08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong> 19<br />

keppnisbúningi, Bjarni Rafnar og Ytra-Gilsbræður. Nokkrar efasemdir<br />

eru um Guðlaug frá Hvammi. Áður voru uppi ágiskanir<br />

um Erik Kondrup (1917-1998), Ara L Fossdal Björnsson (1907-<br />

1965), sem var atvinnuljósmyndari, Jón Kjartansson frá Klúkum<br />

(1913-1977) og jafnvel enn fleiri. Ekki er ljóst hvers vegna Ragnar<br />

einn átti mynd, kannski leynast fleiri eintök í fórum afkomenda<br />

hinna. Eitt er víst, að þarna hafa bjargast merkileg menningarverðmæti,<br />

þökk sé afkomendum Ragnars Skjóldal. Hitt er einnig<br />

ómetanlegt að einn úr fótboltaliðinu, Páll Rist, er enn á lífi og<br />

man þessa tíma vel. Minnispunktar frá Páli eru uppistaðan í<br />

þessari frásögn. Hann varð reyndar svo frægur að eignast með<br />

árunum keppnisbúning á sig, en óvíst er hvort fleiri hafi náð svo<br />

langt á framabrautinni.<br />

En hvar æfði knattspyrnufélagið Örin á þessum árum? Páll<br />

Rist upplýsir, að völlurinn hafi verið á lítt grónum mel austan<br />

við Laugarborg, vestan þjóðbrautar. Þar var tiltölulega slétt og<br />

stórgrýtislaust svæði, mörkin að norðan og sunnan. Það var ekki<br />

fullkomlega lárétt alls staðar, miðjan ívið hærri en umhverfið og<br />

hallaði þaðan til norðausturs. Aldrei þótti það tiltökumál. Hólmgeir<br />

Þorsteinsson bóndi á Hrafnagili léði fótboltastrákum þennan<br />

skika úr landi sínu og var það drengskaparbragð. Þeir komu<br />

hjólandi til æfinga á kvöldin og undu glaðir við sitt. Þetta var í<br />

rauninni eina afþreyingin sem var í boði fyrir lífsglaða unglinga á<br />

þessum árum. Sennilega hafa einhverjir þeirra skolað af sér eftir<br />

æfingar í nýbyggðri sundlauginni (án þess að fara í sturtu). Sá<br />

ósiður var a.m.k þekktur í tíð undirritaðs.<br />

Brynjólfur Ingvarsson eldri (Brynki á Snös).<br />

Allar hugsanlegar skekkjur og missagnir eru á ábyrgð undirritaðs.<br />

Ábendingar, leiðréttingar og athugasemdir eru vel þegnar.<br />

Sími 8958255. Netfang: bringv@gmail.com<br />

Myndir: Gunnar Örn Jakobsson Hvammstanga og Páll Ingvarsson<br />

Reykhúsum<br />

Heimildir: Páll Rist, Kristín S Ragnarsdóttir, Haraldur Hannesson í<br />

Víðigerði, Jóhann Helgason frá Þórustöðum, Viktor A Guðlaugsson<br />

o . fl .<br />

Við endum þetta spjall með tveimur myndum af frekar öldruðum<br />

sóknarmönnum úr liði Framtíðarinnar. Þeir eru að ,,taka<br />

miðju” á gamla fótboltavellinum. (Brynjólfur Ingvarsson og Páll<br />

Rist).<br />

Ekki er laust við að gömlu framherjarnir séu fótboltalegir með<br />

sig á myndinni og eflaust nýbúnir að rifja upp eldgamla meistaratakta.<br />

Það eru 50-60 ár síðan þeir hittust síðast inni á fótboltavelli.<br />

Brynjólfur Ingvarsson og Páll Rist.<br />

Brynjólfur og Páll taka miðju.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!