinn stansaði á kantinum stefndi<br />

hann norður og niður í jökulgilið! Það fór hrollur um hinn dýrmæta<br />

farm, en eftir smá snúninga blessaðist þetta allt, enda var<br />

hópurinn í kristilegum erindagjörðum. Mörgum þykir þessi brú<br />

glæfraleg á að líta. Hún ber aðeins 3 tonn og menn gættu þess<br />

að aka ekki út á brúna fyrr en sá næsti á undan var örugglega<br />

kominn yfir. Þá tók við jeppaslóð upp hæðir og ofan í skorninga,<br />

yfir mela og móa, án efa einn frumstæðasti vegur, sem menn<br />

hafa reynt að aka á bíl. Enda komu nokkrir skagfirskir ríðandi til<br />

messu, sem er trúlega skynsamlegasti ferðamátinn. Eftir mikinn<br />

hristing eða velting svo lá við að menn hrykkju úr hálsliðnum,<br />

komumst við þó á leiðarenda við Ábæjarána jafnt og þeir félagar<br />

vorir, sem tóku kláfinn og gengu suður eyrarnar. Vegleg göngubrú<br />

er á þeirri á og stendur kirkjan smáspöl sunnan við.<br />

Ábæjarkirkja er eflaust minnsta kirkjan sem Guðjón Samúelsson<br />

teiknaði. Hún er fyrsta steinsteypta kirkjan í Skagafirði, reist<br />

1922 og tekur um 30 manns í sæti. Sú sem stóð næst á undan<br />

þessari var timburkirkja, byggð um miðja næstseinustu öld, og<br />

var timbrið flutt fram Eyjafjörð og yfir Nýjabæjarfjall. Á þeim<br />

tíma fóru menn gjarnan þá leið milli byggða, en mikið afrek<br />

hefur það verið að flytja kirkjuviðina á sleðum þetta torleiði. Nú<br />

er dalurinn í eyði og allir fluttir á brott, en síðasta sóknarbarnið<br />

var Helgi heitinn Jónsson bóndi á Merkigili, en hann fórst af slysförum<br />

í Merkigilinu 1997. Hann lét sér afar annt um kirkjuna,<br />

sem er vel við haldið og var jarðsettur í Ábæjargrafreit. Gömul<br />

altaristafla frá 18. öld er til hliðar við altarið, en altaristaflan<br />

sjálf er í raun hið náttúrlega sköpunarverk, sem blasir við út um<br />

stóran glugga til vesturs ofan við altarið.<br />

Við gengum til kirkju sem var orðin næstum full og stilltum<br />

okkur upp í hornið að norðan, en organisti settist á fremsta bekk<br />

með harmonikku sína. Við stóðum ákaflega þröngt – eiginlega<br />

urðum við að skiptast á að anda og ekki gott að segja hvernig<br />

málin hefðu skipast ef kórfélagarnir, sem heima sátu hefðu komist<br />

með. Er skemmst frá því að segja að þarna fór fram mjög notaleg<br />

athöfn. Sr. Dalla annaðist messugjörð en Ingimar Ingimarsson<br />

prédikaði. Hann lagði út af gangnamannasögum úr dalnum<br />

og minntist margra mætra sóknarbarna frá fyrri tíð, t.d. Bólu-<br />

Hjálmars, sem bjó að Nýjabæ á næst síðustu öld. Hátalarakerfi<br />

var notað til að þeir kirkjugestir, sem settust sunnan undir vegg,<br />

gætu heyrt hvað fram fór, enda gott að sitja í skjóli fyrir norðan<br />

næðingnum.<br />

Að athöfn lokinni óku menn til baka og flykktust heim að<br />

Merkigili. Fjölskylda Helga heitins heldur þeim góða sið hans,<br />

að bjóða kirkjugestum í kaffi eftir messu eins og Monika forveri<br />

hans var vön að gera. Dúkuð borð voru í stofum og uppi á lofti<br />

en sumir tylltu sér sunnan við hús. Þar var sannarlega vel þeginn<br />

kaffi / kakósopi með rjómavöfflum og gerðu menn rausnarlegum<br />

veitingum góð skil, enda flestum orðið kalt. Þó að föst búseta<br />

heyri sögunni til er húsinu vel við haldið og er gisti og áningarstaður<br />

fyrir hestafólk. Ótrúlegar sögur heyrðum við af byggingu<br />

hússins, en efnið í það var flutt á klakk eftir snarbröttu einstigi<br />

yfir hið illræmda Merkigil. Í nágrenni bæjarins voru sóttir<br />

hestburðir af steypumöl í pokum og framkvæmdir við húsið að<br />

mestu unnar með handaflinu einu, en þetta var löngu áður en<br />

bílfært varð á staðinn. Það var ekki á færi neinna aukvisa að búa<br />

á Merkigili.<br />

Við hliðina á gestabókinni var peningaskál þar sem menn settu<br />

frjáls framlög, sem ætluð eru til viðhalds Ábæjarkirkju, þar sem<br />

engin sóknargjöld eru innheimt í mannlausri sókn. Er við fórum<br />

var skálin yfirfull og er það vel. Gestgjafar sögðust hafa fundið<br />

þjóðráð til þess að áætla fjölda væntanlegra kaffigesta með því að<br />

telja bílana, sem aka fram vestanverðan dalinn, og margfalda þá<br />

tölu með fjórum. Það væri mjög nærri lagi og þennan dag rituðu<br />

112 gestir nafn sitt í bókina. Skagfirðingar voru ánægðir með<br />

okkar framlag við messuna, en til þessa hefur verið almennur<br />

skagfirskur söngur við þessar athafnir svo þetta var nýbreytni -<br />

einnig fyrir okkur að syngja fyrir fullri kirkju. Við kvöddum þetta<br />

gestrisna fólk með miklu þakklæti. Þá tók aftur við barningurinn<br />

við vegarslóðann og gekk hægt en örugglega. Sjaldan höfum<br />

við glaðst meir yfir að komast aftur á bundið slitlag – svona er að<br />

vera góðu vanur! Heimferðin gekk tíðindalítið stansað smástund<br />

í Varmahlíð þar sem hægt er að hafa persónuleg „vökvaskipti“,<br />

og „gott var heilum vagni heim að aka“ – enda úrvals bílstjórar<br />

við hvert stýri.<br />

Góð og eftirminnileg ferð var á enda og verður fróðlegt að sjá<br />

í hvaða átt við höldum næsta ár.<br />

Valgerður Shiöth


24 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Helga Gunnlaugsdóttir<br />

Addi og Addi<br />

Á haustdögum kíkti <strong>Eyvindur</strong> í heimsókn til Aðalbjörns<br />

Tryggvasonar og konu hans Guðrúnar Finnsdóttur eða Adda og<br />

Gunnu í Laugarholti eins og þau eru kölluð í daglegu tali. Tilgangurinn<br />

var að fræðast örlítið um aðdraganda þess að farið var<br />

með gangnamannakofa inn á Garðsárdal árið 1987.<br />

Fjárgöngurnar á þessum tíma voru þannig að lagt var af stað<br />

fram á Garðsárdal að nóttu til og þegar komið var fram að Stífluhól<br />

var farið að birti af degi á ný.<br />

Addi segir frá: „Við Jói vinur minn á Uppsölum ræddum<br />

þetta oft þegar við vorum að fara fram eftir í göngur. Hvað<br />

það væri nú alltaf ömurlegt að þurfa að ríða þarna fram eftir<br />

í kolsvarta myrkri, það örlaði aldrei á dagsbirtu fyrr en komið<br />

var fram yfir Helgársel. Það væri nú eitthvað annað ef hægt<br />

væri að ríða þetta í björtu, það yrði bara að koma upp einhverri<br />

aðstöðu þarna framfrá“.<br />

Vangavelturnar héldu áfram og ákveðið var að kanna hvort<br />

vegagerðin ætti ekki einhvern kofa sem hægt væri að fá fyrir lítið.<br />

Móttökurnar voru hins vegar af lakari endanum.<br />

„Við komum algjörlega að lokuðum dyrum hjá Vegagerðinni,<br />

Guðmundur forstjóri tók okkur mjög illa og vildi ekkert<br />

fyrir okkur gera.“ segir Addi.<br />

Dag einn voru Addi og Gunna í heimsókn hjá vinafólki sínu<br />

í Reykjavík, þeim Guðmundi Arasyni frá Grýtubakka og konu<br />

hans Sigrúnu Sigurðardóttur. Guðmundur hafði verið starfandi<br />

brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni í áraraðir og kom því oft í<br />

heimsókn í Laugarholt á vinnuferðum sínum um landið. Addi<br />

ákvað að nefna þetta við vin sinn sem tjáði honum að Vegagerðin<br />

væri hætt að gera út vinnuflokka, skúrarnir hefðu haft tilgang í<br />

þá útgerð en ekki væri not fyrir þá lengur. Þeir skyldu bara drífa<br />

sig niður á Vegagerð í hvelli og kanna málið.<br />

„Ég tjáði forstjóra Vegagerðarinnar að við hefðum í hyggju<br />

að nota þetta sem öryggisaðstöðu fyrir gangnamenn, sleðafólk<br />

og annað ferðafólk. Að það gæti komið sér vel að hafa<br />

svona aðstöðu þarna langt inn á dal. Karlinn veðraðist allur<br />

upp og sagði að sér þætti nú bara gott að geta látið eitthvað<br />

gott af sér leiða varðandi þessi hús því þau yrðu aldrei notuð<br />

meira. Hann hringdi svo í Guðmund hér fyrir norðan og sagði<br />

honum að afhenda mér skúr“.<br />

Þegar heim kom mætti Addi í Vegagerðina til að ná í kofann en<br />

eitthvað hafði Geiri í Klauf frétt að von væri á Laugarholtsbóndanum<br />

þennan dag því að á meðan hann fór inn til Guðmundar<br />

til að segja honum að hann væri kominn til að ná í skúrinn og<br />

þakka honum fyrir þá setti Geiri kofann upp á bíl, og sagðist eiga<br />

erindi fram í fjörð, hvort hann ætti ekki bara að fara með skúrinn<br />

snöggvast.<br />

Unnið var að uppgerð kofans fjölmargar og skemmtilegar<br />

stundir. Allt var rifið innan úr honum og smíðaðar kojur sem<br />

hægt var að draga sundur og saman til að auka svefnplássið.<br />

Það er gaman að hlusta á Adda segja frá, andlit hans ljómar<br />

og það er auðvelt að lifa sig inn í ævintýrið. Hann situr með dagbókina<br />

sína í fanginu og blaðar í henni. Allt skilmerkilega skráð<br />

þótt rithöndin bæri þess merki á einstaka stað að fleigurinn hefði<br />

verið með í för.<br />

Aðalbjörn Tryggvason og á bak við hann eru nafnar hans Addi og Addi.<br />

Ljósm.: Finnur Aðalbjörnsson<br />

„Það var svo gaman þarna á kvöldin þegar við vorum að<br />

vinna í þessu, fjörugt og skemmtilegt. Margir sem hjálpuðust<br />

að. Svo var ákveðið að fara með kofann þann 17. janúar.<br />

Ég talaði við formann Búnaðarfélagsins og spurði hann hvort<br />

þeir gætu lánað okkur ýtu sambandsins. Það var sjálfsagt<br />

mál og við þurftum ekkert að borga fyrir. Aðalsteinn á Björk<br />

tók aldrei neitt fyrir sína vinnu né nokkur annar sem að þessu<br />

kom. Reyndar nefndi Aðalsteinn það eitt sinn að við gætum<br />

greitt fyrir vinnuna með því að bjóða honum einhverntíma<br />

fram í kofa. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert ennþá<br />

– því miður“ segir Addi og slær sér á lær.<br />

Dagbók Adda: Að kvöldi - 17. janúar 1987<br />

Hjalti á Akri fór með húsið í Öngulsstaði og Aðalsteinn á<br />

Björk dró húsið á ýtunni fram eftir. Búnaðarfélagið lánaði<br />

okkur jarðýtuna.<br />

Það gekk vel upp í Öxl en hægt eftir það. Rétt fyrir kl. 5<br />

sökk ýtan í drullupitt norðan við Helgársel og situr þar enn.<br />

Fleiri voru með í för, svo sem Jói á Akri, Stebbi Árna, Bjarki,<br />

Jón Björnsson og sonur hans Ævar. Einnig Rúnar Arason frá<br />

Sólbergi, Jói á Uppsölum, Dóri á Öngulsstöðum og Árni frá<br />

Höskuldsstöðum. Ýtan situr föst og við fórum heim.<br />

Dagbók: Að kvöldi - 18. janúar 1987<br />

Það var bölvað rok í nótt, við héldum að húsið fyki en það er<br />

ennþá fram á Garðsárdal. Fórum fyrir hádegi inn á dal og<br />

Bjarni á Rifkelsstöðum var á eftir á Ferguson með símastaur.<br />

Við náðum upp ýtunni, en ekki hvað?<br />

„Við létum okkur hafa það að láta húsið renna niður í<br />

Helgárgilið. Við tókum ýtuna frá, því við þorðum ekki að hafa<br />

hana á undan því það er svo bratt þarna niður. Það var mjög<br />

mikill snjór í gilinu. Aðalsteinn stakk sér svo á ýtunni ofan í<br />

gilið á eftir húsinu. Ég hélt að ýtan mundi steypast fram fyrir<br />

sig þegar hún fór fram af brúninni, en þetta tókst. Aðalsteinn<br />

var svo smástund að ýta frá kofanum og það var síðan heilmikið<br />

bras að komast suður úr gilinu en hafðist þó. Fyrir<br />

sunnan Melrakkadal fórum við Jói á Uppsölum inn í skúrinn.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 25<br />

Það var margt auka fólk með í för sem vildi sjá um sleðana<br />

okkar. Við lágum því þarna í skúrnum, hlustuðum á suðið í<br />

ýtunni og höfðum það verulega gott. Kofinn haggaðist varla,<br />

það var rennislétt alla leiðina fram eftir því allt var á kafi<br />

snjó. Þetta var svo róandi og þægilegt að við steinsofnuðum<br />

fljótlega og sváfum alla leið fram undir Stífluhól. Kofinn var<br />

síðan stagaður niður og gengið vel frá honum. En ýtan bilaði á<br />

heimleiðinni, fór út af beltinu við Helgána. Þá fórum við heim<br />

um kvöldið.“<br />

Dagbók: Að kvöldi 19. janúar 1987<br />

Í dag var ágætt veður. Við Kuggi fórum frameftir með Aðalsteini<br />

á Björk, Einari Axeli frá Hólshúsum og Kristjáni frá<br />

Rifkelsstöðum. Allur dagurinn fór í það að gera við ýtuna<br />

en við Kristján skruppum fram í kofa til að athuga hvort ekki<br />

væri allt í lagi. Hættum kl. 19:30 því þá var komið svarta<br />

myrkur og erfitt um vik.<br />

Dagbók: Að kvöldi - 22. Janúar 1987<br />

Í dag var eins stigs hiti og sunnanátt. Við Árni Sig fórum<br />

frameftir með Aðalsteini á Björk. Hann gerði sneiðing upp<br />

úr gilinu við erfiðar aðstæður og kom ýtunni upp. Þetta tók<br />

allan daginn.<br />

„Aðalsteinn keyrði svo ýtuna heim í rólegheitunum. Auðvitað<br />

kláruðum við hinir að drekka úr koníaksfleygnum og<br />

komum mjög glaðir og ánægðir ofan í Garð eftir vel heppnaðan<br />

leiðangur“ segir Addi og skellihlær.<br />

„Slysavarnakonur voru okkur hliðhollar. Þær gáfu okkur<br />

málningu á kofann þannig að hann var málaður í litum slysavarnafélaganna.<br />

Ég á ennþá afganga af þeirri málningu hér<br />

niður í kjallara“ segir Addi og brosir breitt. „Kuggi í Vín gaf<br />

kamínuna í húsið og Mikki á Rútsstöðum smíðaði reykháfinn.“<br />

„Þegar kofinn var kominn inn á dal þá breyttust göngurnar<br />

– til hins betra“ segir Addi. „Það var farið á daginn þegar birtunnar<br />

naut við en ekki riðið í kolsvarta myrkri. Enda fjölgaði<br />

í gangnamannahópnum í kjölfarið. Kofinn átti að geta hýst 8<br />

manns en við vorum allt upp í 14. Þegar kojur voru útdregnar<br />

þá var ekkert gólfpláss eftir. „Ég man eftir í einum göngunum<br />

að ég valdi mér svefnpláss við kamínuna , svo vaknaði ég um<br />

miðja nótt að ég fann mikla reykjarlykt. Ég var viss um að það<br />

væri kviknað í. Ég settist upp og góndi út í svarta myrkrið. Þá<br />

sá ég allt einu glóð. Þá var Jóhann vinur minn á Uppsölum<br />

sestur fram á rúmgaflinn og var að reykja. Ég sagði honum að<br />

hann mætti ekki reykja svona yfir mönnunum þarna inni, en<br />

hann svarði bara um hæl „hvaaa heldurðu að þeir finni það<br />

eitthvað, steinsofandi allir saman?“. En eftir þetta fór hann<br />

alltaf út til að reykja á nóttinni.“<br />

Kofinn Addi hefur mátt þola margt um dagana, m.a. snjóflóð.<br />

Eitt árið á sumardaginn fyrsta bauð Addi Gunnu sinni í vélsleðaferð.<br />

Auðvitað var farið inn á dal. Þegar komið var fram að<br />

skarði sáu þau húsið og fannst þeim það eitthvað skrýtið. Húsið<br />

hafði þá snúist um 90°. Snjóflóð hafði fallið að vestanverðu, yfir<br />

ána og á húsið. Kofinn var hálf fullur af snjó sem var harður sem<br />

jökull. Þau hjónin mokuðu út úr honum og var það heilmikið púl.<br />

Helgina eftir fór svo flokkur manna á dalinn með græjur og gátu<br />

fært kofann til og komið honum á réttan stað. Í öðru flóði síðar<br />

fór kofinn alveg á hliðina og þá varð hann fremur ógeðslegur því<br />

olía lak út um hann allan.<br />

Margir lögðu hönd á plóginn við að breyta kofanum. Allir<br />

þessir menn eiga miklar þakkir skyldar fyrir alla þessa óeigin-<br />

Kamínan í gamla Adda undir það síðasta.<br />

Ljósm.: Hákon Harðarson Svertingsstöðum<br />

Kojurnar í gamla Adda.<br />

Ljósm.: Hákon Harðarson Svertingsstöðum


26 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

gjörnu vinnu því margar efasemdar raddir höfðu óþarflega hátt<br />

varðandi þessa hugmynd þeirra félaga Adda í Laugarholti og Jóa<br />

á Uppsölum. Kofinn hefur margsannað að hans var þörf, ekki<br />

eingöngu fyrir gangnamenn heldur einnig sleðamenn og annað<br />

ferðafólk. Dæmi eru til um það.<br />

Sumir eru tilbeiðnir, Jóhann Jóhannsson á Uppsölum Aðalbjörn<br />

Tryggvason í Laugarholti og Halldór Sigurgeirsson Öngulsstöðum.<br />

Ljósmynd: Stefán Birgisson<br />

Í mörg ár hefur verið umræða í gangi um að endurnýja gangnamannakofann<br />

á Garðsárdal. Sá gamli var orðinn mjög sjúskaður<br />

og þreyttur enda búinn að lenda í ýmsum hrakningum eins og<br />

áður segir. Þrengsli voru farin að gera verulega vart við sig með<br />

„stækkandi“ gagnamannahópi. Plássið var mjög lítið og lágu<br />

a.m.k tveir í hverju rúmstæði.<br />

Þegar mest var, haustið 2010, voru þar 16 manns og þrír blautir<br />

hundar. Þar sem kofinn er bara 10m2 á stærð eða 5 x 2 metrar<br />

þá var ansi þröngt á þingi. Það helliringdi þennan gangnadag og<br />

því þurfti að hengja blaut föt upp til þerris og var því „rakastigið“<br />

orðið ansi hátt innandyra. Hvernig sem við reyndum þá var ekki<br />

hægt að koma nema 14 manns í koju því lögðust tveir til svefns á<br />

gólfinu hjá hundunum.<br />

Þetta haust varð gangnamönnum ljóst að þörfin fyrir nýjan<br />

kofa var mjög brýn. Húskarlinn Stefán Birgisson var áður búinn<br />

að hóta því að bera eld að kofanum ef ekkert yrði að gert og lofaði<br />

að þegar nýr kofi risi þá skyldi hann sjá um að elda ofan í liðið. Þar<br />

sem menn höfðu kynnst snilldar eldamennsku hans, þá var þetta<br />

mjög freistandi tilboð.<br />

Árið eftir, eða haustið 2011 voru 14 manns í kofanum, munaði<br />

þar minnstu að illa færi. Kamínan var orðin gömul og þreytt eins<br />

Kamínana í nýja Adda.<br />

Ljósm.: Hákon Harðarson Svertingsstöðum<br />

og annað í kofanum, olíu tók að leka af henni en enginn tók eftir<br />

því enda svangir gangnamenn uppteknir við að troða ofan í sig<br />

nestinu. Skyndilega sló ofan í strompinn og blés glæðum ofan í<br />

olíuna sem lekið hafði á gólfið og úr varð heljar mikið bál sem<br />

lokaði útgönguleiðinni. Upphófst mikið fjaðrafok, menn tóku að<br />

henda teppum og öðru lauslegu ofan á eldinn til að reyna að kæfa<br />

hann. Logandi teppum var síðan hent út. Í æsingnum reyndu<br />

menn að bjarga því sem bjargað varð. Í „hita“ leiksins henti Freyr<br />

á Uppsölum buxunum sínum sem hangið höfðu til þerris út um<br />

dyrnar til að forða þeim frá því að brenna en vildi þá ekki betur til<br />

en að hann henti þeim á logandi teppi sem úti var. Hann barðist<br />

því berleggjaður við eldinn innandyra og var orðinn vel sviðinn á<br />

leggjunum og ilmurinn eftir því. Þegar mönnum hafði tekist að<br />

ráða niðurlögum eldsins í kofanum settist hópurinn þreyttur og<br />

ánægður í kring um brennandi teppin og úr varð skemmtilegasta<br />

kvöldvaka sem haldin hefur verið. Hentu þeir gaman að því að<br />

Addi gamli dreginn á skíðum inn á Garðsárdal af ýtu Búnaðarfélagsins<br />

í janúar 1987.<br />

Ljósm.: Halldór Sigurgeirsson<br />

Ýtan festist.<br />

Ljósm.: Halldór Sigurgeirsson


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 27<br />

Kátt á hjalla á kvöldin á Garðsárdal.<br />

Ljósm.: Sigfús Hreiðarsson<br />

það yrði spaugilegt að sjá upplitið á sveitungunum þegar Freyr<br />

kæmi ríðandi með fjárhópinn, brókalaus og sviðinn upp í nára.<br />

Upp úr þessu varð umræðan á endurnýjun gangamannakofans<br />

loks að alvöru. Tóku nokkrir almenningar sig saman, lögðu í púkk<br />

og keyptu 40 feta gám sem Halldór frá Öngulstöðum hafði fengið<br />

fréttir af. Með hans drifkrafti, að öðrum ólöstuðum, var hafist<br />

handa við að innrétta gáminn fram á Höskulsstöðum þangað sem<br />

hann hafði verið fluttur. Þeir Höskuldsstaðbræður Árni og Snæsi<br />

voru mjög liðtækir ásamt Fúsa á Hóli, Inga og Freysa á Uppsölum,<br />

Ragga og Skarphéðni á Hóli, Baldri á Hjarðarhaga, Dodda frá<br />

Varðgjá og fleiri öðlingum. Hófst þá mikil vinna við breytingar<br />

að utan sem innan. Það voru skemmtilegar og ógleymanlegar<br />

stundir sem hópurinn átti saman við byggingarvinnuna. Hins<br />

vegar fengu þeir að heyra það frá gárungunum að ólíklegt væri<br />

að þeir gætu flutt þetta ferlíki inn á Garðsárdal þar sem enginn<br />

var vegurinn. Það var hins vegar aldrei nokkur vafi í hugum almenninga<br />

að það tækist, spurningin var ekki hvernig eða hvort<br />

heldur hvenær. Þeir létu það ekki draga úr gleði sinni við byggingarvinnuna,<br />

þetta jók hana frekar en hitt. Það var farinn sérstakur<br />

leiðangur til að skoða aðstæður og hvernig best yrði að<br />

flytja nýja Adda inn á dal.<br />

Með jákvæðu og léttgeggjuðu hugarfari lagði hópurinn svo í<br />

þá ævintýraferð með Finn Aðalbjörns í broddi fylkingar að koma<br />

kofanum á áfangastað. Hann fór á undan á beltagröfunni sinni en<br />

gámnum komu þeir upp á vagn sem Addi Tryggva yngri sá um<br />

að draga á traktor. Hlynur á Kvisti flutti undirstöður og annan<br />

búnað, sem vóg 10 tonn, á sínum traktor. Þeir lögðu af stað klukkan<br />

16.00 á föstudegi frá Höskuldsstöðum. Kl 19:00 á laugardagskvöldi<br />

var húsið komið á sinn stað og kokkur hússins byrjaður<br />

að grilla ofan í glaðan mannskapinn. Fljótlega kom í ljós að með<br />

stækkandi matarveislum og aukinni vitund um nátturvernd væri<br />

þörf á góðri aðstöðu til að tefla við páfann þarna inni á dal. Á<br />

því var ráðin bót síðastliðið sumar eða núna <strong>2013</strong>. Farið var með<br />

kamar fram eftir og vatnslögn sem lögð var í Hafrá. Í dag er því<br />

komið rennandi vatn heim að húsi og lúxusinn því orðinn mikill.<br />

En þó að nýr Addi sé kominn í gagnið hefur sá gamli enn mikilvægu<br />

hlutverki að gegna. Var honum breytt í hlöðu og geymslu<br />

fyrir reiðtýgi og smalahundarnir sofa nú þar, þannig að ilmurinn<br />

í svefnskálanum er ólíkt betri en áður var. Endanlegum frágangi á<br />

Adda er þó hvergi nærri lokið þrátt fyrir gríðarlega mörg handtök<br />

og frjáls framlög góðra manna.<br />

Kojurnar í nýja Adda.<br />

Ljósm.: Hákon Harðarson Svertingsstöðum


28 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Eiríkur G. Stephensen<br />

Tónlistarskóli Eyjafjarðar 25 ára<br />

Tónleikar í Hrafnagilsskóla.<br />

Mynd: Hrafnatilsskóli<br />

„Ágætu íbúar við Eyjafjörð. Stofnaður<br />

hefur verið Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Er<br />

honum ætlað að bæta úr brýnni þörf á<br />

tónlistarkennslu í firðinum og bæta með<br />

því aðstöðu þeirra sem fara á mis við slíkt.“<br />

Svona hófst auglýsing sem birt var<br />

haustið 1988. Seinna í auglýsingunni segir:<br />

„Framboð á hljóðfæranámi er bundið<br />

hljóðfæraeign skólans og þeim kennurum<br />

sem hægt verður að ráða að skólanum. Í<br />

vetur hyggjumst við bjóða upp á eftirtalda<br />

valkosti: Píanó, orgel, gítar, bassa, þverflautu,<br />

klarínett, saxofón, trompet, cornett,<br />

horn, baritone, básúnu og trommur<br />

auk forskóla.“<br />

Veturinn á undan hafði undirbúningur<br />

að stofnun skólans farið fram og voru<br />

þátttakendur sveitarfélögin sem nú tilheyra<br />

Eyjafjarðarsveit, sveitarfélögin sem<br />

tilheyra Hörgársveit , Grýtubakkahreppur,<br />

Svalbarðsstrandarhreppur og Hrísey.<br />

Strax í byrjun varð til mikill áhugi og átti<br />

skólinn í erfiðleikum með að veita öllum<br />

skólavist og þurfti hluti nemenda að fara<br />

í hálft nám. Fyrsta skólanefndin var skipuð<br />

sr. Pétri Þórarinssyni Möðruvöllum,<br />

Björgu Sigurbjörnsdóttur Grenivík og<br />

Garðari Karlssyni Laugarlandskóla sem<br />

var kosinn formaður. Atli Guðlaugsson<br />

var ráðinn fyrsti skólastjóri skólans og 6<br />

kennarar sem voru þau Björg Sigurbjörnsdóttir,<br />

Gunnar Jónsson, Óskar Einarsson,<br />

Elisabeth Lillecrap, Þórdís Karlsdóttir og<br />

Birgir Karlsson.<br />

Áhugasamir nemendur í Laugarborg.<br />

Á fyrstu árum skólans fór nemandafjöldinn<br />

hátt í 200 nemendur enda var<br />

eftirspurnin gífurleg. Söngdeild var sett á<br />

laggirnar ári eftir stofnun skólans þegar<br />

Þuríður Baldursdóttir söngkennari kom<br />

til starfa. Lúðrasveit var stofnuð strax á<br />

fyrstu árum skólans og starfaði hún til<br />

ársins 1996.<br />

Það má segja að það hafi verið mikill<br />

uppgangur í tónlistarskólanum fyrstu<br />

árin og hann hafi farið vel af stað. Kennarahópurinn<br />

tók á sig breytingar og<br />

stækkaði. Má þar nefna Guðjón Pálsson,<br />

Dórótheu Dagný Tómasdóttur og Ingva<br />

Mynd: Hrafnatilsskóli<br />

Vaclav Alfreðsson sem byrjuðu á fyrstu<br />

árum skólans og ekki síst sveitunga okkar<br />

Garðar Karlsson sem hafði komið fyrst<br />

að skólanum sem skólanefndarmaður og<br />

síðan fljótlega sem kennari og byggði hann<br />

m.a. upp forskólakennsluna. Garðar lést<br />

árið 2001 og var það skólanum bæði mikill<br />

missir og harmur. Stofnaður var styrktarsjóður<br />

við skólann til minningar um Garðar<br />

og er veitt úr honum til nemenda bæði<br />

fyrrverandi og núverandi á hverju ári.<br />

Hríseyjarhreppur dró sig úr samstarfinu<br />

eftir fyrsta veturinn og Svalbarðsstrandahreppur<br />

1996, en eftir stóðu þau sveitar-


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 29<br />

félög sem enn standa að skólanum<br />

þ.e. Hörgársveit, Grýtubakkahreppur<br />

og Eyjafjarðarsveit. Atli Guðlaugsson<br />

hætti síðan sem skólastjóri 1997 og við<br />

tók Eiríkur G. Stephensen sem stýrt<br />

hefur skólanum síðan.<br />

Í dag er skólinn með um160 nemendur<br />

þar af 97 nemendur í Eyjafjarðarsveit<br />

sem er tæplega 10% íbúa sveitarfélagsins.<br />

Kennarar við skólann eru 14 og<br />

hefur skólinn getað boðið upp á svo til<br />

öll þau hljóðfæri sem kennd eru í tónlistarskólum<br />

auk þess sem forskóli er<br />

skyldugrein í Hrafnagilsskóla frá fyrsta<br />

til fjórða bekkjar.<br />

Miðað við aðra tónlistarskóla stendur<br />

Tónlistarskóli Eyjafjarðar nokkuð vel,<br />

því þó skorið hafi verið niður strax<br />

eftir hrun, þá er allt komið til baka og<br />

má það þakka velvild sveitarstjórnar<br />

og samfélagsins í heild. Lítum við því<br />

björtum augum til framtíðar.<br />

Tónleikar í Laugarborg.<br />

Mynd: Hrafnatilsskóli<br />

ENNEMM / SÍA / NM40166<br />

KEA HANGIKJÖT<br />

Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár.<br />

Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið<br />

ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað<br />

samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.


30 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Valgerður Jónsdóttir<br />

U.M.F. Samherjar<br />

Á Greifamótinu.<br />

Starfsemi U.M.F. Samherja hefur verið í miklum blóma á þessu<br />

ári, líkt og undanfarin ár. Félagið hefur leitast við að bjóða upp<br />

á fjölbreytt starf fyrir íbúa sveitarfélagsins með það að markmiði<br />

að glæða áhuga á heilsurækt og alhliða íþróttaiðkun.<br />

Á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Eyjafjarðarsveit.<br />

Samningurinn tryggir félaginu árlegt framlag frá sveitarfélaginu<br />

og leggur þannig grunninn að því fjölbreytta starfi sem<br />

félagið stendur fyrir.<br />

Handverkshátíðin hefur verið mikilvægasta fjáröflun félagsins<br />

undanfarin ár, en þar leggja félaginu lið fjölmargir sjálfboðaliðar<br />

bæði fullorðnir og börn. Íbúar sveitarfélagsins hafa ávallt sýnt<br />

félaginu mikinn velvilja, hefðbundnar fjáraflanir eins og blómasala<br />

fyrir Hvítasunnu ganga ávallt vel og blómasölufólki er alls<br />

staðar vel tekið. Útgerðarfélagið Samherji ehf. veitti félaginu<br />

styrk til eflingar barna- og unglingastarfs á árinu og var þeim<br />

styrk varið til að greiða niður keppnisgjöld og ferðakostnað hjá<br />

iðkendum félagsins.<br />

Einnig gerði félagið á árinu samstarfssamning við Höldur ehf.<br />

og var sá styrkur nýttur til kaupa á keppnisbúningum fyrir iðkendur.<br />

Það er metnaðarmál félagsins að börn og unglingar fái að<br />

kynnast sem flestum íþróttagreinum. Hjá Samherjum er hægt að<br />

æfa allar þær greinar sem eru í boði og greiða bara eitt æfingagjald<br />

sem er mjög í hóf stillt. Hér á eftir er fjallað stuttlega um<br />

þær íþróttagreinar sem boðið er upp á hjá félaginu.<br />

Badminton<br />

Badminton er ein af vinsælli íþróttagreinum félagsins. Æfingar<br />

eru í þremur aldurshópum og vill svo skemmtilega til að mesta<br />

gróskan hefur verið hjá fullorðna fólkinu. Boðið er uppá sérstakar<br />

æfingar í Miniton fyrir yngsta aldurshópinn (yngri en 8<br />

ára) og hefur mæting verið allgóð á þær. Keppnishópur Samherja<br />

í badminton hefur verið duglegur að taka þátt í mótum víðsvegar<br />

um landið og er óhætt að segja að félagið státi af mörgum efnilegum<br />

spilurum. Badmintonþjálfarar félagsins eru Ivan og Ivalu<br />

Falck-Petersen.<br />

Boltatímar<br />

Í fyrravetur var tekin upp sú nýbreytni að bjóða uppá boltatíma á<br />

veturna í stað hefðbundinna fótboltaæfinga innanhúss. Skemmst<br />

er frá því að segja að þessi breyting hefur mælst mjög vel fyrir og<br />

iðkendur fá nú að spreyta sig í ýmsum boltaíþróttum s.s. blaki,<br />

handbolta, fótbolta, körfubolta, bandý o.fl. Á sumrin er svo boðið<br />

uppá hefðbundnar fótboltaæfingar utanhúss. Mjög góð aðsókn<br />

hefur verið í boltatíma í vetur og hefur Ásgeir Ólafsson séð um<br />

þjálfunina.<br />

Sund<br />

Sunddeild Samherja hefur vaxið með hverju ári. Boðið er uppá<br />

æfingar í tveimur aldursflokkum og hefur verið ágæt mæting<br />

á æfingarnar. Eldri iðkendur hafa verið að taka þátt í ýmsum<br />

mótum. Sundþjálfari í vetur er Anna Rún Kristjánsdóttir.<br />

Frjálsar<br />

Félagið býður uppá æfingar í frjálsum íþróttum jafnt að sumri<br />

sem vetri. Æft er í tvískiptum aldurshópi og hafa iðkendur tekið<br />

þátt í ýmsum frjálsíþróttamótum allt árið. Unnar Vilhjálsson<br />

hefur séð um þjálfun í frjálsum íþróttum.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 31<br />

Landsliðsþjálfarinn leiðbeinir í borðtennis.<br />

Sprækir sundkrakkar.<br />

Öflugur hópur á leið á Torfufell.<br />

Borðtennis<br />

Borðtennis er fremur nýleg íþróttagrein innan félagsins. Æfingar<br />

nú á haustmánuðum hafa gengið vel og hefur ungum iðkendum<br />

fjölgað jafnt og þétt. Þjálfarar eru Gísli Úlfarsson og Sigurður<br />

Eiríksson.<br />

Auk ofangreindra íþróttagreina býður félagið uppá körfuboltaæfingar<br />

fyrir fullorðna tvisvar í viku. Þá var sú nýbreytni prófuð<br />

í sumar að bjóða uppá gönguferðir undir heitinu „Fjölskyldan á<br />

fjallið“, þar sem markmiðið var að stuðla að hollri útivist hjá allri<br />

fjölskyldunni. Þessar gönguferðir tókust vel, og var þátttaka almennt<br />

góð. Gengið var á Torfufell og Uppsalahnúk auk þess sem<br />

farnar voru fjölskyldugöngur upp með Reykánni og um Leyningshóla.<br />

Stefnt er að því að bjóða aftur uppá svona skemmtilegar<br />

gönguferðir næsta sumar.<br />

Það þarf vart að taka fram að allt starf á vegum félagsins stendur<br />

öllum til boða. Foreldrar eru minntir á að hvetja börn sín til að<br />

taka þátt í því fjölbreytta starfi sem í boði er á vegum félagsins og<br />

einnig má minna fullorðna á að ýmislegt er einnig í boði fyrir þá.<br />

Flottir krakkar á N1 mótinu.


32 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Orri með þúfu. Ljósm. Linda Ólafsdóttir.<br />

Ljósmynd Elvý Hreinsdóttir.<br />

Við verðum að setja múl á múldýrið. Ljósm. Linda Ólafsdóttir.<br />

Glatt á hjalla í hestaréttum. Ljósm. Linda Ólafsdóttir.<br />

Þú færð koss ef þú skulur svolítið eftir handa mér. Ljósmynd Valgerður Schiöth.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 33<br />

Bassi og Assa. Ljósmyndari Fanney Harðardóttir.<br />

Munkaþverárkirkja. ljósmyndari Lilja Guðmundsdóttir.<br />

Tosca og Svanavatnið. Ljósm. Fanney Harðardóttir.<br />

Hvort kynið ætli þetta sé. Ljósm. Linda Ólafsdóttir.<br />

Ljósmynd Séra Svavar Alfreð Jónsson.


34 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Sigríður Rósa Sigurðardóttir<br />

Kvenfélögin þrjú í Eyjafjarðarsveit<br />

Elst þeirra er Kvenfélagið Hjálpin sem var stofnað sem Hjúkrunarfélagið<br />

Hjálpin 25. október 1914, og fagnar 100 ára afmæli á<br />

næsta ári, með það megin markmið að hlúa að sjúkum og byggja<br />

upp sjúkrahús á Kristnesi. Starfssvæði Hjálparinnar er í Saurbæjarhreppi<br />

hinum forna.<br />

Kvenfélagið Iðunn var stofnað 11. desember 1932 á grunni<br />

Hjúkrunarfélags Grundarþings. Starfssvæði Iðunnar er Hrafnagilshreppur<br />

hinn forni.<br />

Kvenfélagið Aldan-Voröld var sameinað árið 1985 úr tveimur<br />

kvenfélögum sem voru í Öngulstaðahreppi hinum forna, Aldan<br />

var stofnað 1933, sem var starfrækt í syðri hluta hreppsins og<br />

Voröld stofnað 1918, var staðsett í nyrðri hluta Öngulstaðarhrepps.<br />

Góð samvinna hefur verið með kvenfélögunum og þau sameina<br />

krafta sín þegar þarf. Fermingarbörn sveitarinnar fá, í byrjun 8.<br />

bekkjar, sálmabækur með nafnagyllingu og á fermingardaginn<br />

fá þau nelliku í barminn. Kvenfélögin halda matarboð hvert fyrir<br />

annað á tveggja ára fresti og er þá glatt á hjalla. Mikil samvinna<br />

hefur verið í kring um Handverkshátíðina á Hrafnagili, þar eru<br />

félögin með söluborð í sameiginlegu tjaldi og undanfarin tvö ár<br />

hafa konur prjónað utan um dráttarvél og stæðilegar norskar kýr<br />

fyrir hátíðina. Spurningin er hvað verður fyrir valinu fyrir næstu<br />

hátíð, alla hugmyndir vel þegnar.<br />

Ákveðið hefur verið að skrifa pistil um hvert kvenfélag fyrir<br />

sig í Eyvind og munu þeir birtast í þessu og næstu tveimur tölublöðum.<br />

Iðunn ríður á vaðið.<br />

Við vitum að ein spurning hefur brunnið á vörum margra<br />

sveitunga okkar að undanförnu og verður henni svarað hér með:<br />

Nei, kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit ætla ekki að sameinast en<br />

halda áfram sínu góða samstarfi!<br />

Kveðja, Sigríður Rósa Sigurðardóttir,<br />

formaður Hjálparinnar.<br />

Sölutjald kvenfélaganna síðastliðið sumar.<br />

Mynd Sigríður Rósa.<br />

Hlýleg.<br />

Mynd Sigríður Rósa.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 35<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Kvenfélagið Iðunn<br />

Eftirfarandi pistill er byggður á samantekt sem gerð var í tilefni<br />

þess að félagið hélt upp á 80 ára afmæli sitt 11. nóvember 2012.<br />

Sérstaklega fannst okkur áhugavert að kynna okkur starfsemina<br />

á fyrstu áratugum félagsins.<br />

Kvenfélagið Iðunn var stofnað 11. desember 1932. Það var reist<br />

á grunni Hjúkrunarfélags Grundarþinga sem hafði starfað um<br />

nokkurt skeið. Í fyrstu fundargerðum má sjá eftirfarandi: „Tilgangur<br />

félagsins er:<br />

1. Að veita heimilum í Hrafnagilshreppi hjálp er sjúkdóm<br />

ber að höndum, eftir því sem félagið er megnugt og best<br />

hentar á hverjum stað.<br />

2. Að vinna að ýmsum málum sem félagskonur álíta að<br />

geti orðið sveitinni til framdráttar.<br />

Tilgangi sínum hyggst félagið ná:<br />

1. Með því að veita peningastyrk þegar um mikil meðalakaup<br />

og læknisvitjanir er að ræða og fátæk heimili eiga<br />

í hlut.<br />

2. Með hjálp við heimilisstörf, einkum ef farsóttir ganga<br />

og með öðrum hætti eftir því sem þörf krefur og félagið<br />

telur sér fært.<br />

hreppsnefnd bréf og hvetja til viðgerða á þinghúsinu (þar sem<br />

leikskólinn Krummkot er nú til húsa) og gefa 300 kr. til þess<br />

1939 með því skilyrði að fénu verði varið til að innrétta eldhús og<br />

kaffistofu svo þægilegra verði með veitingasölu á staðnum. Þær<br />

standa fyrir námskeiði í gúmmískógerð á fyrstu árunum fyrir<br />

íbúa sveitarinnar. En einkum var konum hugleikin menntun<br />

barna og unglinga sem víða má sjá af umræðum á fundum og<br />

álykta m.a. um heimavistarbarnaskóla í apríl 1937. Fundurinn<br />

telur að heppilegast sé að hafa einn barnaskóla fyrir héraðið innan<br />

Akureyrar og færa rök fyrir því í greinargerð. 1939 lofa þær að<br />

gefa 500 kr. til slíkrar byggingar, svo framarlega sem félagið starfi<br />

og hafi til þess getu.<br />

Eitt það fyrsta sem félagið styrkir sem lýtur að menntun er þó<br />

sundlaugarbygging á Hrafnagili, sbr. fundargerð 31. jan. 1934. Í<br />

næstu fundargerð þar á eftir kemur fram að þær gáfu 200 kr.<br />

og tóku að auki þátt í að halda sérstaka ágóðasamkomu fyrir<br />

sundlaugarbyggingunni. Þeim er mjög umhugað um að börnin<br />

læri handiðnir og reyna hvað eftir annað að koma á námskeiði í<br />

bastiðju og kaupa til þess efni, þó eru skiptar skoðanir um þetta<br />

og sumar konurnar telja að börnin hafi ekki tíma til handavinnunáms<br />

og eftir þóf í hálft annað ár verður niðurstaðan sú að<br />

hreppsnefnd kostar námskeiðið en félagið gefur efnið.<br />

1938 kemur fram í fundargerð tillaga sem fram hafði komið á<br />

héraðssambandsfundi kvenfélaga að konum gefist kostur á því<br />

að fara á námskeið í nýtísku lestrarkennslu í Laugalandsskóla.<br />

Aðeins tvær konur gáfu sig fram til þáttöku.<br />

1935 fá þær hreppstjórann, Davíð Jónsson á Kroppi, á fund til<br />

að kynna fyrir sér kvennaskólamálið en þá var í undirbúningi að<br />

byggja Kvennaskólann á Laugalandi. Alls söfnuðu þær og gáfu<br />

500 kr. á þessu ári til húsbyggingarinnar en húsið átti að kosta<br />

fokhelt 30 þús. kr.<br />

Glæsilegar kvenfélagskonur á leið til veislu.<br />

Tekjur fékk félagið með árstillagi félagskvenna sem var 1<br />

króna, gjöfum úr gjafahirslu Hjúkrunarfélags Grundarþinga<br />

í Grundarkirkju, vöxtum af innistæðu félagssjóðs og ágóða af<br />

skemmtisamkomum sem haldnar voru.<br />

Í nær hverri fundargerð fyrsta áratuginn eru félagskonur að<br />

ræða ýmsar samkomur sem þær standa fyrir, skipulag, veitingar<br />

og hverjar standi fyrir þeim í þeim tilgangi að afla fjár til starfseminnar.<br />

Þar má nefna barnasamkomur, þorrablót, kaffisölu á<br />

fundum í öðrum félögum og fundum, hlutaveltur, bögglauppboð<br />

og skemmtisamkomur með upplestri og veitingum, einnig setja<br />

þær upp leikrit og er það fyrsta sem nefnt er Sigríður Eyjafjarðarsól<br />

sem setja átti upp 1934.<br />

Kvenfélagið tók fljótt að láta ýmis mál til sín taka. Nefna má<br />

að þær höfðu áhuga á að komið yrði á fót íshúsi í sveitinni og<br />

sendu búnaðarfélaginu erindi þess efnis 1933, með ósk um samstarf<br />

í því máli, en ekki var til fjármagn til þess. Þær skrifuðu<br />

Lilja Jónsdóttir við kökubasar Iðunnar.<br />

Áfram sinnir félagið þó hjálparstarfi og ræður til sín stúlku<br />

um nokkurra ára skeið sem fer og aðstoðar á heimilum þar sem<br />

erfiðleikar eru miklir en sjá líka nauðsynina á því að lengra sé<br />

gengið og 1935 er bókað að félagskonur ætli að hreyfa þeirri


36 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

uppástungu á einhverjum fjölmennum mannfagnaði í sveitinni<br />

að stofnað verði hér sjúkrasamlag. Einnig gefa þær til ýmissa<br />

annarra málefna er snerta líf og heilsu, svo sem 1938 til söfnunar<br />

fyrir björgunarskútu fyrir Norðurland og 1939 til nýs sjúkrahúss<br />

á Akureyri.<br />

Svo skellur á stríð og setuliðið tekur yfir þinghúsið um tíma og<br />

sett er á samkomubann svo nú er illt í efni með fjáröflunarsamkomur.<br />

Á næsta áratug er farið að ráða vefnaðarkonu flesta vetur. Vefir<br />

eru settir upp, gjarnan á tveimur stöðum í sveitinni og vefnaðarkona<br />

ráðin sem vefur dívanábreiður, veggteppi, refla, dregla, púða<br />

og gluggatjöld fyrir félagskonur. Veturinn 1945 kaupir félagið<br />

vefstól vestan úr Stóru-Gilja á 900 kr. Einn veturinn er tiltekið<br />

að ofnir hafi verið 143 m af gluggatjaldaefni úr efni frá Gefjuni á<br />

Akureyri. Einnig voru haldin saumanámskeið og saumakennarar<br />

ráðnir til þess að sníða og leiðbeina á þeim. 1945 voru sniðin 90<br />

stykki alls á hálfum mánuði og var konum gert að greiða 2 kr.<br />

fyrir hvert stykki til að kosta fæði og húsnæði saumakennarans.<br />

Ýmis önnur málefni koma upp. Þó áðurtalin mál og einkum<br />

skipulag á ýmsum samkomum félagsins sé hvað fyrirferðarmest.<br />

Konur láta t.d. í ljós áhyggjur af drykkjuskap á samkomum í þinghúsinu<br />

og fara þess á leit við hreppsnefnd að hún láni ekki þinghúsið<br />

til félaga utan hreppsins.<br />

Það er í rauninni ótrúlegt hvílík orka var til staðar á þessum<br />

fyrstu árum meðal félagskvenna og oft fjörugar umræður um<br />

ýmis mál.<br />

Þegar farið var að byggja félagsheimilið Laugarborg sem vígt<br />

var 1959 tóku félagskonur virkan þátt í því, bæði með sjálfboðavinnu<br />

og fjárframlögum. Eftir vígslu Laugarborgar þurfti félagið<br />

að standa undir afborgunum af sínum hluta lána sem tekin<br />

voru til byggingarinnar og í því skyni var í samvinnu við ungmennafélagið<br />

Framtíðina staðið fyrir dansleikjum í húsinu þar<br />

sem vinsælar hljómsveitir voru ráðnar til að spila. Félagskonur<br />

skiptust þá á að vinna í sjálfboðastarfi í veitingasölu helgi eftir<br />

helgi auk þess að halda áfram öðru starfi. Auk þess hljóp mikill<br />

kraftur í leikstarfsemi með bættri aðstöðu í Laugarborg og ásamt<br />

ungmennafélaginu stofnaði það leikfélagið Iðunni sem setti upp<br />

leiksýningar a.m.k. annað hvert ár, stundum árlega.<br />

Í kvenfélagsferð um Eyjafjörð.<br />

Þegar komið er fram yfir 1975 hefur starf kvenfélagsins tekið<br />

nokkrum breytingum. Fundir voru nú venjulega einungis 3 á ári,<br />

haustfundur, aðalfundur og vorfundur. Kvenfélagið starfaði náið<br />

með ungmennafélaginu Framtíðin, hvað varðar leikstarfsemi og<br />

ýmsar skemmtanir, svo sem haustball og þorrablót. Jólaball fyrir<br />

fullorðna var að leggjast niður vegna lítillar aðsóknar og vaxandi<br />

erfiðleikar voru að halda leikstarfsemi uppi vegna mikils kostnaðar<br />

við leikstjóra og stundum dræma aðsókn en þó var sett upp<br />

leikrit annað hvert ár. Bókað er í september 1976: „Kom fram að<br />

aðsókn á jólaballið hefði verið léleg undanfarin ár, fólk væri upptekið<br />

við að kýla vömbina hjá ættingjum og vinum og væri lítill<br />

grundvöllur fyrir slíkum dansleik.“<br />

En félagið stendur sjálft fyrir jólatrésamkomu fyrir börn og<br />

tekur líka upp að bjóða eldri sveitungum til kaffisamsætis árlega.<br />

Kvenfélagskonur láta til sín taka ýmis framfaramál og þjóðfélagsmál,<br />

t.d. er send áskorun frá félaginu 1977 til hreppsnefndar<br />

um að hún láti athuga um að keyra rusl frá bæjunum í sveitinni,<br />

nokkrum sinnum láta konur í ljós áhyggjur sínar af því hve unglingarnir<br />

í Hrafnagilsskóla sjáist illa á veginum í skammdeginu,<br />

þær ákveða að hreinsa rusl í sjálfboðavinnu meðfram þjóðveginum<br />

í gegnum sveitina á hverju sumri og fá liðsstyrk hjá sveitarstjórn<br />

til þess að láta eitra fyrir njóla meðfram veginum. Konur<br />

mótmæla bjórfrumvarpi sem er til umfjöllunar á Alþingi 1985,<br />

þær álykta um ástand í símamálum og vegamálum í hreppnum<br />

og einnig voru þær mótfallnar því að reist yrði álver í Eyjafirði.<br />

Gönguhópur 2004. Helga með Iðunnarhúfuna.<br />

Kvenfélagið gefur til ýmissa góðra mála á árunum frá 1975<br />

– 2000, svo sem til tækja í sjúkraþjálfun við Kristnesspítala, til<br />

fæðingardeildarinnar á Akureyri og gefa hlut í heitum potti við<br />

Hrafnagilsskóla. En líka er unnið að eigin eflingu með ýmis konar<br />

námskeiðum, þar má nefna leikfimi, matreiðslu og norska rósamálun.<br />

Þá gróðursettu félagskonur skjólbelti syðst á lóð Hrafnagilsskóla<br />

og plöntuðu trjám ofan við Hrafnagilshverfi. Settar<br />

voru af stað vikulegar gönguferðir um sveitina yfir sumarið og<br />

kvenfélagsferðalög að sumri voru fastur liður.<br />

Staða kvenfélagsins núna er þannig að félagskonum hefur<br />

heldur fækkað. Þær eru engu að síður bjartsýnar og ötular í því<br />

sem þær taka sér fyrir hendur. Tilgangur félagsins er áfram að<br />

láta gott af sér leiða. Það starfrækir sjúkrasjóð sem veitt er úr<br />

til einstaklinga eða fjölskyldna í sveitarfélaginu sem eiga erfitt<br />

vegna alvarlegra sjúkdóma eða slysa. Félagið gefur einnig til<br />

annarra velferðarmála, t.d. tækjakaupa á sjúkrastofnanir í héraðinu.<br />

Að öðrum þræði er tilgangur félagsins að efla samfélagið í<br />

Eyjafjarðarsveit eftir bestu getu. Þar má nefna þátttöku í Handverkssýningunni<br />

á Hrafnagili og að gleðja einstæðinga á öldrunarstofnunum<br />

með jólagjöfum. Að lokum er félagið líka vettvangur<br />

til að auka kynni og efla samheldni kvenna. Formlegir<br />

fundir eru þrír á ári, að hausti, eftir áramót og að vori, gjarnan<br />

súpufundir í hádeginu á laugardegi. Konum er skipt upp í vinnuhópa<br />

sem vinna að afmörkuðum verkefnum og færast árlega á<br />

milli verkefna þannig að öllum gefst kostur á að hafa áhrif. Fjáröflunarnefnd<br />

sér t.d. um að gefa út dagatal með uppskriftum<br />

árlega og rennur ágóði af því í sjúkrasjóðinn. Þess utan er árlega<br />

skipulögð ferð fyrir félagskonur og eldri félagskonum er boðið


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 37<br />

Iðunnarkonur í ferðalagi fyrir 1980.<br />

sérstaklega í styttri „heldrikvennaferð“ sér til upplyftingar. Yfir<br />

veturinn eru Iðunnarkvöld mánaðarlega með mismunandi dagskrá<br />

þar sem konur koma saman í fundarherbergi Laugarborgar<br />

og spjalla saman, auk þess að sinna því verkefni sem á dagskrá<br />

er hverju sinni en það getur verið allt frá því að ræða tiltekna<br />

bók yfir í að hekla utan um krukkur eða læra að setja rennilása í<br />

lopapeysur svo dæmi sé tekið. Vel er tekið á móti nýjum félagskonum<br />

og eru konur hvattar til að koma í heimsókn og kynna sér<br />

Sigurlið Iðunnar í reiptogi kvenfélaganna í Eyjafjarðarsveit á<br />

Handverkshátíð.<br />

félagsskapinn og ganga í félagið.<br />

Eins og sjá má af því sem stiklað hefur verið á um sögu og starf<br />

kvenfélagsins Iðunnar endurspeglar starfið á hverjum tíma tíðarandann<br />

og félagskonur hafa mótað starfið eftir eigin þörfum og<br />

áhuga og þannig er það ennþá.<br />

Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth<br />

3. feb. 1914 – 18. apríl 2008<br />

Í síðasta hefti Eyvindar var<br />

Hannes Jónsson frá Hleiðargarði<br />

og verk hans kynnt lesendum<br />

blaðsins. Þá var tekin<br />

sú stefna að gera einhverjum<br />

fyrrum íbúa Eyjafjarðarsveitar<br />

skil í hverju blaði. Af nógu er að<br />

taka því þar er að finna fjölda<br />

einstaklinga sem skilið hafa<br />

eftir sig glögg spor í menningu<br />

og sögu sveitarinnar framan<br />

Akureyrar og voru sumir<br />

þjóðþekktar persónur. Undirritaður<br />

hefur í prentuðum<br />

gögnum oft séð nafn Sigríðar<br />

Guðmundsdóttur Schiöth,<br />

húsfreyju í Hólshúsum 1948 - 1976. Hún lagði víða gjörva hönd<br />

á plóg sem kennari, söngvari, kórstjórnandi, leikari, leikstjóri,<br />

upplesari og greinahöfundur. Við sem erum í eldri kantinum og<br />

uppalin í sveitinni heyrðum hennar oft getið þegar rætt var um<br />

samkomuhald og vorum iðulega á mannfögnuðum sem hún tók<br />

á einhvern hátt þátt í að gera minnisverða.<br />

Valgerður Schiöth á Rifkelsstöðum í Eyjafjarðarsveit hefur<br />

undanfarna mánuði gluggað í sögu móður sinnar og gefur okkur<br />

nú innsýn í ævi hennar og greinir frá störfum hennar að menningar-<br />

og samfélagsmálum. Þá er hér einnig að finna minningargrein<br />

eftir Valgarð Egilsson.<br />

Gunnar Jónsson<br />

Starfandi er hópur fólks sem rýnir um öxl og reynir að skrásetja<br />

flest það sem varpar ljósi á lifnaðarhætti og menningu fyrri tíðar<br />

hér í sveit. Gunnar Jónsson er aðal driffjöðrin við þessa vinnu og<br />

fól hann mér að taka saman pistil um móður mína Sigríði Guðmundsdóttur<br />

Schiöth sem kom mikið við menningarsögu, sérstaklega<br />

tónlistarlíf, í Eyjafirði og víðar á síðustu öld. Hún var<br />

lengi kirkjuorganisti og söngkennari en las einnig framhaldssögur,<br />

kveðskap og annan fróðleik í útvarp. Hún skrifaði um menn<br />

og málefni í tímarit og blöð, stóð á leiksviði á Akureyri og í Eyjafirði<br />

og leiðbeindi við uppsetningar á leikritum. Móðir mín hafði<br />

mikla og fallega söngrödd og hefði eflaust náð langt á því sviði<br />

ef forlögin hefðu ætlað henni að feta þann stíg. Það má heldur<br />

ekki gleymast að hún var húsfreyja á gestristnu sveitaheimili og<br />

þriggja barna móðir. Í Hólshúsum var oft langur vinnudagur en<br />

síðar á ævinni hafði hún meiri tíma aflögu.<br />

<strong>Eyvindur</strong>, sem er talsvert forvitinn, bað um sýnishorn af þessari<br />

samantekt. Ég stiklaði á stóru og setti niður brot af þeim<br />

upplýsingum sem ég hef safnað. Þegar fram líða stundir verður<br />

væntanlega hægt að hafa allar þessar upplýsingar aðgengilegar<br />

fyrir þá sem vilja kynna sér menningarsögu í Eyjafirði. Nútíðin<br />

breytist undrafljótt í þátíð og því er brýnt að sem flestir leggi<br />

hönd á plóg við gagnasöfnun.<br />

Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth var fædd 3. febrúar 1914 að<br />

Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin<br />

Valgerður Jóhannesdóttir, Jónssonar Reykjalín fædd á Þönglabakka<br />

í Þorgeirsfirði og Guðmundur Sæmundsson, Jónassonar<br />

af Stórhamarsætt, fæddur að Gröf í Kaupangssveit. Sigríður var<br />

sú 10. í röðinni af 11 alsystkinum en einnig ólst þar upp frænka<br />

hjónanna.


38 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Sigríður ólst upp við sveitastörf þeirrar tíðar á mannmörgu<br />

heimili, sem í senn var griðastaður, vinnustaður og skóli. Þar var<br />

kembt og spunnið, prjónað og ofið eins og þá tíðkaðist, en ærinn<br />

starfi hefur það verið að fæða og klæða barnahópinn. Sumir<br />

sveitungar litu það hornauga, þegar faðir hennar festi kaup á<br />

litlu orgeli. Þeim fannst hann geta borgað hærra útsvar fyrst<br />

hann, fátækur barnamaðurinn gat leyft sér þetta, en fjölskyldan<br />

var tónelsk. Sigríður var á öðru ári er hún gat sungið smálög<br />

sem hún lærði af heimilisfólkinu og fljótlega fór hún að glíma við<br />

orgelspil, en eldri systurnar og móðir hennar leiðbeindu með<br />

nótnalestur. Ungur nemur - gamall temur. Þetta var upphafið að<br />

langri göngu til dýrðar tónlistargyðjunni. Hennar líf snerist um<br />

tónlist í einhverri mynd.<br />

Á unglingsárum lærði Sigríður á orgel og píanó og kynntist<br />

þá kórstarfsemi á Akureyri – gekk til liðs við Kantötukór Akureyrar<br />

sem Björgvin Guðmundsson stjórnaði, og seinna Samkór<br />

Abrahams en hún söng einsöng með báðum þessum kórum og<br />

eina heila einsöngstónleika með Róbert Abraham Ottóssyni.<br />

Árið 1941 giftist hún Helga Schiöth og bjuggu þau fyrstu<br />

árin á Akureyri, en fluttu 1948 í Hólshús, þar sem þau bjuggu<br />

næstum þrjá áratugi. 1949 tók Sigríður við kirkjuorganistastarfi á<br />

Grund, Saurbæ og Möðruvöllum auk söngkennslu í skólum. Hún<br />

æfði karlakóra og starfaði með leikfélögum ýmist á sviði eða sem<br />

leiðbeinandi. Oft var hún beðin um að skemmta – ýmist með<br />

smá leikþáttum eða söng. Nokkra vetur dvaldi hún í Reykjavík<br />

við kennslu og stjórnaði Þingeyingakór. Til Húsavíkur fluttu þau<br />

hjón á efri árum og gerðist hún organisti við Húsavíkurkirkju<br />

og kenndi við Tónlistarskólann þar. Sigríður og Helgi fluttu til<br />

Akureyrar 1983 og tók hún þá aftur við organistastarfi í Grundarkirkju<br />

og gegndi því í 10 ár. Hún stofnaði Kór aldraðra á Akureyri<br />

1986 og stjórnaði honum til 1999.<br />

Sigríður samdi þó nokkur lög og texta við sum þeirra. Hún<br />

skrifaði margar greinar um menn og málefni líðandi stundar, en<br />

einnig margt frá liðinni tíð og birtust þær greinar bæði í blöðum<br />

og tímaritum, en hún var stálminnug allt til hinstu stundar.<br />

Þjóðlegur fróðleikur var henni hugleikinn og hafði hún afar gott<br />

vald á íslensku máli. Laxdæla lá gjarnan á borðinu og bókin sem<br />

hún safnaði í vel kveðnum vísum.<br />

Allt fram á síðustu vikur ævinnar reyndi Sigríður eftir mætti<br />

að halda uppi sönglífi – seinast á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem<br />

henni tókst að ná saman bæði starfsfólki og heimilisfólki til<br />

söngs. Hún lést 18. apríl 2008.<br />

Systursonur Sigríðar, Valgarður Egilsson skrifaði minningargrein<br />

um hana sem birtist í Morgunblaðinu á útfarardegi hennar<br />

28. apríl 2008. Hér er hún örlítið stytt.<br />

Valgerður Schiöth<br />

Minningargrein<br />

Þá er drottning ættar okkar fallin, Sigríður Schiöth; söngröddin<br />

hljómmikla þögnuð. Þar með er allur horfinn systkinahópurinn<br />

stóri frá Lómatjörn. Sigríður móðursystir mín var komin á 95ta<br />

aldursár er hún lést. Sigríði Schiöth þekktu margir svo víða sem<br />

hún lagði lið í samfélagi okkar. Mikið varð framlag hennar til<br />

tónlistarinnar á Norðurlandi og þar naut Sigríður þeirrar Guðsgjafar<br />

sem söngrödd hennar var og frábært músíknæmi. Fyrir<br />

utan einsöngshlutverkin mörg lét hún sig ekki muna um að<br />

stjórna kórum, hún var organisti í mörgum kirkjum, hún lék á<br />

sviði, leikstýrði oft sjálf og flest var henni vel gefið. Sagnalestur<br />

Sigríðar í Ríkisútvarpi muna margir. Hún var hafsjór af fróðleik<br />

enda minni hennar öruggt. Mun enginn hafa þekkt betur mannlíf<br />

í Grýtubakkahreppi fyrri tíðar en hún og fræðastörf hennar<br />

voru orðin drjúg. Þeir sem þekktu Sigríði muna hana lengst fyrir<br />

söngröddina og hins vegar fyrir fádæma ósérplægni hennar að<br />

öllum verkefnum. Fyrir framlag sitt var Sigríður sæmd fálkaorðunni.<br />

Víða hefur verið sagt frá heimilisbrag á Lómatjörn frá þessum<br />

tíma. Barnahópurinn þróttmikill, músíkalskur, allir í fjórrödduðum<br />

heimiliskórnum og orgel var keypt á heimilið. Skólahald<br />

í stofunni. Sigríður lærði orgelleik heima og síðar á Akureyri<br />

kynntist frekar kórstarfi, og rödd ungu stúlkunnar frá Lómatjörn<br />

vekur athygli. Þar er það Róbert Abraham Ottósson sem<br />

styður hana. Á Akureyri kynnist hún Helga Schiöth, þau ganga<br />

í hjónaband, búa um skeið á Akureyri, kaupa sér síðar jörð fram<br />

í Eyjafirði, Hólshús, reka þar búskap um allmörg ár. Sigríður tók<br />

fljótt að sér starf organista í flestum nálægum sóknum. Næstu<br />

áratugi eru þetta aðalstörf hennar meðfram að reka heimili og<br />

umfangsmikinn búskap. Hér kom best fram ósérplægni Sigríðar<br />

sem að ofan var lýst. Þau bregða búi, Sigríður gerist organisti við<br />

Húsavíkurkirkju; þaðan flytja þau loks til Akureyrar.<br />

Ég á sérstakar minningar úr æsku minni frá því er Sigga<br />

frænka kom í heimsókn í Hléskóga, þessi geislandi kona, og þær<br />

systur tóku lagið, eða þegar hún söng með í kirkjukór Laufáss eða<br />

Grenivíkur og fyllti kirkjuna sinni þéttu rödd. En sú rödd er nú<br />

hljóðnuð.<br />

Hér fylgir kveðja systkina minna.<br />

Valgarður Egilsson<br />

Störf Sigríðar Schiöth að<br />

menningar- og félagsmálum<br />

Kórstjórn og organistastörf<br />

Æfði kvartett Jarlsstaðabræðra í Höfðahverfi 1935<br />

Æfði Karlakór Magna Grenivík 1935-1936<br />

Æfði karlakór í Hrafnagilshreppi 1959-1961<br />

Æfði karlakór í Saurbæjarhreppi 1962-1963<br />

Kórstjóri og organisti við eftirfarandi kirkjur:<br />

Grundarkirkja 1949-1976<br />

- - - - - - - - - 1983-1993<br />

Saurbæjar- og Möðruvallakirkja 1950-1976<br />

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - 1983-1984<br />

Saurbæjarkirkja, Möðruvallakirkja<br />

og Hólakirkja (lausráðin) 1984-1989<br />

Húsavíkurkirkja 1976-1983<br />

Kórstjórn í Húnavatnssýslum í sambandi<br />

við þjóðhátíð – kenndi þjóðdansa 1974<br />

Þingeyingakór í Reykjavík 1968-1970<br />

Laufáskirkja og Svalbarðskirkja (lausr.) 1983-1986<br />

Akureyrarkirkja afleysingar 1983-1987<br />

Kór eldri borgara á Akureyri 1986-1999<br />

Ömmukór – konur úr kór eldri borgara á Ak. 1993-2001<br />

A.m.k. 15 aðrar kirkjur eru nefndar þar sem Sigríður lék við<br />

stöku athafnir allt frá Raufarhöfn vestur um til Skálholts. Allir<br />

þessir kórar komu fram við ótal tækifæri s.s. á söngmótum<br />

Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis, á dvalarheimilum<br />

aldraðra og ýmsum tónleikum innansveitar og utan.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 39<br />

Söngkennsla í skólum<br />

Barnaskólinn á Grenivík 1935<br />

Barnaskóli Hrafnagilshrepps 1948-1976<br />

- - - - - - - - - - - - - - - - 1986-1989<br />

Barnaskóli Saurbæjarhrepps 1948-1976<br />

Breiðagerðis- Mýrarhúsa- og Varmárskóli 1967-1968<br />

Lækjarskóli í Hafnarfirði 1968-1970<br />

Hrafnagilsskóli, Húsmæðraskólinn á Laugalandi<br />

og Barnaskóli Hrafnagilshrepps 1970-1972<br />

Tónlistarskóli Húnvetninga-nokkrar vikur 1970 -1971<br />

Tónlistarskóli Húsavíkur-píanókennsla 1976-1983<br />

Tónsmíðar og textagerð<br />

Eyjafjarðarsveit - úts. og texti S. Sch. - hún gerði annan texta<br />

við þetta lag: Lómatjörn<br />

Maríusonur - úts. Þorkell Sigurbjörnsson og<br />

Daníel Þorsteinsson – texti<br />

1. erindi Guðmundur Friðjónsson<br />

2. erindi Ingibjörg Bjarnadóttir Gnúpufelli<br />

Séð hef ég blóm - úts. S. Sch. texti Jón Helgason<br />

Vertu nú yfir og allt um kring – úts. S. Sch.<br />

– texti Sigurður Jónsson<br />

Óttinn þjáir – úts. S. Sch. – texti Guðrún Sigurðardóttir<br />

frá Torfufelli<br />

Í skemmu – úr leikritinu Melkorku – úts. S. Sch.<br />

texti Kristín Sigfúsdóttir frá Kálfagerði<br />

Sikling hæða - úts. S.Sch. texti 1.erindi<br />

Ingileif Jónsdóttir amma S.Sch. 2. erindi S.Sch.<br />

Leikið á orgel í Grundakirkju, kirkjukórinn í baksýn, mynd í einkaeign.<br />

Þessi lög hafa öll verið flutt á tónleikum eða við kirkjulegar<br />

athafnir en að auki eru til nótur af 6 öðrum lögum eftir Sigríði<br />

Schiöth.<br />

Upplestur í útvarpi.<br />

Það er langur listi frá 1966 – 2002. Sögur, ljóð og ýmis konar<br />

þjóðlegur fróðleikur sem væri of langt mál, en hér eru aðeins<br />

fáein atriði.<br />

1967 Söngva-Borga – eftir Jón Trausta<br />

1968 Anna á Stóru-Borg – eftir Jón Trausta<br />

1973 Jón Gerreksson – eftir Jón Björnsson<br />

1982 Myndir daganna – saga Sveins Víkings<br />

1987 Áfram veginn – saga Stefáns Íslandi<br />

1988 Útvarpsminningar – frásögn Sigríðar Schiöth<br />

2000 Þáttur um Ara í Rauðhúsum - eftir S. Sch. - Sagnaslóð<br />

2001 Þáttur um Fnjóská - eftir S. Sch. - Sagnaslóð<br />

Ljóð eftir Ingibjörgu Bjarnadóttur, Valdimar Hólm Hallstað,<br />

Guðmund Frímann, Kristján frá Djúpalæk og Jórunni<br />

Ólafsdóttur svo eitthvað sé nefnt.<br />

Ennfremur dagskrá um Ólaf Davíðsson – samantekt og flutningur<br />

hennar, sr. Bolla Gústafssonar og Steindórs Steindórssonar<br />

Minningar frá Möðruvöllum – eftir Kristján H. Benjamínsson<br />

Lesið upp í útvarpi, mynd í einkaeign.<br />

Ritað mál frá hendi Sigríðar G. Schiöth<br />

Heima er best<br />

Ferðasaga Búnaðarfélags Íslands 1971 5. tbl. 1975<br />

Minningabrot Valgerðar Jóhannesdóttur 7. tbl. 1975<br />

Aldís Einarsdóttir Stokkahlöðum 9. tbl. 1976<br />

Samkór Abrahams 6.-7. tbl. 1977<br />

Laufásstaður í aldarbyrjun 11. tbl. 1985<br />

Gamla kommóðan 7.-8. tbl. 1986<br />

Ragnar Davíðsson Grund 10. tbl. 1991<br />

Brunaslysið í Sandhólum 8.-9. tbl. 1992<br />

Úr innbænum og aftur heim 9. og 10. tbl. 1987<br />

Auk þessa eru 13 aðrar greinar um ýmis málefni á árunum<br />

1967-1992<br />

Súlur<br />

Hægt að dansa ( Aldís Einarsdóttir) 39. hefti 1999<br />

Burnirótin – Brúðkaupsvísur 39. hefti 1999<br />

Ari í Rauðhúsum 41. hefti 2002


40 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Fnjóská 42. hefti 2003<br />

Steinsbiblía í Bessastaðakirkju 43. hefti 2004<br />

Auk þessa eru 5 aðrar greinar í Súlum frá 1979 – 1999<br />

Bókin „Lífsgleði“ nr. V, útg. 1996 bls. 88-111<br />

– eigið æviágrip - S. Schiöth<br />

Í Árbók Þingeyinga frá 1979 og 1981 eru greinar eftir hana.<br />

Í Eyvindi eru greinar í 1. tbl. 1992, 1. tbl. 2003, og 2. tbl. 2004<br />

Í Morgunblaði, Degi og Íslendingaþáttum Tímans eru<br />

20 afmælis og minningargreinar frá árum 1976 – 2007<br />

auk 8 annarra greina um ýmis málefni.<br />

Viðtöl og umfjöllun<br />

Mynd og umfjöllun í Útvarpstíðindum 17. feb. 1941<br />

Viðtöl og myndir í Íslendingi 35. tbl. 1962<br />

Forsíðuviðtal í Heima er best 3.tbl. 1982<br />

Kórstjóri kvaddur – grein og mynd Mbl.<br />

(Benjamín Baldursson) 17. nóv. 1993<br />

Heldur óskemmtilegt að hlusta á falskan söng<br />

– viðtal og myndir í Degi 17. des. 1993<br />

Söngurinn lifir fram á hinsta kvöld<br />

– viðtal og myndir í Degi 17. feb. 1996<br />

„Ekki stofnun heldur heimili“ – myndir og viðtal við Sigríði<br />

Schiöth og fleiri á Kristnesspítala - í Degi 10. apríl 1999<br />

Leikstarfsemi<br />

Með Leikfélagi Akureyrar:<br />

Gullna hliðið 1944<br />

Allt í lagi lagsi - 1945<br />

Lénharður fógeti 1945-1946<br />

Varið yður á málningunni 1946-1947<br />

Skálholt 1946-1947<br />

Skrúðsbóndinn 1965-1966<br />

Leikferðalag ásamt 2 öðrum leikendum frá L.A. -<br />

kaflar úr Lénharði fógeta, Ævintýri á gönguför og Frúin sefur<br />

flutt á Selfossi og í Iðnó – einnig í útvarpi 1948<br />

Með Leikfélaginu Iðunn / Framtíð í Hrafnagilshreppi:<br />

Tengdamamma 1952<br />

Maður og kona 1959-1960<br />

Leynimelur 13 1962<br />

Jósafat 1964<br />

Tengdamamma 1970<br />

Melkorka 1975<br />

Leikstjórn í Sólgarði í Saurbæjarhreppi:<br />

Alísa frænka 1960<br />

Köld eru kvennaráð 1962<br />

Með Leikfélagi Húsavíkur:<br />

Hallelúja 1981<br />

Viðtal við Aldísi á Stokkahlöðum<br />

Sigríður Schiöth tók viðtal við Aldísi Einarsdóttur á Stokkahlöðum<br />

í Hrafnagilshreppi fyrir ritið Heima er best, og birtist það í 9.<br />

tbl. ritsins árið 1976. Aldís var fædd að Gúpufelli í Eyjafirði 1884<br />

en fluttist ung að árum með foreldrum sínum og systkinum að<br />

Stokkahlöðum og bjó þar til 100 ára aldurs. Síðustu árin dvaldi<br />

hún á Kristnesspítala, og þegar hún lést var hún elst allra Íslendinga,<br />

vantaði tvo mánuði upp á 107 árin. Hún var ötull félagi<br />

í Ungmennafélaginu Framtíð og Kvenfélaginu Iðunni, einnig<br />

mikil ræktunarkona og annaðist blóma og trjágarðinn við húsið<br />

sitt af natni. Hér eru fáeinir kaflar úr viðtalinu.<br />

- Lærðir þú garðyrkju Aldís ?<br />

- Já, ég var á vornámskeiði í Gróðrarstöðinni 1909 hjá<br />

Sigurði Sigurðssyni síðar búnaðarmálastjóra og tel að<br />

góður árangur hafi verið af þeirri starfsemi. Sigurður<br />

kenndi skógrækt og allskonar kálrækt, einnig kartöflurækt.<br />

Ég var fengin til að leiðbeina við gróðursetningu<br />

á nokkrum stöðum. Aðallega hef ég unnið hér heima<br />

á Stokkahlöðum og svo í trjáreit ungmennafélagsins.<br />

- Hvenær var hann stofnaður ?<br />

- Mig minnir að það væri fljótlega úr þessu. Jakob Líndal sem<br />

var orðinn umsjónarmaður í Gróðrarstöðinni var fenginn til<br />

að skipuleggja garðinn<br />

- Ég vann þarna á hverju vori svo sem einn dag við að skera til<br />

trén og ýmislegt fleira.<br />

- Sömuleiðis var venja að félagsmenn kæmu saman einn dag á<br />

vori til að hreinsa burt rusl og laga til. En með dvínandi áhuga<br />

lagðist þessi góði siður niður og þykir mér satt að segja miður,<br />

að áhugi fólks á trjárækt skuli vera orðinn svo lítilfjörlegur.<br />

- Hvenær fluttuð þið í Stokkahlaði ?<br />

- Það var árið 1891. Þá var ekki fljótfarið yfir jörðina, hvergi<br />

vegarspotti né brú neins staðar, enda komumst við ekki<br />

lengra en í Grund, urðum að gista þar, þegar farin var síðasta<br />

ferðin með krakkana og kýrnar.<br />

- Hvernig leist ykkur á ykkur á Stokkahlöðum ?<br />

- Vel, þar sáum við ýmislegt sem við höfðum ekki séð áður,<br />

t.d. stóra bæjarlækinn með háa fossinum og mörgu blómahvömmunum<br />

í gilinu að ógleymdri baldursbránni, sem þakti<br />

hér alla veggi, en hana hafði ég aldrei séð áður.<br />

- Til gamans ætla ég að segja frá því, að er við fórum í fyrsta<br />

sinn til Grundarkirkju, kom kona meðhjálparans, Guðný í<br />

Möðrufelli á móti okkur við dyrnar og leiddi okkur til sætis.<br />

Þá var fastur siður, hvernig setið var í kirkjunni. Í sætinu næst<br />

prédikunarstól, sat kona meðhjálparans með sitt skyldulið,<br />

en hinum megin í innsta sæti sat prestskonan og hennar fólk<br />

ásamt konu staðarhaldarans, en bændur sátu í kór. Á þeim<br />

árum var börnum raðað við fermingu eftir einkunn á barnaprófi,<br />

en próf voru haldin í fjórum fögum, lestri, skrift, reikningi<br />

og kristnum fræðum, þótt ekki væru reglulegir skólar.<br />

Kom þá fram metnaður hjá foreldrum og venslafólki, ef börn<br />

þeirra lentu neðarlega og var ekki laust við að reynt væri að<br />

pota þeim ofar en þau áttu skilið.<br />

- Varstu ekki í söngflokki hér í sveitinni ?<br />

- Jú, fyrst hjá Hallgrími á Rifkelsstöðum. Hann æfði söng beggja<br />

megin árinnar og stöku sinnum sungu kórarnir saman. Svo hjá<br />

Bolla á Stóra-Hamri og Kristjáni Árnasyni seinna kaupmanni


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 41<br />

á Ak. Það var æfður kór fyrir „Heitdag Eyfirðinga“ sem haldinn<br />

var á Grund í tvö skifti, sem ég man eftir. Mig minnir að sá<br />

fyrri væri fljótlega eftir að kirkjan var vígð, en hinn ári seinna.<br />

- Viltu ekki segja okkur hvernig tilhögun var þennan dag ?<br />

- Það byrjaði með guðsþjónustu, sr. Jónas á Hrafnagili prédikaði.<br />

Síðan var samkoma í kirkjunni, ræður og söngur. Þar<br />

voru ýmis minni flutt, með viðeigandi söng á eftir. Þá voru<br />

margir snjallir hagyrðingar, sem ortu ljóð undir þekktum<br />

lögum og voru þau æfð og sungin af kórnum. Svo minnir<br />

mig að væri glímt og einnig væri reiptog milli hreppanna.<br />

- Voru þetta fjölsóttar samkomur ?<br />

- Já, já, það var margt fólk hér úr hreppunum og líka frá Akureyri.<br />

Ég man að í annað skiptið var sr. Matthías þar og einnig<br />

Stefán skólameistari. Fólkið frá Akureyri kom bæði ríðandi<br />

og líka á könum. Það voru litlir vagnar sem hestar drógu.<br />

Þetta þóttu góðar skemmtanir og voru það líka. Það hittist<br />

svo vel á að í bæði skiptin var ágætis veður.<br />

- Á Stokkahlöðum var sú kvöð að hér var lögferja á Eyjafjarðará<br />

og var oft mikið annríki henni samfara er bændur þurftu að<br />

flytja fé sitt austur yfir, meðan rekið var á afrétt í Fnjóskadal.<br />

Á tímabili var höfð dragferja, en hún þótti erfið í notkun og<br />

var því skipt um og bátur tekinn aftur í staðinn. Í fjárflutningum<br />

kostaði farið 3 aura fyrir fullorðna kind en 2 aura fyrir<br />

lambið. Mig minnir að farið kostaði 25 aura fyrir manninn.<br />

Einnig var hér starfrækt vatnsmylla um 20 ára skeið og gætti<br />

faðir minn oftast myllunnar. Var það ærin fyrirhöfn. Hún<br />

átti, ef allt var í lagi að geta malað eina tunnu á sólarhring, en<br />

góðar gætur varð að hafa þar á, ef hlýnaði í veðri og vöxtur<br />

hljóp í lækinn, gat farið illa. Ein króna var tekin fyrir að mala<br />

tunnuna og þóttu þetta heilmiklar tekjur.<br />

- En skemmtanalíf unga fólksins, hvernig var það ?<br />

- Það væri nú ekki talið fjölbreytt nú til dags. Stundum var ögn<br />

dansað í stofukytrunum sem voru á bæjunum eftir harmonikku<br />

og svo var alltaf farinn einn reiðtúr á hverju sumri, ýmist<br />

í Vaglaskóg, Möðruvelli eða fram að Hólavatni. En fólkið<br />

undi glatt við sitt, þó ekki væri meira um að vera. En það var<br />

mikið um dýrðir þegar kóngurinn kom í Hrafnagil 1907. Það<br />

var slegið upp tjöldum á túninu og þar fór fram borðhald, kalt<br />

borð að sagt var. Við fórum öll úteftir að sjá kónginn, það<br />

mun hafa verið Friðrik áttundi, hann virtist ósköp ljúfur að<br />

sjá. Fólkið fjölmennti til konungskomunnar, eins og venjulega<br />

þegar slíkt bar við. En ég hef ekki frá mörgu að segja,<br />

mitt líf hefur verið fremur tilbreytingarsnautt, lítið ferðast<br />

um heiminn.<br />

- Hér á Stokkahlöðum festi ég rætur og hér hefur mér liðið<br />

vel. Mér þótti alltaf gaman að umgangast skepnur en mesta<br />

ánægju hef ég samt haft af görðunum mínum og leiðinlegt<br />

þætti mér ef allt færi í niðurníðslu eftir minn dag, en sumir<br />

segja að ég muni fá annan garð að hirða um í næsta lífi og það<br />

þætti mér auðvitað það besta.<br />

Margrét Aradóttir<br />

Örnefni<br />

Þá er komið að þriðja hluta örnefna úr Eyjafjarðarsveit, en fyrri hlutarnir komu í tveimur síðastu tölublöðum Eyvindar. Ekki<br />

næst að klára örnefnaþáttinn í þessu blaði eins og stefnt var að en síðasti hluti hans birtist í næsta blaði.<br />

Örnefni eru mikilsverð söguleg heimild og má margt af þeim læra um menningu liðins tíma, enda eru fornar munnmælasagnir<br />

tengdar við sum þeirra.<br />

Með breyttum búskaparháttum má nú búast við, að mörg örnefni fari óðum að gleymast. Þetta er tekið úr forspjalli að bók<br />

Angantýs Hjörvars Hjálmarssonar og Pálma Kristjánssonar um örnefni í Saurbæjarhreppi er út kom 1957. <strong>Eyvindur</strong> ætlar að<br />

birta stutta kafla úr þessari bók ásamt köflum úr óútgefnu örnefnasafni Jóhannesar Óla Sæmundssonar en hann safnaði meðal<br />

annars örnefnum úr Hrafnagilshreppi og Öngulstaðahreppi um miðja síðustu öld. Er það efnið sem birt er tekið nánast orðrétt<br />

upp úr þessum ritum.<br />

Nú er byrjað á Ytri-Tjörnum í Öngulsstaðahreppi, Jórunnarstöðum í Saurbæjarhreppi og á Grísará í Hrafnagilshreppi.<br />

Öngulsstaðahreppur<br />

Ytri-Tjarnir<br />

Ofarlega í fjallinu gegnum spildur margra jarða liggur þverhnípt<br />

klettabelti, sem heitir Brattihjalli. Norðurendi hans er upp<br />

undan Björk en suðurendinn í landi Uppsala. Sumir vilja telja,<br />

að hjalli þessi nái suður að Bryðjuskál ofanvið Munkaþverá, en<br />

hæpið mun að segja svo. Í Háagerðislandi er hjalli þessi rofinn<br />

af grasi vöxnu gili, sem heitir Tjarnagróf, kennt við Tjarnir af<br />

því að Háagerði byggðist úr Syðri-Tjarnalandi (um 1880), þar<br />

sem áður var Syðri-Tjarnakot. Tjarnanafnið stafar vafalaust frá<br />

tjörnum niðri á Staðarbyggðarmýrum. Ytri-Tjarnakot var utan<br />

við Ytri-Tjarnir.<br />

Skollahjalli er næstur neðan við Brattahjallann og nær ekki<br />

yfir nema Bjarkar- og Ytri-Tjarnalönd. Norðurendi þessa hjalla<br />

er kallaður Axlarhjalli og er upp undan Björk. Töluverð grjóturð<br />

er á Skollahjalla og því ekki óbyggilegt þar fyrir tófur. Í miðju<br />

fjallinu eru Hafursklettar(af sumum nú nefndir Háuklettar).<br />

Skammt norðaustur frá þeim er Stóraborg (Háaborg) í miðju<br />

Bjarkarlandi.<br />

Kletturinn Drangur er uppi á Selhjalla á merkjunum milli<br />

Bjarkar og Tjarna. Er á honum stórskorið mannshöfuð, og hafa<br />

sumir þótzt kenna vangasvip séra Matthíasar Jochumssonar.<br />

Laugarhjalli er neðan við Selhjallann og nær hann frá Grafarhjalla<br />

fyrir ofan Björk suður að Laugalandsholti. Dregur hann<br />

nafn af volgrum upp undan Hóli. Rétt norðan við Ytri-Tjarna-


42 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

læk (bæjarlækinn) er á hjalla þessum lítil, stök klöpp, sem heitir<br />

Kisuklöpp. Gæti klapparlagið minnt á sitjandi kött.<br />

Lítill hjalli skammt ofan við tún á Ytri-Tjörnum nefnist Hallið.<br />

Hálfsléttar engjar norður frá því, neðan vegarins, heita Enni<br />

(Ennin). Niður frá þeim er holtasvæðið Brúnir, sem nær niður<br />

að Fitjum. Gæti holtið dregið nafn af líkingu við „brúnir“ neðan<br />

„ennis“. Syðst í Brúnunum er áberandi holt, takmarkað af læk að<br />

austan og norðan. Þetta er Gæruholt, og eru á því miðju merkin<br />

milll Háagerðis og Ytri-Tjarna. Norðan merkjanna stóðu (til ársins<br />

1877) fjárhús með túnbletti umhverfis, er hét Gæra. Hinum<br />

megin merkjanna er Grásteinn, kunnur af álfasögnum (sjá 9. h.<br />

Grímu).<br />

Seigslægir hólar neðst í túni Ytri-Tjarna hétu Beinrófa og<br />

nyrzt og neðst var Horngrýti, stórþýft og illslægt. Stefnan þangað<br />

heiman frá bæ var bókstaflega „norður og niður“.<br />

Ytri-Tjarnarkotstún er norðan við bæjarlækinn. Þar stóð Ytri-<br />

Tjarnakot til ársins 1920 (frá því um 1630). Sléttað var að fullu<br />

yfir þær bæjarrústir 1935.<br />

Syðri-Tjarnir, Háagerði og Hóll<br />

Þessar jarðir eru, samanlagðar, hinar fornu Syðri-Tjarnir, sem<br />

1912 er talin 40 hdr. jarðnæði, Tjarnakot syðra inn í því falið.<br />

Tjarnakot er nú breytt í Háagerði, sem er hálfsameinað Syðri-<br />

Tjörnum, íveruhúsið aðeins eitt og félagsbúskapur. Hóll er aftur<br />

á móti alveg sérstakur. Örnefni eru fá og flest sameiginleg með<br />

nágrannabæjunum, sem sé bæði örnefni fjallsins og engisins<br />

niðri á Staðarbyggðarmýrum. Hið efra er Bratti-hjalli efstur,<br />

þá Skollahjalli og síðan Svörtuklettar, en þeir eru í Háagerði<br />

nefndir Efra- og Neðra-Klettaband. Þetta eru tvöfaldir klettar,<br />

þeir efri mun lægri, en alllangir báðir og ná ekki nema suður að<br />

Tjarnagróf, sem er í Syðri-Tjarnalandi, þó að hennar væri getið í<br />

þætti Ytri Tjarna um sameiglnlega svæðið ofan túna.<br />

Neðan við Svörtukletta er Steinahjalli, þá Mjóihjalli og svo<br />

Laugarhjalli og Laugarholt niðri við túnin. Grænutóftarhjalli<br />

er smáhjalli mili Mjóahjalla og Laugarhjalla á kafla.<br />

Stórimór er á Mjóahjallanum í Hólslandi, bæði ofan og neðan<br />

við klapparbrúnina, sem er næsta óveruleg. Þar neðan við eru<br />

tóftirnar Hólskofi, og er því stundum talað um Hólskofamó<br />

þarna neðan-vert við Mjóahjallann. Laugarmýri er við Laugarholtið<br />

rétt við þjóðveginn. Heima í túninu á Hóli er hár, stórgrýttur<br />

hóll, er Grjóthóll nefnist, rétt ofan við fjárhúsin<br />

Við túnfótinn á Hóli heitir H ó l s fi t , en Háagerðisfit í framhaldi<br />

af henni utar. Í landi Syðri-Tjarna er Torfhóll neðan við<br />

túnið, en Slyddur milli hans og fitjarinnar, blautur engjateigur.<br />

Ytra-Laugaland<br />

Örnefni fjallsins eru að mestu leyti samstæð við næstu bæi,<br />

einkum Syðra-Laugaland. Grashjallarnir tveir neðan aðalfjallsins<br />

eru Stekkjarhjalli (breiður og allhár suður og upp frá félagsheimilinu)<br />

og Mjóihjalli.<br />

Þjóðvegurinn, Laugalandsbraut, liggur nokkru ofar en Kvíahóllinn<br />

var. Heimvegur liggur aftur á móti þvert á hól þennan,<br />

sem kalla má horfinn fyrir jarðraski. Nýbýlið Vökuland er aðeins<br />

neðar. Annað nýbýli, Laugarholt, stendur utan við bæjarlækinn.<br />

Félagsheimili Öngulsstaðahrepps stendur skammt ofan við<br />

þjóðveginn. Það heitir Freyvangur.<br />

Merkin að norðan, gegnt Hóli eru við Hólsgróf og merkjagarð,<br />

sem heitir Hólsgarður. Í túninu eru ekki örnefni, nema peningshúsanöfn,<br />

sem horfin eru fyrir jarðraski. Þegar túnbrekkunum<br />

sleppir tekur við elftingarspilda, sem heitir Röndin. Næst neðan<br />

hennar er Fitin, sem nær niður að bæjarlæknum, sem þá hefur<br />

Sólgarður og Saurbær.<br />

Ljósm. í þessari grein Sigurgeir Sigurgeirsson.<br />

beygt suður eftir. Kíladrög og stargresispollar þar neðan við<br />

nefnast Slyddur, en sunnar og neðar heitir Flesjur. Þar neðan<br />

við eru Landkílarnir og Laugalandstoppar, fenjapollar. Þurrari<br />

engjateigar utan og sunnan við Ferginstjörn heita Úthorn og<br />

Suðurhorn.<br />

Syðra-Laugaland<br />

Jörðin Syðra-Laugaland er sem næst miðjum Öngulsstaðahreppi.<br />

Næsti bær norðan við er Ytra-Laugaland, ná túnin saman og<br />

er aðeins tveggja mínútna gangur milli bæjanna. Næsti bær að<br />

sunnan er Klauf. Þangað er 15-20 mínútna gangur, ef farið er upp<br />

á þjóðveginn, en allmiklu styttra ef farið er eftir túnunum, sem<br />

ná saman. Landsspilda jarðarinnar er innan við l km á breidd.<br />

Engjarnar eru áveitumýrar, er ná frá lágum hjalla, sem bærinn<br />

stendur á, að bökkum Eyjafjarðarár, en ekki alveg að sjálfri ánni.<br />

Bakkarnir tilheyra Munkaþverá síðan klaustrið átti flestar jarðir<br />

á Staðarbyggð og tók undir sig allt þurrlendi á milli Staðarbyggðamýra<br />

og Eyjafjarðarár.<br />

Neðst í Útmýri liggur djúpur ferginskíll frá norðurmerkjum<br />

suður í mitt engi. Hann er af heimamönnum nefndur Bakkakíll<br />

en af öðrum Laugalandskíll. Þetta var um hundrað hesta land.<br />

Fengu margir að heyja þar handa kúm sínum, m. a. Akureyringar.<br />

Ofan við kílinn tók við breitt mýrarkviksyndi, vaxið stórgerðu<br />

stargresi, og nefndist Laugalandstjörn. Var hún ýmsum lánuð<br />

ásamt kílnum. Austan við Laugalandstjörn voru svokallaðir<br />

Toppar. Þetta var fen, vaxið svo háu stargresí, að náði manni í<br />

bringu. Toppar þessir voru aðeins slegnir í grasleysisárum, en<br />

heyið af þeim var talið jafn gott töðu, ef vel verkaðist. Þarna er nú<br />

samfellt kviksyndi.<br />

Útmýrin takmarkast að sunnan af Brúnni, sem öðru nafni<br />

heitir Laugalandsbraut. Þetta er vegur, sem Eggert Gunnarsson<br />

lét gera, er hann var að ræsa mýrarnar fram í fyrra skiptið. Sá<br />

vegur var í góðu gildi til ársins 1930, enda alfaraleið frá miðhluta<br />

Staðarbyggðar vestur að Brautarvaði á Eyjafjarðará. Nú er þessi<br />

vegur aflagður með öllu, en hann var eina færa leiðin þvert vestur<br />

yfir Staðarbyggðarmýrar áður fyrr.<br />

Grásteinshólf tekur við sunnan Brúar og nær að gömlum<br />

stíflugarði, sem heitir Grásteinsgarður eftir stórum steini, Grásteini,<br />

er stendur skammt ofan við mýrina, nærri garðinum. Upp<br />

eftir frá enda garðsins liggur grunn lægð, Grásteinslægð.<br />

Ofan við mýrarnar taka við svokallaðar Brúnir, er ná frá túni<br />

jarðarinnar, sem var yzt í landsspildunni og suður að merkjunum.<br />

Brúnirnar eru brött holt með mýrarblettum hér og þar. Ofar<br />

var smáhöllótt mýrlendi og kallaðist Hagi, en það er nú allt orðið<br />

að túni. Sunnan við Hagann var breitt holt, og er reyndar enn, þó<br />

að meginhluti þess sé nú orðinn að túni. Sunnan merkja heitir


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 43<br />

Karl og kerling.<br />

þetta Klaufarholt, en norðan þeirra Laugalandsholt, einnig<br />

nefnt Leiti af heimamönnum. Við bugðuna á Klaufarholti er alldjúp<br />

lægð, er liggur norður og suður. Hún heitir Klauf, og samnefndi<br />

bærinn stendur við suðurenda lágarinnar. Hvergi er betra<br />

útsýni yfir hluta Eyjafjarðardals en af Laugalandsholti, þar sem<br />

þjóðvegurinn liggur yfir það.<br />

Á fjallsbrúninni norðan við suðurmerki Laugalands er Ytri-<br />

Uppsalahnjúkur. Heitir hann svo til aðgreiningar frá Uppsalahnjúki,<br />

sem er að mestu í landi Klaufar. Það nafn mun vera<br />

fornt, því að Klauf var hjáleiga frá Uppsölum og byggð seinna.<br />

Ytri hnjúkurinn er alveg í landi Laugalands, því að merkjalínan<br />

stefnir í skarðið sunnan við hann. Frá Þröm í Garðsárdal nefnist<br />

hann Nónhnjúkur.<br />

Laugalandslaugar eru efst í túninu. Þær eru þrjár, ein stærst<br />

og tvær minni. Allar eru þær milli hóla, sem heita Efri- og Neðri-<br />

Laugarhóll. Er nú lítið orðið eftir af þeim, sökum mikillar malartöku<br />

fyrir vegi og byggingar.<br />

Á túninu norðan Ytrilækjar var Fjósvöllur kallaður, enda stóð<br />

fjósið þar fram undir síðustu aldamót. Þegar húsmæðraskólinn<br />

var byggður voru öll peningshús flutt suður á Bæjartunguna.<br />

Syðst á túninu, þar sem nú er kartöflugarður, var löng, þýfð<br />

túnskák sém hét Nári.<br />

Uppsalir og Klauf<br />

Uppsalir og Klauf voru ein jörð (Uppsalir) fram yfir miðja 17.<br />

öld. Klauf varð ekki að fullu sjálfstætt ábýli fyrr en í byrjun 20.<br />

aldar. Bæirnir standa uppi á hjallanum, sem líkur benda til að sé<br />

hinn fornfrægi Hrísateigur (sjá Víga-Glúmssögu), þó að það sé<br />

kannski ekki beinlínis sannanlegt. Hin eiginlega Klauf, er lágin á<br />

Klaufarholti, beint norður frá Klaufarbænum.<br />

Vestan til á hjallanum heitir Brúnir, jafnvel Ytri- og Syðri-<br />

Brúnir og er í daglegu tali sagt „á Brúnum“, þegar átt er við<br />

vesturhús hjallans. Vestan í hjallanum er Brúnalág. Kotbýli stórt<br />

er í brekkunni þar og hét Brúnahús(Brúnhús). Heita vatnsuppsprettan<br />

þar rétt við nefndist því Brúnhúsalaug, sem nú hefur<br />

stytzt í Brúnalaug.<br />

Framan í Brúnum utarlega eru forn húsabrot kölluð Grænutóftir.<br />

Nokkru sunnar standa íbúðarhúsin og gróðurhúsin, sem<br />

öll helta nú einu nafni Brúnalaug. Þaðan liggur Brúnalaugarvegur<br />

upp á þjóðveginn. Gamli Brúnhúsabærinn stóð rétt neðan<br />

við þjóðveginn, sunnan við efri enda Brúnhúsalágar (Brúnalágar).<br />

Sunnan við bæjarstæðið er smádæld, sem heitir Brúnhúsabolli.<br />

Suður og niður frá Klaufarbæ var Klaufarstekkur og var þjóðvegurinn<br />

lagður yfir hann. Greiðfær slægjublettur út og vestur frá<br />

bænum hét Kringla. Gegnum hana var vegurinn lagður.<br />

Út og upp frá bænum í Klauf er Leyningurinn og Lindarlágin,<br />

sem neyzluvatnið er leitt úr. Sjálf uppsprettan er ævinlega kölluð<br />

Lind. Skammt sunnan við hana stóðu Hólhúsin yzt í jaðri gamla<br />

túnsins.<br />

Á vesturmerkjum Klaufar og Uppsala niðri á Mýrunum heitir<br />

Bakkakíll, en Sandskarðskíll á norðurmerkjunum.<br />

Milli bæjanna Sigtúns og Uppsala eru Efra- og Neðraholt utan<br />

og ofan við Sigtúnamýri, og ná holtin að merkjunum. Uppi við<br />

rætur fjalls eru Hvítublettir og Hvítubalar. Hvítubletti kalla<br />

sumir Hvítuflatir. Þar ofan við er Steinahjallinn og svo suðurendi<br />

Brattahjalla, sem liggur eftir endilöngu Byggðarfjallinu.<br />

Hjallar fjallsins eru mjög hinir sömu og utar, nema hvað tveir<br />

hinir neðstu eru horfnir.<br />

Stætsta gil fjallsins er Uppsalagil. Í því er Uppsalalækur.<br />

Utar er Byrgisgil, nær það skammt niður, en neðan við það eru<br />

tvennir grafningar, sem heita G r ó fi r. Neðar eru á milli Grófanna<br />

Stekkjarholtið og Uppsalastekkur, tóftabrot.<br />

Sumir tala um Uppsalafjall ofan við þessa bæi, en það nafn<br />

er fátítt. Uppsalahnjúkar eru tveir og Uppsalaskörðin tvö, en<br />

aðeins Syðra-Uppsalaskarð er í Uppsalalandi.<br />

Grýta<br />

Í Jarðabókinni frá 1712 er Grýta talin 20 hdr. jörð og virðist tiltölulega<br />

bjarglegt kot, miðað við stærð. Landsspildan nær ekki<br />

til fjalls. Merkjaörnefni eru helzt þessi: Að norðan er Kölduforarkíll,<br />

Skáldalækur og Merkismelur. Að sunnan rennur Syðriskriðugilslækur<br />

á merkjunum, en sjálf merkjalínan hefur nú<br />

verið tekin beint yfir allar bugður lækjarins með girðingu. Vesturmerkin<br />

eru neðan við Langaskurð eftir nafnlausu kíldragi, þar<br />

sem Munkaþverárbakkar eru mjóstir (aðeins fáir faðmar á breidd<br />

sums staðar). Aðalnafnið á þessu mýrarengi er Grýtumýri (innan<br />

marka þeirrar jarðar). Norðan til heitir kíllinn Kaldafor, en einnig<br />

næsta engið. Þarna var eitt allra bezta torfristuland, enda af því<br />

veruleg hlunnindi um skeið (meðan einangruð voru steinsteypt<br />

hús með reiðingstorfi). Í þessari mýri ætti að hafa gerzt atburðurinn<br />

um biskupsefnið, sem féll í svaðið (Jón Arason), þegar heim<br />

var reitt torfið. Á einum kafla hét Stokkar, eða Keldustokkar.<br />

Þeir voru nálægt miðju þessarar mýrarspildu.<br />

Næst brekkunum eru Fitjarnar, Ytrifit og S y ð r i fi t . Á milli<br />

þeirra rís upp hóll mikill, sem stórlega hefur verið skertur af malarnámi.<br />

Það er Grýtuhóll. Ofan við hann er trjálundurinn, sem<br />

gerður hefur verið til minningar um biskupinn fræga, sem talið<br />

er að fæðst hafi í Grýtu, og heitir Jóns Arasonar Lundur. Syðst í<br />

honum er dálítið fallegt lækjargil, Skáldalækjargilið, en um það<br />

fellur Syðri-Skáldalækur. Ytri-Skáldalækur er á norðurmerkjunum,<br />

eins og fyrr er sagt, en hið efra er þetta einn lækur, sem<br />

kemur lengst ofan úr fjalli.<br />

Bæjarlækurinn, Grýtulækur, fellur fram norðan bæjar um<br />

Bæjarlækjargil. Utan við þann læk er Bæjartunga og á henni<br />

stóð fyrrum bærinn. Hið efra heitir Brúnir, þar sem akvegurinn<br />

liggur um.<br />

Suður og niður frá bænum í Grýtu, neðan við brekkurnar, er<br />

Grýtulaug, sem munnmælin segja, að fyrst hafi verið annars<br />

staðar (sjá um Borgarhól, Munkaþverá). Vatnið í lauginni er um<br />

35 stiga heitt. Norðan við laugina er ísköld uppspretta, sem nefnd<br />

er Dýin.<br />

Sigtún<br />

Sigtúnaland byrjar að sunnan við Smáragil í fjallinu, Staðarbyggðarfjalli.<br />

Neðan til fylgja merkin Smáragilsskriðunni, sem<br />

í daglegu tali er kölluð aðeins Skriðan.


44 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Út og ofan frá bænum heitir Sigtúnamóar allstór fláki, sem<br />

nú er ræktað land. Svarðargrafir eru beint vestur frá bænum alllangt<br />

niður frá, skammt frá merkjunum. Þar er Svarðarholt.<br />

Sunnan túns er Suðurengi að Borgarhólsmerkjum. Gerði heitir<br />

sunnan við Sigtúnalækinn. Hesthúsvöllur er utan við bæinn.<br />

Ofan við hann var ákaflega krappur grasmór, sem hét Kvíamór,<br />

nú tún.<br />

Ofan við tún heitir allstórt svæði Sigtúnamýrar. Nær það upp<br />

undir Skriður neðan fjallsins. Grundir nokkrar á norðurmerkjunum<br />

efra heita Hvítubalar. Þar er og Torfholt.<br />

Engjateigur einn heitir Soffíupartur. Hann er neðst í Suðurengi,<br />

kenndur við gamla konu, sem heyjaði þar, ein síns liðs.<br />

Þá er komið að fjallinu, sem oft er nefnt Sigtúnafjall innan<br />

landamerkja þessarar jarðar. Heitir þar syðst Syðri-Stekkjartunga<br />

frá Smáragili að Bæjarlækjargili og upp að klettum fjallsins.<br />

Grasfláki uppi í henni ofarlega og sunnarlega heitir Torfa.<br />

Saurbæjarhreppur<br />

Jórunnarstaðir<br />

Merkin milli Jórunnarstaða og Leynings eru í Ytra-Básgili niður<br />

við Eyjafjarðará. Út frá Básgilinu er Suðurengið. Básarnir eru<br />

upp undan Básgilinu, og liggja merkin um Mið-Básinn. Mið-Báshóllinn<br />

er norðan við Mið-Bás. Þá kemur Yzti-Bás og Yzti-Báshóll.<br />

Selgilið er norðan undir Yzta-Báshólnum. Utan við Selgilið<br />

eru tóftarbrot, sennilega seltóftir. Kinnungurinn er neðan við<br />

Ysta-Bás. Út og fram af Selgilinu er Himneskibollinn og Himneskabollahóll<br />

norðan hans.<br />

Ártún<br />

Næst ánni: Undirmór, Hvammar, Bakki, Eyrar, Sandur, sem hét<br />

áður Sauðhúsmór, þá er Krappimór og yzt Stóruskriðufótur.<br />

Ofar eru þessi örnefni, talin frá suðri til norðurs: Mór, Fit, Kot,<br />

Hæð, Stekkjarskriða, og ofan Hvamma er Hvammabrekka,<br />

Túnið (hið gamla tún á Skáldstöðum), Bæjarskriða, Grundir,<br />

Stóruskriðulaut og Stóraskriða.<br />

Skáldstaðir<br />

Um nafnið Kot skal það tekið fram, að þar er sagt að hafi verið<br />

býli, og sást þar glögglega fyrir garði, sem umlukti um þrjár dagsláttur<br />

lands, einnig nokkrar húsatóftir, áður en landið var brotið.<br />

Mun þetta kot hafa verið fyrir sunnan eða sunnan og neðan við<br />

Skáldstaði.<br />

Ofan við þá staði er áður voru nefndir, skal enn talið, sunnan<br />

frá: Enni, Efri- og Neðri- Háaskriða á merkjunum, Kinnungur,<br />

Kinnungalækur, Stekkur, Stekkjarlág, Stekkjargil og<br />

Stekkjarrimi, sem er sunnan við Stekkjargilið en norðan við er<br />

Arnþórulágarrimi.<br />

Út og fram af Ártúni er vað á ánni, sem Gantrésvað er kallað<br />

og Skáldstaðavað af Skáldstaðabakka.<br />

Kolgrímastaðir<br />

Upp undan bænum er Bæjarhóllinn og Ytra-Bæjargil norðan<br />

hans. Fjárhúsin stóðu þá utan við Bæjarlækinn, norðan bæjarins.<br />

Um páskana, þ.e. annan páskadag 1919, féll snjóflóð á fjárhúsin,<br />

sem tók sig upp í Bæjarlæksgilinu. Tók það fjárhúsin og<br />

drap um 40 ær, en fáar sluppu lifandi. Voru húsin ekki byggð þar<br />

aftur.<br />

Utan og ofan við túnið, utan Stóragils, er Bláaskriðan. Þjóðvegurinn<br />

liggur gegnum túnið og norður Höllin.<br />

Séð yfir á austurbakkann og inn í Þverárdal.<br />

Gullbrekka<br />

Í jarðabók Árna og Páls segir, að hreppurinn hafi kallast Gullbrekkuhreppur<br />

eða Gullhreppur fyrr á tímum. Má vera, að það<br />

hafi verið fremri hlutinn af Saurbæjarhreppi.<br />

Á bænum var bænahús eða hálfkirkja og stóð hún fram á 18.<br />

öld, eða til bólunnar. Yzt á bæjarhlaðinu eða út og fram af því var<br />

hóll, sem Kirkjuhóll hét. Hefur kirkjan sennilega staðið þar.<br />

Skammt norðan við bæinn fellur Gilsáin í samnefndu gili. Stutt<br />

fyrir sunnan gilið og utan og ofan við bæinn er hóll, sem Helguhóll<br />

heitir. Þar er sagt, að kona, er Helga hét, hafi verið grafin, og<br />

dregur hóllinn nafn af því. Skammt sunnan við hólinn eru steinar<br />

miklir, sem Klappir kallast. Fyrir ofan þær er Olnboginn. Hann<br />

dregur nafn af því, að þar breytir Gilsáin um stefnu, þar sem hún<br />

kemur sunnan dalinn og beygir til austurs um Olnbogann. Fyrir<br />

sunnan Klappirnar er flötur, er Hjalli heitir, en Mýrarhjallinn<br />

er neðan við. Þar fyrir sunnan og neðan er Háaleiti. Í kringum<br />

Háaleiti eru Háaleitismóar. Utan og neðan við er Fjárréttin,<br />

sem einnig var Stekkurinn og þar niður undan eru Grænutóftir.<br />

Þar er talið að hafi verið bær til forna og sjást þar enn tóftarbrot.<br />

Munnmæli herma að býli þetta hafi heitið Gulltunga. Eitt sinn<br />

féll skriða á bæinn. Fórst þar bóndinn og fannst hendin af honum<br />

síðar. Sagt er, að bærinn hafi þá verið byggður aftur.<br />

Utan og neðan við túnið er steinn, er Prófastur heitir, en<br />

nokkru utar er Vatnsstokkur. Hann hefur verið hlaðinn upp til<br />

að veita vatni úr Gilsánni.<br />

Gilsá<br />

Fyrir ofan alla bæi frá Gilsárgili og út og upp að Djúpadalsá virðist<br />

hafa verið garður til forna, sennilega vörzlugarður. Sjást þess<br />

enn merki á stöku stað, nema þar sem skriður hafa fallið og þar<br />

sem jarðvegur er linur og deiglendur, þar er hann siginn í jörð eða<br />

horfinn með öllu.<br />

Tvö eyðibýli eru í landi Gilsár. Annað var Litla-Gilsá. Hefur<br />

það annaðhvort verið þar sem Gerðið er nú, sem hefur verið fjárhús<br />

um langan aldur, eða sunnan og neðan við Gerðið, skammt<br />

frá gilinu, en þar hafa til skamms tíma verið tóftarbrot nokkur.<br />

Hallazt fleiri að því, að bærinn hafi verið þar. Býli þetta fór í eyði<br />

1632.<br />

Steinagerðishæð er utan og ofan við túnið. Sunnan til á hæðinni<br />

var býlið Steinagerði, er lagðist í eyði um 1707 eða 1708, að<br />

líkindum vegna skriðufalla úr fjallinu.<br />

Fyrir utan og framan Steinagerðishæð er djúp laut upp og ofan,<br />

er nefnizt Djúpalaut. Í henni er Dýið, uppsprettulind, er aldrei<br />

þornar.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 45<br />

Fram af enginu er hólmi mikill í ánni nefndur Hleiðargarðshólmi<br />

og kvíslin vestan við Hleiðargarðskvísl.<br />

Hleiðargarðshólmar heitir allt landið fyrir neðan börðin frá Jarðfalli<br />

syðra og út að Krónustaðamerkjum. Er allt þetta land fornir<br />

farvegir Eyjafjarðarár út að Hringhól í Sandhólalandi.<br />

Bænhús var fyrrum í Hleiðargarði, en eigi vita menn hvar það<br />

hefur staðið.<br />

Vinnuskólinn að störfum í Hrafnagilshverfi.<br />

Nes<br />

Sléttur bakki er við ána niður undan bænum, nefndur Nesbakki,<br />

og lá aðalvegurinn þar um áður. Þrautavað hefur verið þarna á<br />

ánni frá ómunatíð, kallað Nesvað. Suður frá bænum er Mýrin, en<br />

ofan við hana og suður og upp frá bænum var Nesgerði. Var þar<br />

býli eitt sinn, en lagðist í eyði 1632.<br />

Sunnan og vestan við bæinn er Tjörnin og liggur nú brautin í<br />

gegnum hana.<br />

Brún er slakki í fjallinu og nær frá Langhólum út á fjallsöxl.<br />

Uppi á Brúninni fyrir ofan Nes er Nautahjalli, stundum nefndur<br />

Kúahjalli. Eru þar klappir og sýnast ekki ósvipaðar húsi, enda<br />

var sú trú á, að þar byggi huldufólk. Þar suður af, í Skíðagili, er<br />

stærsti fossinn í gilinu, Skíðagilsfossar.<br />

Hleiðargarður<br />

Hleiðargarðsland nær suður að Merkjahól, sem er á merkjum<br />

Ness og Hleiðargarðs. Syðsti hlutinn af enginu kallazt Syðstaspilda.<br />

Í spildunni, neðst við ána, heitir Merkjalaut, en ofan til<br />

í spildunni er Votiteigur. Nokkru utar og neðar er Sturluflötur,<br />

og liggur vegurinn yfir hann neðst. Um Sturluflöt eru sagnir í<br />

Sópdyngju (Tvær bækur er út komu 1951 eftir Braga Sveinsson og<br />

Jóhann Sveinsson frá Flögu, um þjóðsögur, alþýðlegan fróðleik og<br />

skemmtan; innskot M.A.) Upp af Sturluflöt er Syðri-Kotshryggur,<br />

en nokkru utar Ytri-Kotshryggur. Á milli þessara hryggja er<br />

eyðibýlið Hleiðargarðskot, er fór í eyði 1705, vegna skriðufalla.<br />

Sjást enn bæjarrústir og fjárhúsatóftir. Rækt er enn í Kotstúni og<br />

töðugresi gott. Lifir sú sögn enn, að kona, sem Þórunn hét og bjó<br />

í Koti, hafi mælt svo um, að aldrei skildi taðan af túninu hrekjast<br />

„meðan jaxlar sínir væru ófúnir“. Hefur það þótt rætast.<br />

Gamlistekkur er ofarlega í enginu, sunnan í hæð, nokkuð utan<br />

við Ytri-Kotshrygg og sunnan við Grófarlæk. Sunnan og framan<br />

við Gamlastekk er stór áberandi þúfa, er nefnist Spretuþúfa.<br />

Sú sögn er um þúfu þessa, að kona hét Sigríður og átti heima í<br />

Sandhólum og var kölluð spreta. Var hún sögð dugleg kona og til<br />

sláttar sem karl. Einn dag var hún við slátt nálægt þúfunni. Gekk<br />

hún þá jafnan, er hún vildi brýna ljá sinn, að þúfunni og hallaði<br />

sér upp við hana og kvað við raust vísu, er gárungarnir höfðu gert<br />

um hana; er hún svona:<br />

Sigga spreta í Sandhólum<br />

sunnan fetar engi,<br />

rekur fret úr rumpinum,<br />

róið getur lengi.<br />

Síðan heitir þúfan Spretuþúfa og spildan, sem hún er í, Spretuspilda.<br />

Krónustaðir<br />

Krýnastaðir eða Krínastaðir var bæjarheitið oft nefnt og ritað áður.<br />

Krónustaðahólmi er allstór hólmi í ánni, beint niður af bænum.<br />

Rennur kvísl vestan við sem oft er allmikil.<br />

Beint suður af gamla bænum, utan við Gerðisholtið, er Gerði,<br />

sem er fjárhús og hefur verið notað meira og minna frá ómunatíð.<br />

Fyrir utan og neðan gamla bæinn var hæð, sem kölluð var Hnúa,<br />

en var lækkuð mikið fyrir nokkrum árum, er landið var sléttað þar.<br />

Fyrir neðan Hnúuna var Grundin. Var hún eini slétti bletturinn í<br />

túninu áður fyrr og þá fráskilin aðaltúninu.<br />

Sandhólar<br />

Hringhóll er flatur melur niður við Eyjafjarðará, þar sem brúin er<br />

á ánni yfir í Sandhólahólma. Sunnan við hólinn er Hringhólsmór<br />

og nær suður að merkjum. Í mónum var tjörn á vorin, þagar búið<br />

var að veita vatni á, en það var tekið í Hleiðargarðshvísl og veitt á<br />

Hólmana þar og út að brekkunum í land Krónustaða og út í Hringhólsmó.<br />

Var tjörnin þá kölluð Hringhólstjörn. Á vetrum var svell<br />

stundum á öllu þessu svæði og gott þar á skautum.<br />

Út og fram af Hringhól er hvammur, ætíð nefndur bara Hvammur,<br />

en þar var jafnan þvegin ull. Litlu utar er hátt moldarbarð að<br />

ánni, en þýft að ofan. Hét það Ferjuholt, en bakkinn utan við<br />

Ferjubakki. Þar syðst við bakkann hjá holtinu var lengi ferjustaður<br />

frá Saurbæ. Áin hefur brotið mjög bakkann, en um holtið og bakkann<br />

lá vegur áður, en er nú ofar.<br />

Hólar tveir eru fyrir ofan bæinn. Ytri hóllinn er upp undan fjárhúsunum<br />

og heitir Ærhúshóll, en syðri hóllinn Bæjarhóll. Milli<br />

þeirra er laut, er nefnist Klauf.<br />

Saurbær<br />

Norðan við merkin milli Sandhóla og Saurbæjar er hylur í Eyjafjarðará,<br />

er Diskur heitir. Hvammurinn við Diskhyl kallast Diskhvammur<br />

og melurinn vestan við hvamminn Diskhóll. Norðan<br />

við Disk er hólmi í ánni, er nefnist Grænihólmi. Sunnan við hólmann<br />

var lengi þrautavað á ánni, er nefndist Diskvað. Vegurinn til<br />

Akureyrar lá meðfram ánni, og í mónum norðan við Diskhól , er<br />

kallaður var Diskhólsmór, mátti sjá fyrir 27 götuskorningum, er<br />

lágu hlið við hlið.<br />

Þar sem Gamli-Bærinn stóð, stendur nú íbúðarhúsið, fjós, hlaða<br />

og fjárhús, en nær aðeins lengra suður og sem næst 7-10 metrum<br />

lengra norður.<br />

Hóllinn, er kirkjan og kirkjugarðurinn stendur á, er Kirkjuhóll<br />

og hólkinnin að norðan Fjóskinn. Fjósið og Fjóshlaðan var fáa<br />

faðma norðan við kirkjugarðinn og Fjóshesthúsið við suðurhorn<br />

fjóssins, svo aðeins var hægt að ganga á milli. Norðvestur af Fjóshlöðuhorni,<br />

norður við Lækjargil, stendur Smiðjan. Hóllinn þar<br />

vestan við, þar sem tveit braggar standa nú, heitir Brunnhóll,<br />

en þó stundum nefndur Smiðjuhóll. Er hann að mestu eða öllu<br />

myndaður úr húsarústum. Neðan við Kirkjuhól er slétt flöt, nefnd<br />

Flag (Undirvöllur). Samkomuhúsið er á Flaginu og nú er þar félagsheimilið<br />

Sólgarður.<br />

Norðan við Lækjargilið neðst er hóll, er nefnist Hrafnskinnahóll<br />

og Hrafnskinn sunnan í hólnum.


46 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Suður við lækinn, norðan við Brunnhól, var Brunnurinn. Þar<br />

var allt bæjarvatn halað upp. Brunnflöt er norðan við Brunninn.<br />

Vörðuhúshóll heitir melhóll nokkuð fyrir ofan túnið og ber<br />

nær í beina línu að Hálsi. Sunnar og ofar eru tóftarbrot. Hétu þau<br />

Vörðuhús, og öll þessi hæð er kölluð Vörðuhús. Sundið neðan<br />

við Vörðuhús heitir Prestshússund og hallið Prestshúshall.<br />

Árbakkinn norðan við Lækjargil heitir Svartibakki. Yst á honum<br />

er hrúga stórra steina, er kallast Stórusteinar. Hylur í ánni þar<br />

norðan við kallast Hundapollur. Steinn mikill, er stendur upp úr<br />

ánni norðan við Hundapoll, heitir Stóristeinn.<br />

Sauðhús er norður af Melgerðisslætti, um 70 föðmum norðan<br />

við túnið, og er sennilegt, að býlið Keppsteigur hafi verið þar, en<br />

það fór í eyði um 1660.<br />

Viðauki:<br />

Klaustur var í Saurbæ í katólskum sið. Ekki vita menn hvar það<br />

hefur staðið, en giskað er á, að klausturhúsin hafi staðið beint<br />

suður af kirkju.<br />

Klaustur þetta stóð ekki lengi, líklega ekki lengur en um 30 ár.<br />

Stofnaði það Brandur biskup Sæmundarson (á Hólum). Talið er<br />

að 3 ábótar hafi verið þar.<br />

Hrafnagilshreppur<br />

Grísará<br />

Grísará er lítil jörð og hefur um skeið verið í eyði en nýtt af búendum<br />

á Kroppi. Árið 1712 er þessi jörð sjálfstætt býli og talin<br />

tuttugu hundraða jörð. E. t. v. verður hún innan tíðar aftur<br />

sjálfstætt ábýli, því að nú er hún orðin eign ylræktarbóndans á<br />

Laugarbrekku (hjá Reykhúsum), og byrjað er á að byggja upp á<br />

jörðinni. Tengist hún því Kristnesstorfunni, en tilheyrði áður<br />

Hrafnagilsjörðum, en svo nefndust einu nafni Hrafnagil, Hranastaðir,<br />

Botn og Grísará. Eru til þinglýst sameiginleg landamerki<br />

fyrir þessar fjórar jarðir. (Þingl. árið 1889).<br />

Norðurmerki Grísarár-landareignar eru um Byrgisholt,<br />

Byrgisholtsklöpp, Nýlenduklöpp, Syðri-Gildrur, Piltsholt,<br />

Grísárdalshóla og upp á fjall utan við Ytri-Tvílæk. Suðurmerkin<br />

eru sunnan við Stóralæk, sem fellur í Reyká, og í Bungum efst<br />

áfj a l l i n u .<br />

Ofan við bæjarstæðið er há brekka, sem heitir Grísarárbrún.<br />

Sunnan við túnið heitir Grísarárgerði. Milli þess og túnsins eru:<br />

Yztalaut, Miðlaut og Gerðislaut, Neðar er Grísarármýri. Þar<br />

standa nýju byggingarnar.<br />

Gildrurnar eru brekkur, sem ná yfir norðurmerkin. Sunnan við<br />

þær er Grísarárselbrekka og ofan hennar Efri-Selbrekka.Upp<br />

með norðurmerkjunum, vestan Selmýrar, eru svonefndir Hryggir.<br />

Niður með þeim að sunnan falla Tvílækir og Stórilækur og<br />

sameinast Reyká. Sunnan við Hryggi eru nafnlaus tóftabrot, e. t.<br />

v. fornt heystæði.<br />

Gott ásauðarland var talið ofan við Hryggi, enda eru þar tvínefnin<br />

Efri-Smjörbrekkur og Neðri-Smjörbrekkur. Þar sem<br />

efri brekkurnar ná lengst til suðurs er Dýjareitshóll, sem er<br />

framhald Bungna í Kroppslandi. Hóllinn er rétt við merkin.<br />

Uppi á brún háfjallsins gnæfir tindurinn Stóri-Krummi.<br />

Kroppur<br />

Kroppslækur (bæjarlækurinn) kemur rakleitt ofan undan Súlnatindum.<br />

Stefnir hann lengst af norðan við bæinn, en beygir þó<br />

að lokum suður fyrir hann og fellur þannig gegnum túnið í Eyjafjarðará.<br />

Suður og upp frá bænum, en sunnan lækjarins, heitir<br />

Tunga. Nú er öll sú spilda og túnið suður að Grísarármerkjum<br />

nefnt Nýræktin. Þar syðra var áður hjáleigan Litli-Kroppur, er<br />

hét öðru nafni Kroppshús, sem Á. M. telur að farið hafi í eyði<br />

árið 1670, eða því sem næst.<br />

Norðurmerkin eru við Öldulæk, sem rennur sunnan við Kristnessöldu.<br />

Rétt sunnan við merkin á bakka Eyjafjarðarár er dálítil<br />

bakkatota, sem heitir Byttunes. Þar var löngum hafður prammi,<br />

til að fara á yfir ána til heyskapar því að mest allt KroppsengI<br />

var austan ár. Þar er Kárapollur, sem um getur í Reykdælasögu.<br />

Alllangt uppi í brekkunum norðan bæjarlækjar er gömul seltóft,<br />

er heitir Kroppssel og norður frá því er Kroppsselsbrekka,<br />

oftast nefnd Selbrekka.Upp af Selbrekku eru Selmýrar og Selenni<br />

þar ofan við. Þar eru þrjár lágar, Yzta,- Mið - og Syðstalág,<br />

allar vel grösugar. Utan við lækinn, ofan Enna eru Selhólar.<br />

Einn þeirra heitir sérstaklega Neðstiselhóll. Sunnan við Selhóla<br />

eru Mýrarnar og syðst á þeim Piltsholtið. Grísarárdalshólar<br />

eru ofan við Mýrarnar, og neðstur af þeim er Tvísteinshóll, er<br />

heitir svo eftir tveim stórum móbergssteinum, sem standa uppi á<br />

honum. Grísarárdalur, sem raunar er aðeins drag, liggur í sveig<br />

norðvestur yfir Byrgishólinn. Yzt í Grísarárdal er Dældarsteinn,<br />

en vestan dalsins Mórauðahæð. Suður frá henni er melhóll, vaxinn<br />

grasi neðan til. Þetta er Smalinn. Er mjög viðsýnt af honum.<br />

Áður var getið um Kroppsengi, sem er austan ár. Það heitir<br />

líklega upphaflega Kroppsnes. Þar er Syðrikíll syðst og Ytrikíll<br />

yzt. Milli þeirra er Efranes, en Alda vestur þaðan að ánni. Aldan<br />

er þurr og sléttur teigur. Þar norðan við er Kríutjörn nærri<br />

árbakkanum. Hún hefur þornað mjög upp á síðari ánum, en<br />

fyrrum var hún vaxin miklu fergini. Umhverfis tjörnina er<br />

Kríutjarnarmór Hann var áður fyrr mjög þýfður, en hefur sléttast<br />

mikið af framburði árinnar.<br />

Austurmörk þessa Kroppsengis heitir Langiskurður. Hann<br />

var gerður um 1860, þegar Staðarbyggðamýrar voru ræstar fram.<br />

Kristnes og Reykhús, Hjálmsstaðir og Klúkur<br />

Hið forna Kristnes hefur verið stór jörð, náð að Stóra-Eyrarlandi<br />

til norðurs, enda koma enn í dag saman lönd þessara jarða ofan<br />

við allar hinar, sem eru á milli þeirra. Suðurmerki Kristness eru<br />

við Öldulæk, eins langt og hann nær til fjalls, eða upp undir Tvísteinshól.<br />

Þaðan ræður bein lína til fjallsbrúnar.<br />

Norðan Hjálmsstaða, sem nú hafa að fullu verið lagðir til<br />

Reykhúsa, eru tvær klappir á merkjunum, Álfkonuklöpp neðar<br />

og Bogaklöpp ofar. Sú fyrrnefnda er oftast nefnd Konuklöpp.<br />

Þar átti að hafa sézt álfkona. Á litlum mel sunnan og neðan við<br />

Klúku var merkjavarða, en þaðan liggur línan beint til fjalls um<br />

Selvörðu, sem er rétt norðan við Hjálmsstaðasel að Garði, en<br />

það er hjalli, sem Kristnessmerkin fylgja út og upp fjallið ofan<br />

við bæinn Teig. Þau merki halda áfram um Dauðavörðu, sem er<br />

upp frá Teigi, Gudduhól í Gilsárbotnum og stefna loks á Steinmenn<br />

á Steinamannabrún, eða aðeins sunnan við þá. Norðurmerkin<br />

þaðan liggja um Stakaklett og Ytri-Súlu í egg fjallsins.<br />

Gudduhólsmýri er við samnefndan hól.<br />

Syðst og neðst í Kristnesslandi við Eyjafjarðará er Aldan.<br />

Meðan ferðast var á hestum þótti hún sjálfsagður áningarstaður,<br />

og þar var aldrei borinn ljár í jörð, því að hestar ferðamanna sáu<br />

jafnharðan fyrir því, sem þar óx úr jörðu. Út með ánni þaðan<br />

mun vera hið eiginlega Kristnes, nú nefnt Kristnessengi. Ytri<br />

hluti túnsins og spilda alllangt upp eftir er nú afgirt svæði heilsuhælisins,<br />

Kristnesshælis, sem byggt var 1924. Þar sem golfvöllur<br />

Hælisins er var Imbugerði og Imbugerðishús (fj á r h ú s).Hornhús<br />

voru þar, sem aðalhælisbyggingin er. Rétt neðan við starfsmannahúsið,<br />

þar sem nú er geymsluskáli, voru Götuhús (einnig<br />

fj á r h ú s).


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 47<br />

Merkin milli Reykhúsa og Kristness, í túninu, voru Merkjalækur,<br />

sem nú fer litið fyrir. Brekkurnar neðan bæjanna draga<br />

nafn af heita vatninu, eða Reykhúsalaug, sem er sunnan og<br />

neðan við Reykhús, og heita þær Laugarbrekkur. Yzt og neðst<br />

í þeim var reist íbúðarhúsið Laugarbrekka (1930) og þar er allmikil<br />

ylrækt. Húsið, sem byggt var 1909 yfir Reykhúsalaug,<br />

Laughúsið, stendur enn uppi (1961). Þar lauguðu menn sig og þar<br />

voru þvegnir þvottar. Komu þangað konur með þvotta sína frá<br />

mörgum bæjum nágrennisins, og var þar þá oft glatt á hjalla.<br />

Suður og upp frá íbúðarhúsinu í Kristnesi er Kristnesslaug, í<br />

allt að 500 m fjarlægð frá því. Hún er 60 stiga heit.<br />

Efri-Súlumýrar og Neðri-Súlumýrar eru sitt hvoru megin við<br />

Snjóbrekkur og ná þær efri upp undir Litlastall, sem er neðstur<br />

þriggja klettasyllna efst í fjallinu. Miðsyllan heitir Langistallur,<br />

en sú efsta Stóristallur, og er hann austan í Ytri-Súlu. Norðan við<br />

Bungur í Kroppslandi eru Lágubungur Kristness megin, beint<br />

niður undan Súlum. Nokkru neðar og skammt frá suðurmerkjunum<br />

er Syðri-Grenishóll.<br />

Munnmæli herma, að landnámsmaðurinn, Helgi hinn magri,<br />

hafi reist hinn fyrsta bæ í Kristnesi niðri við ána, eða á árbakkanum,<br />

en ekki á hjallanum, þar sem allar byggingarnar standa<br />

nú. Landnáma orðar það svo: “Helgi færði bú sitt í Kristnes”,<br />

og bendir það fremur til bakkanna. Vafalítið hefur Eyjafjarðará<br />

fallið miklu austar fyrrum, eða austan við Teiga.<br />

Engin örnefni finnast nú í Kristnesi, sem minni sérstaklega á<br />

hina fyrstu búendur þar, landnemana. Munnmæli eru að vísu<br />

fyrir því, að legstaður Helga magra sé skammt ofan við túnið,<br />

þar sem tveir lækir (nafnlausir) falla saman í grunnum giljum. Á<br />

gröfin að vera rétt utan við ytra gilið, fast við lækjamótin.<br />

Bæði býlin, Hjálmsstaðir og Klúkur, eru nú í eyði komin og<br />

eru litlar líkur til að þar verði aftur byggt. Í Jarðabók Á.M. eru<br />

Klúkur talin 8 hdr. kot “partur af Hjálmsstöðum”, “óskipt nema<br />

túni og engjum” og “í eyði síðan bóluna”, þ. e. 1707. Hjálmsstaðir<br />

eru þá taldir sér 20 hdr.<br />

Örnefni á landamerkjum Hjálmsstaða og Reykhúsa eru þessi:<br />

Merkjalækurlnn í fjallinu niður að svonefndum Króki, en hann<br />

er ofanvert við Syðri-Hjálmsstaðahól. Þá er Langimelur rétt<br />

sunnan við túnið á Hjálmsstöðum og neðan Merkjavarða.<br />

Milli Hjálmsstaða og Klúka er merkjalínan eftir skurði við<br />

Eyjafjarðará, um Konuklöpp og Bogaklöpp, í Merkjavörðu fyrir<br />

neðan Klúku, þaðan í Selvörðu og svo beint til fjalls.<br />

Í túni og túnjaðri á Hjálmsstöðum eru Ytrikinn og Syðrikinn,<br />

sú fyrrnefnda út og upp frá bænum, en hin suður og niður frá<br />

honum. Lítið eitt sunnan við túnið er Hjálmsstaðagrund.<br />

Við Eyjafjarðará suður við merkin er Klifbakki. Eyjafjarðarbraut<br />

liggur þar yfir Klifklöpp. Eru þessi nöfn dregin af Reykhúsaklifi,<br />

sem er litlu sunnar og ofar, og þar liggur Hælisvegurinn<br />

eftir, sem fyrr um getur. Eru á þessu svæði margar og smáar<br />

berghleinar og lausagrjót mikið. Þar út við merkin er Bogalág.<br />

Á Klúkum er fátt örnefna, enda er landareignin víðáttulítil.<br />

Bróká - öðru nafni Króká, er á norðurmerkjunum. Þýzkimelur<br />

er lítið eitt sunnar. Sú saga hefur heyrzt um hann, að þar hafi<br />

dáið þýðverzkur maður, en enginn veit hvenær. Mannabeinahóll<br />

nefnist holtsbarð rétt sunnan við merkin, beint suður frá<br />

bæjarstæðinu á Klúkum. Engar sagnir eru um þetta örnefni, en<br />

mannabein munu hafa fundist þar.<br />

Teigur<br />

Norðurmerkin fyrir Teigslandareign eru eftirtaldir staðir,<br />

talið neðan frá: Merkjalækur, Merkjahjalli, Langahjallahaus,<br />

Dauðsmannavarða og Háubrekkur. Vesturmerkin eru frá<br />

Dauðsmannsvörðu um Stórulág og Garð. Suðurmerkin eru við<br />

Bróká. Eyjafjarðará ræður nú merkjum að austan, en allt þar<br />

til fyrir fáum árum átti Teigur töluverða skák austan árinnar,<br />

en hún tilheyrir nú Jódísarstöðum.<br />

Fullvíst er, að Bróká hefur fyrrum heitið Króká. Auk þess er<br />

alkunnugt á næstu bæjum, að nafnbreytingin átti sér stað með<br />

þeim hætti, að lúsugar brækur fundust við ána, og þótti þá einhverjum<br />

fyndið, að skipta um fyrsta staf í nafni lækjarins, svo<br />

að hann gæti minnt á brókina. Gegnir nánast furðu, að örnefnið<br />

skyldi víkja svo gersamlega, sem raun ber vitni, fyrir uppnefninu.<br />

Skammt ofan við túnið eru tvær hæðir misstórar sunnan við<br />

Teigsá. Sú stærri, ytri og efri heitir Bóndi, en hin Húsfreyja.<br />

Út og upp frá Bónda hefst Langihjalli. Liggur hann norðvestur<br />

eftir og rís hátt í þann endann (Langahjallahaus f. n. ). Neðan<br />

til í honum sunnanverðum kallast Stekkjarhjalli. Bóndasund er<br />

ofan við Bóndann, en heim undir túni er Rauðimelur.<br />

Yzt og austast á gamla túninu heitir Harðivöllur. Þar voru<br />

tóftabrot og fornar garðhleðslur. Gæti þar hafa verið býli, en<br />

engar sannanir eru fyrir því. Út og niður þaðan liggur Teigsklif<br />

ofan undir þjóðveginn. Hinum megin vegar er Klifsmýri.


48 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Svava Theodórsdóttir – Kristján Theodórsson<br />

Af Theodóri og Guðmundu á Tjarnalandi<br />

Lífshlaup þeirra rifjað upp í stórum dráttum<br />

Trúlofunarmynd af Theodór og Guðmundu tekin 24. nóvember 1946.<br />

Hann<br />

Theodór Kristjánsson (h-inu var sleppt í fyrstu skráningu prests í<br />

kirkjubækur og nafnið skrifað „Teodór“), fæddist að Ytri-Tjörnum<br />

á Staðabyggð í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði þann 12. mars 1908.<br />

Hann var fimmti í röð 12 barna þeirra Kristjáns Benjamínssonar<br />

og Fanneyjar Friðriksdóttur sem þá bjuggu á Ytri-Tjörnum. Áttu<br />

þau sex drengi og sex stúlkur. Theodór ólst upp í foreldrahúsum<br />

ásamt systkinum sínum og bjó þar fram á fullorðinsár.<br />

Líklegt er að foreldrar hans hafi skírt hann í höfuð séra Theodórs<br />

Jónssonar á Bægisá sem þar þjónaði, líklega frá 1904-49, en<br />

hann og frú Jóhanna Valgerður Gunnarsdóttir, kona hans, voru<br />

í vinahópi þeirra.<br />

Þegar Theodór var lítið barn, rétt um ársgamall, var hann að<br />

skottast í kringum móður sína þar sem hún var með sjóðheitt<br />

vatn í þvottabala og stakk hann handleggjunum ofan í balann<br />

þegar að hún uggði ekki að sér. Brenndist hann mjög illa og sáust<br />

brunaörin á framhandleggjum hans alla tíð. Árið 1919, þegar<br />

hann var 11 ára gamall, veiktist hann síðan heiftarlega af inflúensupest<br />

sem jafnvel var talin angi af spönsku veikinni sem grasseraði<br />

á suðvesturhorni landsins á árunum 1918-19. Honum var<br />

vart hugað líf um tíma en hjarnaði við og náði sér vel af þessum<br />

veikindum.<br />

Hann starfaði að búi foreldra sinna fram yfir tvítugt við þau<br />

störf sem þar féllu til. Veturinn 1930-31 hleypti hann þó heimdraganum,<br />

22 ára gamall, og gerðist vetrarmaður á Eyri í Flókadal<br />

í Borgarfirði vestur, en hvarf síðan aftur til átthaganna með<br />

vorinu. Mikil uppbygging var á Ytri-Tjörnum á árunum frá 1927-<br />

1934, er byggt var íbúðarhús, fjós og hlaða af miklum myndarskap,<br />

allt úr steinsteypu og tók Theodór virkan þátt í þeirri uppbyggingu<br />

ásamt systkinum sínum, enda handlaginn mjög og<br />

útsjónarsamur.<br />

Hann lærði að synda einhverntíman á þessum tímabili. Dreif<br />

hann sig til Reykjavíkur á sundnámskeið með kennslu fyrir augum<br />

og mun hann eitthvað hafa fengist við að kenna sund eftir að<br />

sundlaug var gerð á Laugalandi 1932.<br />

hann setið námskeið bifreiðastjóra, og á fyrstu stríðsárunum,<br />

trúlega árin 1940–41 keyrði hann Ford vörubíl sem hann gerði út<br />

frá Vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík. Ekki ílentist hann heldur<br />

í þetta skiptið og sneri hann heim á æskuslóðirnar og stundaði<br />

þar þann vörubílaakstur sem til féll.<br />

Árið 1942 urðu þau þáttaskil hjá honum að það kom skurðgrafa<br />

í sveitina og réðst hann til starfa með hana sem gröfustjóri<br />

og sá hann einnig um viðhald og viðgerðir tækisins. Þessi vinna<br />

hófst með framræslu Staðarbyggðarmýranna og síðar annars<br />

mýrlendis í sveitinni sem var framræst til túnræktar. Á tímabili,<br />

á árunum kringum 1947, ferðaðist hann um landið á vegum<br />

Vélasjóðs, sem rak skurðgröfurnar, og vann við viðgerðir og viðhald<br />

þeirra. Gröfuvinnan var auðvitað fyrst og fremst sumar- og<br />

haustvinna sem hann stundaði eitthvað fram yfir 1970. Er hann<br />

hætti þeirri vinnu keypti hann Priestmann gröfuna sem hann<br />

var með síðast og notaði hana heima við ef á þurfti að halda.<br />

Á vetrum tók hann að sér akstur skólabarna í barnaskóla sveitarinnar<br />

að Syðra-Laugalandi sem tók til starfa á þessum árum.<br />

Sinnti hann þeim akstri framanaf á Dodge Weapon trukkum<br />

sem hann keypti frá hernum. Það voru tveir bílar, hvor eftir<br />

annan, sem báðir voru kallaðir Rauðhetta og báru þær númerið<br />

A-210. Einnig átti hann bílinn Fjalla–Bensa, sem líka var kallaður<br />

Silfurtunglið, sá bíll var fyrst með númerið A-333 og síðar<br />

A-2110. Síðasti skólabíllinn sem hann keyrði og sem jafnframt<br />

var heimilisbíll var Land Rover jeppi árgerð 1967. Sá var keyptur<br />

nýr og bar hann einnig einkennisnúmerið A-210 og fékk hann<br />

nafnið Móri. Skólaakstur stundaði hann með 2-3 ára hléi til 1980.<br />

Hún<br />

Guðmunda Finnbogadóttir fæddist í Krossadal lægri við Tálknafjörð<br />

þann 19. júní 1918 (skv. kirkjubókum 20. júní ) og var hún<br />

dóttir hjónanna Vigdísar Helgu Guðmundsdóttur og Finnboga<br />

Helga Guðmundssonar sem þá bjuggu í Krossadal. Mun hún hafa<br />

verið skírð eftir móðurafa sínum Guðmundi Magnússyni sem<br />

Hann sýslaði ýmislegt<br />

Fljótlega mun hann hafa farið að fást við bílaútgerð, enda hafði<br />

Húsvarðarhjónin með yngstu dæturnar sitjandi á tröppunum við<br />

aðalinnganginn í Freyvangi, árið er trúlega 1964.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 49<br />

Fjölskyldan í Freyvangi 1961 við skírn Gunnhildar. Frá vinstri: Helga, Ólafur, Kristján, Finngogi, Fanney, Theodór yngri, Guðmunda sem heldur á<br />

Gunnhildi, Theodór sem heldur á Svövu, Auður, Díana, séra Benjamín og Jónína kona hans.<br />

lést 10 dögum fyrir fæðingu hennar. Hún var næst yngst í röð<br />

átta alsystkina, auk þess sem hún átti tvö hálfsystkini, samfeðra.<br />

Voru það fjórar stúlkur og sex drengir. Ólst hún upp í Krossadal<br />

fyrstu fimm ár ævinnar, eða þar til faðir hennar dó árið 1923.<br />

Var heimilið þá leyst upp og fór hún í vist með móður sinni og<br />

yngsta bróður, Hermanni Bjarna, á ýmsa bæi við Tálknafjörð,<br />

m.a. á Sellátra, í Höfðadal, og líklega víðar. Móðir hennar giftist<br />

aftur, Ólafi Kristni Ólafssyni og fluttu þau síðar til Patreksfjarðar<br />

þar sem þau bjuggu æ síðan. Guðmunda fór að heiman veturinn<br />

1938-39 til náms í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði sem<br />

reyndist henni gott veganesti í hennar lífsstarfi.<br />

Og hún gerði eitt og annað líka<br />

Eftir það var hún hjá móður sinni og stjúpa á Patreksfirði og vann<br />

við saumaskap o.fl. næstu árin. Þann 3. ágúst 1941 eignaðist hún<br />

dótturina Díönu Sjöfn Helgadóttur. Um tíma voru þær mæðgur<br />

í vist hjá Hermanni Bjarna, yngsta bróður hennar, sem var bóndi<br />

þá á Öskubrekku við Arnarfjörð.<br />

Haustið 1945 lögðu þær land undir fót þar sem Guðmunda<br />

hafði ráðið sig í vist á Akureyri þá um veturinn. Sumarið 1946<br />

réðist hún síðan til starfa sem vinnukona á Borgarhóli í Öngulsstaðahreppi<br />

hjá hjónunum Jóni Sigurðssyni og Sigríði Stefánsdóttur.<br />

Tildragelsi<br />

Á meðan á Borgarhólsdvölinni stóð var Jón, af einskærri hjálpsemi<br />

auðvitað, alltaf annað slagið að benda Guðmundu á hina og<br />

þessa piparsveina hreppsins, s.s. Valdimar Bjarnason sem bjó á<br />

Björk og einhverja fleiri. En allt kom fyrir ekki, hún sá engan sem<br />

henni leist vel á. Svo kom að því tveim vikum áður en þær mæðgur<br />

skyldu halda heim að Jón bauð Theodóri vini sínum á Ytri-<br />

Tjörnum í heimsókn. Þá kviknaði eitthvað ljós hjá Guðmundu og<br />

þegar Theodór var farinn spurði hún Jón afhverju hann hefði ekki<br />

verið búinn að sýna henni þennan fyrr.<br />

Ekki þýddi að drolla neitt þar sem tíminn var naumur, hann var<br />

að fara í viku fjallaferð með einhvern karlahóp og hún var á leiðinni<br />

heim eins og áður sagði. Theodór dreif í að bjóða öllu Borgarhólsfólki<br />

í bíltúr, þar með talið kaupakonunni og dóttur hennar.<br />

Þegar heim kom um kvöldið drógu Jón og Sigga sig fljótlega í hlé<br />

og leyfðu turtildúfunum að kynnast betur og spjölluðu þau fram<br />

eftir nóttu. Eitthvað var Theodór óframfærinn sem varð næstum<br />

til þess að hann missti af þessu góða konuefni. Guðmunda<br />

var farin til Akureyrar og beið brottfarar en þá greip Jón bóndi í<br />

taumana og tók vin sinn með sér til Akureyrar kvöldið áður en<br />

Guðmunda lagði í haf með Esjunni vestur og Theodór bauð henni<br />

út. Þar með var teningnum kastað. Þau náðu samkomulagi um að<br />

þær mæðgur kæmu aftur norður seinna um haustið og komu þær<br />

síðan alkomnar til Eyjafjarðar um 20. nóvember 1946.<br />

Seinna kom á daginn að Theodór hafði nú svosem verið búinn<br />

að sjá þessa föngulegu stúlku einhverntíman á skemmtun í þinghúsinu<br />

á Þverá. Hann sat upp í brekkunni, sennilega með Jóni<br />

vini sínum sem trúlega hefur bent honum á hana þar sem hún var<br />

á gangi fyrir neðan brekkuna.<br />

Þann 24. nóvember var trúlofun þeirra hjónaleysanna síðan<br />

opinberuð og tæpum mánuði seinna, þann 21. desember var<br />

brúðkaup þeirra haldið á prestssetrinu að Syðra-Laugalandi. Séra<br />

Benjamín Kristjánsson, bróðir Theodórs, gaf þau saman í hjónaband<br />

og svaramenn voru þeir Baldur Kristjánsson sem einnig<br />

var bróðir brúðgumans og Finnur Jóhannesson á Ytra-Laugalandi<br />

sem var mikill vinur hans. Ættingjar brúðarinnar áttu um<br />

langan veg að fara og því fátt um þá við brúðkaupið. Ekki er vitað<br />

til að haldin hafi verið nein stór veisla af þessu tilefni en einhver<br />

dagamunur var gerður með kaffidrykkju þar á staðnum hjá séra<br />

Benjamín og Jónínu konu hans og glösum lyft í tilefni dagsins.<br />

Og brauðstritið hófst<br />

Hófst nú brauðstrit nýgiftu hjónanna heima á Ytri-Tjörnum þar<br />

sem þau settust að til að byrja með. Þar var nokkuð þröngt á þingi<br />

fyrir og ekki mikil salarkynni aflögu fyrir hina nýju fjölskyldu svo<br />

að fljótlega innréttuðu þau sér litla íbúðarkytru í kjallaranum sem<br />

samanstóð af svefnherbergi, eldhúsi með örlitlum gangi framan<br />

við og aðgang höfðu þau að sameiginlegu búri. Seinna fengu


50 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Fjölskyldan á Tjarnalandi um jólin 1970. Aftari röð: Díana, Ólafur,<br />

Finnbogi, Kristján, Theodór, Fanney, Auður og Helga. Fyrir framan eru<br />

Gunnhildur, Theodór, Guðmunda og Svava.<br />

þau afnot af forstofuherbergi á fyrstu hæðinni sem þau notuðu<br />

sem stofu fjölskyldunnar og enn síðar bættist, s.k. norðurstofa<br />

við sem svefnherbergi þar sem í kjallaranum var oft raki vegna<br />

slakrar upphitunar og lélegrar einangrunar.<br />

Theodór reisti sér smá verkstæðishús norðan við lækinn á<br />

Ytri-Tjörnum. Var það gamall herbraggi sem hann hafði keypt<br />

til flutnings og steypti undirstöður undir. Í honum var um tíma<br />

rekin þó nokkur starfsemi, því auk viðhalds eigin bíla og skurðgröfunnar,<br />

þá tók hann að sér að gera við bíla og dráttarvélar<br />

sveitunganna. Var oft gestkvæmt á heimilinu í tengslum við<br />

þessa starfsemi því eigendurnir voru oft að aðstoða og flýta fyrir<br />

verkum, t.d. með því að slípa ventla í vélunum, þrífa og ýmislegt<br />

fleira, og voru þá oft í fæði dag og dag, stundum jafnvel vikum<br />

saman. Vildi það brenna við að það gleymdist að láta Guðmundu<br />

vita af þessum matargestum fyrirfram.<br />

Þetta voru tímar fátæktar og skorts á öllum sviðum. Það var<br />

skömmtun á ýmsum nauðsynjavörum og ekki allt hægt að kaupa<br />

jafnvel þótt peningar hefðu verið til. Allt þurfti að sauma og<br />

prjóna heima. Allan mat að laga og stundum var sem maturinn<br />

yrði til úr engu, svo sem súpa úr lituðu vatni og ediki ásamt örfáum<br />

grjónum. Þá voru ber og rabarbari mikil búbót. Eldavélin<br />

var kynt með kolum því ekkert var rafmagnið, þangað til ljósavélin<br />

kom og hún dugði aðeins til lýsingar. Þvottur var þveginn<br />

með frumstæðum aðferðum þar til rafveita var lögð um sveitina<br />

á árunum 1955-57, þá kom fljótlega rafmagnsþvottavél með<br />

handknúinni vindu á Ytri-Tjarnarheimilið. Sú vél var þó engan<br />

veginn í líkingu við sjálfvirkar þvottavélar nútímans.<br />

Alls eignuðust Guðmunda og Theodór 10 börn. Þau eru: Díana<br />

Sjöfn, fædd 1941, Ólafur Helgi fæddur 1947, Fanney fædd 1948,<br />

Kristján Helgi fæddur 1949, Vigdís Helga fædd 1952, Finnbogi<br />

Helgi fæddur 1955, Auður fædd 1956, Theodór fæddur 1958,<br />

Svava fædd 1960 og Gunnhildur Freyja sem fædd er 1961. Ólafur,<br />

Fanney, Kristján og Helga fæddust heima á Ytri-Tjörnum. Finnbogi<br />

var fysta barnið hennar Guðmundu sem hún fæddi á fæðingardeild<br />

Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem hafði verið<br />

opnuð síðla árs 1953 en þar fæddust einnig systkinin fjögur sem<br />

á eftir komu.<br />

Kristján og Fanney, foreldrar Theodórs voru á þessum tíma<br />

orðin nokkuð öldruð og þjónuðu Guðmunda og Þuríður svilkona<br />

hennar, sem gift var Baldri bróður Theodórs og sem einnig bjó á<br />

Theodór og Guðmunda. Myndin er tekin vorið 1972 á Tjarnalandi.<br />

Ytri-Tjörnum tengdaforeldrum sínum, þrifu hjá þeim og þvoðu<br />

af þeim meðan þau lifðu. Fanney dó 1955 og Kristján í ársbyrjun<br />

1956 en Baldur og Þuríður tóku þá við búinu.<br />

Þau fluttu í Freyvang<br />

Vorið 1957 hófst nýr kafli í lífi fjölskyldunnar þar sem nýbyggt<br />

félagsheimili hreppsins, Freyvangur, var þá tekið í notkun og<br />

réðust hjónin sem húsverðir þangað. Þar uppi á lofti er lítil íbúð<br />

ætluð húsverði, rétt rúmir 50 fermetrar að flatarmáli. Þrjú herbergi<br />

og eldhús, auk kvikmyndasýningarherbergis sem var íbúðinni<br />

oftast til afnota í raun. Allar eru þessar vistaverur fremur<br />

smáar miðað við nútímakröfur. Í þessa íbúð fluttu þau um vorið<br />

með sjö börn og þrjú bættust síðan við á næstu fjórum árum.<br />

Díana var að vísu að mestu farin að heiman til náms og vinnu útí<br />

frá er hér var komið sögu. Á móti smæðinni vann að íbúðin var<br />

ný og með nýtísku baðherbergi og þægindum sem þau höfðu ekki<br />

átt að venjast áður.<br />

Í Freyvangi voru þau líka meira útaf fyrir sig, þó þau væru auðvitað<br />

í þjónustu sveitunganna og mikil umferð fólks væri oftast<br />

um húsið.<br />

Þau sáu um undirbúning fyrir samkomuhald, sem gat oft orðið<br />

býsna umfangsmikið á þessum fyrstu árum félagsheimilisins,<br />

þegar á stundum voru dansleikir um hverja helgi yfir sumartímann<br />

og stundum bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það þurfti<br />

að kaupa inn sælgæti og gosdrykki, það var verkefni Theodórs.<br />

Gosdrykkirnir voru geymdir í skansinum undir tröppunum á<br />

sunnanverðu húsinu en sælgætið var geymt í litlu herbergi nyrst<br />

í húsinu. Guðmunda sá um að þrífa eftir dansleikina og var það<br />

ærin vinna en Theodór gekk frá glerjum og tíndi upp rusl í kringum<br />

húsið, með hjálp barnanna ef svo bar undir.<br />

Og svo var það Tjarnaland<br />

1965 urðu enn kaflaskipti, er þau réðust í að kaupa smábýlið<br />

Tjarnaland af Hrund og Einari, systur og mági Theodórs, en það<br />

var byggt úr landi Ytri-Tjarna. Theodór átti fyrir álíka spildu<br />

samliggjandi sem hann fékk í sinn arfshlut og hafði ætlað sér að<br />

byggja sér býli á, en ekki orðið af. Sú spilda var kölluð Tjarnagerði,<br />

og var hún nú lögð við Tjarnaland og hafinn búskapur með u.þ.b.<br />

13 kýr og 20 ær.<br />

Búið var ekki sérstaklega vel vélvætt, vélakosturinn saman-


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 51<br />

stóð af einni Farmal A dráttarvél 20 ára gamalli, greiðusláttuvél,<br />

múgavél og svo var gamli Ford notaður til heyflutninga. Gat heyskapur<br />

verið ansi baslsamur fyrstu árin og ævintýralegur bragur<br />

yfir honum, en yfirleitt björguðust málin með hjálp góðra granna.<br />

Ytri-Tjarnabóndinn reyndist bróður sínum vel og lánaði oft vélar<br />

sem og Ytra-Laugalandsfeðgar, þeir Tryggvi, Addi og Hjörleifur,<br />

sem hlupu stundum undir bagga með að bjarga heyjum ef illa<br />

horfði. Árið 1971 var keyptur nýr traktor á bæinn af gerðinni Zetor,<br />

með ámoksturstækjum og stuttu seinna s.k. sláttuþyrla aftan<br />

í hann og markaði það byltingu í vinnuháttum á bænum.<br />

Og Freyvangur.<br />

Og svo Tjarnaland aftur<br />

Á Tjarnalandi bjuggu þau með aðstoð barnanna í níu ár eða til<br />

vorsins 1974 að Kristján sonur þeirra og Brynja kona hans, tóku<br />

við búinu og Guðmunda og Theodór fóru aftur í Freyvang til húsvörslu.<br />

Þar sem Tjarnaland var mjög lítil jörð og gaf lítil færi á<br />

stækkun túna fluttu þau Kristján og Brynja sig fljótlega á stærri<br />

jörð og Guðmunda og Theodór sneru til baka í Tjarnaland í júní<br />

1979. Að þessu sinni var ekki búskapnum til að dreifa enda þau<br />

orðin nokkuð fullorðin, Guðmunda 61 árs og Theodór 71 árs.<br />

Eftir þetta vann Guðmunda á sláturhúsinu nokkur haust og<br />

í kartöfluverksmiðju á Svalbarðseyri um tíma og fannst henni<br />

það skemmtileg tilbreyting að komast út á meðal fólks og þéna<br />

peninga.<br />

Í gegnum tíðina hljóp hún oft undir bagga með hinum og þessum.<br />

Meðal annars fóstraði hún ung börn fyrir tvær ungar konur<br />

um hríð og barnabörnin voru oft í vist til lengri og skemmri tíma.<br />

Börnin voru líka mörg og sóttu mikið heim til pabba og mömmu.<br />

Theodór átti frænda, Kristján Jónsson í Hól en þeir voru<br />

bræðrasynir. Kristján var nokkuð sérstakur maður og bjó hann í<br />

einu allrasíðasta torfhúsi sveitarinnar ásamt Sigríði systur sinni.<br />

Þegar kom að því að Sigríður fór á Kristneshæli, eins og það var<br />

nefnt þá, og karl varð einn eftir heima þá tók Guðmunda að sér<br />

að þvo þvott og bæta og staga föt af honum. Þá þreif hún hjá<br />

Kristjáni og hjúkraði honum þegar hann var orðinn hálf örvasa<br />

og ósjálfbjarga undir það síðasta.<br />

Alla tíð var mikill gestagangur hjá þeim Guðmundu og Theodóri<br />

og enginn fór án þess að þiggja veglegar veitingar. Óhætt er<br />

að segja að allir sem kynntust Guðmundu hafi virt hana og þótt<br />

vænt um hana.<br />

Samkvæmislífið<br />

Ekki verður sagt að þau hjónin hafi talist til meiriháttar félagsmálatrölla<br />

á sínum tíma. Theodór var þó frá unga aldri félagi í<br />

ungmennafélginu Ársól, sem síðar varð Ársól-Árroðinn, og var<br />

hann gerður að heiðursfélaga þar áður en yfir lauk. Þá söng hann<br />

um 50 ára skeið í kirkjukór Munkaþverársóknar sem og ýmsum<br />

öðrum kórum, s.s. Samkórnum Þristi, en hann söng bassa með<br />

ágætum. Nokkuð tók hann þátt í leiklist innan hreppsins á sínum<br />

yngri árum og þótti sýna góða takta á sviði. Eru til myndir af<br />

honum í hinum ýmsu hlutverkum á sviði í gömlu samkomuhúsum<br />

sveitarinnar á Munkaþverá og Þverá, en í hinu nýjasta,<br />

Freyvangi, hafði hann öðru hlutverki að gegna og mun ekki hafa<br />

fengið leikhlutverk þar.<br />

Á efri árum var hann einna virkastur í hinum frækna félagsskap<br />

„Spekingarnir spjalla“ eða „Bræðurnir bulla“ eins og einhver<br />

vildi meina að væri meira réttnefni en sá félagsskapur samanstóð<br />

af þeim bræðrum sem voru viðlátnir í það og það skiptið.<br />

Oftast voru það Theodór, Baldur, Bjartmar og Friðrik, ýmist allir<br />

eða í minni hópum en af þessum félagsskap hafði Theodór ómælt<br />

gaman og naut sín þegar þeir hittust.<br />

Theodór og Guðmunda árið 1990. Myndin er tekin á kontórnum hans<br />

Theodórs á Tjarnalandi og með þeim á myndinni eru tvær af<br />

barnabörnumum, þær Elín Auður Ólafsdóttir og Steinunn Lilja<br />

Heiðarsdóttir.<br />

Guðmunda var lengi í saumaklúbbi með nágrannakonum<br />

sínum í sveitinni og eins var hún í slysavarnadeildinni Keðjunni<br />

sem starfaði um árabil í Öngulsstaðahreppi. Uppeldi hins stóra<br />

barnahóps gaf ekki margar tómstundir til mikils félagslífs lengi<br />

vel, en hún hafði afskaplega gaman af að blanda geði við fólk. Hún<br />

mun hafa haft mjög gaman af að dansa en þar sem eiginmaðurinn<br />

var eitthvað síður fyrir dansmenntir þá fékk hún fá tækifæri<br />

til að njóta sín á því sviði. Þegar árin fóru að færast yfir sótti hún<br />

föndur með eldri borgurum um tíma og lagði fyrir sig útsaum<br />

og prjónaskap sem áður hafði ekki gefist mikið tóm til að sinna.<br />

Líður að leiðarlokum<br />

Theodór var nokkuð heilsuhraustur fram undir áttrætt, en<br />

síðsumars 1987 fékk hann áfall. Líklega af blóðtappa í höfði og<br />

versnuðu lífsgæðin mikið úr því. Sjónin truflaðist svo hann gat<br />

ekki lesið sér til gagns og Landroverinn A-210 varð hann að hætta<br />

að keyra. Varði hann síðustu sex æviárunum að mestu heima og<br />

innandyra á Tjarnalandi þar sem Guðmunda, annaðist hann þar<br />

til hann veiktist hastarlega í apríllok 1994. Var hann lagður inn<br />

á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann lést, eftir rúmlega<br />

viku legu, þann 1. maí, af völdum krabbameins í lungum. Var<br />

hann jarðsettur frá Munkaþverárkirkju 7. maí.<br />

Guðmunda fékk krabbamein í brjóst haustið 1977. Brjóstið var<br />

numið brott og tókst að komast fyrir krabbameinið með þeim<br />

hætti. Um fimmtugt greindist hún með sykursýki tvö og þurfti að<br />

gæta sín alla tíð síðan og taka viðeigandi lyf. Bakið angraði hana<br />

lengi og féllu saman í því hryggjarliðir um 1990. Er Theodór dó<br />

má segja að hún hafi verið þrotin af kröftum enda farin að þjást af<br />

blæðingum inná heila og missti hún málið sem afleiðingu af því.<br />

Gat hún ekki verið heima eftir lát eiginmannsins nema skamma<br />

hríð, nokkuð sem henni þótti mjög miður. Eftir skammtímadvöl<br />

á Brúnum hjá syni og tengdadóttur, vistaðist hún um tíma á<br />

Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri uns hún fékk inni á Kristnesspítala.<br />

Þar var hún uns hún féll og lærbrotnaði seint í júlí 1996 og<br />

virtist þá lífsviljinn búinn og lést hún þann 4. ágúst. Útför hennar<br />

var gerð 10. ágúst.<br />

Lýkur hér að segja frá þeim sæmdarhjónum að sinni.


52 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Vísur Hallmundar<br />

Kristinn, fyrrum góðbóndi á Arnarhóli í Kaupangssveit,<br />

var þekktur fyrir að gera vel við kýr sínar, enda launuðu<br />

þær honum það með miklum afurðum. Einhverju sinni fékk<br />

hann tunnu af dökku sýrópi, sem hann notaði til að bæta<br />

þeim í munni og maga. Það var krani á tunnunni og var hún<br />

höfð utandyra og sýrópið látið renna í fötur sem bornar voru<br />

til kúnna. Einu sinni þegar kalt var í veðri hneig sýrópið<br />

seigfljótandi mjög hægt úr tunnunni. Setti tti bóndi fötuna<br />

undir kranann og hugðist nota tímann sem það tæki að<br />

koma lögg í fötuna til annarra verka. Vildi nú ekki betur til<br />

en svo að hann steingleymdi fötunni og sýrópinu, tunnunni<br />

og krananum. Uppgötvaði sonur hans hagmæltur morguninn<br />

eftir að sýrópið var að mestu runnið úr tunnunni og út<br />

um víðan völl. Varð honum það efni í vísu:<br />

Fyrir brest á minni manns margur neðra hýrnar. Það fór<br />

allt til andskotans sem átti að fara í kýrnar.<br />

Sá hagmælti átti sér þann draum að verða skáld og reyndi<br />

að semja fagurt ljóð. En skáldlegheitin entust ekki nema í<br />

tvær hendingar:<br />

Nú er sól og sunnanvindur<br />

signir vorið Eyjafjörð.<br />

Nítján hross og nokkrar kindur<br />

naga illa gróinn svörð.<br />

Þá reyndi hann aftur við vorvísnagerð og<br />

leitaði fulltingis genginna skálda:<br />

Vorið góða grænt og hlýtt<br />

græðir fjörið alveg óstöðvandi.<br />

Allt er nú sem orðið nýtt;<br />

ærnar kýr og Sveinn á Brúarlandi.<br />

Einhverju sinni auglýstu einhver menningarsamtök ljóðasamkeppni.<br />

Sá hagmælti sá sér leik á borði:<br />

Ég sá það var hófanna leitað um ljóð<br />

og launum heitið þeim bestu.<br />

þá mundi ég eftir hvað mín eru góð<br />

mér finnst þau bera af flestu.<br />

Ort get ég kvæði eitt á blað<br />

ekki með neinum galla.<br />

Verst er bara að ég veit ekki um hvað<br />

vísurnar eiga að fjalla.<br />

Reyra ég skal með ró og spekt<br />

í rímbönd og stuðla alla<br />

eitthvað sem mér finnst menningarlegt<br />

og mönnum hlýtur að falla.<br />

Kvæðin mín eru verðlauna verð.<br />

Vart fer það orða á milli.<br />

Ég er svo lipur við ljóðagerð,<br />

það líkast til jaðrar við snilli.<br />

Leiftur míns anda skín svo skært<br />

skáhallt um sálargluggann;<br />

þótt yrkja líka sé öðrum fært<br />

allt mun það falla í skuggann.<br />

Að þessu tæpast ég gruflandi geng.<br />

Í grafgötu fer ekki neina.<br />

Engan hlaut menningin ómtærri feng<br />

né andlega snilli svo hreina.<br />

Háttvísin æ mér hefur fylgt<br />

og hógværðin valdið raunum.<br />

Ég tek þó fram að ég tel mér skylt<br />

að taka við sigurlaunum.<br />

Af óþekktum ástæðum fékk hann þó engin<br />

verðlaun í þetta skipti.<br />

Þá er hér lítil saga úr hversdagsleikanum á bænum:<br />

O f u r l í t i lfi s k i fl u g a<br />

fá sér vill í svanginn.<br />

Eitt er henni efst í huga:<br />

Unga frúin mér skal duga.<br />

Þýtur gegn um ganginn.<br />

Unga frúin óttaslegin<br />

óðar tekur sprettinn.<br />

Flugan henni varnar veginn,<br />

voðaleg og óuppdregin,<br />

grimmdarleg og grettin.<br />

Nú af græðgi flugan fyllist;<br />

fær sér vænan bita.<br />

Unga frúin alveg tryllist,<br />

ekki flugan heldur stillist.<br />

Voði er að vita.<br />

Hvorug friðar tekur trúna,<br />

tryllingslega berjast.<br />

Þarna bítur flugan frúna,<br />

frúin ákaft hljóðar núna,<br />

á í vök að verjast.<br />

Loksins kemur leik að skakka<br />

lítill feitur drengur.<br />

Frúin á nú það að þakka<br />

þessum litla, feita krakka,<br />

að hún lifir lengur.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 53<br />

Síðan rann til sjávar afar mikið vatn. Sá hagmælti breyttist<br />

úr unglingi í nokkuð gamlan mann. En hann hætti ekki<br />

að setja saman vísur, ýmist af gefnum tilefnum ellegar af<br />

tilefnislausu.<br />

Æðri menntun engan svíkur.<br />

Ýsan kennir hrogninu.<br />

Í miklum vindi moldin rýkur<br />

meira en í logninu.<br />

*<br />

Einn fer með sannleika, annar með rugl;<br />

auga leið þetta gefur,<br />

enda er sagt að svo fljúgi hver fugl<br />

sem fjaðrirnar til þess hefur.<br />

*<br />

Þannig er það í grunninn,<br />

þjóðarleiðtoga plottið:<br />

Of snemmt er að byrgja brunninn<br />

því barnið er ekki dottið.<br />

Haustið er komið og grundirnar grána.<br />

í gilinu lækur á erfitt um vik.<br />

Einasta bótin að aftur mun hlána<br />

áður en veturinn nær sér á strik.<br />

*<br />

Að yrkja reynast mun aldrei snúið<br />

okkur sem snilli hýsum.<br />

En skyldi ekki vera bráðum búið<br />

að búa til nóg af vísum?<br />

*<br />

Ljóð mín munu leiða af sér siðbót.<br />

Líka það að fleiri verða góð skáld.<br />

Ef ég gerði eina vísu í viðbót<br />

er viðbúið að ég yrði kallað þjóðskáld!<br />

Hallmundur Kristinsson,<br />

Arnarhóli.<br />

Gunnar Jónsson – Aðalbjörg Sigmarsdóttir<br />

Héraðsskjalasafnið á Akureyri<br />

Oft hef ég lagt leið mína á Héraðsskjalasafnið á Akureyri til að<br />

glugga í heimildir, aðallega um Saurbæjarhrepp. Þar hef ég notið<br />

ánægjulegrar þjónustu starfsfólksins og fundið dýrmætar upplýsingar<br />

um menn og málefni. Mikið er til af gögnum um sveitina<br />

framan Akureyrar, frá hreppunum gömlu, félögum og einstaklingum.<br />

Í grúski mínu um sögu Saurbæjahrepps hef ég marga hitt og<br />

fengið ómetanlegar upplýsingar um mannlífið í sveitinni. Fyrir<br />

það er ég mjög þakklátur og vona að sú þekking verði á einhvern<br />

hátt aðgengileg þeim sem vilja kynna sér sögu hreppsins og þá<br />

helst bæta við hana. Í þessum heimsóknum til fólks hafa mér<br />

stundum verið afhent mikilvæg gögn sem ég hef komið á Héraðsskjalasafnið.<br />

Þrátt fyrir að Eyfirðingar hafi verið duglegir við að<br />

efla safnið eru enn margan dýrgripinn að finna hjá núverandi og<br />

fyrrverandi íbúum. Gögn sem nauðsynlega þurfa að fara á safnið<br />

til varðveislu.<br />

Ég bað Aðalbjörgu Sigmarsdóttur héraðsskjalavörð að setja<br />

á blað hugleiðingu um safnið og brást hún fljótt og vel við þeirri<br />

bón. Ég mun áfram leita gagna í sveitinni og taka að mér að koma<br />

þeim á skjalasafnið sé þess óskað.<br />

Héraðsskjalasafnið á Akureyri hefur starfað í nærfellt 45 ár en<br />

formlega var það stofnað 1. júlí 1969. Hvaða tilgangi þjónar þetta<br />

safn og fyrir hverja er það? Er ekki nóg af þessum söfnum allsstaðar,<br />

gæti einhver spurt. Svarið við því er að héraðsskjalasöfnin<br />

eru stofnuð af því það er lagaleg skylda að varðveita öll skjöl<br />

sem verða til á vegum hins opinbera og þar með skjöl sveitar-<br />

Gunnar Jónsson<br />

Ingibjörg í Gnúpufelli á fyrsta fundi um söfnun mennngarminja í<br />

Eyjafjarðarsveit.<br />

Mynd: Helga Gunn.


54 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

félaganna. Héraðsskjalasöfnin eru fyrir<br />

okkur öll, þau geyma ákvarðanir og<br />

framkvæmdasögu síns héraðs og þar<br />

koma allir íbúarnir einhvers staðar<br />

við sögu. Á landinu öllu eru nú 20<br />

slík söfn auk Þjóðskjalasafns Íslands,<br />

sem varðveitir skjöl ríkisins og þeirra<br />

sveitarfélaga sem ekki eru aðilar að<br />

héraðsskjalasafni. Starfssvæði safnsins<br />

er auk Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahreppur,<br />

Svalbarðsstrandarhreppur,<br />

Akureyri og Hörgársveit. Skjölum er<br />

gjarnan skipt upp í opinber skjöl og<br />

einkaskjöl, undir opinber skjöl falla<br />

skjöl sveitarfélaga, stofnana þeirra og<br />

nefnda en undir einkaskjöl falla skjöl<br />

einstaklinga, einkafyrirtækja og félaga.<br />

Þau fyrrnefndu eru skilaskyld á héraðsskjalasafn<br />

og það á einnig við um mörg<br />

félög og þá einkum þau sem hljóta styrk<br />

af almannafé.<br />

Lumar þú á gömlum<br />

hreppsgögnum?<br />

Til að gefa hugmynd um hvað átt er<br />

við þegar talað er um hreppsgögn þá<br />

má nefna fundargerðir hreppsnefndar,<br />

fundargerðir t.d. sóknarnefndar, skólanefndar<br />

eða annarra nefnda, innkomin<br />

og útsend bréf, samninga ýmiss konar,<br />

sveitarbækur, þ.e. jarðamat, gjöld, búfjáreign<br />

og þ.h., forðagæslubækur,<br />

úttektir og virðingar og margt fleira.<br />

Hinn almenni borgari á rétt á því að<br />

þessi skjöl séu varðveitt og aðgengileg<br />

öllum en þó með vissum undantekningum<br />

sem snerta persónuvernd.<br />

Úr gömlu hreppunum sem voru forverar<br />

Eyjafjarðarsveitar eru til á safninu<br />

skjöl allt frá okkar dögum og aftur<br />

til síðari hluta 18. aldar. Forsvarsmenn<br />

þeirra á hverjum tíma stóðu sig vel í því<br />

að skila inn gögnum og þess vegna er<br />

mjög mikið af sögu hreppanna og íbúa<br />

þeirra vel geymd og aðgengileg á safninu.<br />

Það eru margir sem gegna eða hafa<br />

gegnt einhverjum störfum eða embættum<br />

hjá sveitarfélögunum og eru þá<br />

á meðan með skjöl þar að lútandi á sínu<br />

heimili. Alltaf getur það þá gerst að<br />

skjöl lendi í kössum upp á háaloft eða<br />

niður í kjallara og gleymist. Skilaskylda<br />

Inngangsorð að 1. tbl.<br />

að 1. 1. Kára,<br />

tbl. sveitarblaði<br />

Kára, sem gefið<br />

sveitarblaði sem var<br />

gefið út í Grundarsókn<br />

var var út út í í Grundarsókn veturinn 1901-1902.<br />

veturinn Út<br />

1901-1902. er á hreppsskjölum Út Út komu komu 26 26 tbl. þegar tbl. og þau og 3 aukablöð. 3 hafa aukablöð. náð<br />

komu 26 tbl. og 3 aukablöð. Ritstjórar voru 3 ungir menn, Lárus Rist síðar sundkennari, Jónas<br />

Ritstjórar Jónasson Rafnar voru síðar 3 ungir yfirlæknir menn, og Lárus Páll Jónsson Rist síðar síðar sundkennari, bændakennari Jónas og bóndi Jónasson í Einarsnesi, Rafnar síðar síðar 30 yfirlæknir ára aldri, og en og Páll getur Páll Jónsson Jónsson verið síðar fyrr síðar ef þess<br />

bændakennari Borgarhreppi. Blaðið og bóndi gekk bæ í Einarsnesi, frá bæ frá Reykhúsum Borgarhreppi. að Torfum, Blaðið eins gekk og segir bæ bæ hér frá frá neðst bæ bæ til frá frá vinstri Reykhúsum er óskað.<br />

að Torfum, eins eins og og segir segir hér hér neðst neðst<br />

til til (HerAk vinstri G-10/34)<br />

(HerAk G-10/34)


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 55<br />

Undirskriftir og innsigli nokkurra bænda undir Sveitarsamþykkt um grenjaleit, melrakkaveiði og dýratoll dags. á Laugalandi<br />

27. des. 1832 (HerAk H-12/20)<br />

Sveitarsamþykkt um hrossahald í Öngulsstaðahreppi 1864 (HerAk Undirskriftir og innsigli nokkurra bænda undir Sveitarsamþykkt um<br />

Undirskriftir og innsigli nokkurra bænda undir Sveitarsamþykkt um grenjaleit, m<br />

Sveitarsamþykkt H-12/20) um hrossahald í Öngulsstaðahreppi 1864 (HerAk H-12/20) grenjaleit, melrakkaveiði og dýratoll dags. á Laugalandi 27. des. 1832<br />

27. des. (HerAk 1832 H-12/20) (HerAk H-12/20)<br />

Varst þú formaður, ritari eða almennur félagi?<br />

En það eru ekki eingöngu hreppsskjölin sem eru mikilvæg þegar<br />

kemur að því að varðveita sögu svæðisins. Ekki má gleyma öllum<br />

þeim félögum og klúbbum sem starfrækt voru og eru enn, t.d.<br />

ungmennafélög, kvenfélög, leikfélög, búnaðarfélög, framfarafélög,<br />

kórar, lestrarfélög, björgunarsveitir o.fl. Skjöl sem verða til<br />

við slíka starfsemi segja oft mikla sögu um mannlíf, félagslíf og<br />

framkvæmdir. Skjöl félaga sem vert er að geyma eru t.d. fundargerðir,<br />

félagatöl, bréf, ársreikningar, skýrslur og útgefin rit. Dæmi<br />

um félög sem starfa í dag og hafa nú þegar skilað inn skjölum eru<br />

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, Kvenfélagið Iðunn og Búnaðarfélag<br />

Saurbæjarhrepps.<br />

Mikilvægt er einnig að halda til haga gögnum safna, fyrirtækja<br />

og verslana ef þau finnast frá fyrri eða síðari tíð.<br />

Er fjölskyldusagan og ritverk ættingjanna<br />

varðveitt hjá þér?<br />

Með einkaskjölum er átt við skjöl í eigu einstaklinga, þ.e. hins<br />

almenna borgara. Bréf, dagbækur, kveðskapur, búfjárskýrslur,<br />

ræður og fleira voru og eru til á mjög mörgum heimilum og bera<br />

vitni um daglegt líf fólksins. Þær heimildir sem þessi skjöl fela í<br />

sér eru afar mikilvæg viðbót við opinberu skjölin, því þrátt fyrir<br />

lagalegar skyldur um varðveislu þeirra þá verður stundum misbrestur<br />

þar á. Einkaskjölin veita líka allt aðra sýn á mannlífið og<br />

þjóðfélagið, þau segja sögu hárra sem lágra hvaða stétt og stöðu<br />

sem þeir höfðu í lífinu.<br />

En hvers vegna eigum við að vera að halda upp á þessa gömlu<br />

pappíra? Hvað varðar okkur um gjörðir foreldra okkar afa og<br />

ömmu? Um það má kannski deila en það er samt óumdeilt að<br />

sumir af þeirra pappírum geta varðað okkur sjálf, réttindi okkar<br />

og skyldur. Mörg nýleg dæmi sanna að skjöl frá einstaklingum<br />

s.s. jarðaskjöl, afsöl og landamerkjabréf geta skipt landeigendur<br />

gríðarmiklu máli. Gömul bréf, dagbækur og fleiri skjöl geta útskýrt<br />

fyrir okkur líf og störf á fyrri árum og jafnvel stuðlað að<br />

betri þekkingu á okkur sjálfum og umhverfinu sem við lifum í.<br />

Þar sem engin skjöl eru til – þar hefur ekkert gerst<br />

Stundum er því haldið fram og kannski ekki að ósekju að þar sem<br />

engin skjöl eru til, þar hefur ekkert gerst. Einnig má það til sanns<br />

vegar færa að skjöl sem liggja ónotuð og óséð, þau eru ekki til.<br />

Það má telja næsta víst að á mörgum loftum og geymslum í Eyjafjarðarsveit<br />

leynist skjöl sem vert væri að koma með á safnið. Það<br />

liggur ekki alltaf í augum uppi hvort skjal er merkilegt eða ekki,<br />

enda getur það sem er merkilegt fyrir einn haft litla sem enga<br />

þýðingu fyrir annan. Svo er það afstætt hvað telja má gamalt, það<br />

er ekkert minni ástæða til að geyma vel þau gögn sem urðu til<br />

í dag eða gær heldur en þau sem eru orðin 100 ára eða eldri. Í<br />

dag er flest allt skrifað í tölvu og þá þurfum við verulega að gæta<br />

að okkur að prenta út það sem geymast á varanlega. Annars er<br />

hættan sú að skjalið glatist vegna tæknilegra vandamála. Forritin<br />

úreldast og nýja tölvan getur ekki lesið skjalið eða tekur ekki við<br />

gamla diskinum sem þú geymir gögnin á.<br />

Það er borgaraleg skylda að koma opinberum gögnum og<br />

embættisgögnum á héraðsskjalasafn hvar sem þau finnast.<br />

Hvað varðar einkaskjölin þá þarf hver og einn að meta það hvar<br />

Sveitarsamþykkt<br />

hann vill að<br />

um<br />

þau<br />

hrossahald<br />

varðveitist.<br />

í Öngulsstaðahreppi<br />

Sumir eru kannski<br />

1864<br />

hikandi<br />

(HerAk<br />

við<br />

H-12/20)<br />


56 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

setja persónuleg gögn á safn en við því er hægt að bregðast með<br />

því að hafa þau lokuð um einhvern ákveðinn tíma. Skjölin eru<br />

öruggust á safni hvort sem um trúnaðarmál er að ræða eða ekki.<br />

Gögn sveitarfélaga og stofnana þeirra sem bundin eru trúnaði<br />

verða það áfram og ekki síður þó þau flytjist á héraðsskjalasafn.<br />

Aðgangstakmarkanir fara eftir lögum um Þjóðskjalasafn, upplýsingalögum,<br />

persónuverndarlögum og stjórnsýslulögum.<br />

Komum skjölum á safn og heiðrum þar<br />

með minningu fólksins<br />

Með því að koma skjölum forfeðra eða formæðra, nú eða einhvers<br />

félags, fyrirtækis eða hrepps á safn er verið að tryggja<br />

örugga varðveislu þeirra og bjarga sögulegum verðmætum sem<br />

annars yrðu engum að gagni. Einnig og ekki síður er verið að<br />

heiðra minningu fólksins, sýna verkum þeirra sóma og bæta við<br />

í heildarmynd af sögu héraðsins og þjóðfélagsins. Þið sem hafið<br />

undir höndum eitthvert gamalt dót, bréf, fundargerðir, handskrifaðar<br />

bækur eða eitthvað slíkt sem þið vitið ekki hvað er, eða<br />

vitið ekki hvað á að gera við, hafið endilega samband við safnið<br />

og fáið ráðgjöf eða heimsókn á staðinn. Frumskjalið er best varðveitt<br />

á safninu og hægt er að fá afrit af því á ýmsu formi.<br />

Héraðsskjalasafnið er til húsa í Brekkugötu 17 á Akureyri.<br />

Lestrarsalur er þar opinn fimm daga vikunnar, þar er hægt að fá<br />

skjölin lánuð til notkunar en ekki til útláns. Á lestrarsalnum er<br />

einnig gott safn handbóka í ættfræði og þar má finna manntöl og<br />

kirkjubækur af öllu landinu.<br />

Á vefsíðunni http://www.herak.is/ má finna allar frekari upplýsingar<br />

um safnið og þar á meðal skrár yfir safnefnið.<br />

Aðalbjörg Sigmarsdóttir<br />

Allt er fallegt í Eyjafjarðarsveit.<br />

Mynd: Freydís Heiðarsdóttir.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 57<br />

Formáli<br />

Kristján H. Benjamínsson (1866 - 1956) bóndi og hreppstjóri á<br />

Ytri- Tjörnum, réðist í það stórvirki að bjóða sig fram til Alþingis<br />

árið 1916. Við nokkurt ofurefli var að etja því mótframbjóðandi<br />

hans var sjálfur Hannes Hafstein sem var fyrsti ráðherra Íslands<br />

eins og kunnugt er. Leikar fóru þannig að Hannes hlaut 341 atkvæði<br />

og var kjörinn þingmaður Eyjafjarðarsýslu, en Kristján<br />

106 atkvæði. Þetta er rifjað upp hér til gamans, til að bera saman<br />

áherslur frambjóðenda fyrir hartnær hundrað árum og svo nú til<br />

dags. Benjamín Baldursson<br />

Ávarp til Eyfirðinga<br />

Háttvirtu kjósendur!<br />

Eins og yður er kunnugt, er eg einn af þeim mönnum, sem hafa<br />

gefið kost á sér til þingmennsku, fyrir Eyjafjarðarsýslu við í hönd<br />

farandi kosningar.<br />

Eg hefi því láni að fagna, að margir hinna beztu manna þessa<br />

héraðs hafa sýnt mér á fyrirfarandi árum tiltrú og munu þeir eigi<br />

síður nú en að undanförnu sýna mér hina sömu velvild. Á hinn<br />

bóginn mun eg í hvívetna og af fremsta megni reyna að bregðast<br />

eigi trausti vina minna og þeirra manna sem fela mér mál sín<br />

til flutnings. Mun ég reka slík erindi með þeirri greind og þeim<br />

ötulleika sem Guð hefir gefið mér.<br />

Það má nærri geta um það að kjósendur hefðu viljað að frambjóðendur<br />

kæmu heim í hreppana til skrafs og ráðagerðar um<br />

framtíðarmál héraðsins. Þetta er nú svo í fljótu bragði skoðað.<br />

En aðgætandi er að annirnar eru miklar um alt héraðið. Það<br />

standa yfir fjallgöngur, fjárskil og sláturtíð og þessi störf taka upp<br />

allan tíma fyrir vinnandi fólki. Svo eg held, þótt fundir væru<br />

boðaðir,að þá yrði þeir ekki mikið sóttir vegna annanna á heimilunum.<br />

Um mig er það líka að segja að eg hefi naumast tækifæri<br />

í þetta sinn að ferðast um sýsluna eða fara í skreiðarferð eins og<br />

sumir kalla það, nú þessa vikuna. - Hygg líka hvað mig snertir að<br />

það hafi ekki svo mikla þýðingu, því eins og kunnugt er, hefi eg<br />

borið gæfu til þess í 17 ár að njóta samvinnu við beztu menn úr<br />

öllum hreppum sýslunnar. Og auk þess hefi ég góða kynningu af<br />

mörgum öðrum mönnum víðsvegar um sýsluna. Líklegt þykir<br />

mér að kosningin í þetta sinn, þar sem nú er um nýja menn að<br />

ræða, fari mjög eftir því hvað þessir góðu samverkamenn mínir<br />

vitna um mig, hver heima í sínum hreppi. Að vonum meira tekið<br />

mark á því en hinu, sem öfundarmenn mínir og ódrengir hlaupa<br />

með.<br />

Eg skal ekki dæma um framkomu mína í héraðsmálum þessi<br />

ár sem eg hefi dálítið við þau komið, enda þó eg eigi bágt með<br />

að ganga fram hjá einu stærsta málinu sem fyrir hefir komið á<br />

þessum árum, sem sé ullarverksmiðjumálinu. Þar var mjórra<br />

muna vant að héraðið yrði eigi fyrir minkun og stórfeldum skaða,<br />

eg meina allur almenningur, sem nýtur hinnar góðu tóvinnu<br />

(hjálpar) þar. Það var almenningsnotin sem eg var að hugsa um<br />

þá, en eigi hluthafarnir. Eg nefni aðeins þetta mál vegna þess að<br />

það var sannfæring mín þá, og nú er það fullvissa, að bændur geti<br />

haft mjög mikinn arð af því að láta vinna ull sína þar að meira eða<br />

minna leyti. Svo skal réttur héraðsbúa minna viðurkendur fyrir<br />

því að kveða upp dóminn um það, hvernig eg hefi rækt mín héraðsstörf,<br />

hafi eg reynst liðléttur flautaþyrill eða meira eða minna<br />

,,þversum“ fyrir áhugamálum héraðsbúa, já! Þá er von að þeir líti í<br />

aðra átt. En gæfan fylgi þeim.<br />

Kr. H. Benjamínsson<br />

Ávarp til Eyfirðinga<br />

Það er auðvitað að þeir menn sem bjóða sig til þingfarar verða<br />

að gera skoðanir sínar kunnar með einhverjum ráðum ef þeir á<br />

annað borð ætlast til kjósendafylgis, en þetta er eins og fleira í<br />

veröldinni hægara sagt en gert, því í fyrsta lagi höfum við Norðlendingar<br />

við fremur þröngan blaðakost að búa. Blöðin smá og<br />

full fermd auglýsingum og öðru því, sem lítt er til búsældar lagið<br />

enda meira og minna háð, ýmist háðum eða ,,óháðum“ svo að allir<br />

sem í slík blöð skrifa verða að vera háðir. Í annan stað er það<br />

vandaverk að segja fyrir hvernig maður ætlar að vinna á næstu<br />

árum, því eins og allir vita koma ný mál með nýjum tímum. Ný<br />

verkefni margvísleg og flókin, en með nýjum tímum koma líka ný<br />

ráð til úrlausnar og nýjar leiðir til útgöngu.<br />

Nú skal eg leyfa mér að nefna nokkur mál, sem eg man eftir í<br />

svip, og sjálfsagt verða á ferðinni hjá þingi og þjó ð fyrst um sinn.<br />

1. Samgöngur.<br />

Eg skal þá strax taka það fram að eg er ekki járnbrautarmaður eins<br />

og stendur. Það er ekki rétt að eyða fleiri milljónum í 2-3 sýslur á<br />

meðan allar aðrar sýslur landsins eru meira og minna ógreiðfærar<br />

og varla reiðfærar fyrir vegleysum, hvað þá að komist verði með<br />

kerrur og vagna, nema með mestu örðugleikum og sliti á vögnum<br />

og hestum, nema aðeins á nokkrum stöðum, lítilsháttar upp frá<br />

verzlunarstöðunum. Alstaðar þarf að lengja akbrautirnar. Svo er<br />

það hér í Eyjafirði, brautin þarf að ná inn að Jórunnarstöðum, því<br />

langur vegur er samt á sveitarenda. Eins er það vestur um dalina,<br />

Öxnadal og Hörgárdal. Svo er það úti í Svarfðardal og Ólafsfirðingar<br />

þurfa að fá akbraut frá verzlunarstað sínum og verstöð inn<br />

eftir firðinum. Þannig er það hringinn í kring í sýslunni, vegirnir<br />

of víða vegleysur, nema þá yfir hásumarið þegar líka alstaðar er<br />

fært að fara. Góðir vegir eru sem allir vita lífæðar héraðanna.<br />

Eg þarf naumast að tala um árnar óbrúuðu, þær felast í því sem<br />

eg hefi sagt um vegina. Eg vil aðeins geta þess að mér sýnist fær<br />

leið til þess á næsta þingi að fá fé til að brúa Eyjafjarðará og Svarfaðardalsá,<br />

báðar á sama fjárhagstímabili. Eg heyri menn hlæja<br />

gott og vel, saklaus gleði er aldrei of mikil. Eg útskýri þetta eigi<br />

nánar í þetta sinn. Fái eg tækifæri að gera það síðar, skal mér vera<br />

það ljúft verk.<br />

Þá eru samgöngurnar á sjónum eða samgönguleysið, eins og<br />

það er nú, en vitaskuld stafar það að miklu leyti af þessu óeðli sem<br />

á heiminum er. Þó hafa strandferðir og millilandaferðir jafnan<br />

þótt í ólagi og svo verður líklega þangað til Íslendingar sjálfir hafa<br />

komið sér upp sæmilegum eimskipastól.<br />

Um Eyjafjörð þurfa að vera reglubundnar bátsferðir frá Akureyri<br />

til Siglufjarðar með millistöðvum. Siglufjörður er að verða<br />

reglulegt stórveldi, sem smáríkin - innsveitir Eyjafarðar gætu haft<br />

hagnað af að skifta við, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Væri<br />

bátur hentugur í förum eins og áður er ávikið, með sanngjörnum<br />

farmi og farkosti, munu landbændur taka upp á því að fara reglulegar<br />

skreiðarferðir í sjávarsveitirnar og flytja með sér landbúnaðarafurðir<br />

til skifta við sjávarbændur. Mundi það reynast er fram<br />

í sækti til arðs og ánægju á báðar hliðar.<br />

2. Landbúnaður.<br />

Það eru deildar skoðanir manna um það hvort landbúnaðinn beri<br />

að styrkja líkt og verið hefir með árlegum styrk til jarðabóta, það<br />

er til þúfnasléttu, skurðagerða, garðahleðslu og þess háttar. Eg er<br />

sannfærður um að þessi styrkur gerði mjög mikið gagn framan af


58 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

en nú síðan farið var að búta hann svo smátt, að eigi koma nema<br />

12-14 aurar á dagsv., finnst mér hann gera fremur lítið gagn. Þessi<br />

jarðabótastörf eru orðin öllum bændum svo handtöm og allir<br />

vita vel að þau margborga sig sé einungis hægt að vinna þau fyrir<br />

manneklu, sem nú fer einlægt vaxandi.<br />

Eg held að rétt sé að halda búnaðarstyrknum en beina honum<br />

að öðrum viðfangsefnum, láta hann brjóta nýja leið, að vísu eigi<br />

óþekkta, en fáfarna og treggenga. Mér finnst reynandi um næstu<br />

10 árin að verja búnaðarstyrk til að koma almennu skriði á súrheysverkun<br />

og betri áburðarmeðferð. Að vísu hefir Búnaðarfélag<br />

Íslands ýtt undir þetta síðar nefnda, en að hinu er mjög lítið gert.<br />

Þó er það sannað að væri hey verkað á þennan hátt í viðlögum og<br />

jafnframt hinni venjulegu heyverkunaraðferð að þá mundi búskap<br />

bænda fleygja fram. Hann yrði tryggari og framleiðslan aukast<br />

að miklum mun. Þá mundi roða fyrir gullöld í landbúnaðinum<br />

íslenzka.<br />

3. Fiskiveiðar.<br />

Að vísu er eg eigi sjómaður, en þó tel eg víst, að sjávarútvegurinn<br />

þurfi aðhlynningar við sem aðrir atvinnuvegir þessa lands og<br />

skyldi mér vera ljúfara að vinna í þá átt samkvæmt leiðbeiningum<br />

útvegsmanna, heldur en leggja stein í götu hans sem mér virðist<br />

þó vera talað um á sumum stöðum.<br />

4. Menntamál<br />

Um þetta skal eg vera fáorður. Það er svo víða rætt og ritað um<br />

menntun í ýmsum myndum að eg álít ekki nauðsynlegt að fjölyrða<br />

um það. Þó vildi eg styðja af alefli þá menntastofnun sem<br />

gerði nemendur sína ekki einungis vitrari heldur og betri menn,<br />

sjálfstæðari og dómgreindarmeiri. Ekki hefi eg trú á því að þegnskyldufarganið<br />

bæti hér mikið úr skák og er það ein vanhugsuð<br />

flónska frá upphafi til enda.<br />

Nokkur áhugi mun vera fyrir því, bæði hjá körlum sem konum,<br />

að kvennaskóli væri hér endurreistur í sýslunni. Munu margar<br />

húsfreyjur minnast þess er þær voru skólameyjar á Laugalandi,<br />

og skóli sá í fullum blóma undir stjórn hinnar göfugu konu, frú<br />

Valgerðar Þorsteinsdóttur, og ekki er ofsögum sagt að skólinn var<br />

héraðinu til sæmdar. Ánægjulegt væri að Eyfirðingar gætu aftur<br />

eignast kvennaskóla og væri hann vel settur á Grund í Eyjafirði<br />

eða Möðruvöllum í Hörgárdal.<br />

7. Þá eruð það ýms lög frá fyrri árum er þurfa lagfæringar við.<br />

Svo er það með ,,lög um vátrygging sveitabæja og annara húsa í<br />

sveitum utan kauptúna“ frá 20. okt 1905. Þessi lög hafa verið mjög<br />

lítið notuð sökum þess hve tyrfin þau eru og óþjál í framkvæmd.<br />

En vátryggingar yfir höfuð eru þjóðarnauðsyn. Eins er það með<br />

forðagæzlulögin sem allir þekkja. Þvingunarlög, stórt pappírsfargan<br />

„dýr í“ framkvæmd og þjóðnytjalaus. Þessum lögum þarf<br />

að gjörbreyta. Þá finnst mér og eðlilegt að Bjargráðasjóðslögunum<br />

væri frestað yfir dýrtíðina og ullarmatslögunum. Það má bændum<br />

vera í fersku minni hvílíka útreið þeir fengu í sumar með ull sína,<br />

en ástæðulaust að fara svo náið í þær sakir, þar sem eigi var um<br />

frjálsa verzlun að ræða. En ullin tekin með áskömtuðu verði. Það<br />

mun láta nærri að sá hnekkir sem bændur í Eyjafjarðarsýslu biðu<br />

við framkvæmd þessara laga á þessu eina ári og frá því sem gerst<br />

hefir, nemi 20.000 krónum. Þetta er eigi sagt út í loftið. En það<br />

munar nokkru í dýrtíðinni.<br />

Um bjargráðasjóðinn er það að segja að hann var illu heilli stofnaður<br />

og kemur aldrei að tilætluðum notum. En mikið mætti draga<br />

úr gremjunni með því að taka gjaldið einungis í góðum árum.<br />

Létta því af þegar óáran er hvort sem sú óráran stafar frá dýrtíð og<br />

ófrjálsri verslun eða vorharðindum. Og ekki sízt þá hvorttveggja<br />

er á ferðinni.<br />

Eg hefi nú, háttvirtu kjósendur, gert dálitla grein fyrir skoðunum<br />

mínum á nokkrum málum sem mér hafa hugkvæmst í svip og<br />

vona eg að þér virðið á betri veg, þó fljótlega sé yfir farið og mörgu<br />

slept sem eg hefði viljað minnast á, en tími leyfir ekki í þetta sinn.<br />

Lýsi yður ljós mannvits og dómgreindar 21. okt og alla daga. Þá<br />

mun blessun Guðs breiða sig yfir þetta hérað frá fjöllum til fiskimiða.<br />

Virðingarfyllst<br />

Ytri-Tjörnum 7. okt 1916<br />

Kr. H. Benjamínsson<br />

5. Bankamál<br />

Landsbankann ber að styðja af alefli, því hann er eign þjóðarinnar.<br />

Hann ætti því að hafa seðlaútgáfuréttinn, en þessi réttur var hrifsaður<br />

af honum og gefinn Íslandsbanka, er sá banki var stofnaður.<br />

6. Skattar og tollar.<br />

Þetta, skattar og tollar, tvö orð. Þau eru þung á höndum og eigi<br />

meðfærileg í fljótu bragði. En lýst get eg yfir því að eigi mun eg<br />

hylla landskattskenningar þeirra ungu og óreyndu mannanna, sé<br />

ekki á hverjum rökum það er byggt, að fasteignamenn og óðalsbændur<br />

borgi full eftirgjöld eftir jarðir sínar í landssjóð. Eftir<br />

jarðir sem þeir hafa eignast á löglegan hátt. Annars mun óhætt að<br />

fullyrða, að vinsælla reynist, að hafa tollstofna fleiri og lægra gjald<br />

af hverjum stofni. Koma þá fleiri til að borga brúsann og bera uppi<br />

þjóðfélagsbyrðirnar. Svo á það líka að vera því allir eiga að njóta<br />

jafnt verndar þjóðfélagsins.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 59<br />

Páll Ingvarsson bóndi, kennari og knattspyrnumaður með meiru gerir það ekki endasleppt. Hann stundar<br />

ennþá innanhúsfótbolta af miklu harðfylgi þó hann sé orðinn löggilt gamalmenni. Hann gefur ungu<br />

strákunum ekkert eftir sem eru 50 árum yngri eða svo. Geri aðrir betur. Áfram Palli.<br />

Fótboltalið frá vinstri: Kristján Sigurðsson, Jónas Vigfússon, Jón A. Brynjólfsson, Óskar Vilhjálmsson, Páll Ingvarsson, Sigurður Kristjánsson,<br />

Þorbjörn Matthíasson, Hákon Harðarson, Jón Bergur Arason og Hallur Sigurðsson.<br />

Ágætu handboltaáhugamenn<br />

Í haust sem leið brá svo við að einn besti línumaður og<br />

varnartröll þeirra Akureyringa, Hörður Sigþórsson, brá sér<br />

til Færeyja og fór að leika handbolta með þareysku liði. Aflaði<br />

hann sér fljótt virðingar og mátti lesa í grein í Dimmalættingi<br />

að hann hefði verið ,,stinnur í verjunni”. Þetta læt eg ykkur<br />

um að þýða en:<br />

Í Færeyjum er um það ort<br />

og onkji er það karlagort<br />

að víst sá leikinn vinnur,<br />

er skýtur beint og skorinort<br />

og skemmtir sér við innisport<br />

Í „verju stórur, stinnur“.<br />

Hannes Blandon


60 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Rímur<br />

Í Eyvindi árið 2011 var kynning á rímnaflokki eftir Hjalta Finnsson bónda í Ártúni, Jón Hjálmarsson bónda í Villingadal og Angantý<br />

H. Hjálmarsson skólastjóra í Sólgarði. Í því blaði birtist ríma Hjalta. Í blaðinu í fyrra var ríma Jóns og nú kemur síðasta ríman. Formála<br />

að rímunum skrifaði Angantýr á sínum tíma og fylgir hann með eins og í hinum blöðunum.<br />

Gunnar Jónsson<br />

Formáli<br />

Rímur þessar urðu til með þeim hætti að Hjalti Finnsson í Ártúni hugðist reyna á rímhæfni og hugmyndaflug nágranna síns Jóns<br />

Hjálmarssonar í Villingadal með því að yrkja fyrstu rímuna og senda honum með þeim ummælum að hann ætti að halda áfram með<br />

rímurnar og semja jafnframt söguþráðinn. Jón orti sína rímu í beinu framhaldi af rímu Hjalta, án þess að bæta nokkru við atburðarrásina.<br />

Að því búnu sendi hann bróður sínum Angantý H. Hjálmarssyni, þá í Sólgarði, rímurnar með þeim ummælum að hann yrði að<br />

ljúka þeim. Angantýr gerði svo þriðju rímuna og leiddi atburðarásina til lykta að svo miklu leyti sem það hægt var.<br />

Þetta gerðist veturinn 1968 – 1969.<br />

Þriðja ríma<br />

eftir Angantý H. Hjálmarsson<br />

Á mitt litla óðarfley<br />

upp skal seglin draga<br />

svo að um þig mæta mey<br />

myndist snotur baga.<br />

Ljóðadísin létt á brún<br />

leiki á mína strengi<br />

og þeim lofi að hljóma hún<br />

hjá mér vel og lengi.<br />

Það mun okkar flýta för<br />

fljótt um skáldasæinn.<br />

Síðan heilu og höldnu í vör<br />

höldum einhvern daginn.<br />

Nú skal ekki lengja ljóð<br />

ljúft er stundargaman.<br />

Vertu ætíð við mig góð<br />

vel því eigum saman.<br />

------------------------------<br />

Frá því efni vikið var<br />

er voru tvö í fjósi,<br />

ekki gamalt ektapar<br />

og yngissvanninn ljósi.<br />

Stóð í vanda hringahrund,<br />

hún sér leyfði að vona<br />

að hin skamma unaðsstund<br />

endaði tæpast svona.<br />

Hún var ráðin hér í vist,<br />

henni fannst það gaman<br />

að vera stundum strokin, kysst<br />

og stela öllu saman.<br />

Leit á bóndans liðað hár,<br />

ljómaði blik í augum.<br />

Mikið var sá kappi knár<br />

að kveikja eld í taugum.<br />

Bóndinn leit á bandaþöll,<br />

bærðist sægræn peysa,<br />

vissi að þau voru öll<br />

í vanda er þurfti að leysa.<br />

Höldur snjallur hóf svo mál<br />

hægt og leit á frúna.<br />

„Engin svik og ekkert tál<br />

eru á ferðum núna.<br />

Áðan sagði auðalín<br />

að sér fyndist skrítið,<br />

að hjá oss kaupið, heillin mín,<br />

hefði fengið lítið.<br />

Reyndust mér þá ráðin vönd,<br />

reynslu greip til minnar,<br />

blíðlega með hægri hönd<br />

henni strauk um kinnar.<br />

Aðferð slíkri auðargná<br />

ekki þoldi mæta,<br />

við brjóst mitt síðan létt hún lá<br />

og lét mig sín þar gæta.<br />

Mér ég tyllti á mjaltastól<br />

mælti svo við kvinnu.<br />

Þú færð ei kaupið fyrir jól<br />

fyrir þína vinnu.<br />

Ó það gerir ekkert til<br />

aftur nam hún svara,<br />

fái ég hér ástaryl<br />

og aldrei þurfi að fara.<br />

Síðan um það sömdum við<br />

svona að mestum hætti<br />

að með þeim gamla góða sið<br />

greiða kaupið mætti.<br />

Þetta er mitt eina ráð<br />

ísskáp til að fanga<br />

annars fæst hann ekki í bráð,<br />

áfram mun svo ganga.“<br />

Þagnaði bóndi en þráðargrund<br />

þorði ekki að mæla.<br />

Frúin upp við stoð um stund<br />

sig studdi og hætti að skæla.<br />

Sjaldan hafði hana dreymt<br />

að hljóta þvílíkt tæki,<br />

en hvenær mundi hún geta gleymt<br />

hvað gjöfinni eftir ræki?<br />

Aldrei hafði heyrt það fyrr<br />

að hugsaði bóndinn svona.<br />

Stóð því enn um stundu kyrr<br />

hin stóra og bústna kona.<br />

Lyftist hægt á henni brún,<br />

hér var margt á seiði.<br />

Kannske gæti hlotið hún<br />

hérna bestu veiði.<br />

Járn er best að hamra heitt,<br />

hugsaði baugalilja.<br />

Annars fæ ég ekki neitt<br />

eða þarf að skilja.<br />

„Ef mér hlotnast eldhúsgögn<br />

öll af bestu gerðum<br />

megið þið leika ykkur ögn<br />

úti í mjaltaferðum.“<br />

Þetta mælti konan köld,<br />

kvaddi og fór í skyndi<br />

út í vetrar koldimmt kvöld<br />

í hvössum norðanvindi.<br />

Kuldann fann ei kerlan þó<br />

hvessti að með frosti,<br />

óð hinn létta lausasnjó<br />

labbaði heim og brosti.


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 61<br />

Húsbóndinn þótt heyri um ,,minn”<br />

held ég þurfi ei saka<br />

og aldrei skal hann ísskápinn<br />

aftur fá til baka.<br />

Þetta sagði seimaþöll<br />

sálarkvíða rúin.<br />

Henni virtust vera öll<br />

vandamálin búin.<br />

Úti í fjósi faldalín<br />

fast sér þrýsti að rekki,<br />

bældi hann upp við brjóstin sín,<br />

blíðuna skorti ekki.<br />

Engum var sá örvatýr<br />

öðrum manni líkur.<br />

Sætur, glaður, sífellt hýr<br />

og sennilega ríkur.<br />

Vitnaði hann um traust og táp,<br />

táli og svikum eyddi.<br />

Konunni gaf kæliskáp<br />

og kaupið líka greiddi.<br />

Bóndinn dapur henni hjá<br />

hugsaði fram í tímann.<br />

Þar var aðeins svart að sjá,<br />

sortnaði skuldaglíman.<br />

Brandaþundur byrgði í skel<br />

beiskleik sinna gerða.<br />

Moksturstæki og múgavél<br />

mundu ei pöntuð verða.<br />

------------------------<br />

Þið sem heyrið þetta skraf<br />

þroskið vel í minni<br />

að bölvun hlotnast oftast af<br />

árans kvenseminni.<br />

Skrírnir, fermingar, giftingar og andlát<br />

Þessi börn voru borin til skírnar<br />

frá því að <strong>Eyvindur</strong> kom út síðast.<br />

Þórunn Helga, skírð 2. apríl 2011 ( var<br />

skírð þetta ár en tilkynningin lenti milli<br />

stafs og hurðar meðan sóknarprestur var<br />

í fríi)<br />

Foreldrar: Alma Björg Almarsdóttir og<br />

Gísli Rúnar Víðisson<br />

Austurvegi 13, Hrísey<br />

Sigurjón Gunnar, skírður 25.des.2012<br />

Foreldrar: Laufey Gunnarsdóttir<br />

og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson<br />

Þorvaldsstöðum<br />

Isabella Shoneriksdóttir, skírð 27.des.2012<br />

Foreldrar: Helga Sigurbjörnsdóttir<br />

og Shonerik Brame<br />

Bandaríkjunum<br />

Helena Lóa, skírð 28. des.2012<br />

Foreldrar: Sesselja Reynisdóttir og<br />

Einar Örn Aðalsteinsson<br />

Lönguhlíð 6 Ak.<br />

Sveinbjörg Lilja, skírð 29. des 2012<br />

Foreldrar: Þorbjörg Níelsdóttir og<br />

Alfreð Örn Sigurðsson<br />

Kjalarsíðu 12 E<br />

Baldur Thor, skírður 30. des. 2012<br />

Foreldrar: Berglind Hermannsdóttir og<br />

Rolf Hauritz<br />

Danmörku<br />

Eyrún, skírð 2. feb.<strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Erna Jónasdóttir og<br />

Gunnlaugur Starri Gylfason<br />

Heiðalundi 2 K Ak.<br />

Hekla, skírð 10 mars <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Silja Þorsteinsdóttir og<br />

Finnbogi Jónasson<br />

Fjarðarseli 19 Reykjavík<br />

Vilborg Dana, skírð 15.mars <strong>2013</strong><br />

Foreldrar:Vilborg Daníelsdóttir og<br />

Þór Konráðsson<br />

Tjarnargerði<br />

Ísabel Gló, skírð 31. mars <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Sunna Björk Hreiðarsdóttir og<br />

Gestur Páll Júlíusson<br />

Skák<br />

Logi Þeyr, skírður 20. apríl <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Ásdís Árnadóttir og<br />

Fjölnir Þeyr Eggertsson<br />

Snægili 28 Ak.<br />

Þorri Páll, skírður 19.maí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og<br />

Óðinn Ásgeirsson<br />

Sigtúnum<br />

Ísar Eldberg, skírður 20. maí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Inga Þórey Ingólfsdóttir og<br />

Jón Sv. Sigtryggsson<br />

Kili, Aðaldal<br />

Anton Ingólfur, skírður 20. maí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Eva Björk Hermannsdóttir og<br />

Gestur Ingólfsson<br />

Hraunholti 1 Ak.<br />

Anný Henrietta, skírð 26.maí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Susanne Lindermann og<br />

Knútur G.Henryson<br />

Hlíðarenda, Ak.<br />

Sebastian Oliver, skírður 23.júní <strong>2013</strong><br />

Foreldrar:Anna Karen Sigurjónsdóttir og<br />

Almar Ö. Halldórsson<br />

Reynivöllum 6, Ak.<br />

Bríet María, skírð 20. júlí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Erla Rún Sigþórsdóttir og<br />

Jóhann Steinar Gunnarsson<br />

Skessugil 19 Ak.<br />

Aþena Vigdís,skírð 21. júlí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Alda Ýr Guðmundsdóttir og<br />

Sigurður Már Harðarson<br />

Smárahlíð 14 D Ak.<br />

Emma, skírð 27.júlí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Silja Þorsteinsdóttir og<br />

Finnbogi Jónasson<br />

Fjarðarseli 19 Reykjavík<br />

Árni, skírður 27 júlí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Beate Stormo og<br />

Helgi Þórsson .<br />

Fullmegtugir bændur og eigendur Kristness.<br />

Til hamingju með það.<br />

Tómas Orri, skírður 28.júlí <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Katrín B. Guðjónsdóttir og<br />

Víðir Orri Hauksson<br />

Skarðshlíð 19 Ak<br />

Oliver Kári, skírður 11. ágúst <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Díana Rós Þrastardóttir og<br />

Jón Helgi Helgason<br />

Borgarvík 2, Borgarnesi<br />

Rakel Málfríður, skírð 17. ágúst <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Guðbjörg Ellý Gústafsdóttir og<br />

Egill Andrés Sveinsson<br />

Snægili 19, Ak


62 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Kári, skírður 31. ágúst <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Ingibjörg Leifsdóttir og<br />

Hermann I. Gunnarsson<br />

Klauf<br />

Rannveig Rut, skírð 14. sept. <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Helga Rut Sæmundsdóttir og<br />

Reynir Sv. Sverrisson<br />

Bringu<br />

Emil Rafn, skírður 14. sept. <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Kolbrún Halldórsdóttir og<br />

Bjarki Ásbjarnarson<br />

Reykjavík<br />

Kamilla Dögg, skírð 19. okt. <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Rakel Vilhjálmsdóttir og<br />

Arnar Þór Hjaltason<br />

Helgamagrastræti 48<br />

Þórunn Halla, skírð 31. okt. <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Arndís Ösp Hauksdóttir og<br />

Hermann Á Valdimarsson<br />

Kristnesi 11<br />

Guðrún Soffía, skírð 9. nóv.<strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Jakobína Ósk Sveinsdóttir<br />

og Steingrímur R. Árnason<br />

Kolbeinsgötu 55, Vopnafirði<br />

Ólafur Már, skírður 9.nóv. <strong>2013</strong><br />

Foreldrar: Dóróthea Jónsdóttir og<br />

Þröstur Gylfason<br />

Móasíðu 6 B Ak<br />

<br />

Þessi ungmenni femdust á árinu:<br />

Á pálmasunnudag 24. mars í Saurbæjarkirkju:<br />

Birgitta Íris Árnadóttir, Sunnutröð 3.<br />

Á skírdag 28. mars í Hólakirkju:<br />

Kristín Brynjarsdóttir, Hólsgerði<br />

30. mars í Saurbæjarkirkju:<br />

Ragnhildur Tryggvadóttir, Hvassafelli<br />

Hvítasunnudag 19. maí í Munkaþverárkirkju:<br />

Gunnhildur Erla Þórisdóttir, Rifkelsstöðum<br />

2 A<br />

Jana Dröfn Sævarsdóttir, Öngulstöðum 1<br />

Laufey María Hlynsdóttir, Akri<br />

Hvítasunnudag 19. maí í Grundarkirkju:<br />

Aðalheiður Anna Atladóttir, Meltröð 2<br />

Andrea Björk Karelsdóttir, Skógartröð 5<br />

Benedikt Máni Tryggvason, Skógartröð 1<br />

Davíð Almar Víðisson, Grund 1<br />

Freydís Erna Guðmundsdóttir, Syðra-Felli<br />

Kristján Karl Randversson, Fosslandi 1<br />

Kristrún Ósk Þórhallsdóttir, Snægil 30,Ak<br />

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir,<br />

Sigtúnum<br />

Telma Rós Arnardóttir, Miklagarði<br />

Valdís Sigurðardóttir, Hjallatröð 4<br />

Valentína Björk Hauksdóttir, Brekkutröð 8<br />

Þorgerður Daníelsdóttir, Skógartröð 9<br />

Þorlákur Már Aðalsteinsson, Brekkutröð 7<br />

Þorsteinn Jón Thorlacius, Sunnutröð 2<br />

Þór Ævarsson, Fellshlíð<br />

Annan hvítasunnudag 20. maí í Munkaþverárkirkju:<br />

Vignir Gunnarsson, Heiðarlundi 7 b Ak.<br />

<br />

Þessi hjónaefni voru gefin saman<br />

á árinu.:<br />

Á Syðra-Laugalandi 15. mars <strong>2013</strong>:<br />

Sigurlaug Björnsdóttir og Jóhannes Ævar<br />

Jónsson Espigrund.<br />

Í Grundarkirkju 26. maí <strong>2013</strong>:<br />

Guðrún Sigurðardóttir og Steinmar Rögnvaldsson<br />

Fossatúni 3 Ak.<br />

Í Saurbæjarkirkju 13.júní <strong>2013</strong>:<br />

Elísabet Wendel Birgisdóttir og Jóhannes<br />

R. Sigtryggsson Sandhólum.<br />

Í Akureyrarkirkju 22.júní <strong>2013</strong>:<br />

Sigríður Elísabet Stefánsdóttir og Jónas<br />

Þór Sveinsson Ljómatúni 3 Ak.<br />

Í Grundarkirkju 29 júní <strong>2013</strong>:<br />

Rannveig Elíasdóttir og Hjörleifur Örn<br />

Jónsson Goðabyggð 17 Ak.<br />

Í Grundarkirkju 13.júlí <strong>2013</strong>:<br />

Katrín Ósk Guðmundsdóttir og Sigurður<br />

Helgi Védísarson Tungusíðu 3 Ak.<br />

Í Kaupangskirkju 20.júlí <strong>2013</strong>:<br />

Linette Olsen og Þórhallur Guðmundsson<br />

Skriðugili 3 Ak.<br />

Í Akureyrarkirkju 27. júlí <strong>2013</strong>:<br />

Sara Birgitta F. Birgisdóttir og Grétar Þór<br />

Reimarsson Smáratúni 13.Ak<br />

Í Grundarkirkju 3.ágúst <strong>2013</strong>:<br />

Sigríður Elsa Kristjánsdóttir og Gunnar<br />

Niels Ellertsson Eiðsvallagötu 5 Ak.<br />

Í Grundarkirkju 10. ágúst <strong>2013</strong>:<br />

Margrét Jónsdóttir og Hreiðar Eiríksson<br />

Bláhamri 29 Reykjavík<br />

Í Munkaþverárkirkju 31.ágúst <strong>2013</strong>:<br />

Ingibjörg Leifsdóttir og Hermann Ingi<br />

Gunnarsson Klauf<br />

7.september úti í sólarblíðu í garði foreldra<br />

brúðarinnar:<br />

Sjöfn Gunnarsdóttir og Stefán Þór Ákason<br />

Reykdal Keilusíðu 8.E Ak.<br />

Í Munkaþverárkirkju 7.september <strong>2013</strong>:<br />

Valgerður Lilja Daníelsdóttir og Halldór<br />

Heimir Þorsteinsson Bröttuhlíð 7.Ak<br />

20. júlí <strong>2013</strong><br />

Erna Rún Magnúsdóttir og Óðinn Árnason<br />

Séra Arna Yrr Sigurðardóttir<br />

10. ágúst <strong>2013</strong><br />

Harpa Sif Gunnarsdóttir og Sigurður Óli<br />

Konráðsson<br />

Séra Svavar A. Jónsson<br />

17. ágúst <strong>2013</strong><br />

Snjólaug Svala Stefánsdóttir og Sævar Örn<br />

Hafsteinsson<br />

Séra Hildur Eir Bolladóttir<br />

24. ágúst <strong>2013</strong><br />

Guðrún Arngrímsdóttir og Hjörtur<br />

Einarsson<br />

Séra Hildur Eir Bolladóttir<br />

7. september <strong>2013</strong><br />

Birna Baldursdóttir og Þórður Sigmundsson<br />

Séra Hildur Eir Bolladótir<br />

7. september <strong>2013</strong><br />

Sesselja Bardal Reynisdóttir og Einar<br />

Aðalsteinsson<br />

Séra Guðbjörg Jóhannsdóttir<br />

14. september <strong>2013</strong><br />

Tinna Hlín Ásgeirsdóttir og Davíð Ingi<br />

Guðmundsson<br />

Séra Hildur Eir Bolladóttir<br />

<br />

Þessir ágætu sveitungar og samferðamenn<br />

eru látnir:<br />

Kristín Pálsdóttir, húsfreyja, fæddist 17.júlí<br />

1919, lést 5. desember 2012 og var jarðsett<br />

frá Akureyrarkirkju 14. desember 2012<br />

Aðalheiður Ingólfsdóttir, bóndi og húsfreyja<br />

í Kristnesi, fæddist 31. maí 1941, lést<br />

9. janúar <strong>2013</strong> og var jarðsett frá Grundarkirkju<br />

18. janúar <strong>2013</strong>


EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 63<br />

Aðalsteina Helga Magnúsdóttir, fæddist<br />

20 febrúar 1925, lést 7. maí <strong>2013</strong> og var<br />

jarðsett frá Grundarkirkju 14. maí 2012<br />

Pétur Róbert Tryggvason, neyðarflutningamaður,<br />

fæddist 14.nóvember 1977,<br />

lést 5. ágúst <strong>2013</strong> og fór athöfnin fram í<br />

Akureyrarkirkju en jarðsettur í Munkaþverárkirkjugarði<br />

15. ágúst <strong>2013</strong><br />

Stefán Þór Ingason, framkvæmdastjóri,<br />

fæddist 11.september 1953, lést 29. júlí<br />

<strong>2013</strong> og var jarðsettur frá Akureyrarkirkju<br />

16. ágúst <strong>2013</strong><br />

Guðný Magnúsdóttir, húsfreyja, fæddist<br />

12. febrúar 1923, lést 6. september <strong>2013</strong> og<br />

var jarðsett frá Munkaþverárkirkju<br />

16. september <strong>2013</strong>.<br />

Kristján Hannesson, bódi í Kaupangi,<br />

fæddur 16.apríl 1928, látinn 20.nóvember<br />

<strong>2013</strong> og jarðsettur í Kaupangskirkjugarði<br />

30.nóvember<br />

Sigurgeir Halldórsson, bóndi Öngulstöðum,<br />

fæddur 24. desember 1921, látinn<br />

29.nóvember <strong>2013</strong><br />

og jarðsettur í Munkaþverárkirkjugarði<br />

7. desember<br />

Jólamessur í Laugalandsprestakalli<br />

Aðfangadagur 24. des. Hátíðamessa í Grundarkirkju kl. 22:00<br />

Silja Garðarsdóttir syngur einsöng.<br />

Jóladagur 25. des. Hátíðamessa í Kaupangskirkju kl. 11:00<br />

Jóladagur 25. des. Hátíðamessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:30<br />

Annar Jóladagur 26. des. Helgistund í Möðruvallakirkju kl. 11:00<br />

Annar jóladagur 26. des. Helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 13:30<br />

Gamlaársdagur 31. des.Messa í Hólakirkju kl. 11:00<br />

Sóknarprestur<br />

AKUREYRI Sími: 464-8600<br />

www.VBL.is<br />

Úrval John Deere<br />

leikfanga í jólapakkann<br />

klassískar og nýstárlegar<br />

Á gottimatinn.is finnurðu Sörur með<br />

hindberjakremi, hvítu súkkulaði og<br />

rjómaosti. Þær koma þér á óvart.<br />

www.VBL.is<br />

AKUREYRI<br />

Baldursnes 2<br />

603 Akureyri<br />

Sími: 464-8600


KEA óskar<br />

félagsmönnum sem og<br />

samstarfsaðilum sínum<br />

gleðilegra jóla<br />

og farsældar á nýju ári

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!