08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 11<br />

afdráttarlaust fram að afkomendur<br />

sæmdar hjónanna, Gunnhildar og Daníels<br />

fyrrum ábúenda í Saurbæ, hafi gefið<br />

dúkinn til minningar um þau á 100 ára<br />

afmæli þeirra. Hún hafi einungis unnið<br />

dúkinn, kniplað blúnduna og fengið dúkefnið,<br />

úrvals hörefni, sent frá Bandaríkjunum.<br />

Dúknum fylgir fallegt gjafabréf frá<br />

gefendum.<br />

Inga á mikið af fallegum knipluðum<br />

skrautmunum en sitthvað fleira leynist<br />

í pokahorninu hjá henni. Mesta athygli<br />

vakti knipluð mynd af Saurbæjarkirkju.<br />

Hún er algjörlega hennar hönnun. Í<br />

öðrum verkum styðst hún gjarnan við<br />

leiðbeiningar. Eitt sinn réðst hún í það<br />

stórvirki að knipla hatt. Lang tímafrekast<br />

var hattbarðið, lauslega áætlað 12 tíma<br />

vinna á dag í heila viku.<br />

Hún á glæsilega útsaumaða stóla (rennibrautir)<br />

ásamt borði. Það verk var hafið<br />

áður en hún yfirgaf sveitina. Hún og móðir<br />

hennar Heiða í Litla-Garði hjálpuðust<br />

að. Inga saumaði munstrið en Heiða fyllti<br />

út í kring.<br />

Flosuð mynd „Drottinn blessi heimilið“<br />

og útskorin hilla prýða heimilið. Heklaður<br />

dúkur með svönum var á borði í<br />

stofunni. Sagði hún að hann væri kominn<br />

til ára sinna. Púði með refilsaumi vermir<br />

rass gesta í eldhúsinu. Þá sýndi hún okkur<br />

skrautkúlur með orkeruðum rósum.<br />

Rokkfjölskyldan eru prjónaðar dúkkur og<br />

dýr, dót sem gleður augað.<br />

Áhugi á handavinnu hefur alltaf blundað<br />

með henni. Árin í sveitinni voru yfirleitt<br />

notuð til hagnýtari starfa s.s. að prjóna og<br />

sauma föt á fjölskylduna og jafnvel aðra.<br />

Mikil breyting varð á högum Ingu er<br />

hún fluttist í bæinn. Hún starfaði og<br />

starfar enn hjá öldruðum, einkum við<br />

að aðstoða þá við handavinnu. Tími til<br />

að sinna eigin hugðarefnum varð nægur.<br />

Hún segir: „Nú er ég að leika mér“.<br />

<strong>Eyvindur</strong> þakkar Ingu fyrir að veita<br />

lesendum blaðsins innsýn í sitt fallega og<br />

fjölbreytta handverk.<br />

Myndir: Jenný Karlsdóttir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!