08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 17<br />

mikil stemmning, gekk um miðborgina og dáðist að glæsibyggingum<br />

eða kíkti í verslanir. Þó ferðalagið væri ekki skipulagt<br />

sem söngferðalag með tónleikum og tilheyrandi, var oft sungið<br />

þegar þannig lá á mannskapnum eða Petru kórstjóra. Sem dæmi<br />

má taka söng utan við veitingastaði á ferðum okkar, í Arnarhreiðrinu,<br />

í klausturkirkjunni og kastalarústunum. Við fengum<br />

líka óvænt heimboð til nýskipaðs sendiherra Íslands í Austurríki,<br />

Auðuns Atlasonar í sendiherrabústaðinn. Þar var ekki í kot<br />

vísað, hátt til lofts og vítt til veggja. Auk þess að syngja þar nokkur<br />

lög af lagaskrá var afmælissöngurinn sunginn þar fyrir föður<br />

sendiherrans, Atla Heimi Sveinsson tónskáld sem átti einmitt 75<br />

ára afmæli og var þarna staddur.<br />

Glæsibygging í Vín.<br />

Ljósm.: H.G.<br />

Petra og Árni Geirhjörtur dást að útsýninu í Arnarhreiðrinu. Ljósm.: H.G.<br />

Séð yfir Dónárdalinn frá kastalarústunum.<br />

Sungið hjá sendiherra.<br />

Ljósm.: P.I.<br />

Ljósm.: H.G.<br />

Ferðahópurinn samanstóð af kórfélögum, mökum þeirra og<br />

fáeinum öðrum gestum, alls 50 manns. Alltaf þurfti að gera<br />

manntal þegar lagt var af stað í rútu, en þetta urðu alls 10 rútuferðir<br />

ef ég man rétt og var það Haukur Harðarson sem annaðist<br />

talningu af mikilli kostgæfni og honum að þakka að enginn<br />

týndist á ferðalaginu. Tveir kórfélagar voru mest áberandi með<br />

kveðskap í ferðinni, þeir Árni Geirhjörtur og Pétur læknir, enda<br />

báðir þekktir hagyrðingar. Þegar líða fór á ferðina fóru ýmsir<br />

fleiri að kveða sér hljóðs í bundnu máli en fóru sumir frjálslega<br />

með stuðla og höfuðstafi. Var þetta hin besta skemmtun.<br />

Þegar Vínardvölinni lauk var haldið í rútu til München og gist<br />

þar síðustu nóttina. Ekki gafst tími til að sjá Bayern München<br />

leika knattspyrnu og var sumum slétt sama. Svo var flogið til<br />

Keflavíkur, komið við í fríhöfninni og síðan beint út í rútu sem<br />

ók mannskapnum rakleiðis norður. Þar með lauk þessari þriðju<br />

utanlandsferð kórsins frá stofnun hans 1996.<br />

Kom öllum saman um það að fararstjórn í höndum þeirra<br />

Petru og Árna hefði tekist prýðilega í alla staði og eiga kórfélagar<br />

eflaust eftir að rifja þessa ferð upp margoft, með gleði í sinni.<br />

lausnargjald mikið, greitt í silfri, hafði skilað sér frá móður hans<br />

á Englandi. Einnig var komið í stærsta klaustur í Evrópu og þvílíkt<br />

ríkidæmi sem gaf þar að líta.<br />

Stórkostlegt bókasafn og kirkjan var ótrúlega hlaðin skrauti.<br />

30 munkar eru í klaustrinu en þeir munu hafa um 340 manns<br />

í vinnu við ýmis konar búrekstur, víngerð og skólakennslu. Um<br />

kvöldið var svo farið í kvöldverð á ferðaþjónustubæ þar sem var<br />

hlaðið veisluborð af afurðum héraðsins, bæði mat og drykk.<br />

Suma daga var hópurinn á eigin vegum og fór fólk þá til dæmis<br />

að skoða markaðinn, sem var mjög áhugaverður og þar ríkti

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!