08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

14 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Helga Hallgrímsdóttir, Hvammi<br />

Mamma og Gunna á berjamó á Fésbókinni<br />

Eins og margir vita orti Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona frá Kálfagerði,<br />

kvæði og ljóð og skrifaði sögur og leikrit og voru ritverk<br />

hennar gefin út í heild í þremur bindum á árunum 1949-51.<br />

En það rötuðu ekki öll kvæði Kristínar í ritsafnið. Eitt þessara<br />

kvæða er „Gunna á berjamó“ sem hefur verið í miklu uppáhaldi<br />

hjá mömmu síðan hún var barn. Hún fór oft með þetta<br />

kvæði fyrir mig og bróður minn þegar við vorum lítil og ég<br />

man hvað það setti að mér mikinn óhug þegar kom að „illu<br />

Tröllagjá“ og „höggormurinn“ kom skríðandi á móti Gunnu. Í<br />

dag dvelur mamma í góðu yfirlæti á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð<br />

á Akureyri og er enn að fara með kvæðið um Gunnu<br />

á berjamó og er upptaka af því meira að segja komin á Fésbókarsíðu<br />

heimilisins og hefur fólk haft gaman af að heyra farið með<br />

þetta skemmtilega kvæði sem svo sannarlega er ástæða til að<br />

forða frá gleymsku. En það er ekki tilviljun að kvæði Kristínar<br />

Sigfúsdóttur skáldkonu frá Kálfagerði hafa verið í uppáhaldi hjá<br />

mömmu alla tíð.<br />

Móðir mín, Lilja Jónsdóttir, sem lengst af bjó í Kristneshæli<br />

og síðar í Litla-Hvammi, er fædd í Vaglagerði í Skagafirði 18.<br />

júní 1921. Foreldrar hennar voru Rannveig Sveinsdóttir og Jón<br />

Kristjánsson kennari og organisti við Grundarkirkju og víðar.<br />

Þau eignuðust 15 börn og komust 11 þeirra til fullorðins ára.<br />

Mamma var næst yngst. En þegar hún var 6 ára gömul veiktist<br />

móðir hennar af berklum og þurfti, haustið 1927, að leggjast inn<br />

á Kristneshæli sem þá var að taka til starfa. Þá koma Kristín og<br />

Pálmi Jóhannesson eiginmaður hennar, inn í líf mömmu. Þau<br />

áttu bæði hjartarúm og húsrúm til að taka að sér litla stúlku þegar<br />

erfiðleikar steðjuðu að fjölskyldu hennar. Sjálf lýsir mamma<br />

því þegar hún kom í Kálfagerði með eftirfarandi orðum: „Ýmislegt<br />

er mér minnissætt frá þessum degi, ekki síst er ég stóð í<br />

Helga Hallgrímsdóttir og móðir hennar Lilja Jónsdóttir.<br />

bæjardyrunum og horfði á eftir föður mínum, hann leit ekki til<br />

baka og ég hélt ró minni. Í kringum mig var systkinahópurinn<br />

á bænum, þrjár glaðar og fallegar stúlkur, sú yngsta nokkrum<br />

árum eldri en ég og tveir bræður. Ég var lítil eftir aldri og ég held<br />

að þeim hafi öllum fundist sjálfsagt að bera mig á höndum sér.<br />

Svo var ég allt í einu sest upp í fangið á ókunnri konu, þar fann<br />

ég samúð og frið, sem ég þurfti sannarlega við þessar aðstæður“.<br />

Það var ekki sjálfgefið á þessum árum, að börn sem tekin voru<br />

í fóstur, væru tekin inn í fjölskylduna. En mamma var heppin,<br />

fjölskyldan í Kálfagerði tók hana að sér og þarna eignaðist hún<br />

ekki aðeins fósturforeldra sem báru hag hennar fyrir brjósti sér<br />

alla tíð, heldur líka fóstursystkini sem reyndust henni vel.<br />

Gunna á berjamó<br />

eftir Kristínu Sigfúsdóttur frá Kálfagerði<br />

Ég ætla að segja ykkur sögu af mér.<br />

Einn sumardag í fyrra mig langaði í ber.<br />

Ég var heim við bæinn ömmu minni hjá,<br />

á engjunum var fólkið að raka og slá.<br />

Mér leiddist sjaldan heim , ég lék mér kisu hjá,<br />

Fyrir löngu síðan átti hún kettlinga þrjá.<br />

Einn var fagur gulur, einn var bara grár,<br />

einn var reyndar hosóttur, hvítur og blár.<br />

Ég passaði nú greyin og gaf þeim ket og mjólk.<br />

Þeir greindir voru allir og töluðu eins og fólk.<br />

Þeir sögðu reyndar aldrei annað en „Mjá“,<br />

svo enginn þurfti að fara í deilur við þá.<br />

Mér þóttir vænst um Hosa, því hann fór fyrst að sjá<br />

og hoppaði og lék sér um bæinn til og frá.<br />

Hann reif mig líka stundum svo rann mér blóð úr kinn,<br />

þá reiddist ég sem snöggvast við litla kisa minn.<br />

Þá var Fríða skrítin, en það var brúðan mín,<br />

á þrílitumsokkum svo dæmalaust fín<br />

Með röndótta svuntu í rauðum léreftskjól<br />

hún Rænka hérna gaf mér hana eitt sinn um jól.<br />

Höfuðið var stoppað með hreinni lambaull<br />

hún gekk ekki í skóla , en talaði ekki bull.<br />

Augabrýr úr tvinna og augun prjónshaus blár<br />

og ullarlagð af Móru hún bar sem fléttað hár.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!