08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 51<br />

stóð af einni Farmal A dráttarvél 20 ára gamalli, greiðusláttuvél,<br />

múgavél og svo var gamli Ford notaður til heyflutninga. Gat heyskapur<br />

verið ansi baslsamur fyrstu árin og ævintýralegur bragur<br />

yfir honum, en yfirleitt björguðust málin með hjálp góðra granna.<br />

Ytri-Tjarnabóndinn reyndist bróður sínum vel og lánaði oft vélar<br />

sem og Ytra-Laugalandsfeðgar, þeir Tryggvi, Addi og Hjörleifur,<br />

sem hlupu stundum undir bagga með að bjarga heyjum ef illa<br />

horfði. Árið 1971 var keyptur nýr traktor á bæinn af gerðinni Zetor,<br />

með ámoksturstækjum og stuttu seinna s.k. sláttuþyrla aftan<br />

í hann og markaði það byltingu í vinnuháttum á bænum.<br />

Og Freyvangur.<br />

Og svo Tjarnaland aftur<br />

Á Tjarnalandi bjuggu þau með aðstoð barnanna í níu ár eða til<br />

vorsins 1974 að Kristján sonur þeirra og Brynja kona hans, tóku<br />

við búinu og Guðmunda og Theodór fóru aftur í Freyvang til húsvörslu.<br />

Þar sem Tjarnaland var mjög lítil jörð og gaf lítil færi á<br />

stækkun túna fluttu þau Kristján og Brynja sig fljótlega á stærri<br />

jörð og Guðmunda og Theodór sneru til baka í Tjarnaland í júní<br />

1979. Að þessu sinni var ekki búskapnum til að dreifa enda þau<br />

orðin nokkuð fullorðin, Guðmunda 61 árs og Theodór 71 árs.<br />

Eftir þetta vann Guðmunda á sláturhúsinu nokkur haust og<br />

í kartöfluverksmiðju á Svalbarðseyri um tíma og fannst henni<br />

það skemmtileg tilbreyting að komast út á meðal fólks og þéna<br />

peninga.<br />

Í gegnum tíðina hljóp hún oft undir bagga með hinum og þessum.<br />

Meðal annars fóstraði hún ung börn fyrir tvær ungar konur<br />

um hríð og barnabörnin voru oft í vist til lengri og skemmri tíma.<br />

Börnin voru líka mörg og sóttu mikið heim til pabba og mömmu.<br />

Theodór átti frænda, Kristján Jónsson í Hól en þeir voru<br />

bræðrasynir. Kristján var nokkuð sérstakur maður og bjó hann í<br />

einu allrasíðasta torfhúsi sveitarinnar ásamt Sigríði systur sinni.<br />

Þegar kom að því að Sigríður fór á Kristneshæli, eins og það var<br />

nefnt þá, og karl varð einn eftir heima þá tók Guðmunda að sér<br />

að þvo þvott og bæta og staga föt af honum. Þá þreif hún hjá<br />

Kristjáni og hjúkraði honum þegar hann var orðinn hálf örvasa<br />

og ósjálfbjarga undir það síðasta.<br />

Alla tíð var mikill gestagangur hjá þeim Guðmundu og Theodóri<br />

og enginn fór án þess að þiggja veglegar veitingar. Óhætt er<br />

að segja að allir sem kynntust Guðmundu hafi virt hana og þótt<br />

vænt um hana.<br />

Samkvæmislífið<br />

Ekki verður sagt að þau hjónin hafi talist til meiriháttar félagsmálatrölla<br />

á sínum tíma. Theodór var þó frá unga aldri félagi í<br />

ungmennafélginu Ársól, sem síðar varð Ársól-Árroðinn, og var<br />

hann gerður að heiðursfélaga þar áður en yfir lauk. Þá söng hann<br />

um 50 ára skeið í kirkjukór Munkaþverársóknar sem og ýmsum<br />

öðrum kórum, s.s. Samkórnum Þristi, en hann söng bassa með<br />

ágætum. Nokkuð tók hann þátt í leiklist innan hreppsins á sínum<br />

yngri árum og þótti sýna góða takta á sviði. Eru til myndir af<br />

honum í hinum ýmsu hlutverkum á sviði í gömlu samkomuhúsum<br />

sveitarinnar á Munkaþverá og Þverá, en í hinu nýjasta,<br />

Freyvangi, hafði hann öðru hlutverki að gegna og mun ekki hafa<br />

fengið leikhlutverk þar.<br />

Á efri árum var hann einna virkastur í hinum frækna félagsskap<br />

„Spekingarnir spjalla“ eða „Bræðurnir bulla“ eins og einhver<br />

vildi meina að væri meira réttnefni en sá félagsskapur samanstóð<br />

af þeim bræðrum sem voru viðlátnir í það og það skiptið.<br />

Oftast voru það Theodór, Baldur, Bjartmar og Friðrik, ýmist allir<br />

eða í minni hópum en af þessum félagsskap hafði Theodór ómælt<br />

gaman og naut sín þegar þeir hittust.<br />

Theodór og Guðmunda árið 1990. Myndin er tekin á kontórnum hans<br />

Theodórs á Tjarnalandi og með þeim á myndinni eru tvær af<br />

barnabörnumum, þær Elín Auður Ólafsdóttir og Steinunn Lilja<br />

Heiðarsdóttir.<br />

Guðmunda var lengi í saumaklúbbi með nágrannakonum<br />

sínum í sveitinni og eins var hún í slysavarnadeildinni Keðjunni<br />

sem starfaði um árabil í Öngulsstaðahreppi. Uppeldi hins stóra<br />

barnahóps gaf ekki margar tómstundir til mikils félagslífs lengi<br />

vel, en hún hafði afskaplega gaman af að blanda geði við fólk. Hún<br />

mun hafa haft mjög gaman af að dansa en þar sem eiginmaðurinn<br />

var eitthvað síður fyrir dansmenntir þá fékk hún fá tækifæri<br />

til að njóta sín á því sviði. Þegar árin fóru að færast yfir sótti hún<br />

föndur með eldri borgurum um tíma og lagði fyrir sig útsaum<br />

og prjónaskap sem áður hafði ekki gefist mikið tóm til að sinna.<br />

Líður að leiðarlokum<br />

Theodór var nokkuð heilsuhraustur fram undir áttrætt, en<br />

síðsumars 1987 fékk hann áfall. Líklega af blóðtappa í höfði og<br />

versnuðu lífsgæðin mikið úr því. Sjónin truflaðist svo hann gat<br />

ekki lesið sér til gagns og Landroverinn A-210 varð hann að hætta<br />

að keyra. Varði hann síðustu sex æviárunum að mestu heima og<br />

innandyra á Tjarnalandi þar sem Guðmunda, annaðist hann þar<br />

til hann veiktist hastarlega í apríllok 1994. Var hann lagður inn<br />

á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann lést, eftir rúmlega<br />

viku legu, þann 1. maí, af völdum krabbameins í lungum. Var<br />

hann jarðsettur frá Munkaþverárkirkju 7. maí.<br />

Guðmunda fékk krabbamein í brjóst haustið 1977. Brjóstið var<br />

numið brott og tókst að komast fyrir krabbameinið með þeim<br />

hætti. Um fimmtugt greindist hún með sykursýki tvö og þurfti að<br />

gæta sín alla tíð síðan og taka viðeigandi lyf. Bakið angraði hana<br />

lengi og féllu saman í því hryggjarliðir um 1990. Er Theodór dó<br />

má segja að hún hafi verið þrotin af kröftum enda farin að þjást af<br />

blæðingum inná heila og missti hún málið sem afleiðingu af því.<br />

Gat hún ekki verið heima eftir lát eiginmannsins nema skamma<br />

hríð, nokkuð sem henni þótti mjög miður. Eftir skammtímadvöl<br />

á Brúnum hjá syni og tengdadóttur, vistaðist hún um tíma á<br />

Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri uns hún fékk inni á Kristnesspítala.<br />

Þar var hún uns hún féll og lærbrotnaði seint í júlí 1996 og<br />

virtist þá lífsviljinn búinn og lést hún þann 4. ágúst. Útför hennar<br />

var gerð 10. ágúst.<br />

Lýkur hér að segja frá þeim sæmdarhjónum að sinni.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!