08.01.2014 Views

Eyvindur 2013

XXII. árgangur – desember 2013

XXII. árgangur – desember 2013

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

38 EYVINDUR • DESEMBER <strong>2013</strong><br />

Sigríður ólst upp við sveitastörf þeirrar tíðar á mannmörgu<br />

heimili, sem í senn var griðastaður, vinnustaður og skóli. Þar var<br />

kembt og spunnið, prjónað og ofið eins og þá tíðkaðist, en ærinn<br />

starfi hefur það verið að fæða og klæða barnahópinn. Sumir<br />

sveitungar litu það hornauga, þegar faðir hennar festi kaup á<br />

litlu orgeli. Þeim fannst hann geta borgað hærra útsvar fyrst<br />

hann, fátækur barnamaðurinn gat leyft sér þetta, en fjölskyldan<br />

var tónelsk. Sigríður var á öðru ári er hún gat sungið smálög<br />

sem hún lærði af heimilisfólkinu og fljótlega fór hún að glíma við<br />

orgelspil, en eldri systurnar og móðir hennar leiðbeindu með<br />

nótnalestur. Ungur nemur - gamall temur. Þetta var upphafið að<br />

langri göngu til dýrðar tónlistargyðjunni. Hennar líf snerist um<br />

tónlist í einhverri mynd.<br />

Á unglingsárum lærði Sigríður á orgel og píanó og kynntist<br />

þá kórstarfsemi á Akureyri – gekk til liðs við Kantötukór Akureyrar<br />

sem Björgvin Guðmundsson stjórnaði, og seinna Samkór<br />

Abrahams en hún söng einsöng með báðum þessum kórum og<br />

eina heila einsöngstónleika með Róbert Abraham Ottóssyni.<br />

Árið 1941 giftist hún Helga Schiöth og bjuggu þau fyrstu<br />

árin á Akureyri, en fluttu 1948 í Hólshús, þar sem þau bjuggu<br />

næstum þrjá áratugi. 1949 tók Sigríður við kirkjuorganistastarfi á<br />

Grund, Saurbæ og Möðruvöllum auk söngkennslu í skólum. Hún<br />

æfði karlakóra og starfaði með leikfélögum ýmist á sviði eða sem<br />

leiðbeinandi. Oft var hún beðin um að skemmta – ýmist með<br />

smá leikþáttum eða söng. Nokkra vetur dvaldi hún í Reykjavík<br />

við kennslu og stjórnaði Þingeyingakór. Til Húsavíkur fluttu þau<br />

hjón á efri árum og gerðist hún organisti við Húsavíkurkirkju<br />

og kenndi við Tónlistarskólann þar. Sigríður og Helgi fluttu til<br />

Akureyrar 1983 og tók hún þá aftur við organistastarfi í Grundarkirkju<br />

og gegndi því í 10 ár. Hún stofnaði Kór aldraðra á Akureyri<br />

1986 og stjórnaði honum til 1999.<br />

Sigríður samdi þó nokkur lög og texta við sum þeirra. Hún<br />

skrifaði margar greinar um menn og málefni líðandi stundar, en<br />

einnig margt frá liðinni tíð og birtust þær greinar bæði í blöðum<br />

og tímaritum, en hún var stálminnug allt til hinstu stundar.<br />

Þjóðlegur fróðleikur var henni hugleikinn og hafði hún afar gott<br />

vald á íslensku máli. Laxdæla lá gjarnan á borðinu og bókin sem<br />

hún safnaði í vel kveðnum vísum.<br />

Allt fram á síðustu vikur ævinnar reyndi Sigríður eftir mætti<br />

að halda uppi sönglífi – seinast á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem<br />

henni tókst að ná saman bæði starfsfólki og heimilisfólki til<br />

söngs. Hún lést 18. apríl 2008.<br />

Systursonur Sigríðar, Valgarður Egilsson skrifaði minningargrein<br />

um hana sem birtist í Morgunblaðinu á útfarardegi hennar<br />

28. apríl 2008. Hér er hún örlítið stytt.<br />

Valgerður Schiöth<br />

Minningargrein<br />

Þá er drottning ættar okkar fallin, Sigríður Schiöth; söngröddin<br />

hljómmikla þögnuð. Þar með er allur horfinn systkinahópurinn<br />

stóri frá Lómatjörn. Sigríður móðursystir mín var komin á 95ta<br />

aldursár er hún lést. Sigríði Schiöth þekktu margir svo víða sem<br />

hún lagði lið í samfélagi okkar. Mikið varð framlag hennar til<br />

tónlistarinnar á Norðurlandi og þar naut Sigríður þeirrar Guðsgjafar<br />

sem söngrödd hennar var og frábært músíknæmi. Fyrir<br />

utan einsöngshlutverkin mörg lét hún sig ekki muna um að<br />

stjórna kórum, hún var organisti í mörgum kirkjum, hún lék á<br />

sviði, leikstýrði oft sjálf og flest var henni vel gefið. Sagnalestur<br />

Sigríðar í Ríkisútvarpi muna margir. Hún var hafsjór af fróðleik<br />

enda minni hennar öruggt. Mun enginn hafa þekkt betur mannlíf<br />

í Grýtubakkahreppi fyrri tíðar en hún og fræðastörf hennar<br />

voru orðin drjúg. Þeir sem þekktu Sigríði muna hana lengst fyrir<br />

söngröddina og hins vegar fyrir fádæma ósérplægni hennar að<br />

öllum verkefnum. Fyrir framlag sitt var Sigríður sæmd fálkaorðunni.<br />

Víða hefur verið sagt frá heimilisbrag á Lómatjörn frá þessum<br />

tíma. Barnahópurinn þróttmikill, músíkalskur, allir í fjórrödduðum<br />

heimiliskórnum og orgel var keypt á heimilið. Skólahald<br />

í stofunni. Sigríður lærði orgelleik heima og síðar á Akureyri<br />

kynntist frekar kórstarfi, og rödd ungu stúlkunnar frá Lómatjörn<br />

vekur athygli. Þar er það Róbert Abraham Ottósson sem<br />

styður hana. Á Akureyri kynnist hún Helga Schiöth, þau ganga<br />

í hjónaband, búa um skeið á Akureyri, kaupa sér síðar jörð fram<br />

í Eyjafirði, Hólshús, reka þar búskap um allmörg ár. Sigríður tók<br />

fljótt að sér starf organista í flestum nálægum sóknum. Næstu<br />

áratugi eru þetta aðalstörf hennar meðfram að reka heimili og<br />

umfangsmikinn búskap. Hér kom best fram ósérplægni Sigríðar<br />

sem að ofan var lýst. Þau bregða búi, Sigríður gerist organisti við<br />

Húsavíkurkirkju; þaðan flytja þau loks til Akureyrar.<br />

Ég á sérstakar minningar úr æsku minni frá því er Sigga<br />

frænka kom í heimsókn í Hléskóga, þessi geislandi kona, og þær<br />

systur tóku lagið, eða þegar hún söng með í kirkjukór Laufáss eða<br />

Grenivíkur og fyllti kirkjuna sinni þéttu rödd. En sú rödd er nú<br />

hljóðnuð.<br />

Hér fylgir kveðja systkina minna.<br />

Valgarður Egilsson<br />

Störf Sigríðar Schiöth að<br />

menningar- og félagsmálum<br />

Kórstjórn og organistastörf<br />

Æfði kvartett Jarlsstaðabræðra í Höfðahverfi 1935<br />

Æfði Karlakór Magna Grenivík 1935-1936<br />

Æfði karlakór í Hrafnagilshreppi 1959-1961<br />

Æfði karlakór í Saurbæjarhreppi 1962-1963<br />

Kórstjóri og organisti við eftirfarandi kirkjur:<br />

Grundarkirkja 1949-1976<br />

- - - - - - - - - 1983-1993<br />

Saurbæjar- og Möðruvallakirkja 1950-1976<br />

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - 1983-1984<br />

Saurbæjarkirkja, Möðruvallakirkja<br />

og Hólakirkja (lausráðin) 1984-1989<br />

Húsavíkurkirkja 1976-1983<br />

Kórstjórn í Húnavatnssýslum í sambandi<br />

við þjóðhátíð – kenndi þjóðdansa 1974<br />

Þingeyingakór í Reykjavík 1968-1970<br />

Laufáskirkja og Svalbarðskirkja (lausr.) 1983-1986<br />

Akureyrarkirkja afleysingar 1983-1987<br />

Kór eldri borgara á Akureyri 1986-1999<br />

Ömmukór – konur úr kór eldri borgara á Ak. 1993-2001<br />

A.m.k. 15 aðrar kirkjur eru nefndar þar sem Sigríður lék við<br />

stöku athafnir allt frá Raufarhöfn vestur um til Skálholts. Allir<br />

þessir kórar komu fram við ótal tækifæri s.s. á söngmótum<br />

Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis, á dvalarheimilum<br />

aldraðra og ýmsum tónleikum innansveitar og utan.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!