08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

30 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Valgerður Jónsdóttir<br />

U.M.F. Samherjar<br />

Á Greifamótinu.<br />

Starfsemi U.M.F. Samherja hefur verið í miklum blóma á þessu<br />

ári, líkt og undanfarin ár. Félagið hefur leitast við að bjóða upp<br />

á fjölbreytt starf fyrir íbúa sveitarfélagsins með það að markmiði<br />

að glæða áhuga á heilsurækt og alhliða íþróttaiðkun.<br />

Á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Eyjafjarðarsveit.<br />

Samningurinn tryggir félaginu árlegt framlag frá sveitarfélaginu<br />

og leggur þannig grunninn að því fjölbreytta starfi sem<br />

félagið stendur fyrir.<br />

Handverkshátíðin hefur verið mikilvægasta fjáröflun félagsins<br />

undanfarin ár, en þar leggja félaginu lið fjölmargir sjálfboðaliðar<br />

bæði fullorðnir og börn. Íbúar sveitarfélagsins hafa ávallt sýnt<br />

félaginu mikinn velvilja, hefðbundnar fjáraflanir eins og blómasala<br />

fyrir Hvítasunnu ganga ávallt vel og blómasölufólki er alls<br />

staðar vel tekið. Útgerðarfélagið Samherji ehf. veitti félaginu<br />

styrk til eflingar barna- og unglingastarfs á árinu og var þeim<br />

styrk varið til að greiða niður keppnisgjöld og ferðakostnað hjá<br />

iðkendum félagsins.<br />

Einnig gerði félagið á árinu samstarfssamning við Höldur ehf.<br />

og var sá styrkur nýttur til kaupa á keppnisbúningum fyrir iðkendur.<br />

Það er metnaðarmál félagsins að börn og unglingar fái að<br />

kynnast sem flestum íþróttagreinum. Hjá Samherjum er hægt að<br />

æfa allar þær greinar sem eru í boði og greiða bara eitt æfingagjald<br />

sem er mjög í hóf stillt. Hér á eftir er fjallað stuttlega um<br />

þær íþróttagreinar sem boðið er upp á hjá félaginu.<br />

Badminton<br />

Badminton er ein af vinsælli íþróttagreinum félagsins. Æfingar<br />

eru í þremur aldurshópum og vill svo skemmtilega til að mesta<br />

gróskan hefur verið hjá fullorðna fólkinu. Boðið er uppá sérstakar<br />

æfingar í Miniton fyrir yngsta aldurshópinn (yngri en 8<br />

ára) og hefur mæting verið allgóð á þær. Keppnishópur Samherja<br />

í badminton hefur verið duglegur að taka þátt í mótum víðsvegar<br />

um landið og er óhætt að segja að félagið státi af mörgum efnilegum<br />

spilurum. Badmintonþjálfarar félagsins eru Ivan og Ivalu<br />

Falck-Petersen.<br />

Boltatímar<br />

Í fyrravetur var tekin upp sú nýbreytni að bjóða uppá boltatíma á<br />

veturna í stað hefðbundinna fótboltaæfinga innanhúss. Skemmst<br />

er frá því að segja að þessi breyting hefur mælst mjög vel fyrir og<br />

iðkendur fá nú að spreyta sig í ýmsum boltaíþróttum s.s. blaki,<br />

handbolta, fótbolta, körfubolta, bandý o.fl. Á sumrin er svo boðið<br />

uppá hefðbundnar fótboltaæfingar utanhúss. Mjög góð aðsókn<br />

hefur verið í boltatíma í vetur og hefur Ásgeir Ólafsson séð um<br />

þjálfunina.<br />

Sund<br />

Sunddeild Samherja hefur vaxið með hverju ári. Boðið er uppá<br />

æfingar í tveimur aldursflokkum og hefur verið ágæt mæting<br />

á æfingarnar. Eldri iðkendur hafa verið að taka þátt í ýmsum<br />

mótum. Sundþjálfari í vetur er Anna Rún Kristjánsdóttir.<br />

Frjálsar<br />

Félagið býður uppá æfingar í frjálsum íþróttum jafnt að sumri<br />

sem vetri. Æft er í tvískiptum aldurshópi og hafa iðkendur tekið<br />

þátt í ýmsum frjálsíþróttamótum allt árið. Unnar Vilhjálsson<br />

hefur séð um þjálfun í frjálsum íþróttum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!