08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

12 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Kristnesþorp.<br />

Ljósm.: Jóhann Ólafur Halldórsson<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Kristnesþorp – hvað verður um þig?<br />

Það er reisulegt að líta heim að Kristnesspítala þegar komið er að<br />

honum úr norðri. Byggingin er tignarleg og yfir henni er virðuleikablær.<br />

Neðan við Kristnesspítala er nokkur þyrping íbúðahúsa<br />

sem standa við tvær götur austan við aðalbygginguna. Þegar<br />

farið er eftir efri götunni að sumri til finnst vegfaranda jafnvel<br />

að hann sé staddur í suðrænu landi, þar sem hár trjágróður á aðra<br />

hönd varpar skugga yfir götuna og inn á milli trjánna má greina<br />

grasflatir og stalla líkt og á herragarði. Ofan við garðinn tekur<br />

svo við stórt skógarsvæði með greiðfærum stígum sem ætlaðir<br />

eru til útivistar og hressingar fyrir sjúklinga spítalans og aðra<br />

sem vilja.<br />

Fljótlega eftir að Kristneshæli var reist sem berklaspítali 1927<br />

var farið að byggja húsnæði fyrir starfsmenn því ekki þótti gott<br />

að þeir byggju inni í hælinu sjálfu til lengdar. Byrjað var á að reisa<br />

hús fyrir yfirlækninn rétt norðan við spítalann og síðan reis hvert<br />

húsið á fætur öðru fyrir hjúkrunarfólk og aðra starfsmenn, ýmist<br />

einbýlishús eða hús með 2 – 4 íbúðum og stökum herbergjum.<br />

Þar á meðal var hornhúsið þar sem starfsstúlkurnar höfðu herbergi.<br />

Gekk það stundum undir nafninu Glaumbær enda oft glatt<br />

á hjalla þar sem 6 – 10 ungar stúlkur bjuggu saman. Síðasta húsið<br />

var byggt um 1970 og stendur það nyrst við neðri götuna. Þegar<br />

þetta litla þorp stóð í blóma var þarna líflegt mannlíf, fjölskyldur<br />

með börn sem léku sér í leikjum þess tíma, svo sem einkróna og<br />

vinkvink í pottinn á sumrin og veltust um í snjónum og grófu sér<br />

snjóhús í skaflana á vetrum. Að sumu leyti var þetta litla samfélag<br />

eins og eyland í sveitinni því þarna var allt til alls. Iðnaðarmenn<br />

sem sáu um viðhald bygginga og muna, en líka lítil verslun<br />

sem félag sjúklinga rak, sorphirða, reglulegar daglegar ferðir með<br />

farþega til og frá Akureyri með hælisbílnum og dagheimili fyrir<br />

börn, löngu áður en það var tekið upp annars staðar í sveitinni.<br />

Nú eru að ég held 19 íbúðir í þorpinu, allt frá litlum stúdíóíbúðum<br />

yfir í sæmileg einbýlishús. Einungis hluti þessara íbúða<br />

eru nú notaða r af starfsmönnum Kristnesspítala. Í nokkrum<br />

íbúðanna eru starfsmenn sjúkrahússins á Akureyri enda er<br />

Kristnesspítali orðinn hluti þess og þar nú reknar tvær deildir<br />

FSA, endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild. Að auki býr<br />

í einhverjum íbúðum fólk sem á hvorugum staðnum vinnur, þar<br />

sem ekki er eftirspurn eftir húsnæðinu meðal starfsmanna. Ein<br />

lítil íbúð mun vera notuð annað slagið fyrir sjúklinga í endurhæfingu<br />

og svo er nokkuð af stökum herbergjum á jarðhæðum<br />

tveggja húsa sem að mestu eru nýtt sem geymslur, ýmist fyrir<br />

íbúa, gamalt dót sjúkrahússins eða fólk sem hefur búið þarna.<br />

Nokkrar íbúðanna standa auðar og Glaumbær er dimmur og<br />

hljóður nema þau kvöld sem Helgi og hljóðfæraleikararnir<br />

skjótast þangað inn og æfa sig. Einkum eru það allra minnstu<br />

íbúðirnar sem standa auðar eða íbúðir sem hafa skemmst vegna<br />

viðhaldsleysis. Nær ekkert viðhald hefur verið á húsunum í mörg<br />

ár og þau eru sum að grotna niður. Einhverjir íbúar hafa farið<br />

þess á leit að fá að kaupa hús sem þeir búa í með það fyrir augum<br />

að gera upp og búa áfram í þeim en ekki fengið. Ég þekki ekki<br />

allar ástæður þess en m.a. hefur verið borið við að fyrst þurfi að<br />

ganga frá lóðamálum en Legatssjóður Jóns Sigurðssonar á landið<br />

sem byggingarnar standa á. Þeim sem sjá um húseignir sjúkrahússins<br />

er vorkunn, því að á niðurskurðartímum er ekki veitt fé<br />

til viðhalds, enda er það tæplega á forgangslista ríkisins að eiga<br />

og reka leiguíbúðir út í sveit.<br />

En hvað væri hægt að gera við öll þessi hús? Einhverjum hefur<br />

dottið í hug að gera þetta að orlofshúsum. Hver ætti að eiga þau<br />

og sjá um? Og hentar að vera með orlofsíbúðir við hlið sjúkrahúss?<br />

Aðrir hafa látið sér detta í hug að það mætti stofna fast-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!