08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

26 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

gjörnu vinnu því margar efasemdar raddir höfðu óþarflega hátt<br />

varðandi þessa hugmynd þeirra félaga Adda í Laugarholti og Jóa<br />

á Uppsölum. Kofinn hefur margsannað að hans var þörf, ekki<br />

eingöngu fyrir gangnamenn heldur einnig sleðamenn og annað<br />

ferðafólk. Dæmi eru til um það.<br />

Sumir eru tilbeiðnir, Jóhann Jóhannsson á Uppsölum Aðalbjörn<br />

Tryggvason í Laugarholti og Halldór Sigurgeirsson Öngulsstöðum.<br />

Ljósmynd: Stefán Birgisson<br />

Í mörg ár hefur verið umræða í gangi um að endurnýja gangnamannakofann<br />

á Garðsárdal. Sá gamli var orðinn mjög sjúskaður<br />

og þreyttur enda búinn að lenda í ýmsum hrakningum eins og<br />

áður segir. Þrengsli voru farin að gera verulega vart við sig með<br />

„stækkandi“ gagnamannahópi. Plássið var mjög lítið og lágu<br />

a.m.k tveir í hverju rúmstæði.<br />

Þegar mest var, haustið 2010, voru þar 16 manns og þrír blautir<br />

hundar. Þar sem kofinn er bara 10m2 á stærð eða 5 x 2 metrar<br />

þá var ansi þröngt á þingi. Það helliringdi þennan gangnadag og<br />

því þurfti að hengja blaut föt upp til þerris og var því „rakastigið“<br />

orðið ansi hátt innandyra. Hvernig sem við reyndum þá var ekki<br />

hægt að koma nema 14 manns í koju því lögðust tveir til svefns á<br />

gólfinu hjá hundunum.<br />

Þetta haust varð gangnamönnum ljóst að þörfin fyrir nýjan<br />

kofa var mjög brýn. Húskarlinn Stefán Birgisson var áður búinn<br />

að hóta því að bera eld að kofanum ef ekkert yrði að gert og lofaði<br />

að þegar nýr kofi risi þá skyldi hann sjá um að elda ofan í liðið. Þar<br />

sem menn höfðu kynnst snilldar eldamennsku hans, þá var þetta<br />

mjög freistandi tilboð.<br />

Árið eftir, eða haustið 2011 voru 14 manns í kofanum, munaði<br />

þar minnstu að illa færi. Kamínan var orðin gömul og þreytt eins<br />

Kamínana í nýja Adda.<br />

Ljósm.: Hákon Harðarson Svertingsstöðum<br />

og annað í kofanum, olíu tók að leka af henni en enginn tók eftir<br />

því enda svangir gangnamenn uppteknir við að troða ofan í sig<br />

nestinu. Skyndilega sló ofan í strompinn og blés glæðum ofan í<br />

olíuna sem lekið hafði á gólfið og úr varð heljar mikið bál sem<br />

lokaði útgönguleiðinni. Upphófst mikið fjaðrafok, menn tóku að<br />

henda teppum og öðru lauslegu ofan á eldinn til að reyna að kæfa<br />

hann. Logandi teppum var síðan hent út. Í æsingnum reyndu<br />

menn að bjarga því sem bjargað varð. Í „hita“ leiksins henti Freyr<br />

á Uppsölum buxunum sínum sem hangið höfðu til þerris út um<br />

dyrnar til að forða þeim frá því að brenna en vildi þá ekki betur til<br />

en að hann henti þeim á logandi teppi sem úti var. Hann barðist<br />

því berleggjaður við eldinn innandyra og var orðinn vel sviðinn á<br />

leggjunum og ilmurinn eftir því. Þegar mönnum hafði tekist að<br />

ráða niðurlögum eldsins í kofanum settist hópurinn þreyttur og<br />

ánægður í kring um brennandi teppin og úr varð skemmtilegasta<br />

kvöldvaka sem haldin hefur verið. Hentu þeir gaman að því að<br />

Addi gamli dreginn á skíðum inn á Garðsárdal af ýtu Búnaðarfélagsins<br />

í janúar 1987.<br />

Ljósm.: Halldór Sigurgeirsson<br />

Ýtan festist.<br />

Ljósm.: Halldór Sigurgeirsson

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!